Morgunblaðið - 22.10.1977, Side 3

Morgunblaðið - 22.10.1977, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1977 3 Símasambandið milli Reykjavíkur og Hornafjarðar: Talað norður um land vegna bilana SlMAKERFIÐ hefur staðið sig allvel í verkfall- inu, þrátt fyrir mikið álag, sem t.d. hefur verið á sjálf- virka símasambandinu út á land. Hornfirðingar og nágrannar þeirra hafa þó að miklu leyti verið síma- sambandslausir við önnur símasvæði og til að geta náð sambandi við Reykja- vík eða öfugt hafa símtölin þurft að fara eftir síma- Tugir innbrota upplýsast UNDANFARNAR þrjár vikur hefur Rannsóknarlögregla ríkis- ins upplýst tugi innhrota í fyrir- tæki og bíla, sem framin hafa verið frá maí í sumar fram til dagsins í dag. Hér er um að ræða á fimmta tug innbrota. fm 30 þeirra hafa sjö ungir menn viðurkennt að hafa framið í sumar og haust i fyrir- tæki og bíla víðs vegar um borg- ina. Fóru þeir yfirleitt 2—3 saman í innbrotin. I fórum þeirra fannst mikið af þýfi. Þá hafa verið upplýst 9 innbrot í fyrirtæki á Ártúnshöfða í und- anförnum vikum og reyndust tveir piltar hafa verið að þar að verki. Lokst hafa verið upplýst fimm innbrot í fyrirtæki í verzl- anir í miðborg Reykjavíkur í þess- ari viku. kerfinu norður fyrir, en ekki stytztu leið á milli þessara staða. Gengur það mjög erfiðlega. Varð bilun í kerfinu þarna fljótlega í verkfallinu og að sögn Jóns Skúlasonar, póst- og símamálastjóra, hefur kjaradeilunefnd ekki gefið leyfi til að gert yrði við þessa bilun. Að sögn Jóns Skúlasonar hefur sjálfvirka simakerfið staðið sig með sóma í verkfallinu. Hefur það að langmestu leyti annað því mikla álagi, sem fylgt hefur verk- fallinu og lokun símstöðvanna. Um bilanir sagði Jón að stærsta biiunin hefði orðið á línunni milfi Reykjavíkur og Hornafjarðar og hefði það haft erfiðleika í för með sér fyrir suðurfirði Austfjarða. Þar sem bilanasími Landssímans hefur verið lokaður í verkfallinu kunna þó að hafa orðið fleiri bilanir en nú er vitað um, þó ekki hafi verið tilkynnt um þær til símans eða annarra aðila í verk- fallinu. Aðspurður um telexnotkun Is- lendinga þessa dagana og greiðslu fyrir hana, sagði Jón að leyfi hefði ekki fengizt til að skipta um spjöld í gjaldmælitækjum telex- stöðvarinnar í Reykjavík. Það þýddi þó ekki að telex væri notaður ókeypis á kostnað ríkisins. Að verkfalli loknu yrði setzt niður og notkun telextækja reiknuð út eftir Öðrum leiðum. Er trúlegt að við þann útreikning verði miðað við meðalnotkun þeirra, sem hafa telexnúmer hjá Pósti og síma. Björgun h.f. kaupir Perlu (áður Grjótjötun) Morgunblaðið frétti í gær að nú stæðu yfir samn- ingar um að Björgun h.f. keypti hið fræga sanddælu- skip Perlu, sem áður hét Grjótjötunn og hefur mikið komið við sögu á undanförnum árum. Perla er nú í eigu Námunnar h.f. í Reykjavík og hefur verið í nokkurn tíma. Síðustu mánuði, eða eftir að dælu- búnaður skipsins komst í lag, hefur skipið verið í efnisdælingu fyrir Steypu- stöðina og fleiri aðila. Skipstjórar á Eimskipafélagsskipunum sem nú eru á ytri höfninni talið frá hægri: Finnbogi Finnbogason Kljáfossi, Asgeir Sigurðsson Dettifossi, Björn Kjaran Háafossi, Gústaf Magnús Siemsen Múlafossi, Þórhallur Dan Mánafossi, Kristján Guðmundsson Úðafossi og Haukur Dan Þórhallsson Skógafossi. Myndina tók Ólafur K. Magnússon. Skipstjórar Eimskipafélagsins; Mótmæla fram- kvæmd verkfalls SKIPSTJÖRAR á nokkrum skipum Eimskipafélags lslands, sem nú liggja á ytri höfninni í Reykjavík, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir mótmæla framkvæmd verk- fallsins „að halda skipunum á ytri höfninni og ítrekum þá slysahættu, sem það hefur í för með sér“. I fær voru 7 skip E.Í. á ytri höfninni auk þriggja annarra og í kvöld er von á fleiri skipum og verða þau því væntanlega orðin 12 eða 13 að sögn skip- stjóranna, en blm. hitti nokkra þeirra að máli i gær. Þeir sögðu að mikil slysahætta væri sam- fara siglingum milli lands og skipanna, konur og börn væru óvön þess konar ferðalögum, stafaði af þeim hætta og sögðu þeir að veðrið hefði bjargað því, jafnvel þótt einhverjir hefðu blotnað í þessum ferðum, hefðu ekki alvarleg mál komið upp enn. Skipstjorarnir bentu á það, að tvö skipanna hefðu færst úr stað i fyrradag er vind- hreyfði og náði 4—5 vindstigum og „hvað myndi þá gerast ef vind- stigin yrðu 10 eða 12?“ spurðu þeir. Botninn sögðu þeir vera orðinn þannig að lítil festa væri i honum fyrir akkerin, nema á stöku stað. A þessum 7 skipum E.I. eru nú 118 skipverjar samtals og eru áhafnirnar á vök'tum, nema hvað skipstjórar og yfirvélstjór- ar eru um borð allan sólar- hringinn, nema er þeir fara í land með orðsendingar eða annað þess háttar. Skipverjarnir tóku fram að öruggara væri að skipin lægju t.d. i Hvalfirði, en þar með væri útilokað að skipverjar gætu skroppið í land. — Við erum ábyrgir fyrir öryggi skipanna og áhafna þeirra og við vitum ekki hvenær upp úr getur soðið hjá okkur, sögðu þeir ennfremur. Hér fer á eftir yfirlýsing skipstjóranna á 7 skipum Eim- skipafélagsins er þeir sömdu i gær vegna skipanna, er nú eru á ytri höfninni: Við mótmælum eindregið þeirri tilhögun á framkvæmd verkfallsins að halda skipunum á ytri höfninni og ítrekum þá slysahættu sem það hefur í för með sér. Við teljum okkur bezt dómbæra um það. Við fáum engan veginn séð, að það geti haft áhrif á gang verkfallsins og samningagerð BSRB þótt skipunum verði leyft að leggjast í örugga höfn og að losuð verði í land eldfim efni úr farmi skipanna. Eins og framkvæmd verkfallsins ér háttað þá má álíta að verk- fallinu sé beint gegn áhöfnum skipanna og fjölskyldum þeirra. „Framkoma BSRB gagn- vart sjómönnum er fráleit INNLENT — segir Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambands Islands fært aö hcimila flutninga- skipunum aö lcggjast aö bryggju í þcssu verkfalli. Þá stafar mikil hætta af því aö láta skipin liggja á „FRAMKOMA BSRB gagnvart sjómönnum cr vægast sagt fráleit, og maó- ur hcfði haldiö aó forráða- mcnn BSRB gætu scð sér Skaftafell fær ekki undan- þágu frekar en önnur skip svo til haldlausum botni og þaó cr ckki aö þakka BSRB hvc vcður hcfur vcrið gott aó undanförnu," sagöi Ósk- ar Vigfússon, forseti Sjó- mannasambands íslands, í samtali viö Morgunblaóið í gær, en Óskar var þá spurð- ur hvort Sjómannasam- bandió hefói beitt sér fyrir því aó flutningaskipin fcngju aö lcggjast aö bryggju. Oskar Vigfússon. an fjarri fjölskyldum sinum sjálfu sér hef ég svo sem ekk BEIÐNI Sambandsins um að Skaftafell fái að lesta 135 tonn af freðfiski í Keflavík og halda síð- an til Bandarikjanna var I gær synjað af Verkfallsnefnd BSRB. Er töluvert af freðfiski komið I skipið, en 15. október stöðvaðist það vegna verkfailsins og átti þá eftir að lesta fyrrgreint magn af freðfiski fyrir Bandaríkjamark- að. Guðni Jónsson, formaður Verk- fallsnefndar BSRB, sagði í gær að ástæðan fyrir því að beiðni þess- ari hefði verið synjað væri sú að ef einu skipanna hefði verið leyft að fá tollafgreiðslu hefði verið erfitt að standa á neitunum gagn- vart öðrum skipum, sem ættu i erfiðleikum vegna verkfallsins. Beiðnir hefðu legið fyrir hjá BSRB um afgreiðslu á mörgum skipum og ef þessi undanþága hefði verið veitt hefðu 5—6 undanþágur fylgt í kjölfarið. I erindi Skipadeildar Sambands íslenzkra samvinnufélaga frá i gær segir svo m.a.: „Undirritaður fer þess hér með á leit við verkfallsnefnd BSRB að undanþága verði veitt til að ljúka lestun á freðfiski í m.s. Skaftafell og að skipið verði tollafgreitt og því leyft að sigla frá landinu að lestun lokinni. Skipið hefur nú þegar táfist frá því 15. þ.m. en þá var eftir að lesta 135 tonn í Keflavíkurhöfn. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum er nú yfirvofandi skortur á ferðfiski hjá Iceland Products Inc., sem sér um sölu á frosnum fiski fyrir um 30 islenzk frysti- hús. Komi upp sú staða að fyrir- tækið geti ekki af þessum sökum staðið við skuldbindingar sínar er dýrmæt markarðshlutdeild þess i verulegri hættu, en slíkt gæti haft hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir framtíðarsölu á þessum þýð- ingarmesta ferðfiskmarkaði Is- lendinga." Að því er Öskar sagði, fer Sjó- mannafélag Reykjavíkur að mestu með málefni sjómanna á flutningaskipunum, og heföu fuli- trúar þess ásamt fulltrúum Far- rnanna- og fiskimannasambands Islands gengið á fund verkfalls- nefndar og farið þess á leit að skipunum yrði hleypt upp að, en svarið hefði verið blákalt nei. „Það er enn fráleitara að láta þetta verkfall bitna á sjómönnum, sem eiga engan þátt í því, en sjómennirnir eru langtimum sam- vont um verkfallsmenn að segja, það verður að líta á að þetta er i fyrsta sinn, sem opinberir starfs- menn fara i verkfall," sagði Ósk- ar. Þá hafði Morgunblaðið sam- band við Ingólf Stefánsson fram- kvæmdastjóra Farmanna- og fiskimannasambandsins og spurði hann hvort hann teldi möguleika á að skipin fengju að leggjast að bryggju. „Við höfum reynt allar hugsanlegar leiðir til að fá skipin upp að bryggju, en ekkert hefur gengið enn," sagði Ingólfur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.