Morgunblaðið - 01.11.1977, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1977
7
Að vera sjálf-
um sér sam-
kvæmir í
ábyrgri afstöðu
Opinber starfsmaður,
Ingimar Karlsson, ritar um
nýafstaðna kjaradeilu i
dagblaðið Tímann sl.
föstudag. Hann segir
m.a.:
„En hvernig fengu þeir
opinberir starfsmenn
þennan aukna samnings-
rétt á síðasta ári? Að mínu
mati náðist þessi árangur
með því, að sannfæra
nauman meirihluta al-
þingismanna um að opin-
berir starfsmenn væru
færir um að fara með
verkfallsréttinn án þess
að misnota hann. Það
voru forystumenn BSRB
og þá ekki síður forystu-
menn einstakra hinna
stærri bæjarstarfsmanna-
félaga, sem unnu að þvi
að fá lögin frá 1915 af-
numin. Jafnframt var þvi
margoft lýst yfir innan
samtakanna, að ekki ætti
að beita þessu vopni
nema i ýtrustu neyð, þ.e.
sýna vopnið en beita því
af fyllstu gát. Hverjir hafa
staðið við þessi orð sín
nú? Um það verður hver
og einn að dæma að feng-
inni reynslu. Að mínu
mati er það ekki til far-
sældar fyrir okkur opin-
bera starfsmenn, ef for-
ystumenn okkar meta
meira að vinna sér lýðhylli
innan samtakanna heldur
en að vera sjálfum sér
samkvæmir og taka
ábyrga afstöðu. Við erum
að visu óvanir vopnaburði
sem þessum og klaufaleg
mistök því eðlileg."
Stærstu
mistökin
Enn segir Ingimar Karis-
son:
„Að mínu mati verða
stærstu mistökin þó tæp-
lega afsökuð með við-
vaningshætti. Þessi mis-
tök voru þau, að halda
áfram að sarga verkfalls-
vopninu i bein rikisvalds-
ins dag eftir dag og nótt
eftir nótt, eftir að fyrir-
sjáanlegt var að árangur
yrði enginn fram yfir það,
sem fórnað var. Næstum
Ingimar Karlsson
allir þóttust þessa daga
sjá. að mismunurinn á
fórnum félagsmanna og
ávinning þeirra yrði nei-
kvæður i krónutölu, þó
ekki sé talað um skaða
þjóðarinnar i heild og þá
jafnframt okkar sjálfra
sem einstaklinga. Augu
forystumanna BSRB virt-
ust ekki lengur opin fyrir
þessum staðreyndum.
Svo var að sjá. að sama
hefði hent þá og það, sem
stundum kemur fyrir böm
að leik í sandkassa, eink-
um þegar þau hafa eign-
azt góðar skóflur, þeir
virtust hafa mokað sandi i
augun hver á öðrum,
þannig að þeim förlaðist
sýn.
Fyrir opinbera starfs-
menn er ekki einungis um
verulegan skaða að ræða.
heldur er augljóst, að
verkfallsvopnið hefur
aldrei sömu egg aftur. eft-
ir að það hefur verið mis-
notað eins og nú."
Bæjarfélögin
brutu ísinn ‘
Sem dæmi um kjara-
bætur, sem bæjarstarfs-
mannafélög opnuðu leið
að, nefnir greinarhöfund-
ur:
„Vinnuskylda féll niður
á laugardögum fyrir skrif-
stofufólk og ýmsa aðra
starfshópa.
Aukin réttindi fyrir laus-
ráðið fólk í veikindum.
Hækkað vaxtaálag.
Færsla á milli launa-
flokka eftir 15 ára starf,
og siðast en ekki sizt, per-
sónuuppbótin i desember
eftir vissan starfsaldur,
sem StRv samdi um fyrst
allra bæjarstarfsmannafé-
laga árið 1974.
Allar þessar kjarabætur
og margar fleiri hafa rikis-
starfsmenn fengið á eftir
bæjarstarfsmönnum."
Hafa ber i huga, að bæj-
arstarfsmannafélögin
gerðu öll mun betri samn-
inga nú eftir nokkurra
daga verkfall, heldur en
félögum ríkisstarfsmanna
stóð þá til boða. Að minu
áliti og flestra annarra,
sem að þessum samning-
um stóðu, þá vorum við
að vinna heildarsamtök-
unum gagn með þessum
samningum. Þeim var
auðveldara að fara i kjöl-
farið og binda þannig endi
á verkfallið án verulegra
fórna.
Rikisstarfsmenn hafa
ekki hingað til hikað við
að taka upp i kröfur sinar
þau atriði. sem bæjar-
starfsmenn höfðu áður
fengið."
LADA
1000
Nýr bíll á íslandi
Komið og skoðið LADA 1600
Verð ca. 1585 þús. Hagstæðir greiðsluskilmálar
Biíreiðar & Landbúnaðarvélar hí.
Sudurlandsbraut 14 - Heykjavik - Simi illllHMl
Tann
ENSKIR
PENINGASKÁPAR
eldtraustir — þjófheldir
heimsþekkt
framleiðsla.
E. TH. MATHIESEN H.F.
DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIROI — SIMI 51888
Er byrjuð með
megrunarkúrana aftur
Vil vekja sérstaka athygli á 10 tíma meqrunarkúrum
Meqrun arnudd. partanudd og afslöppunarnudd
Nudd — sauna — mælingar — vigtun — matseðill
Njudd- oq snyrtistofa
Astu Baldvinsdóttur,
Hrauntungu 85 Kópavogi
Opið til kl. 1 0 öll kvöld
Bilastæði. Sími 40609
Svipmyndir
á svipstundu
Svipmyndir í hvert skírteini
Svipmyndir sf.
Hverfisgötu 18 Gegnt Þjodleikhusinu
Romanze — dyrindisstell frá Rosenthal. Fágaö
form. Því næst sem gegnsætt postulín.
Romanze er árangur margra ára þróunar í
efnisblöndun og framleiðsluaðferðum.
Þess vegna hefur Wiinblad og Wohlrab tekist
að hanna sannkallað meistaraverk:
Romanze — dýrindisstell
frá Rosenthal.
A. EINARSSON & FUNK
Laugavegi 85