Morgunblaðið - 19.10.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTOBER 1977
31
FH vann yfjrburða-
sigur yf ir Ármanni
BIKARMEISTARAR FH
þurftu ekki aö hafa mikið
fyrir stórsigri yfir Ar-
menningum í leik liðanna
í 1. deildar keppni íslands-
mótsins í handknattleik
sem fram fór í Laugardals-
höllinni ígærkvöldi. Úrslit
leiksins urðu 23:16 fyrir
FH, eftir að staðan hafði
verið 10:6 í hálfleik. Höfðu
FH-ingar töglin og hagld-
irnar í leik þessum frá
upphafi tii enda og munaði
mest níu mörkum tvívegis
í seinni hálfleiknum. Þeg-
ar stórsigur var tryggður
fengu ungu mennirnir í
FH-liðinu að spreyta sig og
tókst þá Armenningum
nokkuð að rétta hlut sinn.
Leikurinn var heldur lélegur,
einkum af hálfu Ármannsliðsins,
en fremur lítil ógnun var í spili
þess, og því auðvelt fyrir FH-inga
að verjast. Við bættist svo að Birg-
ir Finnbogason, markvörður FH,
varði ágætlega í þessum leik.
Mörk Armanns í leiknum skor-
uðu: Þráinn Asmundsson 7,
Friðrik Jóhannsson 3, Pétur
Ingólfsson 2, Björn Jóhannesson
2, Oskar Asmundsson 1, Jón Ást-
valdsson 1.
Mörk FH: Þórarinn Ragnarsson
7, Janus Guðlaugsson 4, Geir Hall-
steinsson 3, Tómas Hansson 2,
Sæmundur Stefánsson 2, Guð-
mundur Arni Stefánsson 2, Arni
Guðjónsson 1, Guömundur
Magnússon 1, Valgarður Val-
garðsson 1.
Fram vann Hauka
Þá fór fram fyrsti leikurinn í 1.
deildar keppni Islandsmóts
kvenna i gærkvöldi og áttust þar
við Islandsmeistarar Fram og
nýliðarnir í deildinni, Haukar.
Var þar um einstefnu að ræóa þar
sem Framstúlkurnar, sem sýndu
á köflum ágætan leik, unnu stór-
sigur 19:10, eftir aó staðan hafði
verið 8:4 fyrir Fram í hálfleik. Er
greinilegt að Framstúlkurnar
stefna að þvi að verja titil sinn i
ár, og tefla fram sterku og jöfnu
liði. Markhæst í liði Fram í leik
þessum var Arnþrúður Karlsdótt-
ir með 4 mörk, en markhæst
Haukastúlkna var Margrét Theó-
dórsdóttir með 6 mörk.
Haukur Ottesen kominn ( skotstellingar eftir hraðaupphlaup f leiknum við IK. Hórður Hákonarson hefur
ekki við honum ásprettinum.
Eftir slæma byrjun náði KR
sér á strik og vann ÍR 24 - 20
Tveir með 12 rétta
- fengu 239 þús. kr. vinning
ÞATTTAKENDUR í íslenzkum
getraunum voru óvenjulega get-
spakir í síðustu viku, en þá komu
fram tveir seðlar með 12 réttum
og 37 seðlar með 11 réttum. Vinn-
ingar voru einnig óvenju góðir að
þessu sinni, þar sem handhafar
seðlanna sem voru með 12 réttum
fengu 239.000 krónur i hlut, og
þeir sem voru með 11 rétta efngu
5.500.00 kr. vinning.
Annar seðillinn með 12 réttum
var nafnlaus, en seldur af Hand-
knattleiksdeild Fram, en hinn
seðillinn var frá Seyðisfirði. Barst
sá seðill með flugvél frá Egilsstöð-
um um hádegi á laugardag, en ef
hann hefði verið settur í póst,
hefði hann „frosið inni" i verk-
fallinu. Annars hefur verkfallið
lítil áhrif á sendingar utan af
landi til getrauna, nema helzt frá
Austfjörðum.
Þetta er i fyrsta sinn í tólf mán-
uði, sem fram koma seðlar með
öllum leikjum réttum.
NVLIÐAR KR í 1. deild íslands-
mótsins í handknattleik hlutu sfn
fyrstu stig, en órugglega ekki hin
síðusiu, er þeir sigruðu lR-inga
með 24 mörkum gegn 20 í leik
liðanna í Laugardalshöllinni f
fyrrakvöld. Var sigur KR-inga í
leik þessum fyllilega sanngjarn
og hefði jafnvel átt að verða enn
meiri, þar sem tR-liðið var af-
skaplega slakt f þessum leik og
flestir leikmanna þess áhugalitl-
ir. Var það aðeins taugaveiklun
KR-inga f upphafi leiks sem kom
í veg fyrir að sigur liðsins yrði
stærri, en fR-ingar höfðu skorað
fjógur mörk þegar Björn Péturs-
son kom KR á blað með merki úr
vítakasti.
Það var ekki fyrr en um miðjan
fyrri hálfleikinn að KR tókst að
vinna upp forskotið sem IR fékk á
upphafsminútum leiksins, og
lengst af var leikurinn i jafnvægi
í fyrri hálfleik. Þrjú síðustu
Úrslitakeppnin í 3. deild
VEGNA blaðaskrifa varðandi
úrslit i 3. deild og fyrirspurna
til stjórnar KSl þar að lútandi,
vil ég upplýsa eftirfarandi:
Skv. 21. gr. reglugerðar KSl
um knattspyrnumót skal skipa
liðum í tvo riðla i úrslitakeppn-
inni og skulu sigurvegarar í
riðlum úrslitakeppninnar
færast upp i 2. deild næsta
leikár.
Siðan segir: „Það liðanna, er
færist upp í 2. deild, sem hefur
betra markahlutfall í úrslita-
keppninni, skal teljast sigur-
vegari í 3. deild.
Þegar úrslitakeppnin í
riðlunum nú í haust hafði farið
fram voru tvö lið jöfn að stigum
í öðrum riðlinum en þrjú i
hinum.
Til þess að útkijá hver teldist
sigurvegari í riðlunum þurfti
að leika nokkra aukaleiki og fór
svo að Fylkir frá Reykjavik og
Austri frá Eskifirði báru sigur
úr býtum.
Eins og að framan getur
skyldi það lið teljast sigur-
vegari i 3. deild sem hefði betra
markahlutfall i úrslitakeppn-
inni. Við athugun kom í ljós að
Fylkir hafði betra markahlut-
fall eftir upphaflegu úrslita-
keppnina, en Austri hins vegar
ef aukaleikir væru taldir með.
Hér þurfti því að skera ur um
hvaó teldist „úrslitakeppni"
samkvæmt reglugerðinni, þ.e.
leikirnir sem upphaflega voru
settir á, samkvæmt reglugerð,
eða aukaleikirnir einnig. Þar
sem margir stjórnarmenn KSI
voru fjarverandi á þessum
tíma, var ákveóið að biða með
ákvörðun í málinu, þar til allir
stjórnarmenn væru mættir.
A fundi stjórnar KSÍ, mánu-
daginn 3. október 8.1. var máliö
rætt og sýndist sitt hverjum.
Hölluðust menn þó að því, að
telja bæri alla leikina, auka-
leikina einnig, til úrslitakeppn-
innar og var Austramönnum
sagt frá því símleiðis, en jafn-
framt tekió fram, að
ágreiningur væri um þá niður-
stöðu og málið hugsanlega tekið
fyrir að nýju,
Það var gert á stjórnarfundi,
föstudaginn 7. okt. I milli-
tiðinni var leitað álits glöggra
manna utan stjórnar, gerður
samanburður á þessu ákvæði og
túlkun annarra hliðstæðra
o.s.frv.
Niðurstaða stjórnarfundar 7.
okt, var einróma sú, að rétt
væri, að athuguðu máli, aðtelja
þá leiki eina til úrslitakeppni,
sem reglugerðin gerir ráð fyrir
en ekki aukaleikina, sem
seinna komu til. Þessi túlkun er
í samræmi við þær reglur, sem
gilt hafa um aukaleiki 1. og 2.
deildar.
Ungmennafélaginu Austra
var tilkynnt formlega þessi
ákvörðun að kvöldi dags, þann
7. okt., en þar að auki hef ég
greint frá og útskýrt þessa
niðurstöóu fyrir form. knatt-
spyrnuráðs Austra, Hjörvari
Jenssyni og fleiri Austra-
mönnum.
Afgreiðsla þessa máls hefur
dregist á langinn. Það hefur þó
ekki komið að sök. Umrætt
ákvæði i reglugerð KSt er
óljóst orðað og er stjórn KSI
vorkunn að þurfa að túlka það,
og raunar ekki skrítið að upp
komi ágreiningur varðandi þá
túlkun. Akvæðinu þarf augljós-
lega að breyta á næsta þingi
KSl.
Ég er ekki hissa á þvi að
Austramönnum hafi þótt súrt i
broti, að missa af titlinum, eftir
að hafa fengið fregnir af því að
stjórn KSI hallaðist að niður-
stöðu, sem var Austra hagstæð.
Ég er þess þó fullviss, að Esk-
firðingar, eins og við i stjórn
KSÍ, vilja að málalok séu ætið
rétt og lögum samkvæmt. Ég tel
að svo hafi orðiö I þessu máli.
Reykjavík 17. október1977
Ellerl B. Schramt
form. KSl.
mörkin i hálfleiknum voru þó
skoruð af KR-ingum og var staðan
í leikhléi 13—10 þeim í vil. Strax i
byrjun seinni hálfleiks juku KR-
ingar markamuninn í sex mörk og
var þar með séð að sigurinn
myndi verða þeirra.
KR-ingar léku allskemmtilegan
handknattleik á köflum í leiknum
í fyrrakvöld, einkum eftir aó þeir
höfðu komizt yfir skrekkinn i
byrjun. Keyrðu þeir oft upp ágæt-
an hraða og voru með leikkerfi
sem gengu bærilega upp. I spili
liðsins voru frændurnir Haukur
Ottesen og Björn Pétursson pott-
urinn og pannan, sérstaklega þó
Haukur, sem gerði margt mjög
laglega í þessum leik, og hefur
varla verið betri i annan tima.
Gekk ÍR-ingum ákaflega erfiðlega
að ráða við hann, jafnvel þótt þeir
gripu til þess ráðs um tima að
taka hann úr umferð.
Auk Björns og Hauks átti Pétúr
Hjálmarsson allgóðan leik í marki
KR-inga, og vert er einnig að geta
sérstaklega uin stórglæsileg mörk
sem Simon Unndórsson skoraði í
leiknum, — mörk sem skoruð
voru með hörkuskotum a,f löngu
færi. Hefur maður á tilfinning-
unni að Simon gæti gert miklu
meira af slíku, en hann var stund-
um of seinn að átta sig á mógu-
leikum sem gáfust. Í heild vann
KR-liðið ágætlega saman, og verð-
ur örugglega illviðráðanlegt ef
það kemst yfir þá taugaveiklun
sem var einkennandi í leik þess
til að byrja með.
Undirritaður er þeirrar skoðun-
ar eftir leikinn í fyrrakvöld, að
þetta muni verða erfiður vetur
fyrir ÍR. Liðið virkar heldur
sundurlaust og óákveðið og hefði
ekki komið til ágæt frammistaða
Brynjólfs Markússonar í leiknum,
er hætt við að úrslitin hefðu orðið
ÍR-ingunum mjóg svo óhagstæð.
Mikið bar á klaufalegum mistök-
um ÍR-inga, sérstaklega I sóknar-
leiknum, en þá glopruðu þeir
knettinum oftsinnis i hendur KR-
inga, eða áttu skot sem vórnin réð
auðveldlega við. Sakna ÍR-ingar
greinilega Agústs Svavarssonar,
þar sem hann var Iiðinu mjðg
mikilsverður bæöi sem skytta og
eins opnaði hann oft vel með ógn-
unum sinum.
— stjl.
íDPötliP
KÖRFUKNATTLEIKUR í KVÖLD
TVEIR leikir verða háðir i
Reykjavikurmótinu i körfuknatt-
leik i kvóld. Klukkan 19:30 leika
Fram og KR og um klukkan 21:00
leika ÍS og Ármann. Fara leikirn-
ir fram i fþróttahúsi Hagaskóla.
Jón Sigurðsson mun nú að
líkindum leika með KR i fyrsta
skipti, en hins vegar missa KR-
ingar þá Kristin Stefánsson og
Birgi Guðbjórnsson úr liði sínu
sökum meiðsla. Framarar mæta
með sitt sterkasta lið og ef til vill
leggja þeir Vesturbæjaiiiðið að
velli í fyrsta skipti í kvöld.
Stúdentastjarnan Dunbar
leikur ekki með féiögum sinum i
kvóld sökum meiðsla og þeir Jón
Héðinsson og Kolbeinn Kristins-
son ganga ekki heilir til skógar.
en leika báðir í kvóid þrátt fyrir
meiösli sín. Armenningar, með
Mike Wood í fararbroddi, eygja
þvi möguleika á sigri i kvöld, en
IS-menn ætla sér eflaust bæði
stigin.
Dunbar úr leik
Bandaríski körfuknattleiks-
maðurinn í liði IS, Dirk Dunbar,
leikur ekki meira með liðinu á
þessu keppnistfmabili. Þessi frá-
bæri leikmaður, sem setti met í
stigaskorun, er hann skoraði 58
stig í leik gegn Fram í Reykjavfk-
urmótinu, sneri sig illa á æfingu
fyrir helgi með þeim afleiðing-
um, að liðbönd í ökkla slitnuðu.
Er þetta að sjálfsógðu mikið áfall
fyrir tS-liðið, þar sem Dunbar
virtist einmitt vera maðurinn,
sem stúdenta vantaði til þess að
geta gert stóra hluli. En stúdent-
ar eru ekki einir uni að sakna
hans, því að Dunbar er nijóg
skenimtileKur og snjall leikmað-
ur, sem gaman hefði verið að
fylgjast með í vetur.