Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 4
5IMAK 28810 car rental 24460 bílaleigan GEYSIR BORGARTÚNI 24 IQFTLEIDIR B 21190 2 11 38 ® 22-0-22* RAUÐARÁRSTÍG 31 V______________/ FERÐABÍLAR hf. Bílaleiga, sími 81260. Fólksbílar, stationbilar, sendibíl- ar, hópferðabílar og jeppar Bændur! Rjúpnaskyttur! Hinar handhægu tveggja rása talstöðv- ar komnar aftur. BENCO Bolholti 4, Reykjavík. sími 91-21945. AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1977 Afla sér fjár til stofnun- ar leidbeiningar- stöd var fyrir unglinga Fyrsti vetrardasur hefur lengi verið árleftur merkjasölu- dagur Barnaverndarfélags Reykjavíkur og á þessu hausti verður tekin upp sú nýjung að selja endurskinsmerki með áletruninni Verndum börnin — byrjum brunninn. Auk þess að selja endurskinsmerkii verður seld hókin Sólhvörf, sem Barnaverndarfélagið í Reykjavík gefur út, en í ár er það Barnaverndarfélag Akur- eyrar, sem sér um útgafuna, og hafa Indriði Ulfsson og Eiríkur Sigurðsson séð um útgáfuna. Ágóða sölunnar í Reykjavfk veröur varið til að koma á fót leiðbeiningarstöð fyrir ungl- inga á Reykjavikursvæðinu. Akureyrarfélagið hyggst verja ágóðanum til að kaupa leikföng á nýstofnað gullasafn sitt á Akureyri. í gær var fréttamönnum boð- ið.til fundar til að ræða við stjórnarmeðlimi Barnaverndar- félags Reykjavíkur og greindu þeir frá nokkrum atriðum í starfi félagsins að undanförnu. Fram kom að í scmiar hefur verið í gangi herferð i fjölmiðl- um þar sem tekin hafa verið fyrir nokkur mál, svo sem um slysavarnir, leikföng og leik- vellir og í framhaldi af því stendur til að koma á samstarfs- nefnd til að vinna frekar að slysavarnamálum. Þá er fyrir- hugaö að ræöa þessi mál frekar á landsfundi barnarverndar- félaga er haldinn verður í nóvember. Stærsta verkefnið sem félag- ið hefur ráðist i til þessa er söfnun til stofnunar meðferöar- heimilis fyrir taugaveikluð börn og var í því skyni stofnað- ur „Heimilissjóður taugaveikl- aðra barna“ um 1960 og gaf hann ásamt Hvítabandinu árið 1974 hálfa húseign við Kleifar- veg til þessa starfs, sem Reykja- víkurborg annast nú rekstur á. Sigurjón Björnsson sálfræöingur. Stjórn Heimilissjóðsins hefur nú ákveðið að kaupa húseign til afnota fyrir væntanlega leið- beieingarstöð fyrir unglinga. Sigurjón Björnsson sálfræðing- ur, formaður B.R. gerði nokkra grein fyrir hvernig þessi stöð myndi starfa. — Okkur langar að láta reyna á það hvort það fær hljómgrunn meðal almennings að standa með okkur að stofnun slíkrar leiðbeiningarstöðvar, en nú er mikið talað um vandamál unglinga, og þvi ekki úr vegi að athuga hvort menn eru reiðu- búnir til að leggja eitthvað af mörkum til lausnar á því. — Hugmyndir um starf- semina eru ekki nærri fullmót- aðar enn, en það gæti verið á þá leið að þarna hefðu félagsráð- gjafi og sálfræðingur fasta við- talstíma svo og læknar, lög- fræðingar og prestar þannig að unglingar og foreldrar gætu leitað til stöðvarinnar með hvers kyns vandamál er steðj- uðu að. Við höldum að til séu þeir unglingar, sem myndu þiggja slíka hjálp, t.d. námsráð- gjöf, leiðbeiningar um vinnu, fræðslu i kynferðismálum og eiginlega hverju sem er og myndi þess konar stöð eigin- lega bæta upp þann skort sem fyrir er. Að vísu eru til náms- ráðgjafar í skólum og sálfræð- ingar, en við teljum að stöðin geti bætt það starf upp sem fyrir er, en við leggjum á það áherzlu að við erum ekki að vanmeta það sem gert er þegar í þessum málum. Þá má e.t.v. segja að það geti verið erfiðara fyrir unglinginn að leita til þessara aðila í skólunum sjálf- um, þá ber meira á því og fleiri vita af og viðkomandi er jafn- vel talinn eitthvað undarlegur ef hann fer á fund sálfræðings. Við viljum aftur á móti meina að það sé undarlegt ef ungling- ar hafa ekki þau vandamál að þau geti þurft að leita til ein- hverra sérfróðra manna og vilj- um því gefa kost á að hægt sé að tala við þá á svona leiðbein- ingarstöð. — Hér yrði því um að ræða samstarf margra aðila. Varð- andi kostnað þá er það hug- myndin að Heimilissjóðurinn kaupi húseign, með öðrum orð- um fjárfesti, sem stöðin myndi siðan leigja af honum og ágóði af þeirri fjársöfnun, sem nú stendur fyrir dyrum, myndi fara í rekstrarkostnað. Ekki er svo ólíklegt að t.d. Reykjavikur- borg myndi styrkja slíkt starf, en þessar hugmyndir allar eru ekki enn fuilmótaðar, þannig að of snemmt er að segja til um framvindu mála, sagði Sigurjón Björnsson. Merkja- og bókasala Barna- verndarfélaganna verður á föstudaginn kemur og laugar- dag, fyrsta vetrardag og verða merkin og bækurnar m.a. af- greidd frá skrifstofu B.R. á Skólavörðustíg. Fulltrúafundur Samvinnu norrænna hjúkrunarfræðinga FULLTRÚAFUNDUR Samvinnu norrænna hjúkrunarfræöinga (SSN) var haldinn f Finnlandi í septembermánuði. Fundinn sátu 6 fulltrúar frá Hjúkrunarfélagi tslands, en félagsskapurinn SSN kemur fram fyrir 113.000 starf- andi hjúkrunarfræðinga á Norð- urlöndum. Á fulltrúafundinum var fjallað um efnið: „Vinnulýðræði, sem skapað gæti starfsliði heilbrigðis- MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Neytendasamtökunum: Undanfarið hafa birzt i dagblöðun- um auglýsingar frá einum innflytjanda litsjónvarpstækja og er i þeim vitnað í niðurstöður kannana, sem birtar eru i júlíhefti þýzka neytendablaðsins Test Af þessu tilefm vilja Neytendasamtökin benda á, að þýzku neytendasamtökin eru i alþjóðasamtökum neytenda (IOCU) og eitt af inntökuskilyrðum þeirra er, að aðilarfélögin leyfi engum að hagnýta sér i hagnaðarskyni upplýs- ingar þeirra eða ráðleggingar Upplýs- ingar þær, sem koma fram í auglýsing- unni, hljóta þvi að vera birtar i algjöru heimildarleysi Hitt er þó alvarlegra, að i auglýsingunni er farið mjög frjálslega með staðreyndir og dregnar skakkar ályktamr af gefnum forsendum Að- ferðin, sem þýzka blaðið notar er að gefa hinum ýmsu tækniatriðum sjón- varpstækjanna einkunn ýmist plús eða minus Auglýsandínn beitir siðan þeirri lævisu brellu að leggja saman plúsa og draga siðan minusana frá og þykist og húkrunarþjónustu betri vinnu- skilyrði“. SSN hefur í öllu starfi sínu unnið að því, að gera norrænu hjúkrunarstarfsliði það mögulegt að fá í raun meðákvörðunarrétt í málum sem varða heilbrigðis- og húkrunarþjónustu. SSN hefur eftirfarandi atriði á stefnuskrá sinni: að lög eða reglu- gerðir eigi að vera til um ákvörð- unarrétt, að aðrar lagasetningar þannig vera búinn að finna út einkun- ina, sem tækið fær Þetta er mjög villandi þar eð tæki getur fengið plús fyrir heldur litilvægt atriði, en aftur á móti mínus fyrir þau, sem mikilvægari geta talizt. Af þessu leiðir, að hver plús og hver minus vegur ekki jafnt. Þess skal getið, að þetta er aðferð. sem blaðið sjálft treystir sér ekki til þess að nota. A hitt ber einnig að benda. að könnunin nær einungis til ákveðinna tegundar sjónvarpstækja þ e þeirra, sem ætlað er að standa á borði og hafa ákveðna skermastærð Hún segir þvi ekkert um aðrar gerðir sömu tegundar Til viðbótar má benda á, að könnunin nær eingöngu til tækja, sem algengust eru á þýzkum markaði en ekki islenzk- um Slíkar kannanir sem þessi eru fyrst og fremst gerðar til þess að auðvelda fólki að taka ákvarðanir, en ekki til þess að taka ákvarðamr fyrir fólk Af þessu gefna tilefni vilja Neytendasamtökin eindregið vara fólk við auglýsingum af þessu tagi F h Neytendasamtakanna Reynir Ármannsson, formaður. eigi að miða við lög eða reglugerð- ir um meðákvörðunarrétt, að með aðstoð kosinna fulltrúa i stofnun sem hefur ákvörðunarrétt, eigi starfsliði í heilbrigðis- og hjúkr- unarþjónustu, í' framtíðinni að vera tryggður meðákvörðunar- réttur og samábyrgð, að jafnvægi skuli vera milli aðila vinnuveit- enda og starfsliðs við ákvarðana- töku, að allt starfslið njóti við- haldsmenntunar i vinnutimanum og á kostnað vinnuveitenda, svo kleift verði að framkvæma áætlunina um vinnulýðræði. Fulltrúafundurinn mælti með þvi, að hjúkrunarfélögin taki virkan þátt í því að vinna að fram- kvæmd atvinnulýðræðis fyrir alla starfsmenn heilbrigðis- og hjúkr- unarþjónustunnar samkvæmt stefnu SSN. Fulltrúafundurinn fagnaði því jafnframt, að á 63. þingi Alþjóðavinnumálastofn- unarinnar var samþykkt reglu- gerð og tillögur varandi lífskjör og vinnuskilyrði hjúkrunarstarfs- liðs. Það er skoðun SSN, að sam- þykktir þessar munu hafa mikla þýðingu í baráttunni fyrir aukn- um möguleikum hjúkrunarstarfs- liðs almennt á að veita fullkomn- ari hjúkrunar- og heilbrigðisþjón- ustu og telur það jafnframt þýð- ingarmikið, að ríkisstjórnir Norð- urlanda taki virkan þátt í áfram- haldandi framförum samkvæmt stefnu þeirri sem mörkuð var með samþykktum Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar. Fundurinn fór fram á að Norðurlöndin staðfesti og samþykki þann samning og þær tíllögur sem lagdar hafa verið fram varðandi lískjör og vinnu- skilyrði hjúkrunarstarfsliðs. (Fréttatilkynning frá Hjúkrunar- félpgi íslands) Neytendasamtökin vara við auglýsingu Ný bók — Elsku Míó minn NYKOMIN er út barnabókin Elsku IVIíó minn eftir Astrid Lind- gren í þýðingu Heimis Pálssonar. Elsku Míó minn er ævintýrasaga og svipar þannig talsvert til sög- unnar Bróðir minn Ljónshjarta sem kom út f fyrra. Sagan var lesin í Morgunstund barnanna i Ríkisútvarpinu fyrir nokkrum ár- um. Bókin er prýdd mörgum myndum eftir sænsku listakon- una Ilon Wikland. Utgefandi er Mál og menning. Heimslist — heimalist NÝKOMIN er út á íslenzku lista- sagan Heimslist-Heimalist (Hverdagskunst-Verdenskunst) eftir R. Broby-J ohansen. Bók þessi hefur áður verið gefin út á flestum Evrópumálum. Björn Th. Björnsson hefur þýtt bókina og ritað eftirmála um höfundinn og verk hans. I bókarkynningu segir m.a.: „Broby-Johansen skrifar ekki fagmál fyrir fagmenn, heldur tal- ar hann við lesandann á ljósu og óhátíðlegu máli. Hvarvetna er spenna í frásögn hans, full af hug- kvæmni og hnyttni. Broby-Johansen horfir frá allt öðru sjónarmiði en tíðkast hefur verið i ritum um listasögu. Hann lítur ekki á Iistina ofan frá, sem einangrað fyrirbæri á hverjum tíma, heldur úr sjónarhorni lif- andi og stríðandi samfélags. í augum hans eru hversdagsleg- ustu nytjahlutir jafnmikilvæg birting stíls og tíma sem listaverk snillinga." Heimslist-Heimalist er prýdd hundruðum mynda, þ.á.m. mörg- um litmyndum. Utgefandi er Mál ogmenning. Taflfélag stofnað á Sel- tjarnarnesi í UNDIRBÚNINGI er að stofna taflfélag á Seltjarnarnesi. Stofn- fundur félagsins verður haldinn i Valhúsaskóla n.k. laugardag klukkan 14 og geta þeir komið þangað, sem hug hafa á þvi að vera með í hinu nýja félagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.