Morgunblaðið - 19.10.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.10.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1977 Réttarhöldin í Prag: Ornest játar sekt sína Prag 17. október Reuter. TÉKKÓSLOVAKlSKI leikhús- stjórinn Ota Ornest mun hafa lýst sig sekan um undirróðursstarf- semi við réttarhöldin yfir honum og þremur öðrum bandamónnum hans í hreyfingunni „Mannrétt- indi 77" að því er heimildir í Prag hermdu í kvóld. Hér er um að ræða umfangsmestu réttarhöld yfir andófsmönnum f Tékkóslóva- kíu í 5 ár, en auk Ornest er Jiri Lederer, blaðamaður, sakaður um undirróðursstarfsemi en Frantisek Pavlicek leikhússtjóri og leikritaskáldið Vaclav Havel sæta vægari ákærum. Hinir þrfr síðastnefndu voru þeir fyrstu af 800, sem undirrituðu f janúar sl. yfirlýsinguna „Mannréttindi '77" Heimildir frá Prag hermdu í kvöld, að Ornest hefði lýst því yfir við dómarann, að hann harm- aói aðgerðir sínar og viðurkenndi að hafa verið í sambandi við út- sendara erlendra ríkja. Hann er 64 ára að aldri. Hann er ákærður um að hafa smyglað ritverkum, sem gagnrýndu stjórnvöld, ti] Vesturlanda með aðstoð vest- rænna diplómata, til útgáfu þar. Ef hann verður sekur fundinn á hann yfir höfði sér 10 ára fang- elsi. Er réttarhöldin byrjuðu voru um 20 aðrir andófsmenn í Prag sóttir af lögreglu til að svara spurningum, meðal þeirra voru Jiri Hajek, fyrrverandi utanrikis- ráðherra, dægurlagasöngkonan Marta Kubisova og leikritaskáldið Pavel Kohout. Nýstandsett skrifstofuhúsnæði til leigu í miðborginni um er að ræða 5 herb. sem leigjast hvert fyrir sig eða öll saman. Tilboð sendist Mbl. fyrir sunnudaginn 23 þ.m. merkt: „skrifstofuhúsnæði — 4416." '2 66 00' ii:i|i:i!"iiii!ii'i!!"i:ipiP!i Höfum til sölu eftirtaldar íbúðir er seljast tilbúnar undir tréverk og málningu, sameign húsanna afhend- ist fullgerð m.a. með teppum á göngum, hurðir fyrir íbúðunum o.fl. í 3ja hæða flokkum i Hólahverfinu i Breiðholti III. Byggingaraðilar: Miðafl h/f og Birgir R. Gunnarsson s/f. SPÓAHÓLAR 6 Tvær 4ra herb. íbúðir 96,5 fm íbúðir á 2. og 3. hæð Bílskúr fylgir hvorri ibúð. Verð: 11.1 millj. ORRAHÓLAR5 Ein 3ja herb. 89 9 fm íbúð á 2 hæð. Verð: 8 9 millj. Tvær 5 herb. 106.5 fm á 2. og 3ju hæð. Bílskúr fylgir hvorri íbúð. Verð: 1 1.4 millj. ORRAHÓLAR3 Tvær 4ra herb. 95.4 fm ibúðir á 2. og 3ju hæð Verð: 9.6 millj Tvær 4ra herb. 99 91 fm íbúðir á 2 og 3ju hæð Verð: 9.8 millj. Hægt er að fá keypta bílskúra með íbúðunum Verð: 1.100—1.400 þúsund. Seljendur bíða eftir 2 5 millj. af húsnæðismálastj láni er við aðstoðum fólk við að sækja um. Söluverð má greiða á allt að 1 8 mánuðum. Traustir byggingaraðilar. Allar nánari upplýsingar og teikningar á skrifstofunni. Fasteignaþjónustan Austurstræti17 (Silli&Valdi) slmi 26600 Ragnar Tómasson. Jiri Lederer, sem einnig kom fyrir réttinn í dag, viðurkenndi að hafa sent bönnuð ritverk úr landi með aðstoð diplómata, en neitaði að það hefði verið gegn hags- munum ríkisins. Er hann ætlaði að hefja varnarræðu sína greip dómarinn fram í fyrir honum og sagði að rétturinn hefði aðeins áhuga á staðreyndum. Lederer, Pavlicek og Havel hafa lýst því yfir að þeir muni aldrei játa sig seka, og neituðu öllum sakargift- um í dag. Yfirvöld í Prag hafa lagt mikla áherzlu á að réttarhöldin snerti á engan hátt Mannréttindi 77 og sögðu að ekki hefði verið minnst einu orði á samtökin í dag. Gert er ráð fyrir að réttarhöldunum ljúki á morgun, miðvikudag. Engir er- lendir fréttamenn fengu að koma í réttarsalinn og aðeins fjórir af ættingjum sakborninga. Meany býður Sakharov til Bandaríkjanna WashinKton 17. oklóbt-r Reuler. BANÐARlSKI verkalýðsleiðtog- inn George Meany hefur boðið sovézka vísindamanninum og Nóbelsverðlaunahafanum Andrei Sakharov og 5 óðrum Rússum að sækja ársþing AFL- ClO-verkalýðssamtakanna f Los Angeles í desember n.k. Hinir Rússarnir 5 eru Nadezhda Man- delstam, ekkja sovézks Ijóða- skálds, sálfræðingurinn, Alex- ander Podrabinek, Anatoli Marchenko, rithöfundur, rafvirk- inn Vladimir Borisov og mann- réttindabaráttumaðurinn Valen- tin Ivanov. Meany sagði að hann vildi að þetta fólk fengi að kynna sér starfsemi bandarisku verkalýðs- hreyfingarinnar og láta á það reyna hvort Sovétstjórnin myndi standa við Helsinkisáttmálann um að veita einstaklingum meira ferðafrelsi. Sakharov sagði frétta: mönnum að.sér væri heiður að boðinu, en að hann gæti ekki þekkzt það, því óraunsætt væri að ætla að hann fengi að fara til Los Angeles. Concorde til New York á morgun Washington 17. október. Reuter. FYRSTA Concordeþotan lendir i New York á morgun, miðvikudag, og áætlunarflug þangað hefst 22. nóvember. Þetta var tilkynnt í dag er hæstiréttur Bandaríkjanna hafði kveðið upp þann úrskurð, að ekki væri hægt að neita Con- corde um lendingarleyfi. And- stæðingar Concorde lýstu því yfir í New York í dag, að þeir myndu efna til stórfelldustu mótmælaað- gerða, sem nokkurn tíma hefðu sézt í New York. Þotan, sem lend- ir á morgun, verður með einkenn- isstöfum Air France og British Airways, sem hafa í 2 ár barizt fyrír því að fá Iendingarleyfi i New York. Concorde hefur flogið reglubundið flug milli Washing- ton, London og Parísar sl. 16 mán- uði, en málaferli hafa tafið flugið til New York. Glæsilegt einbýlishús - Garðabæ Höfum til sölu stórt einbýlishús við Markaflöt. í húsinu eru 4 svefnherb, húsbóndaherb., stór stofa, eldhús, bað, gestasnyrting, sauna, geymslur og þvottahús ásamt mjög stórri bílgeymslu. Innréttingar allar í sér flokki. Mjög skemmtileg lóð. Sigurður Helgason hrl., Þinghólsbr. 53, Kópav. sími 42390, kvölds. 26692. Félagasamtök og áfengismál: STAÐREYNDIR OG TÖLFRÆÐI Margt hefur breyst frá þvi bindindishreyfingin kom til sögunnar. Nú vita menn margt betur um áfengi og áfengismál. Aukin þekking hefur yfirleitt orðið til þess að rókstyðja betur hugsjón og markmið bindindishreyfingarinnar. Nú vita menn að neysla hvers konar áfengis getur orðið vanabind- andi. Hvort sem menn drekka öl eða létt vi'n eða sterk geturþað a/lt gerl þá áfengissjúklinga svo að þeir missi vald yfir fíkn sinni sem orðin er þá að sjúklegri ástriðu. Menn vita líka að enginn getur sagt um það fyrirfram hverjir úr hópnum verði áfengissjúklingar. Hinu vita menn að verður að gera ráð fyrir i óllum Evrópulöndum, að af hundraö unglingum sem byrja áfengisneyslu verði 20 ofdrykkjumenn og 10 þeirra blátt áfram beinir áfengissjúklingar. Hitt veita menn lika að hingað til hefur það alls staðar gengið illa aðfá menn til að átta sig og kannast við ástand sitt eins ogþað er á leið ofdrykkjunnar fyrr en komið er i hörmulegt óefni. Ennfremur vita menn að þrátt fyrir allar stofnanir, visindi og fræðslu hefur þriðjungur dfengissjúklinganna lent þeim megin sem ' engri hjálp verður við komið séu þeir á annað borð frjálsir feröa iþvi umhverfi sem hefur áfengi á boðstólum. Þetta eru viðurkenndar tölfrœðilegar staðreyndir, sem blasa við hverjum þeim sem vill vita hvað hér er um að rœða. Á þetta ber að horfa opnum augum þegar meta skal þá áhœttu, sem fylgir því að venja sig við áfengi. Menn vita lika að fyrír áfengissjúklinginn er allt vonlaust annað en bindindið. Það skiptir hann þvímiklu hvernig umhverfið er. Hvaö eru bindindisheimilin mörg? Hvar eru félög sem ekki hafa áfengi á sinum vegum? Bindindismennirnir skapa og móta áfengislaust umhverfi, sem er mikils virði óllum þeim sem komnir eru á hœttusvæði áfengisneysl- "nnar HALLDÓRKRISTJÁNSSON. Kvistur kynnir starfsemi alþjóðlegra málfreyjudeilda MALFREYJUDEILDIN Kvistur í Reykjavík er deíld innan Alþjóð- legra Málfreyjudeilda, eða Inter- national Toastmistress Clubs. Vegna fjölda fyrirspurna um markmið málfreyjudeildanna mun Kvistur, sem er önnur deild- in sem stofnuð hefur verið á Is- landi, efna til kynningarfundar á Hótel Esju, fimmtudaginn 20. Athugasemd I MORGUNBLAÐINU síðastlið- inn föstudag var stutt viðtal við Agnar Kofoed Hansen um ástand- ið : íslenzka flugstjórnarsvæðinu f verkfalli BSRB. Agnar Kofoed hefur nú beðið fyrir eftirfarandi athugasemd: „Um svæði íslenzku flugstjórn- arinnar fara ekki nema 25—30% þeirrar umferðar, sem telja má hámarksafkastagetu á svæðinu. Er sú umferð 50—60% af þeirri umferð sem við bjuggumst við að yrði í verkfallinu. Þá er útilokað að þotur eins og t.d. Flugleiðir nota, geti flogið sjónflug út úr íslenzka flugstjórnarsvæðinu. Það kallar á slik firn af eldsneyti, að annað er útilokað fyrir vélarn- ar, en að fara í hærri loftlög ef nokkur fjárhagsgrundvöllur á að vera fyrir flugi, auk þess sem flugþol styttist til mikilla muna". október kl. 20.30, og eru allir vel- komnir á fundinn. Fyrirhugað er að stofna fleiri deildir málfreyja, en þessi félgs- skapur nýtur mikilla vinsælda úti um allan heim. Malfreyjur telja þjálfunina sem deildirnar veita ekki aðeins vera mikilvæga fyrir einstaklinginn heldur einnig vera gagnlega sam- félaginu í heild. Markmið þeirra er: að bæta hæfileika ein- staklingsins með námi og æfing- um i samtölum, ræðum, hópfor- ystu og skilgreinandi áheyrn; að þróa betri skilning á gildi flutn- ings máls opinberlega, og að örva félagsleg samskipti. (Fréttatilkynning) Enn einn reið- hjólasiuldurínn ÓRANSGULU gírareiðhóli, af tegundinni Jet Star, var s.l. sunnudag stolið frá Iþróttahúsi Alftamýrarsköla. Þeir sem hafa orðið varir við hjólið exu vinsam- least beðnir að láta vita með því aó hringja í síma 85388. Sendiráð greiða útgjöld fyrir pen- ingalausa íslend- inga erlendis MORGUNBLAÐIÐ hafði sam- band við Pétur Eggerz, sendi- herra, í gær og bað hann um upp- lýsingar um hverja aðstoð sendi- ráð íslands erlendis hafa veitt is- lendingum sem eru í vanda á við- komandi slöðum vegna verkfalls- ins. Hann sagði að sendiráðunum hefði verið veitt heimild til að greiða allra nauðsynlegustu út- gjöldin sem þessir ferðamenn þurfa að borga, eins og mat og uppihald. Hann sagðí jafnframt að þeim greiðslum væri haldið i lágmarki og að endurgreiðslu væri krafizt þegar við heimkom- una. Fermingar á árinu 1978 LANGHOLTSPRESTAKALL Fermingarbörn í Langholtskirkju — vor og haust 1978 — eru beðin að mæta í safnaðarheimilinu, sem hér segir: 1 dag, miðvikudag 19. okt., innritar séra Sigurður Hauk- ur Guðjónsson. Á morgun, fimmtudag 20. okt., klukkan 6 síðd., innritar séra Árelíus Níels- son. Vinsamlegast hafið með ykk- ur ritfóng. Prestarnir. DIGRANESPRESTAKALL Þau börn í Digranesprestakalli, sem fermast eiga á næsta ári, og ekki komu til innritunar í gær, eru beðin að mæta í dag, miðviku- dag, í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastig kl. 1—3 síd. Þor- bergur Kristjánsson sóknarprest- ur. KARSNESPRESTAKALL Fermingarbörn séra Árna Páls- sonar mæti i Kópavogskirkju n.k. föstudag kl. 4 síðd. Arni Pálsson sóknarprestur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.