Morgunblaðið - 30.09.1977, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.09.1977, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1977 LOFTLEIDIR ■ ■A 5IMAK |0 28810 car rental 24460 bílaleigan GEYSIR BORGARTÚNI 24 FERÐABÍLAR hf. Bllaleiga, sími 81260. Fólksbílar, stationbílar, sendibíl- ar, hópferðabílar og jeppar. ® 22-0*22* RAUÐARÁRSTÍG 31 _______________/ Ný kjóla- sending í stærðum 36—40 Opið laugardaga 10—12. Dragtin, Klappar- stíg 37. Aðgerð gerð á síamstvíburum Manhassct, New York, 28. sept. AP. 'l'UTTUGU læknar op hjúkrunar- lið vann við þaö í fimm klukku- stundir að skilja aö siamstvíbura, stúlkur, sem voru 5'/í> mánaöa gamlar. Var aðgerðin vandasöm m.a. veftna þess, aö önnur stúlkan var fædd án lifrar. Stúlkurnar voru samvaxnar frá brjóstí og nið- ur fyrir mitti. Stúlkurnar vógu um fimm kíló samanlagt. Samkvæmt síðustu fréttum hafði aðgerðin tekizt, báðar telp- urnar voru lifandi og var búizt við að þær myndu hafast eðlilega við. Nöfn foreldra telpnanna hafa ekki verið gefin upp. ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU Útvarp Reykjavlk FÖSTUDAGUR 30. september MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Kristján Jónsson byrjar að lesa þýðingu sína á sög- unni „Túlla kóngi“ eftir Irmelin Sandman Lilius. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Morgunpopp kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Ronald Smith leikur á píanó „Grande Sonate" „Aldurs- skeiðin fjögur“ op. 33 eftir Charles Valentin Alkan. St.- Martin-in-the-Fields hljóm- svcitin leikur Sónötu nr. 4 fyrir strengjasveit eftir Gioacchino Rossini; Neville Marriner st j. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Svona stór“ eftir Ednu Ferber, Sig- urður Guðmundsson þýddi. Þórhallur Sigurðsson les (4). 15.00 Miðdegistónleikar. Collegium Musicum tónlist- arflokkurinn leikur Svítu í D-dúr eftir Georg Philipp Telemann; Kurt Liesch stj. Léon Goossens og Fíl- harmoníustrengjasveitin leika Obókonsert í c-moll eft- ir Bencdetto Marcello; Walt- er Susskind stjórnar. Enska kammersveitin leikur Sinfónlu í e-moll eftir Carl Philipp Emmanuel Bach; Raymond Leppard stj. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp. 17.30 Með jódyn f eyrum. Björn Axfjörð segir frá. Erlingur Davíðsson skráði minningarnar og les (5). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Byrgjum brunninn. Grétar Marinósson og Guð- finna Eydal sálfræðingar KVÖLDIÐ fjalla um velferð skólabarna og tryggingu hennar. 20.00 Heklumót 1977: Sam- söngur norðlenzkra karla- kóra á Hvammstanga 1 júní. Söngstjórar: Ingimar Páls- son, Sigurður Demetz Franz- son og Jón Björnsson. 20.35 Örbirg vitund og konungleg vitund. Ævar R. Kvaran les úr ritum Martinusar í þýðingu Þor- steins Halldórssonar. 21.00 Píanósónata f h-moll eft- ir Franz Liszt. Clifford Curzon leikur. 21.30 Útvarpssagan: „Víkur- samfélagið“ eftir Guðlaug Arason. Sverrir Hólmarsson les (12). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Dægradvöl" eftir Benedikt Gröndal. FIosi Olafsson les (15). 22.40 Áfangar. Tónlistarþáttur f umsjá Ás- mundar Jónssonar og Guðna Rúnars Ágnarssonar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. FÖSTUDAGÚR 30. september 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýs ngar og dagskrá 20.30 Púðu leikararnir (L) Leikhrúðurnar skemmta ásamt leikkonunni Connie Stevens. Þýðandi Þrándur Thorodd- sen. 20.55 Skóladagar Nýlokið er sýningu á sænska sjónvarpsmyndaflokknum Skóladögum, en hann hefur vakið verðskuldaða athygli hér eins og annars staðar á Norðurlöndum. Hinrik Bjarnason stýrlr umræðu þætti um efnt myndaflokks- ins, og ræðir hann við kenn- ara og foreidra. Miðvikudaginn 5. októbcr verður annar umræðuþáttur um sama efni, og verður þá rætt við nemendur. 21.55 Sémafólk (Indiscreet) Bandarísk gamanmynd frá árinu 1958. Áðalhiutverk Gary Grant og Ingrid Berg- man, Fræg leikkona verður ást- fangin af stjórnarerindreka, en ýmsir meinbugir eru á sambandi þeirra. Þýðandi Guðbrandur Gisla- son. Umræóuþáttur kl. 20.55: Fínnast slík- ar hliðstæð- ur einnig hér? Skjárinn kl. 21.55: Leikkonan fellur fyrir diplomata # 1 kvöld kl. 21.55 sýnir sjón- varpið bandarisku gamanmynd- ina Sómafólk, en myndin er frá árinu 1958 og heitir Indiscreet á frummálinu. Myndin segir frá því er fræg leikkona verður ást- fangin af stjórnarerindreka nokkrum, en i Ijós koma að ýmsir meinbugir eru á sam- bandi þeirra. Leikstjóri myndarinnar í kvöld er Bandaríkjamaðurinn Stanley Donen, en meó aðal- hlutverk fara þau Gary Grant og Ingrid Bergman. Staniey Donen er fæddur í Suður-Kaliforníu fyrir 53 árum. Kom hann til Hollywood árið 1942 og vann sig skjótt upp metorðastigann þar og var farinn að stjórna myndum um og eftir lok síðari heims- styrjaldarinnar. Hefur hann hlotið talsvert lof fyrir söngva- myndir sínar sem hann hefur unnið með t.d. Gene Kelly og Vincent Minnelly (Singing in the rain o.fl.), en hann hefur ekki þótt sýna mikla snilli á öðrum sviðum kvikmynda- stjórnunar. Gary Grant þarf vart að kynna fyrir mörgum sjónvarps- og kvikmyndaunnandanum. Hann er fæddur og uppalinn á Bretlandi, fæddur árið 1904 i Bristol, en flutti snemma á leik- listarferli sínum vestur um haf. Fyrsta mynd hans í Hollywood var Tis is the night, gerð árið 1932. Með leik sínum í þeirri mynd vann Grant sér skjótt virðingar og varð von bráðar eftirsóttur kvikmyndaleikari. Hans fyrsta stórmynd var She Done Him Wrong, sem kom árið 1933, en í þeirri mynd lék hann á móti kyntákninu Mae West. Ingrid Bergman er fædd í Stokkhólmi 1915. Hún var Hollywood-fyrirmynd hinnar heilbrigðu, góðu konu ,allt fram til 1949 er hún fluttist til Rómar og giftist itaiska leik- stjóranum Roberto Rossellini sem hún síóar skildi við, að vísu. Ingrid er útskrifuð úr Konunglega listaskólanum sænska. Hefur hún leikið í fjölda kvikmynda, m.a. lék hún i 11 kvikmyndum á aðeins tveimur árum ei.tt sinn. Á dagskrá sjónvarps kl. 20.55 í kvöld stýrir Hinrik Bjarnason um- ræðuþætti þar sem hann ræðir við kennara og for- eldra. Umræðuþáttur þessi er sérstæður aö því leyti, að hann er eigin- lega framhald af sænsku þáttunum Skóladagar sem sjónvarpið hefur nýlokið við að sýna. Þeir sem koma fram í þættinum hjá Hinrik eru þau Arndís Björnsdóttir kennari í Verzlunar- skólanum, Elín Ólafs- dóttir húsmóðir og kennari á barnastigi, Gunnar Árnason sál- fræðingur og Sigurður Hjartarson kennari á Akranesi. I spjalli við Hinrik Bjarnason kom fram að í þættinum yrði fjallað um ýmislegt sem fram hefði komið í sænsku þáttunum og sagði Hin- rik að umræðurnar snerust einkum um þaö hvort hliðstæður væri að finna í okkar þjóðfélagi og í því skólakerfi sem við búum við. Hinrik sagði að mest yrði rætt um þau mannlegu sam- skipti sem þættirnir sýndu, þ.e. samskipti for- eldra, nemenda og kennara. „Við munum ræða um þessi samskipti og það samskiptamynztur sem fram kom, á allan hátt, þe. samskipti for- eldris og barns, samskipti barns og kennara, o.s.frv. Þetta mun síðan leiða hugann að því hvert sé hið eiginlega hlutverk skólans. Einnig mun þetta leiða að spurning- unni um stöðu foreldris- ins gagnvart skólanum og börnunum, þ.e. hvaða vitneskju fá foreldrar um skólann og barnið og hvers krefjast þau af skólanum.“ Hinrik Bjarnason sagði að af sama tilefni yrði efnt til annars þáttar n.k. miðvikudag. „Ég mun þá fá einn 9. bekk í lið með mér og fjalla við þau um efnisatriði sænsku þátt- anna og fá fram þeirra sjónarmið á málunum, hvort svipaða sögu er hægt að segja úr okkar skólakerfi," sagði Hinrik að lokum. Hinrik Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.