Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 40
ÝSINGASÍMINN ER: 22480 Jttorjjunbfafeib FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1977 Kísilidjan innan , ,Kr emlmúr a ’ ’ Hraunvarnargarðinum miðar vel Björk, Mývatnssveit — 19. október. FREMUK kyrrt var á mælum skjálftavaktarinnar hér í daK eftir smá hrinu f fyrrinótt. Landris er nú sem næst komið í það hámark, sem það var áður en síðustu umbrot upphófust. Unnið er að því að hyggja upp veginn suður frá Reykjahlíð og er hann nú kominn suður hjá Vogum, enda hagstæð tíð til þeirra verka. Þá miðar einnig vel gerð hraunvarnargarðs kringum Kísiliðjuna. Unnið var alla sfðustu helgi við það verk og er nú svo að verða að Kísiliðjan er sem innan Kremlmúra og hefði fáum dottið það í hug þegar verksmiðjan var reist á sínum tíma. Hér eru menn lítið eitt byrjaðir að fara til rjúpna en veiðí hefur verið misjöfn og ekki frétzt um að neinn hafi fengið yfir 20 rjúpur yfir daginn. Sáralítið sést af rjúpu miðað við það sem verið hefur á liðnum árum. Komið er á aðra viku síðan Mý- vetningar hafa fengið einhverjar fréttir af því sem er að gerast í . landinu og úti i heimi, þar sem engin blöð hafa borizt frá því verkfall skall á og um ekkert út- varp eða sjónvarp að ræða af sömu ástæðu. Nokkuð eru menn uggandi út af lokun þessara fjöl- miðla, því að enda þótt heimilt sé að senda út tilkynningar er varða öryggi og slysavarnir með veður- fréttum er svo langt á milli og menn vilja gleyma þvi að opna fyrir útvarp, og því ekki útilokaö að áríðandi tilkynningar fari framhjá ýmsum hér um slóðir, sem telst hættusvæði og búizt við nýjum umbrotum hvenær sem er. A fjölmennum fundi í Hótel Reynihlíð ekki alls fyrir löngu kom reyndar fram sú hugmynd hvort ekki væri ástæða að koma á laggirnar hér lítilli útvarpsstöð nieóan þetta ástand varir. — Fréttaritari "^-1«-..-... ... Hluti kaupskipaflotans sem þegar hefur stöðvazt og nú liggur á ytri höfninni í Reykjavík vegna verkfalls opinberra starfsmanna. V erdur tekið til við launaliðinn í dag? Samkomulag náðist í gær í þremur af fimm starfshópum „t FRAMHALDI af þeim atriðum, sem samkomulag náðist um síðastliðna nótt og í morgun, þá miðaði enn verulega áfram um fjöl- mörg atriði, sem skýringa þurfti við og lagfæra þurfti Flugleiðir á fundi með verkfallsnefnd FLUGLEIÐIR fóru þess á leit við BSRB í gær að millilandaflugi yrði komið Úrskurdur í dag í lög- bannsmáli ÚRSKURÐUR verður væntanlega kveðinn upp hjá borgarfógetanum í Reykjavík í dag í lög- bannsmálinu vegna verkfallsvörzlu við Haf- rannsóknaskipið Árna Friðriksson. Að sögn Ölafs Sigurgeirsson- ar, fulltrúa, sem borgarfógeti fól að fara með málið, var Guð- mundi Yngva Sigurðsson hrl. lögmanni BSRB, gefinn frest- ur í gær til klukkan 9 f.h. í dag til að leggja fram greinargerð í málinu. Páll S. Pálsson hrl. fer með mál þetta fyrir sjávarút- vegsráðuneytið fyrir hönd Hafrannsóknastofnunarinnar. á að einhverju leyti á nýjan leik þrátt fyrir verk- fallið. Sátu verkfallsnefnd BSRB og fulltrúar Flug- leiða á fundi síðdegis í gær, þar sem rætt var um þessi mál, en verkfallsnefnd ætlar að svara beiðni Flug- leiða fyrir hádegi í dag. Nú bíða um 1100 Islendingar eftir flugi, ýmist frá landinu eða heim. Hafa margs konar vand- ræði skapazt af samgönguleysinu, auk þess sem Flugieiðir hafa orðið fyrir verulegum tekjumissi vegna verkfallsins. Innanlandsflug var talsvert i gær, þar sem vel viðraði til sjón- flugs. Var flogið á sex staði innan- lands en ekkert millilandaflug var i gær. Að sögn Páls Heiðars Jónssonar og Margrétar Bjarnason, sem eiga sæti í verkfallsnefnd BSRB, er í athugun að einhverjar undan- þágur verði veittar í dag. Af þeim hópum, sem þurfa að komast utan, má nefna að áhafnir Flug- leiðaþota þurfa að komast utan i kvöld, þar sem Flugleiöir hafa gert stóran samning um píla- grímaflug og á það að hefjast á næstu dögum. og Ieiðrétta,“ sagði Matthías Á. Mathiesen, fjármálaráðherra, í gær- kveldi rétt fyrir miðnætti, er sáttafundi var slitið og til nýs fundar boðað klukkan 14 í dag. „Það er ákveðið að hittast aftur á morgun,“ sagði Matthías, „og þá sýnist mér að fást muni úrslit, sem við skul- um vona að verði jákvæð.“ Kristján Thorlacius, formaður Bandalags starfs- manna ríkis og bæja, kvað verulegan árangur hafa náðst. í þremur af fimm starfshópum náðist sam- komulag. Málefni leikara voru afgreidd, sömuleiðis málefni kennara og húkrunarfólks og hvað varöar vaktavinnufólk er það mál enn í deiglunni og var að heyra á nokkrum samninganefndarmönnum að ekki væri þar mikið eftir til þess að ná samkomulagi. I þeim starfshópi, sem fjallar um aðrar almennar breytingar, er verið að vinna að orðalagsbreyting- um og öðru slíku. Kristján Thorlacius sagði aðspurður um þau atriði, sem hóparnir hefðu 15% hækkun far- gjalda hjá Hafn- arfjarðarstrætó VERÐLAGSNEFND hefur með samþykki ríkisstjórnarinnar heimilað 15% hækkun á fargjöld- um Landleíðavagnanna á leiðinni Reykjavík — Hafnarf jörður. Hækkar farið úr 145 krónum í um 167 krónur. orðið ásáttir um, að t.d. í kennarahópnum hefði náðst fram samræming eftir því hvenær próf væru tekin og ennfremur.hefur kennsluskylda verið sam- ræmd. Kristján kvað enn nauðsynlegt að ganga frá nokkrum atriðum áður en unnt yrði að fjalla um laun- in sjálf, en þó kvaðst hann vænta þess, að launaliður samninganna yrði þá þegar á dagskrá, er deiluaðilar hittust að nýju í dag klukkan 14. Þessi samningalota, sem lauk um miðnættið, hafði verið alllöng. Hún hófst í fyrradag klukkan 15 og stóð sáttafundur nær sam- fleytt til hádegis í gær. Þá var gert hlé, svo að menn Framhald á bls. 22. Bandaríkin: Hætta á fískskorti hjá Iceland products vegna verkfallsins „EF VERKFALL opinberra starfsmanna leysist ekki á næstu dögum, þá er mikil hætta á að fiskskortur verði hjá Iceland products, fyrirtæki Sambandsins í Bandaríkjunum. Þar er nú beðið eftir fiski, sem á að fara beint til viðskiptavina, og eins eftir fiski, sem á að fara í fiskréttaverk- smiðjuna sjálfa,“ sagði Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri sjávarafurðadeildir SÍS. Að sögn Sigurðar liggur Skafta- fell svo til fulllestað fiski i Reykjavík — á aðeins eftir að lesta á einum stað — og þarf þessi fis'kur að komast sem fyrst á markað í Bandaríkjunum. Sagði Sigurður ennfremur, að ofan á þessar tafir bættist, að greiðslur heim til íslands bærust seinna en ella og veitti þó ekki af að fá dýrmætan gjaldeyri sem örast til Iandsins. Þá sagði Sigurður, að þegar þessi vika væri liðin, mætti búast við að erfiðleikar vegna skorts á geymslurými kæmu upp hjá ein- staka frystihúsi. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, for- stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, að ástandið hjá Coldwat- er i Bandaríkjunum gæti ekki tal- izt slæmt, þar sem tvö skip frá Islandi væru nú að losa fisk hjá verksmiðjunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.