Morgunblaðið - 01.11.1977, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1977
13
Rímað og
stuðlað
Katrín Jósepsdóttir:
ÞANKAGÆLUR. ljóð. 80 bls.
Bókaforlag Odds Björnssonar.
Akureyri, 1977.
KATRÍN Jósepsdóttir er mér
ókunn að öðru leyti en því sem
hún kynnir sig í ljóðum sínum. Af
þeim ræð ég að hún sé ekki mjög
ung skáldkona. Hún yrkir um
samkomu sem haldin var fyrir
fimmtán árum. Form kvæða
hennar er þó greinilega mótað af
tísku sem var komin til ára sinna
1962. Af ýmsum kvæðum bókar-
innar ræð ég að Katrín sé eða hafi
verið Akureyringur. I kvæðinu
Hin fögru blóm segir hún »bær-
inn minn« um Akureyri. Og í
kvæðinu Vaðlaheiði horfir hún »á
höfuðstaðinn norðanlands« frá
hjalla handan fjarðar.
Katrín rímar og stuðlar. Sýni-
lega lætur hún það sitja í fyrir-
rúmi. Eitt ljóð sitt nefnir hún Er
vorsins harpa (heitir eftir fyrstu
orðunum' í fyrstu ljóðlinunni).
Fyrsta lfna kvæðisins endar á
slær — »er vorsins harpa hreina
strengi slær.«
Slær kallar á fær, blær, grær og
nær. Önnur ljóðlinan endar á vek-
ur, jákvætt orð, ekki svo? En nú
vandast málið því orð sem ríma á
móti vekur stefna flest í gagn-
Bðkmenntlr
eftir ERLEND
JÓNSSON
Katrín Josepsdóttir
GÆIXJR
stæðar áttir merkingarlega séð.
Rímlistin setur skáldkonunni
kosti, hún verður að notast við
hrekur — »er geisli sólar gaddinn
burtu hrekur,« og tekur — »hinn
fleygi skari bú sér byggja tekur «
I kvæðinu Kveðja til Verka-
mannsins (blaðsins með því nafni
á Akureyri) endar fyrsta linan á
verkalýður. Það útheimtir sfður í
lok þriðju línu. Önnur línan end-
ar á kjör sem skáldkonan getur
síðan rímað við sigurför. Á móti
þótti i sama erindi kemur ótti. ög
auðs botnast að sjálfsögðu með
brauðs. Þannig glímir Katrín við
rímorðin og má oft ekki á milli sjá
hvor betur hefur.
Því vissulega hafa rímorðin
áhrif á kveðskap af þessu tagi.
Þegar skáldið verður að nota
þetta orðið en ekki hitt verður
það að haga meiningunni sam-
kvæmt þvi: málið stýrir þá hugs-
uninni. Það gerir Katrin sér vafa-
laust ljóst því oft leitast hún við
að láta koma krók á móti bragði,
þvæla orðunum f þá stöðu að þau
þjóni að einhverju leyli fyrirhug-
aðri tilætlun.
Katrinu' er nefnilega talsvert
niðri fyrir. Hún tekur skýra af-
stöðu til yrkisefnanna hvort held-
ur þau standa lienni nær eða fjær.
Hún velur séí' tjáningarform sem
hún þekkir og hefur mætur á. Og
þar er komið að megingalla þess-
ara ljóða: efni og form fellur ekki
hvort að öðru, skáldkonan vill
segja sína meining refjalausl,
rimar og stuðlar en lætur þriðja
liðinn í jöfnunni mæta afgangi.
það er að segja orðavalið. Það má
kalla þveröfugt við meginsjónar-
mið i skáldskap undaníarna ára-
tugi.
Liklega telst Katrín til þess sem
sumir kalla lággróðurinn i bók-
menntunum, en hann kvað vera
nauðsynlegur til viðgangs þvi sem
hærra. teygir sig. í fyrsta kvæði
bókarinnar, Bækurnar mínar. ját-
ar Katrín ást sína til fagurra bók-
mennta, einkum ljóðlistarinnar.
Þar er meðal annars þetta erindi:
Bosla uíkii vr hókin f*óó.
IIiiii bri'KZl i‘i viniini símim.
— Kk f*o( alllaf lcsió Ijórt.
Þau lyfla sinni «« ylja lilórt
«K boi'Kiiiála í hiiKaiÍHMini niíiiiim.
Svona kynnir Katrín sig: til-
finninganæm skáldkona, bókeisk,
ljóðræn, opinská, en ekki nenta
meðal leikfimismanneskja í fang-
brögðum sinum við formið.
Þetta er fimm arka bók sem er
nærri meðalstærð ljóðabóka nú á
döguni. En ljöðin, sem eru fjöru-
tíu og fjögur talsins, verða naum-
ast lesin með neinum þotuhraða
því siðurnar eru vel nýttar; sum
kvæðin eru nokkuð orðmörg.
Að ytra útliti er bókin svo úr
garði gerð að skáldkonan rná vel
við una.
Eiiendur Jónsson.
60 ára afmælis
októberbylting-
ar minnst
60 ÁRA afmælis Októberbyltingar
innar í Rússlandi verður minnst á
hátíðarfundi og tónleikum í Austur
bæjarbíói laugardaginn 5. nóvember
kl. 14.
í upphafi samkomunnar verða flutt
nokkur stutt ávörp og meðal ræðu-
manna verða þeir Bjarni Þórðarson
fyrrum bæjarstjóri i Neskaupstað og
Alexei Krassilnikof prófessor, fyrsti
sendifulltrúi Sovétríkjanna á íslandi og
einn af varaformönnum félagsins
Sovétríkin — ísland
Að ræðuhöldum loknum hefjast tón-
leikar og koma þar fram tékkneskir,
íslenskir og sovéskir listamenn
Sovésku tónlistarmennirnir. sem koma
hingað í boði MÍR ásamt Krassilnikof
prófessor gagngert til að taka þátt i
hátíðasamkomunm. eru þessir
Viktor Pikaizen, fiðluleikari, einleik-
ari við Filhamoníuna í Moskvu Hann
er kunnur listamaður í heimalandi sinu
og viðar og hefur hlotið verðlaun i
alþjóðlegri samkeppni fiðluleikara Þá
hefur Pikaizen leikið inni á margar
hljómplötur, m.a sem einleikari i fiðlu
konsertum eftir Dvorak. Mendelssohr
og Wieniawski með Filharmoníuhljóm
sveitinni í Moskvu undir stjórn Daviðs
Oistrakhs og Útvarpshljómsveitarinnar
i Moskvu undir stjórn G Roshdestv
ensky
Evgenia Seidel píanóleikari, undir-
leikari með Viktor Pikaizen, er einnig
þekktur listamaður og hefur leikið inn
á allmargar plötur
Vera Kazbanova söngkona syngur
rússnesk þjóðlög og rómönsur með
undirleik Evgeniu Seidel
Fyrir hátíðarfundinum og tónleikun-
um í Austurbæjarbiói gangast fjögur
félög Tékknesk-íslenska félagið, Félag-
ið Ísland-DDR, Pólsk-íslenska félagið
og MÍR, Mennmgartengsl íslands og
Ráðstjórnarríkjanna, ásamt sendiráð-
um viðkomandi ríkja Aðgangur er
ókeypis og öllum heimill
(Fréttatilkynning)
SUNM