Morgunblaðið - 01.11.1977, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÖVEMBER 1977
3
Nafn pilts-
ins sem lézt
PILTURINN, sem beið bana er
bíll féll ofan í gil í Bröttubrekku
s.l, föstudagskvöld, hét Árni
Daviðsson, til heimilis að Ljós-
heimum 3, Reykjavik. Árni heit-
inn var 16 ára gamall.
Bankamenn
skrifa undir
samkomulag
„SAMKOMULAGIÐ verður
undirritað eftir hádegi á morgun,
þriðjudag," sagði Sólon Sigurðs-
son, formaður sambands banka-
manna, er Mbl. ræddi við bann í
gær, en á áttunda tímanum á
sunnudagskvöld náðist samkomu-
lag um nvjan kjarasamning milli
sambands bankamanna og samn-
inganefndar Bankanna. Sólon
sagði að þetta samkomulag yrði
lagt undir allsherjaratkvæða-
greiðslu bankamanna, sem senni-
lega færi fram einhvern daganna
9., 10. eða 11. nóvember.
Um efnisatriði samkomulagsins
vildi Sólon ekkert segja, þar sem
ekki væri búið að skrifa undir.
„En ég er eins ánægður með þetta
samkomulag og hægt er að vera á
annað boró, þegar um kjarasamn-
ing er að ræða,“ sagði hann.
„Launaskalinn er svipaður og
menn hafa verið að semja um að
undanförnu, en þar sem þetta eru
fyrstu samningarnir, sem við ger-
um, þá er eðlilega mjög margt
nýtt í samkomulaginu.“
Morgunblaðinu tókst ekki i gær
að ná tali af Björgvin Vilmundar-
syni, formanni samninganefndar
bankanna.
Brezkir bílar
hækka í verði
HÆKKUN sterlingspundsins
brezka gagnvart íslenzku krón-
unni mun hafa þau áhrif að verð á
brezkum vörum hér á landi
hækkar nokkuð en þó verður
hækkunin mest á brezkum bif-
reiðum. Samkvæmt upplýsingum
Þóris Jónssonar, forstjóra hjá
Sveini Egilssyni hf., má gera ráð
fyrir að verð á meðaldýrum brezk-
um fólksbíl, sem kostar nú liðlega
2 milljónir króna, hækki um 70
þúsund krónur.
Stofnuð samtök
blaðaútgáfu
til fundahalda
um utanríkismál
Vilja vekja umrœður og
áhuga meðal ungs fólks
ÞRÍR áhugamenn hafa m.vndað
samtök til blaðaútgáfu og
fundahalda um utanríkismál
og valið þeim nafnið Samvinna
Vesturlanda — sókn til frelsis.
Þremenningarnir, sem eru
Hannes H. Gissurarson,
Kristján Hjaltason og Skafti
Harðarson, boðuðu fréttamenn
á sinn fund í gær og kvnntu
þessi samtök, sem þeir kváðu
vera alls óformleg, en þeir
fyndu hjá sér hvöt til að vekja
áhuga og umræðu rneðal ungs
jsömvinna vesturlanda
fólks um utanrfkismál, svo sem
aðild að Nato, varnarsamvinnu
við Bandarfkjamenn og fleiru.
í þessu skyni hafa þeir staðið
að útgáfu blaðs, er ber sama
nafn og samtökin, og verður þvi
dreift til nemenda allra fram-
Forsfða blaðsins Samvinna
V'esturlanda — sókn til
frelsis.
haldsskóla og háskólans. Meðal
efnis í því eru greinar eftir
Björn Bjarnason um viðhorfin í
varnarmálum, Hannes Gissur-
arson um hugsjón Vesturlanda
og Skafta Harðarson um mann-
réttindi o.fl. Þá svara Guð-
mundur G. Þórarinsson, Davið
Oddsson, Gunnlaugur Sævar
Gunnlaugsson. Jón Baldvin
Hannibalsson og Sigurbjörn
Magnússon spurningunni
Hvers vegna kýst þú samvinnu
Vesturlanda? Einnig eru grein-
ar um frelsishreyfingar andófs-
manna i kommúnistarikjunum,
nýfengið frelsi Portúgala,
Spánverja og Grikkja o.fl. sem
þeir nefndu. Var blaðið kostað
með frjálsum framlögum
einstaklinga.
Þá greindu þeir félagar frá
því að þeir væru reiðubúnir til
að koma.á fundi i framhalds-
skólum landsins nú i nóvember-
mánuði, ef málfundafélög skól-
anna héldu slíka fundi, og hafa
þeir skorað á herstöðvaand-
stæðinga að mæta sér á þeirn
fundum, en þegar hafa verið
ákveðnir tveir slíkir fundir.
Um tilganginn með stofnun
þessara samtaka sögðu þeir:
„Umræður um utanríkismál
á íslandi hafa löngum verið
kappræður, en ekki rökræður.
skrum og skjall án allrar
alvöru, en brýna nauðsyn ber
til að ungt fólk, sem hefur fáar
ákvarðanir tekið i stjórnmál-
um, geri sér fulla grein fyrir
þeim rökum, sem hniga að
utanríkisstefnu íslendinga,
aðildinni að Atlantshafsbanda-
laginu, varnarsamvinnunni við
Bandaríkjamenn og annarri
samvinnu þeirra við vestrænar
lýðræðisþjóðir — fyrir hugsjón
Vesturlanda, mannréttindahug-
sjóninni, fyrir muninum á lýð-
ræðisskipulagi og alræðisskipu-
lagi, markaðskerfi og
miðstjórnarkerfi, réttarriki og
lögregluríki. Aðstæðurnar
breytast og stefnan með þeim,
umræður eru nauðsynlegar, því
að sofandahátturinn er hættu-
legasti óvinur frelsisins.“
Frá vinstri: Kristján Hjaltason, Hannes H. Gissurarson og Skafti Harðarson.
Biðlistar eftir nýjum sím-
um verða margir og langir
— segir póst- og símamálastjóri um synjunina á hækkunarbeiðni
„1 ÞEIRRI fjárhagsáætlun, sem
forráðamenn Pósts og síma lögðu
fyrir okkur var gert ráð fyrir
framkvæmdum á næsta ári fyrir
um tvo milljarða króna, en á
þessu ári fyrir um 1220 milljónir.
Þetta er aukning um 64%, sem
töluvert umfram áætlaða verð-
bólgu næsta árs, þannig að þetta
bendir til aukins framkvæmda-
magns og það teljum við í and-
stöðu við stefnu stjórnvalda,"
sagði Georg Ólafsson, formaður
gjaldskrárnefndar, er Mbl. spurði
um ástæður þess að nefndin lagð-
ist gegn beiðni Pósts og síma um
33% hækkun, en eins og Mbl.
skýrði frá fyrir helgi staðfesti
ríkisstjórnin synjun á hækkunar-
beiðni Pósts og síma.
„Við teljum að stefna stjórn-
valda sé frekar að draga úr opin-
berum framkvæmdum heldur en
auka þær og þess vegna vill
nefndin bíða með endanlega
ákvörðun í málinu, þar til fjárlög
hafa verið afgreidd," sagði Georg
Ólafsson.
„Það er fyrirsjáanlegt aó við
lendum í vandræðum vegna þess-
arar synjunar og þau vandræði
verða fyrst og fremst þannig að
fólk getur ekki fengið nýja síma,“
sagði Jón A. Skúlason, póst- og
símamálastjóri, er Mbl. ræddi við
hann. „Þessar fyrirhuguðu fram-
kvæmdir eru stækkanir á stöðv-
um og bæjarsimkerfum, því alls
staðar þenst byggðin út, og svo
þarf auðvitað líka fleiri simalínur
milli bæja og landshluta. Það er
ljóst, að ef af þessum fram-
kvæmdum verður ekki, þá skap-
ast vandræðaástand og biðlistar
eftir nýjum simum verða bæði
margir og langir.
Hins vegar erura við búnir aó
gera ráðstafanir vegna þessara
framkvæmda og binda okkur mik-
ið, þvi það er ársafgreiðslufrestur
á þessum tækjum, þannig að ég
veit hreint ekki, hvað verður, ef
það á að skrúfa alveg fyrir þessar
framkvæmdir. Annað er það, að
launahækkanirnar, sem við þurf-
um að greiða á næsta ári vegna
nýgerðra kjarasamninga, nema
um 1.5 milljarði króna.“
Jón A. Skúlason kvaóst vilja
benda á það, að Póstur og sími
rukkaði inn geysiháar fjárhæóir
hjá notendum, sem ekki rynnu til
fyrirtækisins heldur í rikissjóð.
Nefndi hann að á þessu ári fengi
rikissjóður um milljarð frá Pósti-
og sima i aðflutningsgjöldum og
söluskatti.
Vegir á Vestfjörðum
tepptust um helgina
UM helgina var vonzkuveður á
Vestfjörðum og eftir því sem
Hjörleifur Ólafsson vegaeftirlits-
maður tjáði Morgunblaðinu i gær,
þá spiiltist færð víða á vegum þar,
en ofankoma var þó nokkur.
Heiðar á Vestfjörðum urðu
margar ófærar eins og Þorska-
fjarðarheiði, Breiðadalsheiði,
Botnsheiði og Hrafnseyrarheiði.
Þá varð ófært á Klettheiði i A-
Barðastrandarsýslu en hana átti
að ryðja á ný i gær.
Þá sagði Hjörleifur, að hálka
væri víða á vegum á Norðurlandi
og á Austfjörðum.
Naglar eða
ekki naglar?
ÞAÐ ÞARF varla að taka fram
að þegar haustar fara ökumenn
að huga að búnaði til vetrar-
aksturs og þá hefur oft farið
fram nokkur umræða i fjöl-
miölum um gagnsemi nagla-
hjólharða. Til að fá upplýsing-
ar um hver skuli vera löglegur
búnaður bifreiða til aksturs i
snjó og hálku var rætt við
Guðna Karlsson forstööumann
Bifreiðaeftirlits rfkisins svo og
tvo fulltrúa tryggingafélaga til
að heyra þeirra á lit.
Guðni Karlsson sagði það
vera bundið í reglugerð, en þar
stæði m.a. að þegar vænta
mætti isingar ætti að hafa snjó-
tXVAMMUtUIU
KALLAR
A AUKNA AÐGÆZLU
keðjur á hjólbörðum eða annan
búnað svo sem grófmynztraða
hjólbarða eða hjólbarða með
nöglum, sem veitt gætu viðnám.
„Ekki leysir þessi búnaður
samt ökumenn undan því,“
sagði Guðni, „að sýna ítrustu
varkárni í hálku, en það hefur
sýnt sig að menn treystu um of
á naglana og vil ég ekki endi-
lega reka áróður fyrir þvi að
eingöngu sé ekið á naglahjól-
börðum ef hægt er að komast
hjá því hér á höfuðborgarsvæð-
inu, og ef ökumenn geta hagað
ferðum sinum þannig að þeim
komi að gagni hálkueyðingin,
sem gatnamálastjóri hyggst
koma á. Annars er þetta mat
ökumanna hverju sinni og ef
þeir ekki þurfa t.d. skyndilega
að aka út úr bænum hvernig
sem aðstæóur eru ættu gróf-
mynztraðir hjólbarðar að
nægja.“
Ólafur Bergsson hjá Sjóvá
tók í sama streng og Guðni og
sagði að varðandi tjón sem
kæmi til kasta tryggingafélaga
Framhald á bls. 37.
Naglar eða ekki naglar. Slíta
þeir götuniim óhóflega? Konia
þeir í veg fyrir stórfellt tjón af
völdum árekstra?