Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1977 13 Félagasamtök og áfengismál: ÞARF EKKI BETRISAMSTÖÐU? Margs konar bindindisfélög hafa starfað á íslandi. Ungmennafélag íslands tók á sínum tima upp skuldbindingu góðtemplarareglunnar svo að sérhver félagsmaður hafði unnið persónulegt heit um bindindi. En hér verður ekki gerl neitt yfirlit um íslensk bindindisfélög fyrr og síðar. Oft heyrist sagt að menn geti verið bindindismenn þó þeir séu ekki bundnir beinu heiti eðafélagsskap. Víst getur það verið ogýmis dæmi eru um það. Eins hefur verið sagt að félög gœlu beitt áhrifum sínum til góðs án þess að vera bindindisfélög. Þau fái félögum sinum verkefni sem leiði huga þeirra frá efnislausum glaumi. Allt má þetta til sanns vegar færa. En reyndin mun vera sú, að þar sem ákveðinna og yfirlýstra bindindismanna gætir ekki ífélögum munu þau hafa vín á borðum i samkvæmum sinum ogþar með ganga til Hðs við drykkjutískuna. Hér er komið að efni sem kylt er aö hugsa um. Það hefur sýnt sig i Noregi, að félagslyndir menn sem starfa i ýmis konar frjálsum félögum, — menningarfélögum — drekka oftar og meira en þeir sem litið gefa sig að félagslifi. Þetta er auðskilið þegar á það hefur verið benl en samt hefur mörgum góðum manni brugðið i brún við þessar fréttir. Það trúði þvi margur, að þátttaka i menningarfélögum svo sem íþróttafélögum væri hjálp til hófsemi. En þegar iþróttafélögin eru orðin drykkjuklúbbar og hafa happdrætti um konjak á samkvæmum sinum er útkoman allt önnur. Á öllum sviðum mynda menn félög um áhugamál sin. Það er þvi enginn hlutur eðlilegri en sá, að þeir sem vilja minnka drykkjuskap og eru þess vegna bindindismenn sjálfir hafi félag með sér, kannist við það fyrir sjálfum sér og öðrum að þeir séu og ætli að vera bindindismenn, og beri ráð sin saman við félaga sina og skoðana- brœður iþessum efnum. A lls staðar skipa þeir sér saman sem hafa sömu áhugamál, sama markmið. Það eru eflaust efni til þess að bindindismenn standi betur saman en þeir hafa gert hér á landi um sinn. Verðum við ekki að skipa okkur betur saman? HALLDÓR KRISTJÁ NSSON. Hólmgeir Björnsson: „Ríkisstarfs- menn njóti sömu k jara og aðrir” Þessi fögru fyrirheit eru iiöfð eftir forsætisráðherra i Morgun- blaðínu í dag. I fréttinni kemur fram að rikisstarfsmönnum hafi verið boðið 15—20% um miðbik launaskalans umfram það sem fékkst i almennum kjarasamning- um s.l. vor. Ég treysti mér ekki tii að deila um þessa tölu, en mig grunar að hún sé of há. Hitt er þagað um í fréttinni að kaup- hækkunin þarf að nema um 30% ef ekki meir hjá fjölmennum starfshópum til að ná þeim hækkunum, sem almennt hafa fengist á vinnumarkaðnum s.l. 3—4 ár umfram það sem ríkis- starfsmenn hafa fengið á sama tima. Því trúir varla nokkur maður að ríkið hafi látið starfs- menn sína njóta betri kjara en aðra fyrir fjórum árum, heldur hafa rikisstarfsmenn dregist stór- lega aftur úr i hinu „óstöðvandi kjarakapphlaupi" undanfarandi ára, enda hefur verkfallsréttinn skort. Það er vissulega von að rikis- stjórnin sé treg til að rétta hlut ríkisstarfsmanna. Hún hefur haft það að markmiði að draga úr hlut ríkisins í þjóðarbúskapnum. í þeim tilgangi hefur aðeins fund- ist eitt ráð sem dugar. Kjör ríkis- starfsmanna hafa verið skert, og á siðastliðnu ári varð ríkis- búskapurinn hallalaus. Nú sér rikisstjórnin hins vegar fram á að árangurinn verði þurkkaður út i einu vetfangi. 1 kjölfarið munu svo fylgja skattahækkanir til að dreifa þeim byrðum af rikis- rekstrinum sem starfsmenn þess hafa fengið að bera einir undan- farin ár í formi skertra launa — eða handahófskenndur niður- skurður á nauðsynlegum ríkisum- svifum. Eðliiegt er að menn eigi erfitt með að trúa því að slík stórfelld röskun á launakerfi ríkisstarfs- manna skuli hafa getað orðið á aðeins þremur árum. Skýringar- innar er að leita í orðinu launa- jöfnun sem stjórnvöld fundu upp í áróðursskyni. Aðilar hins s.k. frjálsa vinnumarkaðar höfðu lag á að gera launajöfnunina að því sem næst engu þótt þeir aðhyllt- ust hana i orði kveðnu. Forysta BSRB beit hins vegar á agnið og launajöfnunar hefur hvergi gætt að neinu marki nema meðal opin- berra starfsmanna og hún hefur leitt til skerðingar á kjörum þeirra flestra. Svo langt hefur verið gengið i að eyða hugsanleg- um áhrifum launajöfnunar að s.l. vor var skattalögum breytt að undirlagi ASI til að bæta kjör þeirra sem hafa há laun og eyða þar með rækilega öllum launa- jöfnunaráhrifum kjarasamning- anna. Kjarajöfnunar er vissulega þörf í þessu þjóðfélagi. Jöfnun grunn- launa er hins vegar gagnslitið ráð i þessu skyni vegna þess að þau ráða kjörum manna aðeins að tak- mörkuðu leyti. Það leiðír hins vegar aðeins til misréttis ef launa- hlutföllum er breytt hjá tak- mörkuðum hóp á vinnumarkaðn- um og launakjör hans jafnframt skert. Af þvi súpum við seyðið i yfirstandandi verkfalli rikis- starfsmanna. Re.vkjavík 18. október 1977 Hólmgeir Björnsson Til sölu Vixen MK11 hraðbátur Báturinn sem er 20 fet og gengur 30 mílur er nýr og ónotaður. Báturinn er á trailer, i bátnum er inboard outboard Volvo Penta 140/280, salerni, eldavél, vaskur og svefnpláss fyrir 4. Bátur þessi er tilvalinn eign fyrir 2 eða fleiri að sameinast um. Góðir greiðsluskilmálar. Báturinn er til sýnis að Vogalandi 6. Upplýsingar i símum: 83140 og 85375. Litla Ijósritunarvélin meðstóra kostina Nýjasta gerðin af Apeco ljósritunarvélum heitir M 420. Þessi vél hefur ýmsa kosti, sem gera hana aðgengilegri en aðrar ljósritunarvélar. APECO M420 er: Lítil oer nett rúlluvél. s . nr Tekur varla meira pláss en ritvél. Lengd ljósritsins má stilla frá 20—36 cm. Ódýrari en flestar sambærilegar vélar. Auðveld í notkun. Með pappírsstilli. & Hafið samband við sölumenn okkar strax í dag. Sýningarvél í söludeild, Hverfisgötu 33. SKRIFSTOFUVELAR H.F. %>', • x.v\^ Hverfisgötu 33 1 Sími 20560 - Pósthólf 377

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.