Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1977 19 Aðeins brot af starf- semi Vegagerðarinn- ar í gangi í verkfaJlinu AF VERKLEGUM framkvæmd- um Vegagerðar ríkisins eru að- eins um 10% í gangi f verkfallinu og viðhald er aðeins hjá einum flokki Vegagerðarinnar, þ.e. í Barðastrandarsýslu. Þeir flokkar, sem höfðu fyrirmæli og verkefni þegar verkfallið skall á, stoppast nú hver af öðrum, en starfsmenn f áhaldahúsi eru f verkfalli og efni eða verkfæri eru því ekki afgreidd þaðan. Að sögn Snæbjarnar Jónasson- ar, vegamálastjóra, hefur heflun vega alveg legið niðri í verkfall- inu og hafa vegir versnað mjög undanfarið. Sagði Snæbjörn að þar sem -veður hefði verið gott undanfarið hefðu vegir þó haldizt sæmilegir, en í rigningum undan- farna daga hefðu þeir spillzt veru- lega. Snjór hefur enn ekki lokað vegum, en sömu menn vinna að viðhaldi og snjómokstri. Vegagerðin hefur í verkfallinu fengið tvær undanþágur til að gera við vegi, sem rofnuðu vegna úrrennslis. Var annað tilfellið í Breiðdalnum, hitt á Vestfjörðum. Aðeins fáir flokkar vinna við nýbyggingu, en stærsti flokkur- inn, sem er við slíkar fram- kvæmdir. er við Borgarfjarðar- brú. Að sögn Snæbjarnar eru brú- arsmiðir þar ekki í BSRB og yfir- menn þeirra eru í BHM, þannig að litlar tafir hafa undanfarið orð- ið við framkvæmdir þar vegna verkfallsins. 300 beiðnir um undanþágur hafa nú borizt BSRB VERKFALLSNEFND BSRB hafa nú borizt um 300 formlegar beiðnir um undanþágur vegna hinna ólíkustu mála. Alíka fjöldi af beiðnum um undanþágur hef- ur borizt óformlega og mikið er um kvabb ýmiss konar á skrifstof- um BSRB, að sögn verkfalls- nefndarmanna. Dagurinn í gær Símasam- bandslaust varð við Litla-Hraim NOKKRAR bilanir hafa orðið á símasambandinu út á land í verkfallinu, en að sögn Haralds Steinþórssonar, varaformanns BSRB, hafa verið veittar undanþágur til að gera við ef bilanir hafa verið taldar hættu- legar öryggi. Sagði Haraldur að var að sögn Páls Guðmundssonar á margan hátt róiegasti dagur verkfallsins til þessa. Kom hvergi til átaka eins og varð í fyrradag. Verkfallsverðir þeir hinir sömu og lentu í illdeil- um við ráðuneytismenn i Arnar- hvoli á þriðjudaginn voru mættir á vörð sinn í hádeginu í gær. Mæltust þeir til þess við fólk aö það hyrfi frá og reyndi ekki að fara inn í matsalinn. Að sögn BSRB-manna urðu flestir við þessum óskum, en einhverjir munu þó hafa farið inn í matsal- inn og fengið sér þar kaffi. þannig hefði verið gefin undan- þága f fyrradag til að gera við sambandið norður í Mývatns- sveit. — Það hefur ekki orðið öryggisskortur þar vegna sfma- sambandsleysi og slíkt gerist ekki í verkfallinu, sagði Haraldur Steinþórsson. Meðal þeirra undanþága, sem BSRB hefur gefið, var viðgerð á simanum á Litla-Hrauni. Var orðið sambandslaust þangað, en rétt þótti öryggis vegna að hafa símasambandið i lagi, eins og Haraldur orðaði það. Þá hafa verið gefnar undanþágur til viðgerða vegna bilana i simum á Kówavogshæli og Heilsu- gæzlustöðinni í Mosfellssveit. Fengu ekki undanþágu til að fara erlendis á nám- skeið um vinnudeilur lækna MEÐAL þeirra undanþágu- beiðna, sem verkfallsnefnd BSRB hefur borizt i verkfallinu, má nefna að tveir læknar sóttu um undanþágu til að komast úr landi til Svíþjóðar. Ætluðu þeir að sitja þar í landi ráðstefnu um verkföll og vinnudeilur lækna. Beiðninni var synjað. Eftir að undanþága var veitt þremur hópum handknattleiks- manna í fyrradag jókst mjög straumur beiðna um undanþágur til BSRB. Sagði Páll Guðmunds- son, varaformaður Verkfalls- nefndarinnar, að beiðnum um undanþágur hefði hreinlega rignt yfir þá i gær og allir viljað komast með handknattleiksfólkinu til út- landa. Var þessu fólki bent á, að sögn Páls, aó hjá BSRB væri ekki rekin feróaskrifstofa eða flug- félag, en þvi að öðru leyti ekki svarað. Það væru flugfélögin, sem ættu að sækja um undanþágurn- ar, ekki einstaklingar. Handknattleikshóparnir fara væntanlega utan á morgun, en undanþágan til þeirra er bundin því að flogið verði með Fokker- vél, en hún tekur tæplega 50 manns í sæti. HAFRANNSOKNASKIPIN Arni Friðriksson og Dröfn lif>>bundin við bryggju í Reykjavilk, en í dag verður kveðinn upp úrskurður um lögbann BSRB-manna við Arna Friðriksson á mánudaginn. (Ljósm. Friðþjófur). BSRB fordæmir ad löndun haldi áfram þrátt fyrir verkfall fiskimatsmanna Tel mér ekki fært að stöðva fiskiskipaflotann vegna hinna miklu hagsmuna, sem sjávarútvegurinn hefur fyrir þjóðfélagsheildina, segir sjávarútvegsráðherra BSRB hefur fordæmt að löndun á fiski haldi áfram þrátt fyrir verkfall fiskimatsmanna. Skrifaði verkfalls- nefnd BSRB stjórn bandalagsins bréf um þetta mál og i framhaldi af þvi mótmælti Kristján Thorlacius þessu á fundi með sjávarútvegsráðherra i gær. Telur Verkfallsnefndin að öllu meiri litilsvirðingu á starfi félaga i BSRB en þá að sniðganga stofnun þeirra og fremja á þeim látlaus lög- brot sé erfitt að finna dæmi um i þessu verkfalli, eins og segir i bréfi Verkfallsnefndar til stjómar BSRB. Morgunblaðið hafði í gærkvöldi samband við Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, og sagði hann eftirfarandi: — Ráðuneytið skrifaði Kjaradeilu- nefnd áður en verkfallið hófst og sótti um undanþágu fyrir ferskfiskmats- menn vegna lagaákvæðis um ferskfisk- mat Svar hefur ekki borizt, en ég tel að þessa undanþágu hefði átt að veita þegar í stað vegna hinna miklu hags- muna, sem sjávarútvegurinn hefur fyrir þjóðfélagsheildina. Þetta var sú rétta leið. Sjómenn mega veiða fisk, það hefur enginn bannað, en ríkisstjórnin getur ekki vergna verkfallsins staðið við sina lagaskyldu um ferskfiskmat — Ég tel mér ekki fært að stöðva fiskiskipaflotann og mun ekki gera það þó ferskfiskmatið starfi ekki um sinn Hins vegar er hverfandi litil saltfisk- verkun nú og jafnframt er í hverju frystihúsi trúnaðarmaður framleiðslu- eftirlitsins, sem ber að tryggja að ekki sé framleidd gölluð vara Skyldumat er á öllum sjávarafurðum við útflutning og það sem gert hefur verið við fisk- verkun er háð því skyldumati, sem við vonum að komi sem fyrst til fram- kvæmda eða þá þegar verkfalli lýkur, fyrst engin undanþága hefur fengizt. — Það þýðir auðvitað ekki að krefjast þess að ráðuneyti taki jafn viðamiklar ákvarðanir eins og að stoppa fiskiskipaflotann, þegar okkur er ekki einu sinni gert kleift að halda uppi nauðsynlegum fiskirannsóknum Hitt viðurkenni ég fúslega að það er auðvitað mjög slæmt að ferskfiskmat skuli ekki eiga sér stað, sagði sjávarút- vegsráðherra að lokum Hér fer á eftir bréf Verkfallsnefndar BSRB, en stjórn BSRB hefur lýst full- um stuðningi við það, sem þar kemur fram og eins og áður sagði gekk for- maður BSRB á fund sjávarútvegsráð- herra í gær: „Verkfallsnefnd BSRB hefur á fundi sinum 18 október 1977, kl 17 00 fjallað um erindi fulltrúa starfsmanna Framleiðslueftirlits sjávarafurða og vill i framhaldi af þvi vekja athygli stjórnar BSRB á eftirfarandi atriðum: Starfsemi stofnunarinnar hefur legið niðri frá því að verkfall BSRB hófst Sjávarútvegsráðuneytið mun hafa sótt um undanþágu fyrir tiltekna starfs- menn, þ.e eingöngu þá er starfa við ferskfiskmat, til Kjaradeilunefndar, en þegar þetta er ritað, er ekki til þess vitað að úrskurður hafi gengið i málinu, a m k hefur enginn félagi BSRB hjá Framleiðslueftirliti sjávaraf- urða verið fyrirskipað að starfa Þrátt fyrir þetta heldur löndun á fiski áfram eins og ekkert hafi í skorist, en slikt er skýlaust brot á ákvæðum 2 gr laga nr 108 frá 31 des 1974 um Fram- leiðslueftirlit sjávarafurða Jafnframt þvi, að fordæma lagabrot þetta, sem að því er best er vitað, hefur átt sér stað án mótmæla viðkomandi yfirvalda, þ e sjávarútvegsráðherra og forstjóra viðkomandi stofnunar, eða að þau hafi reynt að hindra lögbrotin á nokkurn hátt, þá telur Verkfallsnefnd BSRB rétt að vekja athygli stjórnar BSRB á þremur atriðum: a) Ekki er fylgst með aflasamsetn- ingu og stærðarmörkum afla, sbr reglugerð um lágmarksstærðir fiskteg- una, en þau ákvæði beinast sérstak- lega að þvi að koma i veg fyrir smá- fiskadráp b) Allt opinbert eftirlit með fisk- vinnslu i landinu liggur þannig niðri og þar með útflutningsframleiðslunni, en um áhrif þess á sölu sjávarafurða er- lendis þarf tæpast að hafa mörg orð c) Dæmi er um að sildarsöltun sé hafin án lögskipaðra leyfa, né haldið sé uppi lögboðnu framleiðslueftirliti með söltun og verkun Það er álit Verkfallsnefndar BSRB að hér sé um stórmál að ræða, sem varði ekki einungis störf þeirra félaga BSRB, sem vinna við Framleiðslueftirlit sjávar- afurða. heldur alla þá, sem atvinnu hafa af sjávarútvegi og fiskvinnslu Telur Verkfallsnefndin að öllu meiri litilsvirðingu á starfi félaga i BSRB en þá að sniðganga stofnun þeirra og fremja látlaus lögbrot eins og hér hefur verð lýst, sé erfitt að finna dæmi um i þessu verkfalli. og með skirskotun til þess, væntir nefndin að stjórn BSRB fjalli um ofangreint erindi og geri nauðsynlegar ráðstafanir til að vekja athygli viðkomandi yfirvalda og alþjóð ar á þessu ófremdarástandi á sem áhrifaríkastan hátt Virðingarfyllst, f.h. Verkfallsnefndar BSRB Páll Guðmundsson" Niðurgreiðsla á smjöri með minnsta móti ÞRIÐJUDAGINN 11. október s.l. komu saman til fundar á Hótel Sögu forráðamenn :llra mjólkursamiaga í landinu ásamt fulltrúum úr Fram- ieiðsluráði og stjórn Osta- og smjörsölunnar. Tilefni fundar- ins var að koma á framleiðslu- áætlun fyrir mjólkurbúin og jafnframt athuga leiðir til auk- innar sölu innanlands. Öskar Gunnarsson, fram- kvæmdarstjóri Osta- og smjör- sölunnar, skýrói m.a. frá því í erindi sem hann flutti á fundin- um, aö 1. október hefðu brigðir af smjöri verið 1070 lestir, sem er um 645 lestum meira en á sama tíma i fyrra. Af ostum hefði i landinu á sama tima verið til 1320 lestir en það er um 414 lestum meira en 1. októ- ber i fyrra. Birgðir af undan- rennudufti hefðu verið 725 lest- ir og af kálfafóðri 230 lestir. Birgðir væru nú meiri en þær hafi verið mörg undanfarin ár, þrátt fyrir það að sala hafi gengið vel á flestum afurðum öðrum en smjöri. A ostasölu hafi aukningin verið um 13% frá fyrra ári. Niðurgreiðsla á smjörverðinu væri með minnsta móti, en hún hefur undanfarin ár numið um 45—50% af smásöluverðinu og allt upp í 70%, en nú væri hún um 31%. Osta- og smjösalan hefur beint þeirri áskorun til Fram- leiðsluráðs að það finni leióir til að lækka verð á smjöri, án þess að það bitni á framleiðend- um. Þar mætti t.d. benda á að lækka verð á smjörfitu en aftur á móti hækka verðið á eggja- hvitu. Þegar hafa verió fluttar út 600 lestir af osti, og er áætlað að útflutningur á ostum í ár nemi um 1000 lestum. I erindi sem Pétur Sigurðs- son fulltrúi hjá Framleiðslu- ráði flutti, kom fram, að gert er ráð fyrir að mjólkursamlögin muni taka á móti 115,5 milljón- um 1. á nýbyrjuðu verðlagsári. Á siðasta verðlagsári (1. sept- ember — 31. ágúst) var innveg- in mjólk 112,5 milljónir 1. Gert væri ráð fyrir að seldir verði 46 milljónir 1. af nýmjólk og rúm- lega 9 milljónir 1. af rjóma. Þá væri gert ráð fyrir að draga heldur úr smjörframleióslu eða um tæpar 200 lestir og að sala innanlands verði um 100 lestir á mánuði. Áætlað væri að fram- leióa 2.680 lestir af 45% osti og að flutt verði út af þessu magni 2000 Iestir. Pétur sagði að mjólkurafurðir yrðu verólagðar meira með hliðsjón af eftir- spurn en verið hefði, þó án þess að heildartekjur framleiðenda breyttust. Nokkrar tillögur voru bornar upp á fundinum, m.a. tillaga um afurðalán sem hljóóaði á þennan veg: ,,Fundur fulltrúa mjólkursamlaga haldinn i Reykjavik 11. október 1977 skorar á landbúnaðarráðherra og ríkisstjórnina að sjá til þess, að lán út á birgðir mjólkuraf- urða verói að minnsta kosti 72% af heildsöluverði á hverj- um tima að niðurgreiðslum við- bættum. Vegna mikilla birgða sem nú liggja hjá mjólkursamlögunum og leíða af sér mikil fjárhagsleg vandamál fyrir þau, er áríðandi að þessi leiórétting komi til framkvæmda þegar við næstu afereiðslu afurðalána."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.