Morgunblaðið - 22.10.1977, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1977
35
En hvaða virðingar naut þessi
látna kona í lifenda lifi. Ekki
trónaði hún í nefndum eða stjórn-
um. Ekki hlaut hún viðurkenn-
ingar þess opinbera, slika krossa
bar hún aldrei. Hún átti i hjarta
sínu þann kross er ber þann Ijóma
er verður okkur lýsandi tákn um
kærleika og ómælanlega fórnfýsi
um aldur og ævi.
Þótt Árný hafi ekki verið tengd
mér blóðböndum er við fráfall
hennar höggið það skarð í fjöl-
skyldu mína er séint eða aldrei
verður að marki fyllt.
Megi góður Guð blessa minn-
ingu þessarar mætu konu er var
mér, börnum mínum og svo mörg-
um öðrum ntóðir í mæðra stað.
Sigfús J. Johnsen.
„tslands óhamingju verður allt
að vopni." Þessi orð lét Bjarni
Thorarensen falla um hinn unga
íslandsvin Baldvin Einarsson er
hann hafði látist með sviplegum
hætti. Enn eiga þessi orð við um
hana Nýju okkar, sem lifað hafði
sína löngu tið í Suðurgarði. Hún
var ekki kona sem stóð rígsperrt í
baráttumálum bæjarbúa eða lét
mikið að sér kveða út í frá^Jíenn-
ar heimur var Suðurgarður, börn-
in, hænsnaskúrinn og þvottasnúr-
urnar. Þannig kynntumst við
bræðurnir henni sem litlir snáðar
á hlaupum út og inn um Suður-
garð.
Nýja var fastur viðmiðunar-
punktur í lífi okkar. Yngri bróðir-
inn mældi stærð sína við hana,
þar sem hún var svo lágvaxin að
snemma setti í hann kapp til þess
að vaxa henni yfir höfuð. í and-
legri merkingu þess orðs gátu fáir
gert það. Flesta skorti þá fórnfýsi
og virðingu fyrir sínum nánustu
til þess að koma fram eins og hún
gerði. Það er einmitt þannig sem
hin fleygu orð um Baldvin Einars-
son eiga hér heima. Hún átti sínar
sorgir en bar þær þögul. Hún átti
sína gleði sem hún naut aldrei ein
heldur sameiginlega með fólkinu.
Hún var einstæðingur sem gaf sig
alla fram, ekki aðeins hugmytidir
sínar heldur líf allt og störf.
Við bræðurnir og reyndar syst-
kini öll viljum þakka fyrir að hafa
fengið að njóta elsku Nýjú og
fórnfýsi. Nú er hún komin til son-
ar síns og vina eftir langan að-
skilnað. Aðrir vinir kveðja hana
með söknuði.
Megi Guð vera með henni um
ókomna tíð.
Þorsteinii og Arni
Sigfússynir.
Hallveig fór margar erfiðar
ferðir þarna á milli, jafnt á nótt
sem degi. I fimmtán ár var hún
starfandi ljósmóðir og tók á móti
400 börnum á' þessum slóðum,
elskuð og dáð af öllum er nutu
hennar hlýju og happadrjúgu
handa.
Mörg voru sporin hennar í
Ólafsvík þessi ár, þvi oft var
hennar leitað í sambandi við
fleira en fæðingar væri um veik-
indi að ræða. Ég sem þessar línur
rita á margar minningar um Hall-
veigu og störf hennar, í sorg og
gleði.
Eina nótt vöktum við saman yf-
ir deyjandi konu. Þá varð mér
fyrst Ijóst hve innilega trúuð hún
var, og hjartahlý gagnvart þeim
er áttu um sárt að binda.
Hallveig var virkur þátttakandi
í Kvenfélagi Ólafsvíkur. Ég minn-
ist fallegu munanna sem hún gaf
Siguröur Gestsson
Hvammi-Minning
F. 12. desember 1884.
D. 11. október 1977.
I þessum örfáu línum viljum
við hjónin aðeins þakka Sigurði
Gestssyni fyrir margar ánægju-
stundir sem við áttum með hon-
um á heimili Katrínar dóttur hans
og Olivers hér í bænum. Ánægju-
legt var jafnan að hitta Sigurð og
rabba við hann. Oft minntist hann
þá á uppvaxtarárin heinia í sveit-
inni, er drengir vöndust á það
ungir að árum að taka til hendi.
Þá unnu nienn frá því eldsnemma
á morgnana og langt fram á kvöld.
Þá var það ekki klukkan sem allt
var miðað við. Var augljóst að
Sigurður hefur verið ósérhlífinn
maður til vinnu og gert strangar
kröfur til hjúa sinna, þegar hon-
um þótti mikið liggja við.
En þó hann kunni að hafa virzt
á stundum nokkuð strangur hús-
bóndi, var hjartalag þessa horfna
vinar okkar einstaklega gott. Það
var oft gaman að heyra Sigurð
ræða almenn mál, sem ofarlega
voru á baugi þá og þá stundina.
Hann hafði ákveðnar skoðanir,
sem voru mótaðar af mikilli lífs-
reynslu og áhuga á samtíðinni.
Fyrir þá sem ljóðelskir eru var
Sigurður sem heill hafsjór, svo
mikið kunni hann af hvers konar
kveðskap.
Þegar þessi aldurhnigni vinur
okkar er nú horfinn af sjónarsvið-
inu þökkum við honum hlýju
hans og óskum honum blessunar
Guðs.
Anna og Tryggve.
í dag er til moldar borinn við
Grafarkirkju Sigurður Gestsson
fyrrum bóndi í Hvammi í Skaftár-
tungu. Hann andaðist á Borgar-
sjúkrahúsinu í Reykjavik að
kvöldi 11 þ.m. eftir skamma
sjúkrahúsvist.
Sigurður var fæddur á Ljótar-
stöðum í Skaftártungu hinn 12.
desember árið 1884, sonur hjón-
anna Þuríðar Vigfúsdóttur frá
Flögu og Gests Bárðarsonar frá
Borgarfelli. Hann ólst upp í for-
eldrahúsum ásamt stórum hópi
systkina, en þau eru í þessari
aldursröð: Bárður, f. 1878; Vig-
fús, f. 1880; Sigríður, f. 1882, d.
á basara félagsins. Þar skartaði
hið fagra handbragð hennar. Hall-
veig var i mörg ár í Kirkjukór
Ölafsvikur, þar söng hún guði sin-
um dýrð. öll þessi ár átti hún
heima i Hjarðarholti, umvafin
kærleika hinnar góðu fjölskyldu.
Og enn var sorgin á ferð. Nú stóð
Hallveig sem þroskuð kona við
hlið vina sinna, er elsti sonurinn,
Hörður, fórst af slysförum, og
rúmu ári síðar andast heimilisfað-
irinn, Jón Gíslason. Þá studdu
þær hvor aðra Hallveig og Lára.
Þar var kærleikurinn og dyggðin
söm við sig. Lára móðir Hallveig-
ar átti síðast heima hjá Helgu
dóttur sinni i Jakobsbæ, andaðist
hún árið 1958.
Nú verða algjör þáttaskil i lífi
Hallveigar. Hún flytur nú burt úr
Ólafsvík til Reykjavikur og giftist
eftirlifandi manni sínum, Theó-
dór Daníelssyni kennara, 1961.
Stofna þau sitt heimili, er varð
þeirra hamingjureitur. Þann 27.
ágúst 1962 fæðist þeim hjónum
dóttir sem hlaut nafnið Lára
María. Þessi litla stúlka varð þeim
sannur sólargeisli og gleðigjafi.
Nú fyrst brosti lífið við þeim
hjónum. En ský dró á himin.
Heilsa Theódórs bilaði, og var
hann lengi sjúkur maður. Voru
það erfiðir tímar hjá Hallveigu,
en hún taldi aldrei spor sín við
hjúkrun og sizt þegar hennar góði
eiginmaður átti í hlut.
Fyrir ári síðan fór Hallveig að
vinna á Fæðingarheimili Reykja-
víkur, kom henni þá að góðum
notum Ijósmóðurþekkingin og
starfsreynslan frá fyrri árum.
Naut hún sín við að sinna litlu
börnunum og finna þeirra sak-
leysi í örmum sinum. En skyndi-
Framhald á bls. 29.
ar en Eldvatnið og Eldhraunið á
hina. Á sama stað bjuggu þau öll
sin búskaparár, eða þar til ársins
1957 er Sigríður lézt.
Hvammur er góð bújörð og bún-
aðist þeim þar vel. Þau voru með
gildari búendum í Skaftártungu.
Heimilinu var aflað vista af for-
sjálni og öll umgengni bar vott
frábærra snyrtimennsku utan
húss sent innan.
Eftir lát konu sinnar bjó Sig-
urður i félagi við syni sína i
Hvammi þar til hann hætti bú-
skap upp úr 1960.
Börn þeirra Sigríðar eru: Bárð-
ur. Tyrrverandi bóndi í Hvammi,
kvæntur Sigurrósu Hannesdótt-
ur, búa í Reykjavík, Katrín Hild-
ur. gift Olivert Thorstensen. vél-
smiðameistara. búa í Reykjavík.
Sigurjón. bóndi á Borgarfelli,
kvæntur Sigurbjörgu Vigfúsdótt-
ur, Björn, húsasmíðameistari.
kvæntur Unni Tryggvadóttur,
búa i Kópavogi.
Sigurður Gestsson var i hærra
meðallagi á vöxt, iturvaxinn.
sterkur og fylginn sér. ljós yfirlit-
um og lét skegg sitt stundum
hylja efri vör. Röddin var sterk og
allbreytileg og bar vott um skap-
hita. Hann var í góðra vina hópi
hrókur alls fagnaðar. hafði söng-
rödd ágæta og kvað svo vel að til
var tekið. Ef hann beitti brandi
tungunnar vildi fár fyrir verða.
Yfirbragð hans og framganga öll
bar vott um karlmennsku og
drenglund.
Ég bið þes.sum háaldraða
frænda mínum blessunar og
handleiðslu hins æósta máttar um
öfarinn veg. Arni Vigfússon.
sama ár; Guðjón, f. 1883; Sigurð-
ur, sem hér er minnst, f. 1884,
Steinunn, f. 1889; Gunnarína, f.
1891; Vigfús, f. 1896, sem einn er
eftir á lífi.
Á uppvaxtarárum Sigurðar var
tvíbýli á Ljótarstöðum. Mótbýlis-
fólkið var ámóta stór fjölskylda
og mun láta nærri að Ljótarstaðir
hafi fóstrað um tuttugu ntanns á
þeim tíma. Harðbýlt var I Skaftár-
tungu sem víðar á þeirri tíð og
fóru Ljótarstaðir, þessi „hásalur
undir heiði", ekki varhluta af því.
Það er augljóst að lífsbaráttan
hefir útheimt manndóm, þrek og
rétt hugarþel svo að vel farnaðist,
en langt hefir oft verið að þreyja
þorrann og góuna.
Sigurður fór ungur úr foreldra-
húsum. Árið 1896 fór hann í vist
til frændfólks síns á Flögu og
dvaldist þar til ársins 1902 að
hann gerðist „lausamaður". Á
þessum árum fór hann í útver til
sjóróðra í Vík í Mýrdal, Vest-
mannaeyjum og Sandgerði, svo
sem titt var um unga menn. Þá
var farið fótgangandi um sanda
og stórfljót með k°st °g klæði á
baki. Þessar mannraunir heyra
nú sögunni til.
Sigurður var þegar á unga aldri
harðduglegur að hverju sem hann
gekk og ávann sér traust og virð-
ingu bæði húsbænda og sam-
verkamanna. Trúmennsku hans
og orðheldni var við brugðið og
var rúm hans vel skipað hvar sem
hann fór.
' Arið 1915 kvæntist hann Sigríði
Sigurðardóttur í Hvammi, hinni
ágætustu konu, og hófu þau bú-
skap á móti foreldrum hennar,
þeim hjónum Katrinu Þorláks-
dóttur og Sigurði Árnasyni bónda
þar. Sigríður var einkadótir
þeirra hjóna.
1 Hvammi er sérkennilega hlý-
legt og fagurt bæjarstæði, brekk-
ur og giljadrög til annarrar hand-
Einar Einarsson
frá Merki -Minning
Kveðja frá Staðhverfinga-
félaginu.
.Jiarnit) í hjarta mínu
hlessar þa<) Hverfi. sem var ... ‘*
Kristinn Keyr.
Laugardaginn 15. þ.m. andaðist
I Borgarspítalanum Einar Einars-
son frá Merki, bifreiðastjóri í
Keflavík. I dag verður hann lagð-
ur til hinXtu hvilu á bernskuslóð-
um — í kirkjugarðinum á Stað í
Grindavík.
Einar var fæddur að Merki í
Staðarhverfi 26. september 1913.
Foreldrar hans voru Einar
Einarsson, Jónssonar hins eldra
frá Húsatóftum og Guðrúnar
Ingvarsdóttur frá Bergskoti í
Staðarhverfi. Þau gengu í hjóna-
band 10. nóbember 1908, en höfðu
þá fengið leyfi til að byggja sér
bæ, grasbýli á svonefndum
Hvirflum, utan við Arfadalsvik-
ina og nefndu að Merki. Enda
stóð húsið við landamerkin milli
jarðanna Staðar og Húsatófta.
Þau Einar og Guðrún eignuðust
fjögur börn: Þórunni, Eydísi, Ein-
ar og Ingvarínu. Árið 1918 andað-
ist Einar frá konu og börnum
sínum ungum, en Guðrún hélt
áfram búskap í Merki og bjargað-
ist furðu vel af eigin dugnaði með
ágætri hjálp nágrannanna í
Staðarhverfi og á Húsatóftum.
l^imm árum eftir að Einar dó,
fluttist að Merki til Guðrúnar Jón
Gíslason frá Bergskoti, hjálpfús
maður og hinn bezti drengur. Var
hann í heimili með Guðrúnu og
börnum hennar upp frá því. Þau
fluttust frá Merki til Keflavíkur
1943, þar sem Guðrún andaðist 24.
nóvember 1961. Guðrún var ein-
stök kona að dugnaði, mannkost-
um og hjartahlýju. Þess minntust
Staðhverfingar með þvi að reisa
þeim hjónum minnisvarða í Stað-
arkirkjugarði.
Einar frá Merki vai' ættaður og
upprunninn úr Staðarhverfi, ólst
þar upp og vandist öllum venju-
legum störfum til lands og þó
ekki síður til sjós, þvi að sjávar-
aflinn var aðal lifibrauð Stað-
hverfinga eins og annarra Suður-
nesjamanna í fyrri daga. Hann
var um tíma formaður á bát
þeirra Jóns Gíslasonar og farnað-
ist vel. Eftir að til Keflavíkur
kom, stundaði Einar bílaakstur,
meðan kraftar leyfðu, en hin síð-
ari ár fór heilsu hans mjög hnign-
andi. Ber þá að minnast þess, hve
ágætrar aðhlynningar hann naut
hjá eftirlifandi konu sinni, Jó-
hönnu Akadóttur, en þau gengu í
hjónaband 23. marz 1967. Við, vin-
ir Einars, sendum henni nú sam-
úðarkveðjut' með þökk og virð-
ingu fyrir hennar göfuga lífs-
starf.
Einar frá Merki var mikill unn-
andi æskustöðva sinna, Staðar-
hverfisins. Eftir að hann fluttist
þaðan og Hverfið var autt orðið.
dvaldist hann þar jafnan ein-
hvern tima að sumrinu meðan
heilsa og kraftar leyfðu.
Hann var einn af aðalforgöngu-
Framhald á bls. 29.
Vigdís Sigríður Guð-
mundsdóttir - Minning
Fædd 26. október 1895
Dáin 13. október 1977
Hún verður lögð til hinstu hvílu
í grafreit Hólmavikurkirkju þann
22. október.
Hún andaðist á sjúkrahúsi
Hólmavíkur þann þrettánda sama
mánaðar eftir margra ára legu,
fyrst á sínu heimili og siðar á
sjukrahúsi Hólmavíkur, þar sem
hún naut hinnar bestu aðbúðar
sem völ var á.
Vigdís var elst af þréttán syst-
kinum sem lifðu. Hún var dóttir
hjónanna Ragnheiðar Halldórs-
dóttur og Guðmundar Guðmunds-
sonar. Bjuggu þau á Bæ á Sel-
strönd, og síðan kennd við þann
stað, s.b. Bæjarættin. Vigdís er sú
fjórða sem burtkallast til annarr-
ar tilveru. Aður kvaddir tveir
bændurnir frá Bæ, Guðmundur
og Halldór, og siðar Gunnar skip-
stjóri og útgerðarmaður hér í
borg síðustu árin.
Saga Vigdísar er ekki svo frá-
brugðin þess tima fólks. AUflestir
byrja með tvær höndur tómar.
Ung að árum lærði hún karl-
mannafatasaum hjá Þorsteini
skreðara á Isafirði og mun sá lær-
dómur hafa fleytt henni óg henn-
ar áfram fyrstu árin. Hún var gift
Guðmundi Magnússyni frá Hala-
koti í Hraungerðishreppi. Guð-
mundur varð fyrsti vitavörður við
hinn fyrsta vita sem reistur var á
Grimsey á Steingrimsfirði. Þá
voru þau búsett tvö ár í Grímsey,
en síðar í Bæ, þar til þau flytjast
til Hólmavíkur 1923. þar sem Guð-
mundur varð vélamaöur og síðar
kjötmatsmaður. Þar dvöldu þau
allan sinn búskap.
Með Vigdisi er gengin dugmikil
og stórbrotin persóna, og þótt
gleymdur sé genginn hver, af oss
almúgafólki, þá mun hennar lengi
minnst af hennar samtíðarfólki
og þess niðjum. Hennar heimili
stóð öllum opið sem þurftu að-
hlynningar með. Þá var ekkert
gistihús á Hólmavik og æði oft
mun það hafa komið í hlut þeirra
hjóna að hýsa kalda og lnakta
sjómenn, og þá sent komu úr fjár-
rekstrum á haustin. Það var ekki
mikið pláss, en þröngt mega sáttir
sitja. Og allir fengu yl og skjól.
Þar bar hæst þeirra hjartahlýju.
þar voru þau bæði samhent og
samhuga að hlynna að þeim sent
voru verst settir.
Vigdís og Guðmundur eignuð-
ust níu börn. flest búsett á Hólma-
vik, all.t dugmikið kjarkfólk. mik-
ill ættbálkur er frá þeim kominn.
Aður en móðir okkar dó. var að
henni meðtalinni á mynd finnn
ættliðir frá Vigdísi.
Ég bið nánustu ættingja Vigdis-
ar velvirðingar á hvaö þetta er
lítið sem hér er rakið af öllu því
sem mætti segja um þessa dug-
miklu og stórbrotnu konu. sem
vann sig með hjálp bónda og
barna frá örbirgð til allsnægta.
Með þessum orðum kveðjum við
hana öll systkinin með hjartans
þökk og virðingu. Hennar þján-
ingarferill var orðinn æöi langur.
henni hefur verið kær hvíldin. Og
í birtu frá eilifðarsól veit ég að
Vigdís hittir aftur ástvini og þá
sem hún gott gerði i þessu lífi.
Eitis og þú sáir muntu og upp-
skera. Friöur Guðs hana blessi.
Með systurlegri kveðju.
frá Þuríði Guðmundsdóttur
frá Bæ.