Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTOBER 1977 </ iv5lí> 1 M0 Rö-d N ’jyVvs^ KAfr/Nö v, ; s (!/ <$__ uXL^ Vaknaðu vinur. Forstjórinn ætlar sjálfur að kveðja þíf»! Mér er líka kalt. þó ég hvorki kvarti né kveini! Spílin á borðið BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Fínt skal það vera og öllu má nú ofgera, datt mér í hug þegar ég rakst á spilið hér að neðan. Aust- ur gaf og austur-vestur voru á hættu. Norður S. G972 H. D109 T. D L. K8643 Vestur S. K5 H. Á84 T. Á974 L. G1097 Austur S. 864 H. 63 T. G108532 L. D5 Suður S. S. AD103 H. KG752 T. K6 L. A2 Austur og vestur sögðu alltaf pass en það var engu likara en vel smurð vél færi í gang þegar norður og suður sögðu þannig: 7552. COSPER. Mamtna, má hann hjálpa mér að eyðileggja dótið mitt? Einn forvitinn skrifar eftirfar- andi og ræðir um kröfugerð og verkfallsmál og gerir sérstaklega að umræðuefni kröfur banka- manna og vill að hópar launþega geri almenningi ljóst hvað sé far- ið fram á þegar staðið er í samn- ingaviðræðum: „Alda vinnudeilna og verkfalla riður nú yfir þjóðina. Starfsfólk bæjarfélaga og rikis hefur riðið á vaðið og stendur sumpart í verk- falli enn. Starfslið bankanna býst til að fylgja í kjölfar þeirra, ef ekki verður gengið að þeim kröf- um, sem þar hafa verið settar fram. Og þá þykist ég vera kom- inn að kjarna þessara mála, hver eru laun og kjör þeirra hópa, sem nú gera kröfur um betri kjör og hvað er farið fram á til viðbótar? Opinberir starfsmenn og banka- menn telja sig ekki fá sinn rétta hlut, þegar skipt er þeim arði, sem þjóðarbúið gefur af sér. Þeir hafa þótzt afskiptir og bera sig illa, einkum sumir forystumenn þessara samtaka, frammi fyrir al- þjóð. Þar sem hér er verið að gera kröfur um endurskiptingu og trú- lega kröfur um mikið breytta skiptingu á greiðslum úr okkar sameiginlega sjóðí, sýnist mér það ekki geta verið einkamál þeirra, sem kröfur gera og þröngs hóps viðsemjenda þeirra, hvað teki'»‘ raka, sem þeir færa fram málstað sinum til stuðnings. Það ástand, sem nú ríkir, að hægt sé að standa i vinnudeilum og verkföllum langtimum saman, er á um. Ég vil spilin á borðið. Það er búið að bera fram fyrir fólk meira en nóg af áróðurs- þvælu, þar sem aldrei er nema hálfsögð sagan og gengið meira og minna á snið við sannleikann. 0 Hvaða laun — hvers er krafizt? Það á ekki að geta verið einkamál þeirra, sem telja sig bera skarðan hlut frá borði við skiptingu þjóðarteknanna og gera kröfur, oft með verkföllum eða hótunum um verkföll, hvaða laun og kjör þeir búa við og hvers er krafizt til viðbótar. Hér þarf laga- setningu sem skyldar hlutaðeig- endur til þess að leggja þessar upplýsingar fram opinberlega. Getur þá almenningur, hver ein- asti þegn starfandi að verðmæta- sköpun þjóðarbúsins, lagt sinn dóm á réttmæti þeirra krafna, sem gerðar eru. Og ekki ættu kröfugerðaraðilarnir að þurfa að fara með neitt I felur, ef þeir trúa sjálfir á sannleiksgildi þeirra Suður 1 hjarta 2 spaðar 4 hjörtu pass Norður 2 hjörtu 3 spaðar 4 spaðar Glæsilegt, ekki satt! Þeir fundu 4—4 tromplitarsamlegu í spaðan- um ef vera kynni, að hjartalitur- inn gæfi tvö afköst hjá styttri hendinni. En frá sjónarhóli norðurs var það varla til bóta. Þetta var nú gott og blessað. Bara að suður hefði haft not fyrir afköstin. En meinið var annað. Sagnirnar höfðu gefið mikilvægar upplýsingar um skiptingu á höndunum. Upplýsingar sem þeir höfðu engin not fyrir en andstæð- ingarnir gátu nýtt. Vestur hefði í flestum tilfellum spilað út laufgosa umhugsunarlit- ið. En í þetta sinn gerði hann það ekki. Sagnirnar höfóu sagt honum of mikið. Suður hafði sýnt minnst fimmlit í hjarta og hlaut að eiga þrjú. Og þá var vitað, að austur gat ekki átt fleiri en tvö. Vestur spilaði þvi út hjartaás og síðan aftur hjarta. Og þegar hann fékk á spaðakónginn tók hann á tígulás og spilaði síðan siðasta hjartanu sínu og trompun austur varð fjórðí slagur varnarinnar. RETTU MER HOND ÞINA 73 örn og Forss voru einmitt á leiðinni heim úr vitjun í skóla- húsið við Jagersdrift og hittu hann fyrir utan tröppurnar. — Sanbona. umfundisi, sagði Hlatshwayo i kveðjuskyni. — Saubona, Hlatshwayo, svaraði örn og hélt áfram á máli Zúlúmanna: — Þú getur látið þér líða vel 1 návist þcssa manns. Hann er Svfi og er laus við alla fordóma. Svertinginn rétti Erik hönd- ina. — Ég heiti Hlatswayo. Hann kynnti sig á ensku. — Forss, anzaði Erik og þrýsti hönd hans. — Jæja, þá förum við inn. Við fáum fljótlega kaffi, sagði Örn. Eva hafði farið út, og örn veitti kaffið sjálfur. Samtalið var stirt tíl að byrja með, og það voru aðeins örn og sá inn- fæddi, sem töluðu. Það kom svolítið fát á Erik, þegar hann þurfti að umgangast svertingja eins og jafningja. Þetta var f fyrsta sinn, sem það kom fyrir, eftir að hann fór frá Englandi. Hlatshwayo tók eftir erfiðleik- ur hans og reyndi að hjálpa honum. — Jæja, svo að þér eruð ný- kominn frá Svíþjóð? — Nei, nú hef ég verið hér á annað ár. — Og hvað finnst yður svo um land okkar? — Hér er heitt og failegt. En hér eru ýmsar óvenjulegar að- stæður, sem við Svíar þekkjum ekki af eigin raun. Erik leið enn verr. Hann hafði vanið sig á að Ifta mjög niður á svertingjana og skoða þá nánast sem húsdýr. Verka- mennirnir i útvarpsverksmiðj- unni og þjónustuliðið á gisti- heimilinu voru einu innfæddu mennirnir f Durban, sem hann hafði nokkur samskiptí við. Og þeim gaf hann aðeins skipanír og vænti ekki svars. Reyndar voru þeir ekki svo vel að sér í ensku, að þeir gætu talað við hann, þótt þeir hefði viljað. En hér sat þessi flatnefjaði surtur og beindi til hans spurningum á fullkominni ensku, cins auð- veldlcga og hann væri að drekka vatn. Það var meira að segja eins og háðsglampa brygðí fyrir i augum hans. — Já, ykkur Svíum hlýtur að reynast örðugt að búa í þessu iandi. Við vitum, að þið lítið kynþáttavandamálin ekki sömu augum og aðrir. — Tja, hm, það er nú það. örn skemmti sér við að horfa á báða gestina, og hann leyfði þeim að halda áfram óáreittum. — Já, við dáum Svfa og erum þeim innilega þakklátir: Þau eru mörg sjúkrahúsin og iðn- skólarnir og margt annað, sem þeir hafa látið okkur f té. — Jæja, jæja, það er ánægju- iegt, að yður skuli finnast það. — Erik reyndi að stilla sig og látast vera fullur alúðar. — Já, ef Svíar væru ekki hér, mundi okkur reynast erfitt að Ifta upp til hvfta kynstofnsins F ramhaldssaga eflir GUNNAR HELANDER Benedikt Arnkelsson þýddi yfirleitt. Það hlýtur að rfkja innilegur kærleikur til kristni- boðsins fSvfþjóð. Erik kvaldist. Hvaða firrur hafði örn innrætt manninum? Réttast væri, að benda honum á, að honum skjátlaðist. Annars væri leitt að svipta hann „barnatrúnni". En nú kom Örn honum til liðs. Hann hafði skemmti sér nógu lengi á kostn- að Eriks. — Ef ég má ekki bjóða ykk- ur meira kaffi, þá förum við inn f stofu og tyllum okkur. Jæja, hvernig hefur þér vegnað f starfinu sfðustu daga, Hlatshwayo? Hlatshwayo settist f sófann. Sokkarnir voru of stuttir, svo aó hann þorði ekki að kross- ieggja fæturna. — Svona Ifkt og venjulega, svaraði hann. — Þú hefur vfst heyrt um konuna, sem seldi manninn sinn fyrir meðöl? — Attu við konuna þessa, Dlamini við Nqutu? Þá, sem sótti seiðkarl, sló manninn sinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.