Morgunblaðið - 22.10.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.10.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÖBER 1977 Guðni Bjarnason, umsjónarmaður, við kerin, en krakkarnir njóta þeirra ekki síður en fullorðna fðlkið. Hafnfírðingar geta nú slapp- að af í heitum ker jum I GÆR voru í Sundhöll Hafnar- fjarðar tekin í notkun tvö heit ker fyrir sundlaugargesti. Að sögn Guðna Bjarnasonar umsjónarmanns Sundhallar- innar hafa Hafnfirðingar beðið nokkuð lengi eftir slíkum kerjum, sem væru mjög vinsæl og baðgestir teldu raunar sjálf- sagðan hlut. Guðni sagði að i öðru kerinu væri um 42 gráðaheitt vatn en hinu 39 gráða heitt. Þau væru úr trefja- plasti og framleidd á Blöndu- ósi, og þau fyrstu sinnar tegundar sem tekin eru í notkun hér á landi. Hann var mjög ánægður með allan hreinsitækjaútbúnað sem kerjunum fylgir. I sumar og haust hefur einnig verið unnið við að steypa palla við kerin, sem ætlaðir eru fyrir sólböð. Sundhöllin í Hafnarfrrði var tekin i notkun sem útisundlaug árið 1943 og síðan byggt yfir hana 1953. Guði i sagði að laug- in væri mikið notuð, sérstak- léga á morgnana og sagðist vona að aðsóknin ykist enn með tilkomu þessara heitu kerja. Fargjaldið til Hafnarfjarðar kostar 170 kr. 1 Morgunblaðinu í fyrradag var sagt, að venjulegt fargjald með Landleiðum frá Reykjavík til Hafnarfjarðar kostaði nú 167 kr., það er ekki rétt, farið kostar nú 170 kr. Agúst Hafberg, forstjóri Land- leiða, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi, að þegar fjar- gjaldahækkanir væru reiknaðar út, þá væri ávallt miðað við vissan grunn og síðan væri hækkunar- talan hækkuð eða lækkuð þannig að stæði á 5 kr. Þegar fargjalda- hækkun hefði síðast fengizt hefði farið mátt kosta 147 kr. en miðað við 5 kr. regluna hefði það verið 145 kr. Samkvæmt þeirri hækkun, sem nú hefi orðið mætti fargjaldið kosta í raun kr. 169.80, en verið hækkað upp i 170 kr. Gjafir til Hjartaverndar I fréttatilkynningu, sem Morg- unblaðinu barst í gær frá Hjarta- vernd segir að maður sem vill ekki láta nafns síns getið hafi nýlega gefió samtökunum 125.000 kr. og ennfremur hafi tvenn syst- kini fært samtökunum 9.070 kr. sem þau öfluóu í hlutaveltu, Færir Hjartavernd þessu fólki hinar beztu þakkir. Lítið að gera hjá verka- mönnum Eimskipafélagsins LlTIÐ er nú orðið um verkefni hjá hafnarverkamönnum í þjón- ustu Eimskipafélags Islands, þar sem engu hefur verið skipað upp úr skipum félagsins frá því að verkfall opinberra starfsmanna hófst fyrir einni og hálfri viku. Að sögn Siurlaugs Þorkelssonar, blaðafulltrúa Eimskips, hafa verkamennirnir misst alla eftir- vinnu, sem er nokkuð stöðug hjá þeim og væru því launagreiðslur til þeirra minni en venjulega þessa dagana. Arni Steinsson fulltrúi hjá Eim- skipafélaginu sagði í gær, að tvö Eimskipafélagsskip væru væntan- leg á ytrihöfnina um helgina, Ljósafoss og Fjallfoss, þannig að ennþá þrengist að skipum þar. Þá sagði Arni að Brúarfoss lægi nú fulllestaður í Sundahöfn, og biði eftir því að hægt væri að ganga frá siglingaskjölum skipsins, en það væri u.þ.b. 30 mínútna verk. Er Brúarfoss full- lestaður freðfiski, sem á að fara á Bandaríkjamarkað. Byggt við kirkj- una í Grundarfirði Hér eru telpur, sem lagt hafa lið við framkvæmdirnar: Aftari röð frá vinstri: Anna Marfa Reynisdóttir, Svava Einarsdöttir, Ragnhild- ur Högnadóttir, Guðbjörg Ingibjörg Gunnarsdóttir, Kristín Hrönn Pálsdóttir og Sævör Þorvarðardóttir. Fremri röð frá vinstri: Guðný Lóa Oddsdóttir, Bergþóra Sigurðardóttir, Edda Sigurdórsdóttir, Valdís Kjartansdóttir og Sigrún Þórólfsdóttir. Aðalfundur Týs, HANNES H. Gissurarson var kos- inn formaður Týs, félags ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi, á aðalfundi félagsins sl. fimmtu- dag, 20. október. Var hann sjálf- kjörinn. Aðrir í stjórn voru kjörnir Jóhanna Thorsteinsson varaformaður, Ársæll Hauksson ritari, Halldór Hilmarsson gjald- keri og Magnús Páisson með- stjórnandi. Fundurinn var fjöl- sóttur, og og gengu nokkrir menn í félagið á honum. f ræðu, sem nýkjörinn formaður flutti að lok- Grundarfirði 16. okt. 1977. FYRIR ellefu árum var góð ný kirkja i Grundarfirði. Á herð- um þáverandi sóknarprests, séra Magnúsar Guðmundsson- ar, hvíldi sú framkvæmd öðrum fremur og munu Grundfirðing- ar lengi minnast hans með þakklæti og virðingu fyrir fórn- fýsi hans og áhuga. una fokhelda og liggur í augum uppi, að þetta er stórt átak fyrir ekki stærri söfnuð. Vel hefur þó gengið að afla fjár til þessa verks og mikill fjöldi einstakl- inga og fyrirtækja hefur sýnt velvilja sinn í verki með rausnarlegum fjárframlögum. Enn vantar þó mikið á, að end- ar nái saman og eru ýmsar fjár- öflunarleiðir reyndar. Verið er að lengja kirkjuna I Grundarfirði og reisa turn. Myndirnar tók Bæring Cecílsson, Grundarfirði. F.U.S. í Kópavogi: Hannes Gissur- arson kosinn for- maður inni kosningu, þakkaði hann traustið og sagði, að starf félags- ins á vetri komandi myndi eink- um miða að kosningum næsta vor. En hin nýja kirkja var aldrei reist að fullu, svo sem hún hafði verið reiknuð i upphafi, en s.l. vor var hafizt handa við byggingu þess hluta, sem eftir var. Er hér um að ræða leng- ingu kirkjuskips um 7 metra og 20 metra háan turn. Hefur byggingarframkvæmdum mið- að vel áfram og vonir standa til að takast megi að gera þessa viðbyggingu fokhelda fyrir n.k. jól. Aætlað er að það kosti um 8 millj. króna að gera bygging- Fyrir rúmlega ári gáfu syst- kinin Sigríður, Aðalheiður, Þórunn og Karl minningargjöf um foreldra sína, Maríu Matthíasdóttur og Pétur Finns- son, og bróður, Ragnar Þórarn. Gjöfin var 500 þúsund krónur og í samráði við gefendur var þessu fé varið til kaupa á skrautstólum i kirkjuna. Þetta eru forkunnarfagrir gripir og' sóma sér hið bezta. Unga kynslóðin tekur virkan þátt í byggingu kirkjunnar og þessar telpur, sem myndin er af, hafa haldið hlutaveltur og selt lukkupakka og á þann hátt safnað rösklega 50 þúsund krónum. Þá hafa unglingar úr æskulýðsfélagi kirkjunnar lagt af mörkum drjúgan skerf með sjálfboðavinnu við timbur- hreinsun o.fl. Keyptir hafa verið skraut- stólar. Og einmitt þessa dagana, þeg- ar verkföll hamla skólaveru, koma börnin upp að kirkju og leggja hönd á plóginn, hvert eftir sinni getu. Emil. Svar vid athugasemd Lítil og ljúf frétt í Morgunblað- inu 19. október s.l. um inntöku- beiðni Alberts Guðmundssonar alþingismanns í Hvöt hefur orðið Margréti S. Einarsdóttur varafor- manni félagsins tilefni til að lýsa vinnubrögð undirritaðs blaða- manns „mjög ámælisverð og ómerk“, eins og fram kom hér í hlaðinu í gær. Þá telur Margrét að í umræddri frétt séu sér gerðar upp skoðanir, um leið og hún kvartar yfir því að í „stuttu spjalli" okkar um inntökubeiðni Alberts hafi hvergi komið fram ósk af minni hálfu um að eiga við hana blaðaviðtal. Til að lesandinn átti sig á því hvað um er að ræða er ástæða til að endurtaka hér þa máisgrein í fréttinni þar sem Margrétar er getið, en þar segir orðrétt: „Margrét Einarsdóttir varafor- maður Hvatar hafði það um málið að segja er Mbl. innti hana eftir viðbrögðum stjórnarinnar við um- sókninni, að til þess að Albert fengi inngöngu í félagið væri v- nauðsynlegt að breyta lögum þess þar eð ákvæði væri um að félagar skyldu vera konur. Hún vildi engu spá um Iyktir málsins, en sagði að persónulega litist sér vel á að fá Albert Guðmundsson í Hvöt.“ Ofangreinda ,,persónulega“ skoðun lét varaformaðurinn í ljós við undirritaða í afmælisfagnaði Hvatar hinn 14. október s.l. Sjálf- sagt er að biðjast velvirðingar á því að vitnað var til þessara um- mæla i fréttinni án þess að fyrir- fram hefði verið frá því gengið á formlegan hátt að um „blaðavið- tal“ væri að ræða. Mér láðist að gæta þess að um svo viðkvæmt mál gæti verið að ræða sem raun ber vitni. Leyfi ég mér að vona að næst þegar við Margrét mætumst á rit- vellinum verði erindið mikilvæg- ara en að þessu sinni, og um leið vil ég nota tækifærið til að óska Margréti og Hvöt — með eða án Alberts — gæfu og gengis. Áslaug Ragnars.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.