Morgunblaðið - 22.10.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.10.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÖBER 1977 13 Nt-llWÆ moð ingar H fliDlfr ■ utn „Af* breyt.V reka ■ BaRhifl staðir ■ ganga® naudsS OR * I er t>a< ■ ur á al og mil nú þ«l ekki I að kljl erfittl með I mínu | | starfí f Kaupmannahöfn. Helgi Kristjánsson: Sambandið fítnar þó fram- leiðsla bænda seljist illa Hvað er til ráða? Það virðist ekkert álitamál að hleypa þurfi nýju lífi i sölu dilka- kjöts á erlendum markaði. Þá er til nokkuð sem heitir samkeppni. Hví ekki að taka menn eins og Þorstein Viggósson á orðinu og sjá til þess að hann og aðrir kjark- miklir einstaklingar og einka- fyrirtæki fái að glíma við vand- ann við hliðina á SÍS. Er nokkru að tapa? En það þarf að byrja á þvi að koma á nýjum kjötmats- reglum þar sem framleiðandinn væri verðlaunaður fyrir að fram- leiða vel vöðvafyllta dilkaskrokka með litlum fituhjúp. Auðvitað fáum við aidrei frambærilegt kjöt sem alveg er án fitu og hinar nýju kjötmatsreglur mega alls ekki verða til þess að styðja við hor- kóngana. Þeir hafa nógu lengi fengið að hafa sauðfé undir hönd- um. En það þarf umfram allt að fá framleidda vel vöðvafyllta skrokka sem tryggja neytandan- um mesta hugsanlegt kjöthlutfall móti beinum. Sneiða þyrfti hjá hraðri haustfitun dilka. 1 fram- haldi af þessu tel ég að stefna þurfi að þvi að selja kjötið partað ytra, þ.e. læri, hryggi og fram- hluta sér á parti. Ynnist góður makaöur fyrir læri og hryggi væri stórum áfanga náð. Framstykkin mætti urbeina og líttreykja. Þessu er aðeins slegið fram sem hugmyndum, sem útfæra mætti betur. Þessi störf væru unnin af islenzku fólki. (Hvað segði mið- stjórn ASÍ um það?). Þannig yrði komizt hjá að selja skrokkana utan með hæklum og huppum eins og mest hefir tíðkazt. Vafa- samt tel ég að selja ærkjöt út. Hugsanlegt er að það hafi nei- kvæð áhrif á markað fyrir dilk- ana. Þó má vel vera, að svo megi búa um hnútana að sú vara spilli ekki fyrir dilkakjötinu. Aðalatriðið er, að islenzka dilkakjötið fái ytra sterkan gæða- stimpil — fyrir það fáist hærra Framhald á bls. 29. Göngum og réttum er lokið og haustslátrun langt komin. Bænd- ur hafa sótt fé sitt til fjalla og rekið það þúsundum saman í fal- Iegum breiðum til rétta. Þetta starf hefir löngum veríð ein mesta gleði bóndans og mun svo enn. Þó fer varla hjá því, að bak við þá gleði leynist skuggi. Þessi skuggi er í líki efasemda um það, hvort haldið verði aftur af þeim niðurrifsöflum, sem hvert ræki- færi nota til þess að hrópa á torg- um að offramleiðslu lambakjöts sé þjóðarböl, kjötið jafnvel óhollt heilsu neytandans og við þessu sést ekkert ráð annað en niður- skurður sauðf járstofnsins að verulegu leyti og væntanlega þar með bændanna sjálfra sem slíkra. Búið er að heilaþvo stóran hluta þjóðarinnar. Að mínu mati er hér um að ræða atvinnuróg f stærstu mynd. Verð land- búnaðarafurða er hátt Ekki skal ég neita því, að verðið er hátt á kjötinu og kemur illa við pyngjur hins almenna neytanda. Það er líka hrikalegt að slátur- og dreifingarkostnaður skuli nema 235 krónum á hvert kg kjöts, þ.e. kr. 3.525.- á hvern 15 kg dilk- skrokk. Miðstjórn ASÍ þykir að vonum nóg um verðið til neytand- ans, en jafnframt sér miðstjórnin ekki annað ráð en niðurskurðinn. Heggur þar sá er hlífa skyldi. Þetta skeður meðan helmingur mannkynsins þjáist af matar- skorti. Hverju gleymir miðstjórn ASl? Hinn neikvæði samanburður á verði íslenzka dilkakjötsins hér á Islandi annars vegar og á borðum útlendinga hins vegar vekur að vonum ólgu og kallar á viðbrögð. Miðstjórn ASt virðist alveg gleyma hinni jákvæðu hlið máls- ins. Gefum okkur þá tölu, að út- flutningurinn nemi 100 þúsund dilkum á ári. Þessir sömu dilkar gefa af sér 100 þúsund gærur. Þessir sömu dilkar eiga um það bil 75 þúsund mæður sem gefa af sér a.m.k. 150 tonn ullar. Nær lagi mun þó vera að tvöfalda þessar tölur allar. Fengi uppgjafarstefn- an að ráða yrði um að ræða stór- áfall fyrir ullar- og skinnaiðnað- inn í landinu — iðnað, sem hefir stöðugt verið að vinna stærri og betri markaði og auka gjaldeyris- öflunina. Uppgjafarstefnan myndi valda stóráfalli í atvinnu- málum staða eins og Akureyrar, Sauðárkróks, Egilsstaða, Borgar- ness, svo að dæmi séu nefnd. t ullar- og skinnaiðnaðinum starfa skjólstæðingar miðstjórnar ASI. Segja má, að verksmiðjurnar bít- ist um hverja gæru og dagblöðin hafa að undanförnu flutt fréttir um vaxandi útflutningsmöguleika á ullar- og skinnavörum. Mið- stjórn ASt hefði því átt að beina spjótum sínum í aðra átt. Beina þeim til þeirra, sem selja kjötið — StS. Krefjast þess, að leitað verði nýrra leiða i sölu og nýrra og betri markaða. Jafnframt að gera þá kröfu til stjórnvalda, að fastar verði tekið á þessum málum í heild OLg skilyrði sköpuð til þess að lækka mætti verðið til ís- lenzkra neytenda. á sama vettvangi og þau eru fram borin. Hverjir hafa brugðizt? Engum blandast hugur um, að á fyrstu áratugum, sem Samband ísl. samvinnufélaga starfaði í landinu, lyfti samvinnuhreyfing- in grettistökum í afurðasölumál- um bænda og sömuleiðis í kaup- Leikmannsþankar um sölu lambakjöts o.fL Opinber afskipti? A almennum fundi, sem Hall- dór E. Sigurðsson landbúnaðar- ráðherra hélt hér i Ölafsvík snemma á þessu ári spurði ég ráðherrann hvort hann gæti verið um á aðföngum til búanna. Síðan hefir mikið vatn til sjávar runnið. Kaupfélögin hafa yfirtekið nær alla bændaverzlunina með ýms- um hætti og eru nú t.d. einráð i útfiutningi á dilkakjöti. Bændur ganga fyrir kaupfélagsstjórana eins og páfann og miðstýringin i samvinnuhreyfingunni eykst i raun. Hvað stóran hluta bænda varðar þá er allt þeirra fjármagn í höndum kaupfélagsins, þannig að kaupfélagið selur þeim rekstrar- vörurnar, auðvitað með álagn- ingu. — Kaupfélagið tekur við afurðunum og selur — einnig með álagi. Eigi bóndinn þá eitt- hvað í mismun starfar gjarnan innlánsdeild við kaupfélagið sem getur geymt það fé og gerir. Þannig leggur kaupfélagið á að- föng og afurðir. Svo láta sumir kaupfélagsstjórar hafa það eftir sér, að erfitt sé fyrir kaupfélögin að fjármagna búrekstur bænda. Sú fjármögnun er ekki erfiðari en svo, að halli verulega á bóndann í viðskiptunum er gripið til þess ráðs að taka fyrir eða skammta honum úttekt á vörum. Aldrei mun þó hafa hallað svo á nokkurn bónda, að ekki væri greitt fyrir hann áskriftargjald að Tímanum og það óbeðið. Sé litið hærra upp i metorða- stiga Sambandsins kemur mið- stýringin enn skýrar í ljós. Ég býst a.m.k. við, að bændur hafi mun meiri áhuga á að harðar væri unnið að því að vinna dilkakjöt- inu markaði erlendis en að Sam- bandið færi út í samkeppni við þá aðila, sem starfa að því að koma sem flestum Islendingum til sól- arlanda. Ég geri ekki ráð fyrir, að margir bændur gefi sér tíma eða fé til slíkra hluta. Meðan bændur puða á búum sinum fara þeir sem mýkri stólana nota. Sláturhús hafa verið byggð eft- ir ströngustu kröfum um holl- ustuhætti — kröfum væntanlegra kaupenda, erlendra. Þessir er- lendu kaupendur hafa komið í skoðunarferðir í þessu nýju slát- urhús og góð viðskipti sögð liggja í loftinu. Prufusendingar hafa farið til ýmissa landa og að þvi er ég bezt veit alltaf í heilum skrokk- um nema stórhöggna saltkjötið sem Norðmenn keyptu i nokkrum mæli fyrir allmörgum árum, en hættu svo innflutningi á. Arang- urinn er ekki meiri en raun ber vitni. Að minu mati eru þessi kjötsölumál i ólestri og ótrúlegt að ekki skuli hægt að vinna þess- ari gæðavöru örugga og góða markaði ytra, þó samkeppni sé á mörkuðunum. mér sammála er ég héldi að slak- lega væri unnið að markaðsöflun erlendis fyrir ísl. dilkakjöt. Svar ráðherrans var efnislega á þá leið, að hann gæti að ýmsu leyti tekið undir þessa skoðun mína. Þvi til sönnunar gæti hann upplýst að landbúnaðarráðuneytið hefði í hyggju að skipa nefnd á sínum vegum til markaðsleitar erlendis og jafnframt hefði — eða myndi viðkomandi deild innan SÍS vera skrifað bréf til þrýstings á þessi mál. Hafi ráðherrann heill mælt. Vona ég, að árangur þessara að- gerða verði sem mestur og verði . birtur almenningi. Segja verður, að mál væri til komið að þolin- um. Þar segir Þorsteinn Viggós- son m.a.: „Já, það er rétt, ég hef í hyggju að breyta til á næstunni og snúa mér meira að vipskiptum við lsland. Það sem ég hef mestan áhuga á að gera er að flytja inn íslenzkar afurðir hingað til Dan- merkur. IVIér finnst svo gremju- legt til þess að vita, hversu lágt verð fæst fyrir íslenzka kjötið hér — þetta frábæra hráefni, sem bezt á heima á veizluborði. Svo er það fiskurinn, sem ég er sanfærð- ur um, að hægt er að selja ógrynni af hér og fá gott verð . fyrir. Auðvitað geri ég mér grein fyrir því, að það er gífurlegt átak að koma á laggirnar markaði, sem mæði stjórnvalda brysti eftir ára- tuga deyfð og afskiptaleysi varð- andi framleiðslu- og markaðsmál landbúnaðarins. Þessi deyfð hefir hvað bezt sézt á því, hve lítið hefir verið gert til að efla innlenda fóðuröflun til gjaldeyrissparnað- ar. Ath.vglisvert viðtal í Morgunblaðinu Þriðjudaginn 6. sept. sl. birti Morgunblaðið athyglisvert viðtal við Þorstein Viggósson, sem um árabil hefir starfrækt veitinga- rekstur og kaupsýslu í Kaup- mannahöfn með miklum umsvif- eitthvert vit er í, en einmitt þess vegna langar mig til að takast á við þetta. Hvað kjötinu viðkemur og því hlægilega verði, sem það er selt á hér, þá er ein skýringin sú, að einn aðili hefur ejnkaleyfi á sölu þess hér í Danmörku, en þetta einkaleyfi mun hafa komið þannig til fyrir mörgum árum, að þessi aðili hafi verið skólafélagi einhvers embættismanns. Það segir sig sjálft, að með nýjum viðhorfum er nauðsynlegt að breyta slíku sölufyrirkomulagi." Já, skrýtið sölufyrirkomulag, ef satt er. Mér dettur ekki í hug að rengja þessi orð Þorsteins Viggós- sonar, enda ekki séð þau véfengd Ártúnshöfðasamtökin halda mjög áríðandi félagsfund í matstofu Miðfells, funahöfða 7r Reykjavík, mánudaginn 24. okt. kl. 15.30. Fundarefni: 1. Frammistaða borgaryfirvalda. 2. Innbrotafaraldur í hverfið. 3. Hreinsun, fegrun og snyrting. 4. Önnur mál. Mjög áríðandi að hvert fyrirtæki, sendi fulltrúa á fundinn Stjórnin. — snúa sér að | viðstápúim við Island og verzla nieð kjöt, fisk og tízkuíatnað __rætt við Þorstein Viggósson V M « rí... é, hr.. hy«i- ir;v; A W—“. ’rttS: t „ rhér. híerr.h>MriW."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.