Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1977 Samningamir sam- þykktir í Hafnarfirði * Aðeins Kópavogur og Isafjörð- ur eru eftir af sveitarfélögunum Góð síldveiði í fyrri- nótt við Ingólfshöfða GÓÐ síldveiði var á svæðinu kringum Ingólfshöfða í fyrrinótt, bæði hjá hringnótabátum og reknetabátum. Hafa bátarnir farið með síldina til Austfjarða, Horna- fjarðar og Suðurlandshafna. Annars hefur síldveiði ver- ið fremur treg til þessa, bæði vegna þess að síldin hefur verið mjög dreifð og eins hefur hún staðið djúpt. Sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur afl- að sér, er mun minni síldarafli kominn á land nú en á sama tíma í fyrra. Starfsmannafélag Hafnar- fjarðar samþvkkti í gær við allsherjar atkvæða- greiðslu samningana, sem felldir höfðu verið á jöfn- um atkvæðum daginn áður. Samningarnir voru samþykktir með 78 at- Alþýðuflokkur: Prófkjör fer fram 26. nóv. ÁKVEÐIÐ var í byrjun þessa mánaðar meðal Alþýðuflokksmanna á Vesturlandi að þar skyldi fara fram opið prófkjör. Að sögn Sveins Guðmunds- sonar, formanns fulltrúaráðs flokksins á Vesturlandi, mun framboðsfrestur til þessa próf- kjörs renna út 29. október nk., en gert er ráð fyrir að prófkjörið sjálft fari þar fram 26. nóvember. STEFNT er að því að próf- kjör Sjálfstæðisflokksins um skipan framboðslista flokksins I Reykjavík fyrir alþingiskosningar á næsta ári fari fram dagana 19., 20. og 21. nðvember næst- komandi en væntanlega verður byrjað að taka á móti tillögum um fram- bjóðendur til prófkjörsins í dag, fimmtudag, og framboðsfrestur rennur út kl. 19 miðvikudaginn 26. október nk. Dæmt í hass- máli í Hæsta- rétti í gær HÆSTIRÉTTUR kvað I gær upp dóm í máli ungs manns, sem hafði áfrýjað dómi, sem kveðinn var upp af Sakadómi f ávana- og fíkniefnum fyrir nokkrum miss- erum. Maðurinn hafði gerzt sekur um innflutning á fikniefnum ásamt öðrum og gerði lögreglan upptæk rúm 660 grömm af hassi og tvo stálhólka, sem hassið var smyglað í. í undirrétti hlaut maðurinn 50 daga fangelsisdóm, en hann áfrýj- aði, en aðrir aðilar málsins áfrýj- uðu ekki. Hæstiréttur breytti dómnum yfir manninum í 90 daga varðhald. Samningafund- ir með banka- mönnum í dag SAMNINGAFUNDUR verður milli fulltrúa Sambands fsl. bankamanna og forsvarsmanna bankanna i dag en í gær voru óformlegar viðræður í gangi milli aðiia um ýmis atriði nýs kjara- samnings. Sólon Sigurðsson, for- maður SÍB, sagði í samtli við Mbl. í gær að hann væri fremur bjart- sýnn á að samningar næðust, eins og málin horfðu þá stundina. kvæðum gegn 71. Hafa þá öll sveitarfélög landsins gengið frá kjarasamning- um nema Kópavogur og ísafjörður. Staða samningamálanna í þessum tveimur kaup- stöðum, sem enn hafa ekki gengið frá samningum, er þannig að í Kópavogi hefur áamningaviðræðum form- lega verið slitið og hefur bæjarstjórnin lýst yfir að hún muni ekki eiga frum- kvæði að nýjum viðræðum. Á ísafirði hefur samninga- viðræðum ekki verið slitið formlega, en þær hafa legið niðri í nokkra daga. Bæði í Kópavogi og á Isa- firði er það sama atriðið, sem veldur því að ekki nást samningar. Er það endur- skoðunarákvæði samnings- ins ef löggjafinn hreyfir við verðbótaákvæðum Framhald á bls. 22.1 Skipan kjörnefndar fyrir þetta prófkjör liggur fyrir og eiga í þvi sæti þeir Björgólfur Guðmunds- son, sem jafnframt er formaður, tilnefndur af Landsmálafélaginu Verði, Lúðvíg Hjálmtýsson, einn- ig tilnefndur áf Verði, Vilhjálmur Heiðdal og Kristín Magnúsdóttir, tilnefnd af stjórn fulltrúaráðsins, Kjartan Gunnarsson, tilnefndur af Heimdalli, Jónína Þorfinns- dóttir, tilnefnd af Hvöt, og Pétur Hannesson, tilnefndur af Málfundafélaginu Óðni auk Asgríms P. Lúðvíkssonar, Hilmars Guðlaugssonar, Hinriks Bjarnasonar, Valgarðs Briem, Más Gunnarssonar, Þorvalds Mawby, Þorvalds Þorvaidssonar og Brynhildar Andersen, sem félagar í fulltrúaráðinu kusu til þessara starfa. I samtali Mbl. við Björgólf Guðmundsson, formann nefndar- innar, í gær kom fram um hlut- verk kjörnefndar, að það væri í fyrsta lagi að koma saman próf- kjörslista með ekki færri en 32 frambjóðendum og helzt ekki fleirum en 48. Byrjar nefndin á því að lýsa Síldveiði á að Ijúka 15. nóvem- ber n.k. og í gær munu aðeins 3—4 hringnótabátar hafa verið eftir tillögum um frambjóðendur og að baki þessum frambjóð- endum þurfa að standa minnst 25 meðmælendur úr röðum flokks- manna og mest 40. Björgólfur sagði ennfremur, að ef ekki fengjust nægilega margir frambjóðendur kæmi það einnig i hlut kjörnefndarinnar að tilnefna eða mæla með fólki til framboðs á listann eftir þvi sem þörf þætti til viðbótar. Þegar niðurstöður próf- kjörs liggja fyrir er lagður fram framboðslisti fyrir almennan full- trúaráðsfund og þarf hann að hljóta samþykki þessa fundar. Björgólfur sagði ennfremur, að ef þátttaka í prófkjörinu næmi ‘A hluta af því sem var kjörfylgi flokksins í Reykjavík við síðustu alþingiskosningar, þá væri próf- kjörið bindandi fyrir þá fram- bjóðendur er hlytu um og yfir 50% atkvæða. Til þess að próf- kjörið nú verði bindandi þurfa þátttakendur að verða 8007 tals- ins. Björgólfur kvað kjörnefndina halda kynningarfund með stjórn- um sjálfstæðisfélaganna í Reykja- Framhald á bls. 22. búnir með þann kvóta, sem þeim var úthlutað i haust. Hver bátur hefur leyfi til að veiða 240 lestir og upphaflega fengu 84 bátar leyfi til þessara veiða en sumir hófu þær aldrei. I samtali við Morgunblaðið í gær sagði Arni Halldórsson skip- stjóri á Sæljóni frá Eskifirði, að þeir hefðu komið þangað síðdegis með 70 tonn, tveir aðrir bátar væru þar einnig með síld, Hafalda með kringum 70 tonn og Jón Heigason með 35 tonn. Arni sagði, að síldina hefðu þeir fengið um 7 mílur austan við Ingólfshöfða, en lítið hefði veiðzt á þessum slóðum í haust. Kvað hann síldina vera blandaóa, helm- ingur færi í stórt og helmingur i millisíld. Hins vegar væri enn síld á ferðinni austur í Lónsbugt og sú sfld væri mun stærri, en væri farin að vera blönduó. Sagðist Arni hafa frétt um bát sem sá vaðandi síld á Lónsbugt i gær. Þá sagði Árni, að eftir því sem hann bezt vissi hefðu þeir rek- netabátar, sem lagt hefðu netin á Ingólfshöfðasvæðinu í fyrrinótt, fengið sæmilegan afla og vissi hann um bát sem var með 300 tunnur eða 30 tonn. KOSNINGAR til 1. des,- hátíðarnefndar innan Háskóla íslands fara fram nk. laugardag 22. október. Kennsla í eðlilegt horf á ný KENNSLA hófst í há- skólanum, menntaskólun- um, og öðrum samsvarandi skólum í gær eftir að verk- fallsnefnd BSRB hafði aflétt verkfalli húsvarða við þessar stofnanir. I ýmsum skólum féll ár- degiskennsla niður þar sem ekki tókst að koma boðum til nemenda um að skólarnir tækju til starfa að nýju fyrr en með til- kynningum i blöðum sam- dægurs en hins vegar var kennsla síðdegis með eðli- legum hætti og gert ráð fyrir að öll kennsla í þessum skólum væri með eðlilegum hætti í dag. Átta fengu Fálkaorðu SAMKVÆMT fréttatilkynningu frá orðuritara hefur forseti Is- lands sæmt eftirtalda fslenzka ríkisborgara heiðursmerki hinn- ar íslenzku fálkaorðu: Benedikt Gröndal, fv. formann Vinnuveitendasambands íslands, stórriddarakrossi, fyrir störf að félagsmálum. Einar Bjarnason, prófessor, stórriddarakrossi, fyrir embætt- is- og fræðslustörf. Gunnar Guðbjartsson, formann Stéttarsambands bænda, Hjarðar- felli, Snæfellsnesi, riddarakrossi, fyrir störf að landbúnaðarmálum. Halldór Þorsteinsson, útgerðar- mann, Vörum i Garði, Gerða- hreppi, riddarakrossi, fyrir störf að sjávarútvegsmálum. Ingólf Guðbrandsson, forstjóra, riddarakrossi, fyrir störf að tón- listarmálum. Jóhann Gunnar Olafsson, fv. bæjarfógeta, stórriddarakrossi, fyrir embættis- og fræðistörf. Pál Þorsteinsson, fv. alþingis- mann, Hnappavöllum, Öræfum, riddarakrossi, fyrir störf að fé- lagsmálum. Þorvald Skúlason, listmálara, stórriddarakrossi, fyrir myndlist- arstörf. Fundurinn stendur frá kl. 2—5 og verður húsið opið allan tímann. Að vanda takast stúdentafélög- in tvö — Vaka, og félag lýðræðis- sinnaðra stúdent, og Verðandi, félag vinstri manna þar á um ræðuefni dagsins. Af hálfu Vöku- manna hefur verið valið efnið: .Menntun og mannréttindi, og er þar lögð áherzla á að mannrétt- indi séu forsenda sjálfs- ákvörðunarréttar til náms. önnur einkunnarorð Vökumanna eru: Menntun mannsins vegna, Burt með fjöldatakmarkanir, Jöfnun á námsaðstöðu, Gagnrýnið nám. KeflaviKurfiugvöllur: Dregid úr tak- mörkununum ENGAR takmarkanir eru lengur á ferð- um fólks inn á Keflavikurflugvöll, sem lögreglan við hliðvörzlu telur eiga þangað eðlilegt erindi. Að því er lög- regian á Keflavíkurflugvelli tjáði Mbl í gærkvöldi eru þannig ekki settar tak- markanir á að aðstandendur farþega fái að fara inn á flugvöllinn til að taka á móti vandamönnum, eins og kom fyrir í byrjun yfirstandandi verkfalls. Kjaradeilunefnd og Verkfalisnefnd BSRB: Deilt um heimild til að afgreiða plöntusendingu KJARADEILUNEFND heimil- aði I gær tollafgreiðslu á plöntusendingu til landsins eins og um neyðarsendingu væri að ræða. Komu plöntur þessar til landsins 15. október síðastliðinn með flugvél frá Iscargo, en sendingin mun liggja undir skemmdum og er verðmæti plantnanna áætlað um ein milljón króna, samkvæmt upplýsingum Mbl., en Verkfallsnefnd BSRB segir verðmætið 4—500 þúsund krónur. Verkfallsnefnd BSRB hafði áður synjað beiðni um undan- þágú vegna afgreiðslu þessarar sendingar. I bréfi sem nefndin skrifaði Kjaradeilunefnd i gær segir að afstaða Kjaradeilu- nefndar í þessu máli sé hrein lögleysa og með þessu fari nefndin langt út fyrir þann verkahring, sem hanhi sé af- markaður. Áskilur Verkfalls- nefndin sér allan rétt i máli þessu, en taldi þó rétt í gær að hindra ekki tollafgreiðslu plantnanna og ságði Páll Guðmundsson varaformaður nefndarinnar í gær, að nefndar- menn hefðu talið ástæðulaust að fara i slag út af þessum græðlingum á þessu stigi máls- ins, það skipti i rauninni ekki svo miklu máli að öðru leyti en þvi að með þvi að leyfa toll- afgreiðslu sendingarinnar færi Kjaradeilunefnd langt út fyrir sitt valdsvið. Hér fer á eftir úrskurður Kjaradeilunefndar í máii þessu: „Kjaradeilunefnd telur vörslu og viðhald meiriháttar verðmæta falla undir þau öryggissjónarmið, sem hanni ber að starfa eftir. Á þeirri forendu ákveður Kjaradeilu- Framhald á bls. 22. Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík: Kosið 19.-21. nóv.? Framboösfrestur rennur út eftir tæpa viku Menntun og mannréttindi Viðfangsefni Vökumanna í 1. des.-kosningum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.