Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1977 31 heimili aldraöra sjómanna 11. þ.m. háöldruð lifsreynd og farin að heilsu nú seinustu árin. Henni var þvi hvíldin kærkomin, því gott er sjúkum að sofa. Halldóra var fædd að Hóli í Bolungarvík 6. júní 1885. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Guðmundsdóttir og Fin- björn Elíasson Eldjárnssonar, bátasmiðs frá Aðalvík. Hún var tekin i fóstur af föðursystur sinni, Þórkötlu Elíasdóttur, og manni hennar, Baldvin Þorsteinssyni, sem þá bjuggu i Þverdal í Aðalvík og mikið var Halldóra alltaf elskuleg og trygg föðursystur sinni, sem ól hana upp. Ung að árum fór hún svo í vist til prests- hjónanna á Stað í Aðalvík, séra Magnúsar Jónssonar og Guðnýjar konu hans. Þótti í þá daga eftir- sóknarvert að komast á góð myndarheimili, þvi þá áttu ungar, fátækar stúlkur ekki margra kosta völ. Þar kynntist hún verð- andi eiginmanni sínum, Kristjáni Egilssyni, ættuðum úr Arnarfirði, og voru þau gefin saman i Staðar- kirkju af séra Magnúsi 1909. Arið eftir fluttust ungu hjónin til Hnífsdals og settust þar að, þar sem maður hennar stundaði sjó- mennsku. Þau eignuðust 5 börn. Elstur er Baldvin Þ. Kristjánsson fyrrv. erindreki hjá SÍS, kvæntur Gróu Ásmundsdóttur, þá Kristín sem var lífsglöð, elskuleg stúlka en hefur nú um árabil átt við mikla vanheilsu að striða, og síð- an Elías byggingarmeistari, kvæntur Hallfríði Jónsdóttur frá Bæjum. Þá bættust í hópinn tvær stúlkur, Sturlina Einarína og Kristjana sem bar nafn föður síns, því rétt áður en hún fæddist varð Halldóra fyrir þeirri þung- bæru sorg að maður hennar drukknaði með þeim hætti að hann tók út af bátnuhi sem hann reri á frá Hnifsdal. Og aftur syrti yfir, því ári seinna missti hún litlu telpurnar sinar tvær i sömu vikunni. En Halldóra var þrek- mikil kona, sem með sína sterku trú á guð og góðra hjálp komst yfir þessi stóru áföll með frábær- um dugnaði og jafnaðargeði sem aldrei brást. „Aldrei er svo svart yfir sorgar- ranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú". Það birti aftur þegar hún gifti sig 4. nóv. 1920 Þorvaldi Magnússyni ættuðum úr Isa- fjarðardjúpi, dugmiklum gæða- manni. Hann var líka sjómaður, sannkölluð hetja hafsins enda landskunnur maður í sjómanna- stétt. Flestir landsmenn munu kannast við hina fallegu mynd af honum sem margsinnis prýddi sjómannablaðið og fleiri blöð og birtist sem tákn hins íslenska sjó- manns. Á bak við veðurbitið and- lit hans leyndist hlýja og traust. Þau bjuggu fyrst í Hnífsdal en fluttu svo til Isafjarðar i Hafnar- stræti 1, svo í Tangagötu 29. Hall- dóra frænka mín var mikil myndarkona bæði í sjón og raun. Ég, sem þetta skrifa, var henni vel kunnug en skyldleiki okkar var þannig að faðir hennar og afi minn voru albræður. Gestrisnari og elskulegri konu en Dóru frænku hygg ég sé vandi að finna. Hún vildi öllum gera gott og mátti ekkert aumt sjá, án þess að bæta þar um, væri þess nokkur kostur. Alltaf var hún i jafngóðu skapi þegar maður leit inn, hvað mikið sem hún hafði að gera og oft við þröngan húsakost i þá daga. En hún tók öllum opnum örmum og alltaf voru veitingar komnar á borðið fyrr en varði, allt var svo notalegt og gott. Manninum henn- ar fannst þetta allt sjálfsagt, þó hann væri langtimum á sjónum, þvi alla sina löngu sjómannsævi var hann á togurum, fyrst á ísa- firði og svo hér í Reykjavík eftir að þau fluttust suður. Þau Halldóra og Þorvaldur eiignuðust tvo syni á ísafirði, Ásgeir málarameistara kvæntan Ástu Torfadóttur, og Finnbjörn skrifstofustjóra hjá Loftleiðum kvæntan Theodóru Steffensen. Þau vor búin að eignast mörg barnabörn og barnabarnabörn. ^Allt var þetta þeim mikil gleði að eiga yndisleg barnabörn, og synirnir allir mikilhæfir athafna- menn. Þess má og geta að oft dvöldu hjá þeim unglingar á öll- um aldri lengri og skemmri tima. Þorvaldur stundaði sjóinn þar til hann var kominn yfir sjötugt en kom þá i land, mest til að stunda konu sína veika, sem hann gerði af svo mikilli alúð að fátítt er. En frænka mín var ekki laus við sorg- ina því 9. jan. 1976 deyr maður hennar Þorvaldur og var það mik- ið áfall fyrir hana svo heilsulaus sem hún var orðin. Og eftir það þráði hún aðeins eitt, hvíld og fá að hvíla við hlið síns trygga lífs- förunauts. Ég kveð svo elskulega frænku mína með hjartans þakklæti frá mér og manni mínum fyrir góðu kynnin á ísafirði og æ síðan. Við ættingjar hennar eigum svo hug- ljúfar minningar frá þeim dögum. Ég veit, að það verður tekið vel á móti henni í landi eilífðarinnar. Hún verður umvafin kærleika, birtu og yl, sem hún veitti í svo ríkum mæli þeim er hún kynntist hér á jörð. Ég bið góðan guð að vernda alla afkomendur hennar frændfólk og vini. Með innilegustu samúóar- kveðjum. Ragnhildur Helgadóttir. Keilufelli 26. Sesselja K. Christian- sen — Minning Fædd 19. ágúst 1896. Dáin 13. október 1977. IVIinir vinir fara fjöld. FeiKóin þussa heimlar köld. ÉK kem eftir, kannske í kvöld ... (H.J.) Sesselja var fædd í Sviðnum á Breiðafirði, dóttir þeirra Krist- jáns Sveinssonar og Kristjönu Jónsdóttur. Kristján faðir hennar var sjósóknari mikill, bátasmiður og formaður. Hann var eyjamaður langt fram í ættir. Kristján var ættaður af Barðaströnd. Ung fluttist hún með foreldrum sínum til Bjarneyja, eða árið 1899. Ólst hún þar upp, en þaðan fór hún til Patreksfjarðar sem vinnustúlka til Guðmundar Björnssonar þáverándi sýslu- manns. Þar kynntist hún verð- andi eignmanni sinum, Páli N. Christiansen, verkstjóra hjá Verzl. Ólafs Jóhannessonar. Þau giftust 1917 og áttu 60 ára hjú- skaparafmæli um það leyti er hún var lögð á sjúkrahús og lézt þar nokkrum dögum siðar. Hjónaband þeirra var ástríkt svo af bar. Barna Varð þeim ekki auðið, en tóku fósturbarn, Hrefnu Magnúsdóttir, sem lézt um ferm- ingaraldur og söknuðu þau henn- ar sárt. Einnig ólu þau að mestu leyti systurson Páls, Úlfar Pál Mörk. Ung nam Sesselja ljósmóóur- fræði og var hún fyrsta skipaða ljósmóðirin í Patrekshreppi. en Eýrar, svokallaðar þá, voru skild; ar frá Rauðasandshreppi 1907. Varð hún sérstaklega heppin í þeim störfum sem öðrum, má með sanni segja að hún væri elskuð og virt af hverri þeirri konu er hún stundaði og þær voru margar. Tengdaforeldrar hennar aldr- aðir bjuggu hjá þeim hjónum til æviloka og var hún þeim sém hin bezta dóttir, því umhyggja hennar og nærgætni var sérstök. Framhald á bls. 25 Þórir S. Guðbergsson, félagsráðgjafi: Erdaudmn eðfíegw? Börn spyrja oft erfiðra spurninga. Oft komast for- eldrar í mikinn vanda með svör og útskýringar. Þó vitum við oft fyrirfram, hvaða spurningar og vanda- mál verður erfiðast að út- skýra. Það er því meðal ann- ars undir okkar eigin undir- búningi komið, hvernig okkur tekst að svara börnum okkar og bregðast við, þegar þau spyrja okkur spurninga, sem oft er erfitt að svara með jái eða neii. Börn og dauði Dauðaslys í umferðinni hafa því miður verið óvenju mörg að undanförnu. Þau eru sennilega fá heimilin þar sem ekki hefur verið rætt um banaslys og þau alvarlegu umferðaróhöpp, sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði. Litil börn heyra rætt um, að „einhver hafi dáið" — þau fá að vita, að afi eða amma séu dáin eða einhver nákominn ætt- ingi. Spurningar vakna strax og þau spyrja okkur í sakleysi og einlægni. Og þau vænta þess með réttu, að við svörum sömu- leiðis í einlægni. Börn hafa alla tíð spurt og þau munu halda áfram að spyrja erfiðra spurn- inga og krefjast svara og út- skýringa. Við skulum því svara þeim í allri einlægni og vanda til þeirra svara, sem þau fá. Ef við reynum að snúa út úr fyrir þeim eða reynum að sleppa þvi að svara meó þvi að fara að ræða um eitthvað allt annað, ruglum við börnin og gerum þeim erfiðara fyrir en áður. Margir foreldrar fresta því von úr viti að svara ýmsum áleitnum spurningum barna sinna. Ég hef áður minnst á það i þessum greinum, að mörgum finnst óviðeigandi að ræða við börn um dauðann. Það er held- ur ekki sama, hvernig það er gert og hvenær. Við verðum að nota eðlileg tækifæri og reyna að svara eftir þvi sem við höldum að barnið hafi þroska til. Það er siður en svo auðvelt að svara börnum, þegar þau spyrja um dauðann. Er það „alveg eins og maður sofni" þegar við deyjum? Ef við svör- um játandi, getur barnið e.t.v. átt erfitt með að sofna af hræðslu við að deyja. Eða svör- um við snögglega og segjum, að „afi hafi farið í langt, mjög langt ferðalag,, — getur barnið orðið hrætt, þegar foreldrarnir fara að heiman i næsta skipti. IV. hluti Járðarfarir Þær spurningar, sem börn spyrja þói hvað mest um, eru í sambahdi við jarðarfarir og greftrun. Þegar við höfum farið út í kirkjugarð með börnin okkar, höfum við langoftast verið spurð eitthvað á þessa leið: Er maður lokaður inni i kistunni? — Er ekki vont að vera grafinn i jörðu? — Er ekki óskaplega kalt niðri í moldinni? — o.s.frv. Þau eru upptekinn af þvi, að líkaminn er niðri í jörð- inni, og hann er þar hér-og-nú og þau spyrja þvi helst um það sem er næst þeim í tíma og rúmi. Næstu spurningar, sem við eigum von á, eru um framhald- ið. „Er líf eftir dauðann" — „Förum við til himins?" — „Bíður Guð eftir okkur?" — „Verðum við bara að mold og svo ekkert rneir?" o.s.frv. Allt eru þetta alvarlegar spurningar, sem erfitt er að svara. Þær krefjast þess, að við höfum sjálf einhverjar skoð- anir eða einhverja hugmyndir um þau mál, sem verið er að ræða. Við höfum oft góðan tíma til þess að undirbúa okkur undir slíkar spurningar, sem börn spyrja varla fyrr en um þriggja ára. Foreldrar geta því rætt þessi mál sín á milli, spurt aðra um þeirra reynslu, og um- fram allt, reynt að svara alvar- legum spurningum á einlægan hátt og eðlilegan. Förum ekki undan í flæmingi, segum ekki: „Uss, ekki tala svona barn. Við skulum ræða um þetta seinna" o.s.frv. Þegar börn verða fyrir einhverri reynslu i sambandi við andlát, jarðarfarir og þess háttar halda þau áfram að hugsa málin og velta þeim fyrir sér, spyrja aftur, teikna sitt- hvað i sambandi við atburðina og jafnvel að leika þá. Ef börn- unum er bannað þetta eða þau eru látin skilja, að þetta megi ekki, verða þau að bera þungar áhyggjur ein, áhyggjur, sem oft verða þeim mjög þungbærar á unga aldri. Þær stundir hafa reynst okkur góðar þegar við höfum gengið með börnum okkar i kirkjugarðinum, hjálpað til við að skreyta leiði, virt fyrir okkur önnur, fagurlega skreytt og með snyrtilegum legsteinum. Þá gefst þeim tækifæri til þess að spyrja í eðlilegu umhverfi og þatt fá fljótt tilfinningu fyrir hátíðleik og virðingu, þegar þau finna, hvaða afstöðu við höfum sjálf til þessara hluta, þegar við reynum að svara þeim eftir því sem efni og að- stæður leyfa. Ég held, að það sé jafn mikilvægt og eðlilegt i réttu samhengi að kveðja þá vel, sem hverfa frá okkur eins og við fögnum þeim, sem fæð- ast inn í þennan heim. Við þurf- um að syrgja og sorgin er nauð- syn. Við komumst ekki hjá þvi að hugsa um dauðann og velta fyrir okkur þeim vandamálum, sem honum eru samfara. Hér hefur aðeins verið drepið lítil- lega á nokkur þeirra, en mörg- um hefur verið sleppt. Umræður og samræður geta haldið áfram. Við eigum oft eftir að komast í vanda. Sam- skipti við börn og fullorðna geta verið erfið og vandasöm. Vandamál verða aldrei leyst með því að þegja um þau. Þögn- in getur stundum orðið óbæri- leg. Við erum sífellt að læra, þekking okkar og reynsla eykst — og við þurfum að læra að miðla hvert öðru betur af reynslu okkar og þekkingu en við gerum oft og tíðum m.a. til þess að milda þennan heim. sem á stundum virðist sifellt verða æ ómanneskjulegri og til- finningasnauðari en fyrr. Ég ætla svo að ljúka þessum greinum mínum með því að birta örstuttan kafla úr bók Finns Carling: „Resten er taushet" — og birtist kaflinn í timaritinu Sinnets Helse, nr. 2 1975. „ ,.. Það var kvöld nokkurt, að ég sat hjá honum (syni min- um), af því að hann gat ekki sofið (hann var fjögurra ára). í daufri birtu borðlampans virt- ust augun enn stærri og dekkri en venjuiega. Mér datt i hug, að það væri e.t.v. hugsunin um gamla nágrannann, sem einmitt hafði dáið þennan sama dag, sem hindraði hann i að sofna. En ég þorði ekki að vekja máls á þvi. Allt i einu leit hann á mig. Þegar ég dey, sagði hann, hverf ég þá alveg? Ég umlaði eitthvað um, að maður hyrfi að vísu, en að hann þyrfti alls ekki að hugsa um það núna. Það væri svo langt þangað til nokkuð siíkt kæmi fyrir hann. En börn geta líka dáið, sagði hann. Það er alveg rétt. Börn geta líka dáið. En hverfur maður af því að maður er jarðaður? Það getur ekki verið þægilegt, hélt hann áfram, án þess að bíða eftir svari, að liggja í jörðinni og vera með munninn fullan af mold. Hvernig getur maður eiginlega andað? Maður andar ekki, þegar maður er dáinn, svaraði ég. Liggur maður þar alltaf? Bæði já og nei — því að smám saman verðum við að mold. Það tekur lengstan tíma með beina- grindina, öll beinin i manni, skilurðu. En sumir fara upp til himins, er það ekki? Sumir trúa þvi, að þeir fari til himins, svaraði ég. Hugsaðu þér bara, sagði hann, hugsaðy þér kistuna þjóta upp til himins. Og hugs- aðu þér, ef hún dytti nú níður! ©g svo dytti hún kannski beint niður í ferjuna! Ég man greinilega hlátur hans enn þann dag í dag. Ein- 'lægan, töfrandi hlátur við tii- hugsunina um kistuna, sem kæmi dettandi frá himnum niður i ferjuna og hvað allir yrðu undrandi og hissa."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.