Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.10.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1977 29 „Hótel- og veitingarekst ur er nauðsynlegur i hverju nútúnaþjóðfélagi” — segir í ályktun aðalfundar Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda AÐALFUNDUR Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda var haldinn að Hótel Höfn, Hornafirði, dagana 2.—4. októ- ber s.l. Fundurinn var fjiilsóttur og var Halldór E. Sigurðsson sam- göngumálaráðherra viðstadd- ur. Á fundinum var kjörinn nýr formaður sambandsins, en Þorvaldur Guðmundsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs. í hans stað var kosinn formaður Bjarni I. Árnason. Aðrir i stjórn Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda eru Einar Olgeirsson, Emil Guðmunds- son, Jón Hjaltason, Skúli Þorvaldsson, Steinunn Hafstað og Tómas Guðnason. Fram- kvæmdastjóri sambandsins er Hólmfriður Arnadóttir við- skiptafræðingur. Á fundinum voru auk aðal- fundarstarfa rædd ýmis vanda- mál sem veitinga- og gistihúsa- rekstur á íslandi á við að stríða. Rætt var um Ferðamálasjóð, sem er eini stofnlánasjóður þessarar atvinnugreinar og lánakjör hans, um tollmál, raf- orkuverð og lagabretingar um rekstur vínveitingahúsa. í niðurstöðum fundarins seg- ir m.a. að Hótel og veitinga- rekstur sé nauðsynlegur þáttur í hverju nútímaþjóðfélagi. Hér sé ekki um tómstundagaman að ræða, heldur þýðingarmikla at- vinnugrein, sem færir þjóðar- búinu drjúgar gjaldeyristekjur Formaður sambandsins, Bjarni I. Arnason, eigandi Brauðbæj- ar. og veitir fjölda fólks atvinnu. Því sé réttlátt að hótel- og veit- ingarekstur búi við sömu kjör og aðrar atvinnugreinar i land- inu. (Fréttatilkynning frá Sam- bandi veitinga- og gistihúsaeig- enda) TAKIÐ EFTIR Austfirðingafélag Suðurnesja heldur upp á 20 ára afmæli sitt laugardaginn 29. okt. '77 í Stapa kl. 8 30. Aðgöngumiðar seldir í Stapa miðvikudag 26 okt. kl. 7 — 9 e.h. og við innganginn. Góða skemmtun. Hóflegt verð. Nefndin Úrslit sparaksturskeppni: Eyddu frá 5,2 ltil 14,131 Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykja- víkur gekkst um sfðustu helgi fvrir sparaksturskeppni, þeirri mestu sem verið hefur hérlendis segir f frétt frá klúbbnum, en alls tóku 52 bílar þátt í keppninni. Skammtaðir voru 4 I af bensíni á hvern bíl og *ar bílum skipt í stærðarflokka eftir rúmtaki vél- anna. alls 7 flokka. I frétta frá Bifreiðaíþrótta- klúbbnum segir m.a.: Arangur varð hreint frábær hjá flestum og þess má gjarnan geta aó allir flokkar eru jafn réttháir og eng- inn er allsherjarsigurvegari i þessari keppni. Einnig er rétt að hér komi fram að ólíklegt þykir að hinn almenni bifreiðaeigandi geti náð svo lítilli eyðslu sem keppendur náðu en röð bílanna ætti að verða nokkurn veginn á sama veg í almennum akstri, en gæta ber þess að stundum ber mjög lítið á milli. Fræðslu- fundur um fugla ANNAR fræðslufundur Fugla- verndarfélags íslands verður f Norræna Húsinu miðvikudaginn 26. október 1977 kl. 8.30. Hjálmar Bárðafson, siglinga- málastjóri, flytur fyrirlestur og sýnir litskuggamyndir af ís- lenskum fuglum. Fyrir nokkrum árum hóf Hjálmar fuglaljósmyndun, og nú mun hann sýna frábærar myndir af mörgurn okkar sjaldgæfustu fuglum. Eins og allir vita ein- kennast myndir hans af frábærri vandvjrkni og lístrænum smekk. Öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Stjórn Bifreiðaiþrkl. Rvíkur minnir á“:ð sigurvegari i 7. flokki hefur unnið engu minna afrek en sigurvegari i 1. fl. og verður fólk að meta hverju það vill fórna í þægindum og öðru þess háttar fyrir kannski mjög litla bensin- eyðslu. KANARIEYJAR HVBLD OG SKEMMTANIR f SÓL OG SJÓ Á Kanaríeyjum er loftslag og hitastig hið ákjósanlegasta yfir vetrarmánuðina, meðan skammdegi og vetrarkuldi ríkir heima. Þar gengur fólk um léttklætt og getur notið hvíldar eða skemmtana, eftir því sem það óskar. Eitt er víst að engum leiðist í SUNNUFERÐ til Kanaríeyja. SUNNA Reykjavík: Lcekjargötu 2, simar 16400 og 12070. Akureyri: Hafnarstrati 94, sími 21835 Vestmarmaeyjum: Hólagötu 16, sími 1515. Fyrirliggjandi í miklu úrvali Viðarþiljur þ. á m nýjarteg., litaðar. Loftaklæðning PALL ÞORGEIRSSOM & CQ Ármúla 27 — Simar 86-100 og 34-000 Lagt var upp frá bensínstöð Shell við Öskjuhlíð og ekið áleiðis til Krísuvíkur og áfram eftir því sem bensinið dugði. Þegar keppendur voru að stöðva fór síðan mælingabifreið á eftir og hér á eftir fara úrsiit i flokkununt sjö. bíltegund slagrúmtak eknir km eyt sla pr 100 km Citroen (1. fl.) 602 96.10 5.20 Autohianchi (1. fl.) 903 95.91 5.21 VW Derby (2. fl.) 1093 94.63 5.28 >lazda 323 (2. fl.) 1272 91.15 5.49 Simca 508 GT (3. fl.) 1442 82.52 6.06 Austin Allegro (3. fl.) 1498 80.05 6.25 Kenault 20 TL (4. fl.) 1647 73.12 6.84 Ford Capri (5. fl.) 1998 73.09 6.84 Toyota Crcssida (5. fl.) 2000 68.11 7.34 Citroen CX2400 (6. fl.) 2347 55.24 9.05 Dodge A. 6 c. (7. fl.) 3687 46.62 10.73 Chevrolet C. 8e. (7.fl.) 4999 39.56 12.64 Chevrolet I. 8 e. (7.N.) 6556 35.39 14.13 Spred ber af - sem gull af eiri. Spred-latex-lakk er vatnsþynnt og því óvenju auðvelt í meðförum. Fæst, eins og Spred-satin í þúsundum töfratóna. fspred llatex-lakk \ lág-glans fspred V satin \^lpttófw»r bb. byggingavörur hf. Suðurlandsbraut 4 - sími 33331 Auglýst eftir framboðum til prófkjörs Prófkjör um val frambjóðenda á lista Sjálfstæðisflokksins við næstu alþingis- kosningar í Reykjavík, fer fram dagana 19 20. og 21 nóvember, en utankjörstaðakosning dagana 1 1. nóvember — 18. nóvember. Val frambjóð- enda fer fram með tvennum hætti: 1. Framboð, sem minnst 25 flokksbundnir einstaklingar (þ.e. meðlimir Sjálfstæðisfélaganna i Reykjavík) standa að 2. Kjörnefnd getur að auki bætt við frambjóðendum, eftir þvi sem þurfa þykir, enda skal þess gætt, að frambjóðendur i prófkjörinu verði ekki færri en 32 Hér með er auglýst eftir framboðum til prófkjörs sbr. 1. lið að ofan. Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstakling sem kjörgengur verður í Reykjavík og skulu minnst 25 flokksbundnir Sjálfstæðismenn og mest 40 standá að hverju framboði. Enginn flokksmaður getur staðið að fleiri en 3 framboðum. Framboðum þessum ber að skila til yfirkjörstjórnar á skrifstofu Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna i Reykjavík, i Valhöll, Háaleitisbraut 1, EIGI SEINNA EN KL. 19 00, MIÐVIKUDAGINN 26 OKTÓBER. Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.