Morgunblaðið - 22.10.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.10.1977, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKT0BER 1977 Vilhjájftilir Einarsson skólaMfóri, Reykholti: Ja svart er það! Vissulega er það gleðiefni, ef þjóðín er að vakna til meðvitund- ar um það, hversu mikilvægt það er að skólastarf farsælist sem best. Umræður eins og þær, sem fóru fram í hinum tveim þáttum íslenska sjónvarpsins, eru því gagnlegar, hvort sem menn eru sammála þvf, sem þar kemur fram, eða ekki. Mér fannst heild- armyndin svo svört, að ef hún er hinn sanni veruleiki f skólum landsins, þarf að spyrna fast við fótum. Að vfsu voru þeir, sem fram komu, allir fulltrúar stórra skóla í þéttbýli, en f slíkum skól- um er líka langt yfir helmingur allra nemenda landsins. Stjórnandinn har stundum fram leiðandi spurningar, þ.e. spurningar, sem juku Ifkurnar á tilteknu svari (sem væntanlega vakti fyrir stjórnanda að fá fram). Skulu tilfærð orðrétt dæmi þar um hér á eftir. Þátttak- endur skelltu skuldinni á „kerfið“ og bekkjarstærð og höfðu fátt jákvætt til málanna að leggja. Hér á ég við, þegar vikið var að íslenskum hliðstæðum við ýmislegt það, sem fram kom f sænska myndafiokknum. Skulu einnig tilfærð orðrétt dæmi um slfkt. Fyrst skulum við líta á megin- markmið grunnskólans (hluti 2.gr. laga um grunnskóla) „ ... starfshættir skólans skulu því mótast af umburð- arlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu samstarfi. Skól- inn skal kenna nemendum víðsýni og auka skilning þeirra á mannlegum'kjörum og umhverfi, á íslensku þjóð- félagi, sögu þess og sérkenn- um og skyldum einstaklings- ins við samfélagið. Grunn- skólinn skal leitast við að haga störfum sínum i sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins. Grunnskólinn skal veita nem- endum tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni og temja sér vinnubrögð er stuðli að stöðugri viðleitni til menntumy og þroska. Skóla- stjóri skal því leggja grund- völl að sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra.“ Stjórnandi: „Á skólinn að vera uppeldisstofnun? Þátttakendur voru sammála um mikilvægi upp- eldishlutverks skólanna, sem færi vaxandi vegna þeirrar þróunar í þjóðfélaginu að „foreldrar sinna uppeldi barnanna æ minna. Skólaveran lengist á sama tíma, bæði í árum og í vikum á hverju ári, skólinn verður að taka að sér æ stærra hlutverk í uppeldi barn- anna og hann gerir það. Hitt er svo annað mál hvernig það tekst hjá skólanum". Framhaldsskólakennarinn: ....Það er staðreynd að til skamms tíma hefur hið félagslega uppeldi verið afar takmarkað i skólum. Það hefur þótt vera starf, sem tilheyrði ekki hinu eiginlega skólastarfi...“ Sálfræðingurinn:....ég tel að kennaramenntun hér á landi sé alls ekki nógu góð . . . ef kennara- menntun á að komast í verulega gott form verður Kennaraháskól- inn að vera algerlega gott form verður Kennaraháskólinn að vera algerlega til fyrirmyndar að öllu leyti, ekki sist i sambandi við alla framkvæmd starfanna,... þ.e.a.s. hvernig unnið er í Kennarahá- skólanum ... við, sem kennum þarna gefum kennaraefnunum tvöföld skilaboð: annars vegar segjum við: „Þið eigið að kenna, þegar þið komið út í starf þannig að þiö virkjið ykkar nemendur svo að allir fái að læra að tjá sig o.s.frv., og við segjum þetta uppi í pontu fyrir framan 30 nemendur kennaranema, sem meíra og minna eru daufir og alls óvirkir. ... annars vegar segja fræðin þetta og hins vegar gerum við SKÖifNW A AÞ BÚA NEMAMDANN tlWDK? L'IFie, E/V HVERNIG L\FI VlLJUM VltAb LIFAt) kf/?p/ 'A ISLANDt / FRAttTÍDIIiHI* UMRÆÞUI? UH SFÓLAttAL 06 SK'OLAtERFI E/fU NmsjA FÁrJrrAÍ?. £F ÞFTTA .KSKft’ ER £/VAF<rtAt> FAÁ ÖpeuM MÓf>F£LA6-SK£RFUH. þARF ISLAUD FÞAMTÍÞARIHVAF Þ.T.V. MEST 'A At) HAlbA UFNTUiUM (/lU(SUvAltLAUSUM) l/IMUUKAAFTI I/ID FAMBA1 svona. Og hvað gera kennaraefn- in? Þau fara auðvitað meira eftir því, sem við gerum en því, sem við segjum. Þá verður reyndin sú, að 80—90% af kennurum fara að kenna eins og þeim var kennt, en ekki eins og þeim var sagt að þeir ættu að kenna." Samvinna kennara Stjórnandinn spyr um fslenskar hliðstæður við það, sem fram kom í „Skóladögum” um samvinnu kennara. Fjölbrautaskólakennarinn: „ ... ég held að það, sem einkenni fyrst og fremst samspil milli kennara, er það sama og samspil milli nemenda, þ.e.a.s. sam- keppni. Skólinn er ekki byggður upp á samstarfi, heldur sam- keppni . .. (þess vegna) ... vant- ar oft mjög mikið á samstarf kennara, því miður“. Grunnskólakennarinn: ... sam- vinna milli kennara þyrfti að auk- ast, sérstaklega til samræmingar á vinnuálagi nemenda . . . þarna er brotalöm. Kennarar eru margir í hverrri bekkjardeild, miklu fleiri þegar ofar dregur, .. .taka ekki tillit til vinnuálags nemenda, sem óhjákvæmilega hlýtur að vera meira þegar samvinna er ekki um starfið. Stjórnandi: ,,... hvaða aðstöðu hafa foreldrar í raun og veru ... til að fylgjast meö því hvort börn þeirra fái kennara sem eru hæfir til starfsins?“ (lleið- andi spurning). Sálfræðingurinn: ....ég held að flestir foreldrar viti raunveru- lega ekki hvað þeir geta gert eða hvort þeir geta gert nokk- uð. . . foreldrar eru jafnvel hræddir um að það komi niður á börnunum ef þeir eru of mikið að blanda sér i málin,.. foreldrum líður ekkert sérlega vel, þegar þeir koma á foreldrafund ... ég held að skipulag skólastarfsins hafi veruleg áhrif á það, hvað lftil samvinna hefur komist í gang milli kennara ... þar sem farið er að gera tilraunir með opinn skóla eykst samstarfið hröðum skref- um.“ Og enn versnar það Fjölbrautarskólakennarinn: .. Hver er tilgangurinn með þessari kennslu? Mér finnst við vera að kenna til prófa en ekki til þroska. Mér finnst skólastarf ein- kennast æ meir af þessu, eftir því sem ofar kemur. í skólan- um... Hvaða skoðanir hafa krakkarnir á því námi, sem þau eru að nema? . Námsefnið virðist ekki skírskota til nemend- anna. .. Kennarinn er kannski ekki sannfærður um að þetta sé það, sem hann ætti kenna, og hann er ekki sannfærður um að þetta sé það, sem nemendurnir þurfi að vita. Hann er bundinn af vissu námsefni og tiltekinni yfir- ferð ... (námsskráin) ... mér finnst stundum að við séum að kenna i keppni og kenna til prófa en ekki til þroska. Próf eða ekki próf Stjórnandinn: Vitnar í sænsku myndina: „ ... þarna var á ferð- inni kona sem kenndi til prófs og miðaði við einkunnirnar. Ef ég man rétt þá taldi hún þær vera það eina keyri, sem um væri að ræða, það eina sem þetta fólk væri hrætt við. Eru einkunnir þetta vopn (leiðandi spurning) Grunnskólakennarinn: „Það á að draga úr prófum, svo mikið sem unnt er .. . hinir (þeir, sem fá lágar einkunnir) eru alltaf að fá hryggbrot... þar af auki hindr- ar þessi prófkennska að miklu leyti frjótt og skapandi starf ... við eigum að undirbúa nemendurna undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi og það gerum við ekki ef við ætlum að prófa nemendur stöðugt í þekkingar- atriðum. Við verðum þá allavega að breyta prófunum, þannig að það verði metnir fleiri þætt- ir... meta það framlag, sem nemandfnn leggur fram í skóla- starfinu, áhuga og iðni.“ Fjöl- brautaskólakennarinn: „.. . góður skóli þarf ekki að hafa nein próf og engar einkunnir .. Stjórnandinn: ... kennarar hafa eina hugmynd um aga, nemendur aðra og foreldrar hafa mjög ákveðnar hugmyndir um það, hvernig aga þeir telja að eigi að halda uppi i skólanum ...“ (gróf alhæfing) Sálfræðingurinn: ....ef verkefnin, sem nemendur eru að fást við, höfða til þeirra, minnka agavandamálin stórlega og flest þeirra hverfa. .. .kennar- inn er líka ósáttur við það, sem hann er að gera og nemendur finna það glögglega ... ég tel próf allt of mikinn þátt í íslensku skólastarfi... mætti fella niður nema þá kannski i 9. bekk, vegna þess að þar þurfa bæði framhalds- skólar og atvinnuvegirnir og aðrir á þessu að halda ... visst náms- mat er nauðsynlegt...“ (fyrir kennarann, svo hann viti hvar nemandinn stendur) . .. Fram- haldsskólakennarinn: ... það má aldrei um of loka það, sem vel er gert, það má helst ekki minnast á þá nemendur, sem verulega skara fram úr. Ég held að við ættum að fara varlega í það að reyna að draga alla i sama dilkinn ... við erum ólík ... (tekið var fram, að verið væri að vitna til framhalds- skóla) ... annars vegar höfum við nemendur, sem vita nákVæmiega hvað er að gerast, og hins vegar nemendur, sem vita það ekki. Þar geta komið upp vandamál, vegna þess að þeir, sem ekki fylgjast með, finna það að þeir eru ekki þessum vanda vaxnir og hinum leiðist. I tilefni af þessum ummæium get ég ekki stillt mÍK um ad geta reynslu minnar I Svið- þjód. Allir þeir kennarar, sem ég ræddi við, töldu þetta eitt mesta vandamál sænska grunnskölans. I»á vil ég minna á „skosku lausnina" sem ég gat um f sfðasta þætti <Mbl. fí. okt.), þar sem mér virðist vandinn leystur á skvnsamlegan hátt án þess að myndaðir væru gáfnaljósabekkir eða tossabekkir. Stjórnandinn:......við vitum að þó að við séum fædd jöfn þá erum við misjafnlega jöfn(?!) .. . Það er mismunur á fólki.. . er það óraunhæft að láta nemendur í skóla finna þetta til dæmis með einkunnagjöf eins og gert hefur verið? (leiðandi spurning. Skólakerfið kostar rúmlega 1/5 ríkistekna eða 13460 millj. króna skv. fjárlögum 1977. Það bindur u.þ.b. fimmta hvern landsmann við kennslu eða nám mestan hluta ársins. Það varðar hvern einasta þjóðfélagsþegn. Starf kennara með nem. utan kennslustunda. Tengsl skóla — nem- enda — foreldra Fjölbrautaskólakennarinn: ... tengslin milli kennara og nemenda eru afskaplega lítil utan hinnar beinu kennslu ... bekkirn- ir allt of stórir, kennarinn þekkir nemandann allt of litið. Við höf- um allt of stóra bekki og við höf- um allt of stóra skóla.“ Spurt var um gildi starfs kennara með nemendum utan kennslustunda: Sálfræðingurinn: ,,.. . ég tel að margt, sem gert er utan skóla og kennslustunda, geti skapað mjög góð tengsl milli nemenda og kenn- ara.. .í almennri námsskrá grunnskóla er lögð mikil áhersla á það, að kennarar fari meira með nemendum í vettvangsathuganir, ferðalög og heimsóknir á vinnu- staði og í stofnanir, söfn og allt mögulegt slíkt. . .gert er ráð fyrir því að þetta sé hluti af skólastarf- inu. Hins vegar hafa skólastjórar og aðrir sagt mér að það sé sköpuð mjög lítil aðstaða til að fram- kvæma þetta...við gerum ráð fyrir því að þetta sé alveg utan við námið sjálft. Þetta þarf að tengja miklu meira saman og ég veit líka fleiri dæmi þess að kennarar eru farnir að gera það . . .“ Spurt var hvort kennarar væru fúsir art taka þátt í svona starfi og fram kom aó áhugasamir kennarar væru þaó. Stjórnandi: „Hefur vinnutimi ekki eitthvað að segja í þessu sambandi? (stutt, góð, ekki leið- andi spurning) Grunnskólakennarinn:......það er bagalegt að vera með reglu- gerðir og tilskipanir um ákveðinn fjölda daga, sem megi verja til annarra starfa í þágu skóla en kennslu ... 9—14 dagar og þar er innifalin t.d. kynning atvinnulífs- ins ... við eigum ekki að þurfa að vera svona miðstýrð, mér fyndist afskaplega mikilvægt að skólarnir gætu orðið sjálfstæðari í þessu máli og bara alveg iifsnauðsyn- legt. Framhaldsskólakennarinn: (viðkomandi tengslum foreldra, nemenda og kennara) ... víðast hvar er ekki nokkurt einasta her- bergi, þ^r sem kennarar geta haft viðtöl, og þegar kennarar eru svona hlaðnir kennslu er spurn- ing hversu mikið þeir geta á sig lagt utan vinnunnar ... foreldrar koma yfirleitt ekki að fyrrabragði og kennarar heldur ekki til for- eldra,... það er ekki ætlaður nokkur timi til tengsla utan skóla- stofunnar. Meðaltalskennslan Stjórnandinn, eftir nokkurn formála, þar sem vitnað var i sænsku myndina: „Konan leggur fram þá frómu spurningu: „Þið ráðið ekki við þá, sem eru best gefnir og þið ráðið ekki við þá, sem lakast eru gefnir. Hverjum ráðið þið við að kenna?" Höfum við hliðstæður við þetta? Sálfræðingurinn: „Já, það er held ég ekki nokkur vafi á því. Þetta kemur inn á spurninguna um það, hvort við eigum að hafa blandaða bekki eða raða nemend- um í bekki. Það er nokkurn veg- inn augljóst að það getur skapað vissa erfiðleika fyrir kennara að kenna í blönduðum bekkj- um .. .blöndun i bekki er tví- mælalaust til góðs fyrir bæði lé- lega nemendur og meðalduglega nemendur og það skiptir engu máli fyrir duglegu nemend- urna... Margir kennarar, sem nota hcfðbundnar aðferðir velja það að sjálfsögðu að kenna meðaltal- inu. Þá fer þeim duglegu að leið- ast og þeir lélegu geta ekki fylgst með .. . þetta er mjög algengt fyrirbæri hérna hjá okkur, þessi meðaltalskennsla. Fjölbrautaskólakennarinn: ....við leggjum afskaplega ein- hliða mælikvarða á það, (hæfni nemenda) ... við leggjum getuna til að læra af bókinni eingöngu sem mælikvarða og gleymum öll- um öðrum þáttum. Við þurfum að þroska nemendur ... gefa þeim sjálfstæði. .. venja þá við éagn- rýni eða ,,kritíska“ hugsun. Ger- um við þetta? Ég held ekki. Við keyrum okkar námsefni eftir námsskrá, sem við fáum að ofan, kennárarnir hafa afskaplega lítið í það að rembast við að komast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.