Morgunblaðið - 30.09.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1977
11
Næst verður fyrir að skoða,
hver er aðstaða fjármálaráðherra
til samninga eftir að BSRB hefði
felit sáttatillöguna.
Hér er fjallað um svið, þar sem
pólitískt mat verður að ráða um
niðurstöður. Slíkt mat get ég ekki
lagt á þetta mál. Hins vegar eru
hverjum manni ljósar ýmsar að-
stæður, sem gera fjármálaráð-
herra erfitt fyrir um slíka samn-
inga. ASÍ samningana s.l. sumar
ber þar hæst. Hvert skref, sem
ráðherra stigi í samningum við
ríkisstarfsmenn umfram þá samn-
inga, væri efni í harða gagnrýni
hvað svo sem BSRB félögum kann
að þykja um sanngirni sinna
krafna.
Vegna þessa ætla ég, að samn-
ingar í yfirvofandi verkfalli gætu
orðið mjög erfiðir. Fjármálaráð-
herra fyndi á sér brenna saman-
burðinn við breytingarnar á al-
menna markaðnum og forráða-
menn BSRB teldu sig ekki geta
gengið frá samningum nema sú
ákvörðun að fella sáttatillöguna,
skilaði verulegum árangri. Fram-
hjá því verður ekki komist, að
sáttatillagan gefur verkafólki inn-
an BSRB, svo dæmi sé tekið,
104—108 þús. kr. mánaðarkaup í
september, en hæstu Sóknarkon-
ur á spítölunum hafa þá tæp 100
þús. kr. í laun. Er sist að undra,
þótt ráðherra eigi erfitt um vik að
auka þennan launamun. Vegna
þessa tel ég líklegt, að verkfall, ef
til kæmi, gæti dregist mikið á
langinn. Það tel ég þvi einnig eigi
að hafa í huga, þegar afstaðan til
sáttatillögunnar er ákveðin.
Þetta bréf vildi ég hafa skrifað
ykkur, rikisstarfsmenn, sem eigið
að ákveða, hvort til verkfalls ykk-
ar skuli koma eða ekki. Fram að
þessu hefur bréfið verið hlutlægt.
Það, sem hér fer á eftir, er það
ekki.
Þið hafið fengið ráð ykkar for-
ystumanna, sem eflaust eru gefin
af góðum hug og fyllstu sannfær-
ingu um góðan málstað. Þessir
forystumenn hafa hins vegar ár-
um saman barist fyrir verkfalls-
rétti ríkisstarfsmanna og þeim er
vorkunn að hvetja til þess að sá
réttur verði nú látinn sanna ágæti
sitt. Þeim mun meiri yrði ljóm-
inn, sem þeir fyndu á sig falla.
Þið ríkisstarfsmenn, en ekki
forystumenn ykkar einir, eruð
hins vegar að taka ákvörðun um
verkfall. Þetta eruð þið að gera í
fyrsta skipti og eigið þvi hvorki að
vera bundin af ákefð forystunnar
né þeirri hefð, sem frá gömlum
tíma rikir innan verkalýðshreyf-
ingarinnar um meðferð verkfalls-
réttarins. Það væri mikill sigur
skynseminnar yfir þessari gömlu,
skaðlegu verkfallshefð, ef þið fé-
lagar BSRB afneituóuð því að
beita verkfalli til að knýja fram
kröfur ykkar frekar en orðið er,
ekki vegna þess hversu sáttatil-
lagan sé góð, heldur vegna þess
hversu hinn kosturinn er vondur.
Verkfallsrétturinn á sinn stað i
réttindabaráttu verkalýsðins, en
verkfall er forngripur. Það á að
leggja af i siðuðu þjóðfélagi af
sömu ástæðu og við höfum lagt
niður vígaferli. Hvorugt er skyn-
samleg aðferð eða siðuðum mönn-
um sæmandi til að útkljá deilu.
Þeir eru sjálfsagt fáir ríkis-
starfsmenn, sem eru svo vel
haldnir í launum, að þeir þurfi
ekki meira. Engu að síður freist-
ast ég tíl að rifja upp gamla hús-
ganginn:
Margur ágirnist moir en þarf
maöur fór aö veida skarf
og haföi fengið f jóra.
Klti þann fimmta en í þvf hvarf
ofan fvrir bergið stóra.
Með þessum orðum bið ég menn
telja vandlega sina skarfa áóur en
til atkvæðagreiðslunnar kemur.
JS.26.09.1977.
PS Gangnamenn BSRB smala
landið þessa daga. Þeir leita ekki
eftir mati ykkar hvers og eins á
því, hvað gera skuli, heldur
heimta algera samstöðu. Ég trúi
ekki fyrr en ég tek á þvi, að
rikisstarfsmenn láti reka sig
þannig til réttar.
Opið bréf tíl byggingar-
nefndar dvalarheimil-
is aldraðra á Húsavík
Nálægt árinu 1970 færðist nýtt
lif i þá hugmynd framsýnna
manna, að stofna til dvalarheim-
ila fyrir aldraða úti um héruð
landsins og að ríkinu bæri að
styðja slikar framkvæmdir meó
fjárframlögum. Og þess var ekki
langt að biða, að alþingi tók í lög
að rikissjóður skyldi greiða þriðj-
ung stofnkostnaðar slíkra heim-
ila.
Um svipað leyti reis áhugaalda
um miðbik Þingeyjarsýslu fyrir
dvalarheimili á Húsavík og
almenningsfélag var stofnað mál-
inu til framdráttar. Menn vonuðu
að dvalarheimili fyrir aldraða á
Húsavík yrði með þeim allra
fyrstu, sem risi af grunni úti á
landsbyggðinni. Sú von rættist
ekki. Heyrir það mál sögunni til.
Ýmis önnur héruð leystu málið,
urðu fljótari til. Þá sló svo í bak-
seglið hjá hinu opinbera að hætt
var að greiða ríkisframlagið til
dvalarheimila aldraðra. Var
sveitarfélögum fengið verkefnið í
hendur.
Nálægt ársbyrjun 1976 gerðist
sá merki atburður að bæjarfélag
Húsavíkur og 12 hreppsfélög um
miðbik Þingeyjarsýslu, 7 úr
suður- en 5 úr noróursýsiunni,
bundust samtökum um byggingu
dvalarheimilis fyrir aldrað fólk á
Húsavík. Betra er seint en aldrei.
Þessi samtök láta hendur standa
fram úr ermum. Á árinu 1976 var
gerður grunnur og kjallari bygg-
ingarinnar. Kostnaður varð 30,5
milljónir kröna. Þar af var tækni-
kostnaður (teikningar) kr.
4.168.037, hvort sem það eru allar
teikningar vegna byggingarinnar
eða hluti þeirra. Upp i þennan
kostnað komu ársframlög
byggingaraðila kr. 14.6 milljónir,
en afgangurinn var dekkaður
með lánsfé. Aldrei hefur verið
brýnni þörf en nú á framkvæmda-
hraða við byggingar, enda stefnir
byggingarnefnd Dvalarheimili-
sins að þvi að gera bygginguna
fokhelda á yfirstandandi sumri.
Áætlað er að framkvæmdir á
þessu ári kosti 100 milljónir kr.
Ekkert hefur um það heyrst, hve
miklum hluta þess kostnaðar
verður jafnað á aðil.a á árinu og
hverju velt verður á undan sér,
en miðað við lánskjör nú til dags
yrði það að vera nokkuð innan við
helming kostnaðar, elia mundi að
því reka, að árleg gjaldabyrði að-
ila af stofnkostnaði kynni að
verða hærri eftir að byggingin
væri fullgerð heldur en á þessu
ári og þvi næsta en slíkt væri
vissulega óheilbrigt.
Um framkvæmd byggingar
dvalarheimilisins hefur verið
hljótt til þessa. Ekki hefur heyrst
um útboð á verkinu eða þáttum
þess, hvorki það sem framkvæmt
var árið 1976 eða i ár, þegar
undan er skilin ósk byggingar-
nefndar til tveggja steypustöðva á
Húsavík um svokölluð „lokuð til-
boð“ í steypuverk byggingarinnar
á þessu ári. Þegar um stór-
byggingar er að ræða er útboð
verksins orðið aó venju og þykir
þá fara best á þvi að útboð séu
„opin“, að verkið standi öllum til
boða. Og að heimilt sé að hafna
öllum tilboðum. Nokkuð reynist
misjafnt, hvert gagn verður af
tilboðum en jafnan mun það þó
eitthvert verða. Þeir sem standa
fyrir framkvæmdum byrja
gjarnan á þvi að gera sér grein
fyrir kostnaði af þeim. Fer ekki
hjá því, að tilboð frá verktökum
geta stutt kostnaðarathugun
þeirra sem standa fyrir bygging-
um.
Með því sem hér hefur verið
sagt ær því ekki haldið fram að
sjálfsagt hafi verið eða skyldugt
að bjóða út byggingu dvalar-
heimilisins, heldur að gagn kynni
að hafa af þvi orðið. Reynslan
hefur sýnt að það fer mjög eftir
atvinnu-árferði, hvert gagn má
hafa af útboðum. Þegar allt fiýtur
í fjármagni verður stundum lítið
á tilboðum að græða. Hins vegar
þegar lítið er um framkvæmdir og
verktakar hafa úr litlu að moða,
fást gjarnan hagstæð tilboð sem
skynsamlegt gæti verið að sæta.
Það útboð á steypuverki á þessu
ári sem hér var á minnst var sent
steypustöðvunum Bjargi h/f og
Varða h/f sem bæði svöruðu með
tilboðum. Var tilboð Bjargs h/f að
upphæð kr. 12.985.000 en Varða
h/f kr. 13.675.400, mismunur kr.
690.400.
Verkfræðistofa Norðurlands,
ráðgjafaraðili dvalarheimilis-
nefndar kannaði aðstöðu verk-
taka og mælti með tilboði Bjargs
h/f, að uppfylltum ákveðnum
skilyrðum, nánar tilgreindum i 4
liðum og var sú greinargerð lesin
á fundi byggingarnefndar.
Þá mætti á þeim fundi inúrara-
meistari byggingarinnar. Sagðist
hann ekki gera mun á steypu-
stöðvunum hvað sjálfa ste.vpu-
gerðina snerti, en sagðist treysta
starfsmönnum Varóa h/f betur
en hinum og vildi hann ekki taka
ábyrgð á verki hinna. Hins vegar
kvaðst hann reiðubúinn að víkja
úr sínu starfi sem múrarameistari
byggingarinnar.
Ástæða er til að ætla að þetta
hafi verið kunningjabragð
múrarameistarans við sina gömlu
félaga i Varða h/f. Af hverju var
ekki látið reyna á það hvaða
mönnum hann treysti ekki til
þessa verks. Það kom ekki fram í
tilboði Bjargs h/f hvaða menn
myndu vinna verkið.
Bókað var að tilboðunum væri
báðum vísað frá fyrir formgaila
og það tilkynnt hlutaðeigendum
án skilyrða. Hverjir voru þessir
formgallar? Fjögur skilyrði Verk-
fræðistofu Norðurlands uppfyllti
Bjarg h/f. Hins vegar gengu for-
maður byggingarnefndar og
framkvæmdarstjóri byggingar-
innar fáum dögum síðar að tilboði
Varða h/f óbreyttu. Er þetta nógu
gott?
í fyrsta lagi, hvers vegna að
nota lokað útboð? Dvalarheimilið
er ekki stofnun Húsavíkur einnar
heldur víðlends héraðs sem ekki
var ástæða til að útiloka. I öðru
lagi hvers vegna að óska eftir
tilboði frá Bjargi h/f úr því að
múrarameistarinn hafði svona
ósveigjanlega afstöðu til starfs-
manna Bjargs h/f, sem hann þó
ekki vissi hverjir yrðu, og stjórn-
endur höfðu jafn óslitanlega af-
stöðu til múrarameistarans og
Varða h/f, sem dæmin sanna. Eða
var múrarameistarinn ekki
hafður með i ráðum þegar lokaða
útboðið var gert? Eða var hér um
einhverskonar sviðsetningu að
ræða?
700.000 kr. er svo sem ekki há
upphæð nú til dags, en tilboð
Bjargs h/f var þó 5,3% lægra en
hitt. Múrverkið kostar líka ekki
nema lítið brot af 100 milljónum
kr. Ef verkið hefði allt verið boðið
út hefði kannski mátt fá kr. 5.3
millj. lækkun á kostnaðarupp-
hæðinni. Undanfarandi ár og
meira til hefur smátt og smátt
verið að harðna á dalnum fyrir
byggingaverktökum svo að leitt
gæti til lækkandi tilboða frá
þeirra hendi.
Um aðra þætti byggingarverks-
ins en steinsteypuna er nokkuð á
huldu. Vitað er að verkstæði
framkvæmdastjóra Dvalar-
heimilisins hefur séð og sér um
tréverkið en með hvaða kjörum
eða samningum er ekki vitað. Þá
er ekki vitað hverjir selja og sjá
um raflagnir i byggingunni en
getið er þess til að það sé eða
verði fyrirtæki það á Húsavík sem
formaður byggingarnefndar er
tæknilegur forsvarsmaður fyrir.
Bygging dvalarheimilis fyrir
aldraða er mál almennings í fleiri
en einum skilningi. Sérhver
héraðsbúi hefur gert það að sinu
persónulegu áhugamáli. Hann
leggur i það fé og hann getur
búist við að með tíð og tíma verði
það hans hinsti griðastaður eða
Framhald á bls. 20.
Dömur á öllum aldri
í Keflavík og nágrenn
ath.
Frá „Toppi til táar''
er námskeið fyrir konur á öllum
aldri eða frá 1 6 ára til sextugs.
Þið lærið:
rétt og betra göngulag, almenna
framkomu, snyrtingu, rétt matar-
æði, líkamsrækt o.fl.
Frá „Toppi til táar'"
er námskeið sem hver kona ætti að
notfæra sér, það hjálpar meðal
annars til að auka sjálfsöryggið og
er til ánægju.
Upp/. og innritun er í síma 8443
frá 10 til 3 e.h. næstu daga. Skóli Guðmund
Pop:
Abba — Arrival
Bob Marley And The Wailers—Exodus
Boney M — Love For Sale
Chicago XI
Eagles — Hotel California
Elo — A New World Record
Elvis Presley — Elvis Forever
Fleetwood Mac — Rumours
Grateful Dead — Terrapin Station
Harpo — Harpo Hits
Neil Younq — American Stars'n Bars
Olivia Newton-John—
Making A Good Thing Better
Steve Winwood — Nýja
10CC — Deceptive Bends
Yes — Going ForThe One
Létt tónlist:
Mikið úrval af:
Harmonikkutónlist
Samkvæmisdansar
Suður-Amerísk tónlist
Létt kórlög o.fl., o.fl..
íslenzkar plötur:
Ríó — Ríófólk
Ólafur Þórðarson — í morgunsárið
ásamt öllum öðmm fáanlegum plötum
VERSLIO ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER
MEST.
Opið til hádegis laugardag
að Laugavegi 24
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8 OG LAUGAVEGI 24.