Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20 OKTOBKR 1977 Handahófs- kennd vinnubrögð I umræðum á Alþingi, þar sem fjallað var m.a. um verkfall opinberra starfsmanna, komst Magnús Torfi Olafsson (SFV) m.a. þannig að orði: „Ég skal enga fjöður draga yfir það, að ég tel einnig að af hálfu verk- fallsmanna hafi verið að ýmsu leyti handhófs- kennd framkvæmd á verkfallsaðgerðunum. Þess eru dæmi, að verk- fail er einn daginn á einhverjum vinnustað, en unnið er þar af sömu starfshópum næsta dag. Það er engin þörf á því að láta það dragast hálft í viku að hleypa úr landi ferðafólki af öðr- um þjóðum, sem orðið hefur innlyksa. Eitt er það enn, sem mjög hef- ur vakið ath.vgli og er vottur um það, hve illa menn hafa búið sig und- ir að standa að þessum málum. Þetta er sá hringlandaháttur, sem gætt hefur um starf- semi í framhaldsskól- um, þar sem hverfandi lítill hluti starfsmanna er innan vébanda BSRB, en þorri þeirra innan vébanda BHM, sem ekki er í verkfalli. Það er Ijóst til að mynda, að hæstv. menntamálaráðherra herfur ekki verið undir það búinn að taka af- stöðu til þess máls þeg- ar í upphafi og samkv. athuguðu máli. Því hafa orðið mikil óþægindi og verið efnt til leiðinda, sem mátt hefði komast hjá hefði þar verið ráð í tíma tekið." Þessi orð jafn grand- vars þingmanns og Magnúsar Torfa stað- festa, hvert álit manna almennt er, hvað sem st jórnmálaskcðunum eða flokksstöðu lfður, á framkvæmd þessa verk- falls. Hins vegar er nú sýnt, á ýmsum til- slökunum sem gerðar hafa verið, að verkfalls- forystan er að sveigja sig að almannavilja og hefðbundnari viðhorf- um í framkvæmd verk- fallsins. Er það vel — og líklegra til sátta, sem Magnús Torfi Ölafsson. vonandi komast senn í sjónmál. Skoðanaút- flutningur og sölumiðstöðvar Stöku skriffinnUr í tilteknu „rótta*ku" dag- blaði hefur gert því skóna, að Alþýðuhanda- lagið væri skoðanalegt útflutningsfyrirtæki um framkvæmd kommúnisma í veröld- inni, en hel/.tu sölúmið- stöðvar erlendis komm- únistaflokkar Frakk- lands, Ítalíu og Spánar. Vörumerki skoðana- framleiðslunnar er „Evrópukommúnismi", sem einkum og sér í lagi hefur verið falboð- in á ítalíu. Einkenni hans eru ýmiss konar. Það helzt þó, að viðkom- I andi vestræn ríki skuli áfram vera aðilar að I Atlantshafsbandalagi, þó að kommúnistaflokk- . ar taki þátt í samsteypu- I stjórnum, enda raski I það nauðs.vnlegu valda- , jafnvægi í Evrópu að I lima það bandalag í sundur. Framkvæmd lýðræðislegs sósíalisma sé og auðveldari innan en utan þess varnar- bandalags. (Þetta kem- ur heim og saman við | veru Alþýðubandalags- | ins og með áframhaldi varnarsamning við Bandaríkin). Evrópu- kommúnisminn hefur og gjörbreytt viðhorf, a.m.k. í orði, til alhliða þjóðnýtingar: fer nuin vægar í sakir. Þá höfðar I hann mjög til hugsan- legs st jórnarsamstarfs , við borgaralega stjórn- I málaflokka. Stefnuskrá Alþýðu- i bandalagsins, hin nýja. sem almennt gengur undir nafninu LOPINN i meðal almennings, sök- um þess, að hana má | teygja í allar áttir, eftir I því sem þurfa þykir. j rúmar sjálfsagt bæði . Evrópukommúnisma og I andstæðu hans. En ekki kæmi á óvart, þótt ýms- . ir talsmenn Alþýðu- I bandalagsins í Samtök- um „herstöðvaandstæd- , inga“ kynnu betur að ' þokunni létti á sjónar- lia-ð íslenzku fiokks- i nefnunnar. SniðrDUKE Onduline þakplötur Mismunandi gerðir í rauðum og grænum lit. Laufléttar í notkun, auðveldar í uppsetningu. Timburverzlunin Vólundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244 Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfisgötu 18 • Gegnt Þjódleikhúsinw T résmíöaverkstæði Húsgagnaverkstæði Fyrirliggjandi: SPÓNAPLÖTUR 1 fl sænskar, 1 0—25 mm OREGON PINE þurrkað HARÐVIÐUR þurrkaður (abachi, júgósl eik, amer hnota, amer. rauðviður, iroko, ramin) PÁLL Þ0RGEIRSS0N & C0 Ármúla 27 — Símar 86 100 og 34-000. Ultima KJORGARÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.