Morgunblaðið - 30.09.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1977
29
| 111 $ s
» '
tífc'Á
= VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL 10—11
FRÁ MANUDEGI
’SLMSJiÁ
á enda, þegar þau lifðu áhyggju-
laus í faðmi islenskra fjalla.
Getur það verið að hið stutta
lífsævintýri þeirra sé með öllu á
enda?
Ef svo er, að við menn eigum
framlif fyrir höndum, er við flytj-
um héðan, og ég tel alveg víst að
svo sé, hví skyldu þá ekki einnig
dýrin, vinir okkar og félagar, eiga
lif fyrir hönd á einhverjum stöð-
um alheimsins, þar sem betur fer
um þau en hér á jörð, og þar sem
sannir vinir annast þau.
Ingvar Agnarsson.
Þessir hringdu . .
Roskinn bflstjóri:
Ég hnaut um pistil i Dagblaðinu
nýlega þar sem verið var að amast
við öldruðum ökumönnum í um-
ferðinni en áður ‘hefur löngum
verið amazt við öldruðu fólki sem
gangandi vegfarendum. En nú vil
ég segja honum það, þessum góða
manni, að ég er sjálfur búinn að
aka í 40 ár og það er reynsla min
eftir þennan tima að það er ekki
gamla fólkið sem er manni til ama
eða trafala í umferðinni heldur
miklu fremur unga fólkið, sér-
staklega þó þeir sem nýlega hafa
lokið prófi.
Þessi maður þykist geta sýnt
fram á að það sé eldra fólkið sem
lendi tíðast í slysum. Þetta er ekki
rétt. Hann ætti að fara í lögreglu-
bækurnar og athuga á hvaða aldri
þeir eru sem flestum slysum og
óhöppum valda. Ég man ekki bet-
ur en þetta hafi einu sinni verið
athugað hjá Morgunblaðinu fyrir
2—3 árum og niðurstaðan var að
fólk á aldrinum 55— 81 árs átti
hlut að innan við % slysanna.
Annars eru þeir margir sem
fara óvarlega í umferðinni, og
stundum hreinlega glæpsamlega
gáleysislega. Ég hef hér í
nágrenni við mig tvö götuhorn
sem ég hef athugað mikið — það
er annars vegar frá Baldursgötu
inn á Skólavörðustíginn og hins
vegar frá Klapparstíg og inn á
Skólavörðustíg. Þarna fara öku-
menn kannski f beygjurnar á
60—70 km hraða — án þess að
draga hið minnsta úr hraðanum.
Það eru ekki nema unglingar sem
gera svona lagað.
Mér finnst einnig i þessu sam-
bandi mjög athugandi hvort ekki
eigi hreinlega að draga úr
hámarkshraðanum. Mér finnst
það röng stefna yfirvalda um-
ferðarmála að hækka hámarks-
hraðann. Þvert á móti ætti að
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
A samsovézka úrtökumótinu,
sem nú er nýlokið, kom þessi
staða upp í skák þeirra Kupreich-
iks og Razuvajevs, sem hafði
svart og átti leik.
16.... — B\f2 + ! 17. Khl — (Ekki
gekk 17. Hxf2 — Rxf2 18. Dxf2
vegna 18 ... — Hel + ) Be3 18.
Del — Rf2+ 19. Kh2 — Df4+ 20.
g3 — Df5 og hvítur gafst upp.
Sigurvegari á mótinu varð Lev
Alburt, hann hlaut 9V4 v. af 13
mögulegum.
minnka hann, þannig að hann
væri um 40 km á klukkustund
innan borgarinnar og 35 km á
mestu umferðargötunum.
Asta Guðjónsdóttir sagði:
„Mig langaði aðeins að koma á
framfæri þakklæti mínu til Svav-
ars Gests fyrir laugardagsþætti
hans i sumar. Þeir hafa verið
mjög skemmtilegir og ég veit að
það hlýtur að vera mikil vinna á
bak við þátt af þessu tagi. Engu
að síður þætti mér það ekki illa til
fundið að haldið yrði áfram í vet-
ur með þátt af svipuðu tagi.“
Kona í Hafnarfirði:
„Ég og nokkrar fleiri konur hér
um slóðir vildum gjarnan koma
þeirri ósk til forráðamanna sjón-
varpsins hvort ekki væri unnt að
fá síðasta þátt Skóladaga endur-
sýndan. Af sérstökum ástæðum
höfðum við nokkrar konur hér
ekki aðstöðu til að horfa á loka-
þáttinn en búast má við að svo
hafi verið um fleiri, sem vildu þá
einnig fá hann endursýndan mið-
að við þá athygli sem þessi þáttur
hefur vakið.
Kona í Reykjavík:
„Ég vildi aðeins biðja Velvak-
anda að koma þakklæti mínu til
Gunnars Dals, rithöfundar, fyrir
siðasta útvarpsfyrirlestur hans
um franska heimspekinginn
Henri Bergson á dögunum og
reyndar einnig fyrir fyrri fyrir-
lestur hans um Nietzehe."
HOGNI HREKKVISI
9- á?
1977
MrNaught Synd., Inc.
l/J«/
Hann er á góðum batavegi!
S\GeA WöGá t íilveRak/
DIMMIR
(Ljósdeyfir)
Höfum fengið Ijósdeyfara á hagstæðu
verði kr. 2.160. Einnig lampa undir eld-
hússkápa og margt fleira.
GLÓEY HF
Bofholt 6 - Reykjavík - Sími 81620
Fulh hús matar
Dilka kjöt á gamla verðinu.
1/1 Dilkar
niðursagað I. flokks.
Hangikjötslæri
Hangikjötsframpartar
Útb. hangilæri
Útb. hangiframpartar
Reykt folaldakjöt
Saltað hrossakjöt
Nýr svartfugl
Af nýslátruðu: Lambahjörtu
Af nýslátruðu: Lambanýru
Af nýslátruðu: Lambalifur
Ærhakk aðeins
Saltkjötshakk
Kindahakk
Svinahakk
Ódýru sviðin
636.— kr. kg.
990.— kr. kg
788.— kr. kg
1 790.— kr kg
1 390.— kr. kg
685.— kr. kg
485 —kr kg
200.— kr. kg
70.8. — kr. kg
708.— kr. kg
1 028.— kr. kg
550.— kr. kg
685.— kr. kg
685.— kr. kg
990.— kr. kg
380.— kr. kg
ATH: 26 tegundir af áleggspylsum. Sviðasulta — Svína-
sulta — Lundabaggi — Hrútspungar — Slátur. Frosið
slátur í kassa, 4 stk. aðeins 5280 — frá einu besta
sláturhúsi landsins (Borgarnesi)
Nautalifur 300.— kr. kg.
1 0 stk kjúklingar 990.— kr. kg.
OPIÐ FÖSTUDAG TIL KL. 7,00
OPIÐ LAUGARDAG TIL KL. 12,00
Nautahakk
Nautahakk 10 kg.
Nautagrillsteik
Nautabógsteik
Nautasnitchel
Nautagullach
Nautaroast-beef
Nautafillet-mörbráð
Nauta T-bone
Nauta tungur saltaðar
'/2 nautaskrokkar
Tilbúið í frystikistuna, útbeinað
847.— pr. kg I gæðaflokkur.
Skráð verð
pr kg.
1553 —
1553 —
948 —
948,—
3155 —
2428 —
2580 —
3398 —
1564 —
1450 —
Okkar verð
pr kg
1090 —
990 —
840,—
840 —
2350 —
1990,—
2100 —
2700 —
1290 —
990 —
pakkað og merkt. kr.
DS^D^TT[M]D®©Tr^Œ)n[RÍ]
Laugalæk 2. REYKJAVIK. Simi 3 5o 2o