Morgunblaðið - 19.10.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.10.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1977 19 — Höfuðpaurar sem féllu . . . Framhald af bls. 15 fanga, mátti verja sem svaraði 21 þús krónum íslenzkum á mánuði svo að þeir gætu fengið óskir sinar um sérstaka eftirlætisrétti uppfylltar. Þegar Schleyer var rænt voru fangarnir sviptir flestum þessum for- réttindum Þeir voru settir i einangr- un og fyrir það girt að þeir gætu fylgzt með gangi mála og leitinni að Schleyer. en þetta var liður i þeim varúðarráðstöfunum sem gerðar voru vegna grunsemda um að að- gerðum væri stjórnað úr fangelsinu. Eftir að Ulrike Meinhof héngdi sig i fangelsinu komst sá kvittur nær samstundis á kreik, að vestur-þýzk yfirvöld hefðu látið ráða hana af dögum i fangaklefanum, og á næstu vikum og mánuðum eftir þennan atburð efndu vinstri sinnaðir öfga- menn til funda og annarra aðgerða til að mótmæla „morðinu" á píslar- vætti sinum Eftir siðustu atburðina í Stammheim er það óráðin gáta hvernig fangarnir hafa farið að því að komast yfir vopn til að stytta sér aldur Traugott Bender, dómsmála- ráðherra í Baden-Wúrtemberg, lýsti þvi yfir i gær, að frá því að sérstök lög um gæzlu fanganna voru sett fyrtr tveimur vikum hefðu ekki einu sinni lögfræðingar fanganna fengið leyfi til að ræða við þá Ráðherrann kvað einnig óljóst hvernig á þvi stæði að fangavörðunum hefði ekki takizt að afstýra þessum sjálfsmorð- um. enda þótt sérstakar ráðstafanir hefðu verið gerðar í þvi skyni að sagan um endalok Ulrike Meinhof endurtæki sig ekki — Á.R. Starfsmannafélag Kópavogs: Adeins eitt atriði sleit við Kópavog Athugasemd út af engu og svar um ekkert „Eftirfarandi „greinargerð" I var afhent á blaðamannafundi BSRB í gær: „í greinargerð BSRB, sem birt- ist í blaði yðar í gær, 18. október, varð stafavilla í vélritun, sem breytti merkingu málsgreinar. Villan var augljós, en engu að siður sáuð þér yður tilneyddan til að eyða miklu rúmi á síðum blaðs- ins i leiðréttingu, meðal annars i ritstjórnargrein. Vill BSRB tjáyð- ur þakklæti fyrir leiðréttinguna og það mikla rými sem hún fær, en bendir á, að með sæmilegum velvilja í garð opinberra starfs- manna og málstaðar þeirra hefði mátt komast hjá svo mikilli sóun prentsvertu og rýmis. Góður próf- arkalesari hefði getað innt þessa leiðréttingu af hendi á mun ein- faldari hátt og útlátaminni fyrir blað yðar. Viðbrögð yðar við þess- um vélritunarmistökum staðfesta þann rangsnúna fréttaflutning, sem Morgunblaðið viðhefur í frá- sógnum af kjaradeilu BSRB og rikisins. Þau vandamál sem upp hafa komið hefur Morgunblaðið blásið upp, en hirt minna um að greina frá farsælum málalyktum. Það sakar ekkí að minna á það aftur, að kjaradeilunefnd var þess vanbúin að takast á við þau vandamál, sem henni ber að leysa. Af þeim sökum fyrst og fremst hafa árekstrar og misskiln- ingur stafað varðandi fram- kvæmd verkfallsins, sem BSRB hefur síðan verið kennt um. Vélritunarvillan fólst i þvi, aó dr hafði orðið að I, þannig að hlutdrægur varð að hlutlægur. Ef Morgunblaðið treysti dómgreind lesenda sinna betur en raun ber vitni, hefði jafnvel verið komist hjá leiðréttingunni. Villan er aug- ljós. Það dettur engum í hug að Morgunblaðið greini hlutlægt frá þessari kjaradeilu, frekar en öðr- um kjaradeilum. Öllum hefði mátt vera ljóst, að BSRB var að vekja athygli á sleitulausum áróðri Morgunblaðsins, rangsnún- um og hlutdrægum fréttaflutn- ingi." Aths. ritstj. Sú spurning vaknar við lestur þessarar yfirlýsingar Bandalags starfsmanna rikis og bæja, hvort höfundur sé „ótruflaður af til- finningum eða persónulegum löngunum", svo enn sé vitnað í íslenzka orðabók um orðið hlut- MORGUNBLAOINU barst í gær svohljóðandi fréttatilkynning frá Starfsmannafélagi Kópavogs: EINS og komið hefur fram að slitnað hafi upp úr samningavið- ræðum samninganefndar Starfsmannafél. Kópavogs- kaupstaðar og samninganefndar bæjarins þykir rétt að koma á framfæri við fjölmiðla eftirfar- andi atriðum varðandi uppsagnar- frest og verkfallsrétt: I júní s.l. sumar lögðu viðsemj- endur okkar fram gagntilboð við kröfugerðinni og þar var að finna m.a. ákvæði um uppsagnarfrest með verkfallsrétti — þau sömu ákvæði og fólust í kröfugerðinni. Þann 9. sept. s.l. var siðan undirritaður samningur af báðum samningsaðilum að loknum næturlöngum fundi hjá sátta- semjara og sáttanefnd, með uppsagnar- og verkfallsákvæðum óbreyttum. Þetta samkomulag var síðan Qtortfost i hapiarráði Knnavoes þann 29. sept. s.l. og bæjarstjöra var þá jafnframt falið að sam- þykkja það i allsherjaratkvæða- greiðslunni sem fram fór 2.—3. okt. s.l. en fréttir af þess-ari sam- þykkt bæjarráðs birtust þá í fjöl- miðlum. Samninganefnd Starfsmanna- fél. Kópavogskaupstaðar lauk samningsgerð við viðsemjendur sína laugardaginn 15. okt. s.l. að öðru leyti en því að 11. gr. um uppsagnarfrest og verkfallsrétt var fyrirhugað að breyta og fella þar með burt verkfallsákvæðið — og þar sem þetta var raunveru- lega eina atriðið sem nefndin átti illt með að fallast á að breyta — samþykkti nefndin að leggja þetta atriði og samkomulagið í heild fyrir félagsfund og fá úr þessu skorið á fyllilega lýðræðis- legan hátt. Félagsfundurinn var síðan haldinn mánudaginn 17. okt. kl. 14.00, en þar var samþykkt að vt»ita camnintíítnpfnriinni hpimilrt til að undirrita samninginn án fyrirvara um samþykki félags- fundar ef 11. greinin um upp- sagnarákvæði og verkfallsrétt væri í samningnum og fór fram atkvæðagreiðsla um þetta mál, en hún fór á þann veg að 97 greiddu atkvæði með þessu en 16 greiddu atkvæði á móti þessu. 4 skiluðu auðu. Á fundi samninganefndar Starfsmannafél. Kópavogskaup- staðar og samninganefndar bæjarins að kvöldi 17. okt. s.l., hafnaði samninganefnd bæjarins þessu atriði og lýsti þvi yfir að slitnað hefði upp úr samningavið- ræðum. Rétt er að taka það fram að fleiri starfsmannafélög úti á landi hafa tekið upp Kópavogssamning- inn og fengið hann samþykktan með uppsagnarákvæðinu (11. grein), þrátt fyrir það að félögin væru ekki aðilar að Kópavogs- samningnum frá 9. sept. s.l. SamninKaiu>rnd Starrsmaiinafól. KnpavoRskaupst aoar. Þú notar hendurnarekki bara íuDDbvottinn ...svo það er eins gott að fara vel með þær. Nýi Palmolive uppþvotta lögurinn varnar því að húðin þorni oggerir hendurnar fallegri og mýkri í hverjum uppþvotti. Taktu eftir hvernig þú notar hendurnar. Þú tjáir með þeim tilfinningar þínar, sorg og gleði. Farðu þess vegna vel með þær. í nýja Palmolive uppþvottaleginum er protein, sem verndar húðina og gerir hendurnar fallegri og mýkri í hvert skipti, sem þú þværð upp. Nýi Palmolive uppþvottalögurinn er mjög drjúgur, aðeins nokkrir dropar og diskarnir verða skínandi hreinir. Nýi Palmolive uppþvottalögurinn með protein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.