Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKT0BER 1977 17 Giuseppe Luppino ásamt foreldrum sinum eftir að hann fannst eftir að hafa verið á valdi mannræningjanr\a i mánuð. Þar sem foreldrarnir greiddu gjaldið sem upp var sett létu ' mannræningjarnir sér nægja að sniða af honum eyrnasnepilinn og gerðu ekki alvöru úr þeirri hótun sinni að senda höfuð hans i pósti. Þegar ráðizt er á garðinn þar sem hann er lægstur — eins og þegar saklaus börn eiga i hlut — og yfir- völdum er algjörlega haldið utan gátta verður afleiðingin sú að glæp- um af þessu tagi fer fjölgandi, og vítahringurinn takmarkast ekki leng- ur við ítaliu eins og verið hefur — heldur mega nágrannalöndin búast við þvi að fá sinn skerf á næstunni. Giorgio Garbero, fjögurra ára. Lausnargjaldskrafan: 11 milljónir bandarikjadala. Það er ástæða til að vekja athygli á þvi að fæst mannrán á ítaliu eiga sér pólitiskar orsakir, heldur er hér um að ræða þrautskipulagða glæpa- starfsemi i auðgunarskyni. Ekkert bendir til þess að mannránin séu skipulögð af glæpahring eða að sam- band sé milli einstakra atburða af þessu tagi. Miklu fremur virðist hér um að ræða nýja leið, sem afbrota menn hafa komið auga á til að kom- ast yfir fé, enda liggur i augum uppi að barnsrán sem tveir menn geta auðveldlega framkvæmt er mun auð- veldari leið til að komast yfir milljón- ir dala en t.d. bankarán. Ströng verkfalls- löggjöf í Ástralíu Canberra 19. október — Reuter. ASTRALlUSTJÓRN lagði í dag fram á þingi frumvarp, sem leggur miklar hömlur á verkföll f landinu í þeim tilgangi að reyna að binda enda á 10 vikna verkfall starfsmanna ■ orkuverkum sem hefur lamað iðnað í landinu. Stjórn íhaldsflokks Malcolms og setur strangari reglur um Frasers forsætisráöherra sagði í greinargerö með frumvarpinu, að alger upplausn væri að verða í efnahagslífi landsins. Verði frum- varpið samþykkt veitir það stjórn- inni heimild til að reka verka- menn, sem fara i ólögleg verkföll Biermann fær vestur- þýzkt vegabréf V-Berlín 19. okt. Reuter. A-ÞÝZKI vísnasöngvarinn Rolf Biermann hefur fengið rfkisborgararétt í V- Þýzkalandi, eftir að honum hafði verið neitað um hol- lenzkann borgararétt. Bier- mann, sem var gerður útlægur frá heimalandi sínu f nóvem- ber sl., hafði sótt um hæli sem pólitfskur flóttamaður í Hol- landi, en umsókninni var hafn- að á þeirri forsendu að hann hefði þegar hæli í V- pyzkalandi. Biermann hafði ekki viljað sækja um ríkis- borgárarétt f V-Þýzkalandi til að missa ekki a-þýzkan rétt sinn, en v-þýzka stjórnin leyfir ekki að þegnar haldi rfkisborg- ararétti í tveimur löndum, nema f örfáum undantekning- artilfellum. framkvæmd leynilegrar atkvæða- greiðslu í verkalýðsfélögum og rýmkar reglur um heimildir til að afturkalla skráningu verkalýsðfé- lags. 2300 manns eru i stéttarfélagi starfsmanna við orkuver, en verk- fallið hefur þegar kostað 500 þús. manns atvinnuna. Krefjast verka- mennirnir um 9000 ísl. króna launahækkun á viku. Ákvörðun um neftrónu- sprengjuna eftir áramót Washington 19,október. Reuter. ATLANTSHAFSBANDA- LAGIÐ verður að taka ákvörðun um hvort það vill neftrónusprengju innan næstu 3—4 mánaða það þá er Fred Mulley, varnar- málaráðherra Bretlands, sagði á fundi með frétta- mönnum í Washington. Mulley sagði að Carter Bandaríkjaforseti hefði beðið aðildaríki NATO í Evrópu að kanna hvort það væri rétt að hefja fram- leiðslu á sprengjunni og taka hana inn í vopnakerfi bandalagsins. Mulley hefur verið í Washington í heim- sókn í tvo daga til viðræðna við starfsmenn bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Sundlaug vid Grensásdeild Albert Guðmundsson: Albert Guðmundsson störfum Alþingis. Þetta væri rangt. Ef fatlaður maður yrði kjörinn til þings m.vndi aðstöðu þegar verða breytt, þann veg að honum yrði gert kleifl að starfa þar. Ef pallgestir .(sem vóru úr hópi sjúklinga endurhæfingar- deildarinnar) hefðu hug á þátt- löku í stjórnmálum, í sveitar- stjórnum eða á Alþingi, niættu þeir ekki láta slikar orðræður sem þessar aftra sér, heidur láta á reyna. 1 FRASÖGN af umræðum unt sundlaug við Grensásdeild Borgarspitala, á þingsiðu Mbl. í gær, féll niður málsgrein úr máli Alberts Guðmundssonar, alþingismanns og borgarfull- trúa. Frásögn af máli hans fer hér á eftir, eins og hún átti að vera. Er beðizt velvirðingar á þessum mistökum. Albert Guðmundsson (S) kvaðst vilja staðfesta þann vilja borgarstjórnar Reykjavíkur, sem áður hefði glögglega fram komið, að Reykjavíkurborg myndi standa við sinn kostn- aðarhluta í byggingu sund- laugar endurhæfingarstöðvar Borgarspitalans. Borgarstjórn hefði raunár um nokkurt árabil knúið á dyr rikisvaldsins um þessa framkvæmd. Birgir is- leifur Gunnarsson, borgar- stjóri, hefði sýnt þessu máli mikinn áhuga, sem og mál- efnum fatlaðra og blindra. MMnci Reykjavíkurborg myndí laga fjárhags- og framkvæmdaáælt- un sina að þessari framkvæmd, ef hún fengi byr í fjárveitinga- nefnd, sem nú ætti að vera sýnt. Þá athugasemd eina vildi Albert gera við ræðu Magnúsar Kjartanssonar, er hann sagði, að fatlað fólk gæti ekki, þó hug- ur þess stæði til, tekið þátt i Ertu að byggja? Það fyrsta, sem hver húsbyggjandi þarf að hafa í huga er að tryggja sér gott timbur. I meir en 70 ár höfum við verslað með timbur. Sú mikla reynsla kemur nú viðskiptavinum okkar til góða. Við getum m.a. boðið: Móta og byggingatimbur í uppsláttinn og sperrurnar. Smíðatimbur og þurrkað timbur í innréttingar. Réttheflað timbur í skilrúmin. Gagnvarið timbur í veggklæðningar, girðingar og gróðurhús. Viðarþiljur á veggina. Einnig höfum við margar þykktir og gerðir af krossvið og spónaplötum, svo og harðtex, olíusoðið masonite, teak, oregonfuru eða cypress í útihurðir o.fl. Eik og teak til húsgagnasmíði. Efni í glugga og sólbekki. Onduline þakplötur á þökin. Þá útvegum við límtrésbita og ramma í ýmiss konar mannvirki. áTá Timburverzlunin ▼ Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.