Morgunblaðið - 22.10.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.10.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1977 Verkfallsvörzlu hætt vid Tollstöðina: Verkfallsverðir vildu sjá í bréf fólks VERKFFALLSVERÐIR hættu í gær verkfallsvörzlu við skrifstofu tollstjóraembættisins og í gær gat fólk gengið óhindrað að póstlúgu embættisins og lagt þar inn bréf að vild. Björn Hermannsson tollstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þar sem stöðug varzla hefði verið við póstlúguna, hefði hann tekið þá ákvörðun í gær- morgun að opna sjálfa skrif- stofuna, vegna þess að þá og eins á mánudag væri von á fjölda manna, sem þyrfti að skila inn söluskatti mánaðarins. „Verkfallsverðir voru einnig búnir að krefjast þess af fólki, sem kom með bréf til embættis- ins, að það opnaði umslögin, þannig að þeir gætu séð inníhald þeirra, og var ég ekki alveg sáttur við það. Okkur tókst að ná sam- komulagi að lokum, þannig að nú er verkfallsvörzlu hætt og allir geta lagt bréf óhindrað inn í gegnum póstlúguna, en skrif- stofan sjálf er aftur lokuð,“ sagði Björn. Á fundi fréttamanna með verk- Valur 23 Kyndill 15 Valur sigraði færeyska hand- knattleiksliðið Kyndil frá Þórs- höfn í gærkvöldi með 23 mörkum gegn 15 í fyrri leik liðanna i Evrópukeppninni. Leikurinn var háður í Þórshöfn. Staðan í hálf- leik var 8:7 fyrir Val. Godinn fór upp aö á Akranesi ekki í Reykjavík SKIPASMIÐASTÖÐ Þorgeirs og Ellerts á Akranesi fékk í gær undanþágu til að björgunarskipið Goði fengi að koma að bryggju á Akranesi með skipsskrokk, sem skipið kom með frá útlöndum. Var skipið þó ekki tollafgreitt og fékk ekki að fara inn á höfnina í Reykjavík og liggur því ásamt öðrum ótoliafgreiddum skipum á ytri höfninni. fallsnefndarmönnum BSRB kom fram að þerr hefðu i gær frétt að tollstjóri hefði þegar fengið alla tollpappira frá skipunum á ytri höfninni í hendur. Þetta hefðu verið BSRB sár vonbrigði, en pappírunum hefði trúlega verið komið heim til einhvers starfs- Framhald á bls. 24. Verður verk- falli frestað ef samkomu- lag næst? HVAÐ gerist ef samn- ingar nást á fundum BSRB og fulltrúa fjár- málaráðuneytisins um helgina? Verður verk- falli frestað og fer sú starfsemi, sem hefur verið meira og minna lömuð í verkfallinu, um leið af stað. Haraldur Steinþórsson var spurður að þessu á fundi með fréttamönnum í gær og sagði hann að ef samkomulag hefði tekizt á síðasta fundi deilu- aðilja hefði verkfalli trúlega verið frestað. Atkvæðagreiðsla hefði síðan farið fram í félög- um og ef samkomulagið hefði verið fellt þar, þá hefði verk- fallið að sjálfu sér byrjað aft- ur. Komi til þess að sáttasemjari Framhald á bls. 24. Kosningaundirbúningur stóð sem hæst hjá Vökumönnum f gær. 1. desember kosningar í dag: Kosiö um menntun og mannréttindi annars vegar og kvenfrelsi hins vegar Kjörfundur í Sigtúni frá kl. 15 — 17 GENGIÐ verð.ur til 1. desember kosninga innan Háskólans í dag, laugardag. Tveir listar eru í kjöri, listi Vöku, félags lýðræðissinn- aðra stúdenta, og listi Verðandi, félags róttækra stúdenta. Vaka býður upp á umræðuefnið „Menntun og mannréttindi" en Verðandi upp á efnið „Kvenfrels- isbaráttan". Kosið verður í Sigtúni við Suðurlandsbraut og hefst kjör- fundur kl. 14 með framsöguræð- um og standa þær til kl. 15 en þá hefst kosning og er húsinu lokað kl. 17 stundvíslega. Framboðslista Vöku skipa Anna Sverrisdóttir, Auðunn Svavar Sigurðsson, Einar Örn Thorlacius, Kristinn Árnason, Af skífu „umferðar- klukkunnar”má lésa hvenaer hættan er mest 17—18 síðdegis, eða rétt liðlega 10% allra óhappa og slysa hvort árið. Næst flest slysin verða milli klukkan 13 og 14 eða 8,2%. Að öðru leyti vísast til meðfylgjandi „klukku“. Á henni má sjá, að óhöpp og slys eru í lág- marki yfir blánóttina, þegar umferð er alla jafna minnst. Upp úr klukkan 7 snareykst slysatíðnin og hámarki nær hún síðde^is. Öku- menn ættu að kynna sér vel „umferðarklukku“ lögreglunnar. Af skífu hennar má lesa hvenær hættan er mest í um- ferðinni og hvenær þörf er á sérstakri aðgæzlu. SLYSADEILD lögregl- unnar í Reykjavík hefur útbúið nokkurs konar „umferðarklukku“ fyrir árið 1976 og er mjög fróðlegt að skoða hana. Umferðarslys og óhöpp voru 2950 að tölu í fyrra, en árið á undan voru þau 3422 að tölu. Á meðfylgjandi „klukku“ hefur verið reiknað út á hvaða tímum sólar- hringsins flest slysin og óhöppin verða. Svörtu súlurnar eru fyrir árið 1976 en þær strikuðu fyrir árið 1975. Ut frá þeim standa prósentu- tölur fyrir hvort árið. Samkvæmt „klukk- unni“ verða flest óhöpp og slys átímabilinu Ottó Guðjónsson, Stefán Jónsson og Sveinn Geir Einarsson. Að sögn Vökumannaer ástæðan fyrir valinu á umræðuefni því, sem að framan er getið, sú, að á viðsjárverðum timum á frelsi mannsandans undir högg að sækja og brýn þörf á að standa vörð um þetta frelsi, eins og dæm- in sanni. Vökumenn vilja hins vegar leggja áherizu á í þessu sambandi, að ekki sé unnt að tala um full mannréttindi i löndum, þar sem mönnum er ekki frjálst að stunda það nám sem hugur og Framhald á bls. 24. Hæstiréttur: JLögbannsmálið tekið fyrir í næsta mánuði LÖGBANNSMÁLIÐ vegna verk- fallsvörzlu BSRB við rannsókna- skipið Arna Friðriksson verður ekki tekið til meðferðar hjá Hæstarétti fyrr en í næsta mán- uði, að því er Björn Helgason hæstaréttaritari tjáði Mbl. í gær. Björn sagði að sjávarútvegs- ráðuneytið hefði áfrýjað málinu til Hæstaréttar en ekki kært fógetaúrskurðinn og fengi málið þvi ekki forgangsafgreiðslu eins og venjan væri með kærða úr- skurði. Arnarflug fékk þrjár undanþágur ARNARFLUG fékk í fyrradag tvær undanþágur til flugs í gær. Var annars vegar um að ræða flug til Spánar fyrir Ferðaskrifstof- una Sunnu með 124 farþega og þar á maðal voru um 50 ellilíf- eyrisþegar og sjúklingar, sem ætla að dvelja I tvo mánuði á Spáni. Átti vélin að koma heim með um 90 farþega frá Spáni, sem undanþága var reyndar gefin til að sækja um slðustu helgi. Hins vegar var gefin undanþága til að fara með 49 Islendinga til Eng- lands á vegum Ferðamiðstöðvar- innar, en sú vél átti að koma tóm heim. I dag hefur Arnarflug undan- þágu til flugs til Gautab'orgar fyrir Braathens flugfélagið. 1 til- kynningu frá Verkfallsnefnd BSRB segir að komufarþegum verði heimiluð landganga og eðli- leg tollmeðferð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.