Morgunblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÖVEMBER 1977
Halldór Vilhjálmsson:
Innan dyra
Velmegun
alþýðulýðveldisins
Róðurinn hjá Austur-þýzka al-
þýóulýðveldinu er greinilega far-
inn að iéttast. Efnahagur landsins
stendur í blóma eins og bezt má
sjá af því að hlutlaus alþjóðleg
hagtíðindi segja brúttóþjóðar-
framleiðslu Austur-Þýzkalands
árið 1976 rúmlega 800.000 fsl. kr.
á hvert mannsbarn I landinu, og
mun enn vera í nokkuð örum
vexti. Austur-þýzka alþýðulýð-
veldið er fyrir allmörgum árum
búið að taka forystuna meðal
Austur-Evrópulandanna, hvað
framleiðslugetu snertir miðað við
fólksfjölda að visu. Tékkóslóvakia
er næst í röðinni með brúttó-
þjóðarframleiðslu sem nemur um
680.000 ísl. kr. á mann, c% Pöl-
land, sem er númer 3 í röðinni,
verður að láta sér nægja rúmlega
hálfa milljón isl. kr. á mann. Önn-
ur Austur-Evrópuríki eru enn
neðar á blaði, hvað brúttófram-
leiðslu snertir.
Failegar, ódýrar vörur sjást
viða í búðargluggum, einkum í
stærstu borgum A-þýzka alþýðu-
lýðveldisins. Hér hefði fslending-
um áreiðanlega þótt gott að verzla
fyrir svo sem 35 árum, því senni-
lega hefur vöruframboðið verið
ennþá fábreyttara hjá okkur fyrir
stríð, heldur en núna í A-þýzka
alþýðulýðveldinu. A síðastliðnum
10 árum er höfuðborgin Austur-
Berlín, Leipzig og Dresden orðnar
hreinasta innkaupa-Mekka fyrir
alla Austur-Evrópu. Ferðamönn-
um frá hinum kommúnistalönd-
unum þykir mun meira varið í að
komast i verzlunartúr til Austur-
Berlínar, heldur en okkur kann
að þykja skreppitúr til Lundúna
til þess að fata okkur upp í Ox-
fordstræti.
Berlin bleiht Berlin,
— á sinn hátt
Demantarnir i sýníngarglugg-
um skartgripasalanna á Kurfur-
stendamm i Vestur-Berlin stara
stórir eins og barnsaugu fram hjá
skoðandanum á bankareikning-
inn hans; flest hin sjaldgæfari
loðdýr veraldar halda fund í
næsta glugga: hlébarðar, bisam-
rottur, þvottabirnir, minkar, bjór-
ar, úlfar og persnesk lömb. Is-
lenzkir og kanadiskir selkópar
eiga þarna einnig sína fulltrúa.
Göturnar eru fullar af röggsöm-
um og kannski dálítið of hávær-
um berlínarbúum, sem streyma á
millí stórverzlananna og fylla
kaffihús og önnur veitingahús
miðborgarinnar. Tötralegir tyrkir
sópa göturnar, þvo rúður, skræla
kartöflur og hreinsa mótatimbur
á hinum fjölmörgu byggingar-
stöðum borgarinnar. Þeim er gert
að búa í sérstökum borgarhlutum,
sem eru að verða altyrkneskir;
hin nýju gettó Berlínar. Tízku-
fatnaður berlinarkvenna virðist
innfluttur frá Róm og París,
kambgarnsfötin á karlmennina
frá London og peysurnar frá Skot-
landi. Velmegunarbragurinn á
Vestur-Berlin virðist vera áþekk-
ur og i Hamborg, ZUrich og Stokk-
hólmi. Það er meiri .heimsborg-
arabragur yfir vestur-
berlínarbúum heldur en öðrum
þjóðverjum; ysinn og þysinn er
hér meiri en í öðrum þýzkum stór-
borgum. Allir virðast yfir sig önn-
um kafnir víð störf eða skemmt-
an. Ef til vill er það allt þetta
annriki og streitan, — eða þá of
hár aldur kvenna í V-Berlín, sem
gerir það að verkum að v-
berlínarbúum gengur heldur bág-
lega með blessað barnalánið. Á
meðal þeirra tveggja milljóna og
tvöhundruð þúsunda, sem byggja
eyríkið Vestur-Berlín, virðist vera
ofur fátt af uppvaxandi börnum.
Flest þau börn sem sjást á ferli á
götunum eða leika sér á róluvöll-
um borgarinnar tala tyrknesku
eða einhverja pakistanska sans-
krit. Elli kerling sækir orðið fast
á obbann af hinum þýzku vestur-
berlínarbúum.
HöfuðborKÍn
hinum megin
Austur-Berlin með sína rúm-
tega einu milljón íbúa virðist í
senn vera i órafjarlægð frá Vest-
ur-Berlín og er þó alls staðar ná-
læg. Samgöngukerfið milli
borgarhlutanna tveggja, þ.e.a.s.
járnbrautin innanborgar, S-Bahn,
er í höndum yfirvalda Austur-
Berlinar; eimreiðarnar eru mann-
aðar austur-berlínarbúum, ög lög-
regla og eftirlitsmenn á járn- ,
brautarstöðvum í S-Bahn f Vest-
ur-Berlin eru austanmenn með
augu og eyru opin. Eftir u.þ.b. 10
mín. akstur frá Bahnhof Zoo i
Vestur-Berlin með innanborgar
brautinni S-Bahn er maður þó
Hreinlæti og
góð umgengni
Tandurhreinar göturnar koma
íslendingnum í fyrstu ókunnug-
lega fyrir sjónir; glerbrotin,
gubbusletturnar og pappirssorpið
á götum úti virðist víst helzt til-
heyra reykvískri umgengnis-
menningu. Mitt í öllu þessu ytra
hreinlæti Austur-Berlínar sýnast
manni göturnar í sjálfri miðborg-
inni i fyrstu vera jafn auðar og
mannlausar eins og nýlega hafi
verið gefið loftvarnarmerki; að-
eins örfáar mannverur á ferli hér
og þar á breiðum gangstéttunum.
Einstaka ósandi trabant og nokkr-
ir strætisvagnar skrönglast eftir
hinum mörgu akreinum breið-
gatnanna, og hinir gamalkunnu
sporvagnar eru hér enn i fullu
fjöri.
í hinum 365 metra háa sjón-
varpsturni steinsnar frá Alexand-
ertorgi eru tvö veitingahús: eitt
stórt þúsund manna gímald niður
við jörðu, og annað miklu minna
og mun dýrara í um 200 m hæð,
svokallað Tele-Café. I báðum
þessum veitingahúsum eins og
raunar alls staðar á hinum betri
veitingastöðum, hvar sem er í
landinu, verða gestirnir að gjöra
svo vel að stilla sér upp i biðröð í
innganginum; stundum i 15 min-
útur, stundum i hálfa klukku-
stund, stundum i heila klukku-
stund, en þá kemur lika þjónninn
og vísar þeim fremstu i biðröðinni
kominn til höfuðborgar Austur-
þýzka alþýðulýðveldisins, — og
beint inn i biðröð. Þessi landa-
mærastöð er gluggalaust neðan-
jarðarbyrgi með mörgum vel-
vopnuðum vörðum við inn- og út-
ganginn. Vegabréfsskoðunin tek-
ur þetta frá hálftima upp í rúma
klukkustund. Þá tekur sjálf
höfuðborgin við. Miðað við Vest-
ur-Berlín virkar Austur-Berlin á
mann eins og ströng, siðavönd
piparmey við hliðina á léttúðugri,
ofskreyttri heimsdömu. Mikið
hefur verið byggt í miðborginni
og annars staðar i A-Berlín á
undanförnum árum, og árangur-
inn er greinilega kominn i Ijós:
Nýlegir öskugráir húsakassar,
mismunandi háir en allir alveg
eins. Einstaka ker eða blómabeð
með rauðum geraníum á víðáttu-
miklum, mannauðum steintorg-
unum, öll alveg eins.
Dresden þótti fyrir strið ein fegursta borg í heimi og var einkum fræg fyrir fjölmörg rokoko-hús frá 18.
öld, sem prýddu miðborgin, barok-kirkjur og hallir. Snemma árs 1945 gerðu bandamenn sk.vndilega hinar
heiftarlegustu loftárásir á Dresden og gjöreyddu miðborginni á einni nóttu, drápu um 30 þúsund manns
en særðu um 300 þúsundir að því talið er. IVlikið af miðborginni hefur nú verið endurbyggt í þessum
sviplausa stórgerða kassastíl. Myndin sýnir hið endurbyggða Pragstræti í Dresden.
Austur-þýzku stórborgirnar veita fleiri tækifæri og bjóða íbúum sfnum oftast betri lífskjör heldur en
minni borgirnar. tbúar höfuðborgarinnar, Austur-Berlinar, njóta t.d. mun betri lífskjara en aðrir
borgarar landsins.
Iþróttir skipa veglegan sess í A-þýzka alþýðulýðveldinu, einkum
afreksfþróttir, sem afla ríkinu álits erlendis og treysta móralinn
heimafyrir. Hér sýna kornungir a-þýzkir fimleikamenn fjöidaatriði
sín á leikvanginum í Leipzig.
Austur-þýzkar
veggskrcytingar
Það sem einkum lifgar upp á
umhverfið víða í höfuðborginni,
eru langir eldrauðir borðar með
flennistóru letri, sem strengdir
eru þvert yfir marga húsveggi
mjög svo til prýði: „Við elskum
Sovétríkin ofar öllu", „Sovétríkin
tryggja líf okkar og tilveru!“,
„Kommúnistaflokkur A-þýzka al-
þýðulýðveldisins gengur arm í
arm með Kommúnistaflokki
Sovétríkjanna“, „Hið sósíalistiska
Þýzkaland samfagnar bræðrum
sinum á 60 ára byltingarafmæli
Sovétríkjanna!“, „Sameignar-
stefnan sigrar!", „Hinn mikli
Lenin er okkar leiðarstjarna!“,
„Lengi lifi hin dyggóumprýddu,
dáðríku Sovétríki!". Þriggja
metra háar ljósmyndir af Erich
Honecker, aðalritara Kommún-
istaflokks Austur-Þýzkalands og
forsætisráðherra landsins, álíka
stórar myndir af Karli gamla
Marx, Friðriki Engels og Valdi-
mari Lenin og skötuhjúunum
Rósu Luxemburg og Karli Lieb-
knecht; allar þessar myndskreyt-
ingar á almannafæri virka einkar
fegrandi á umhverfið.
í DDR