Morgunblaðið - 01.11.1977, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1977
15
Síðari
hluti
til sætis við eitthvert borðið, og
veitingarnar koma skömmu siðar.
Lystiganga
Nú, berlínarbúar hljóta þó að
ganga sér til skemmtunar á „Unt-
er den Linden" á svona fallegu.
hlýju sumarkvöldi? Bein og breið
iiggur „Unter den Linden“ upp
að Brandenborgarhliðinu, sem
Bismarek lét reisa til minningar
um sameiningu þýzku smárikj-
anna undir forystu Prússlands i
kringum 1870. í dag stendur
Brandenborgarhliðið, umvafið
nauðsynlegum gaddavir og múr-
verki, á mörkum Austur- og Vest-
ur-Berlinar eins og skuggalegur
minnisvarði um sundrungu
Þýzkalands. Velvopnaðir verðir,
— alltaf tveir og tveir saman hvor
öðrum til trausts og halds, —
þramma fram og aftur fyrir fram-
an þennan forðum fræga sigur-
boga þýzks stórveldis, og verðirn-
ir fylgjast með öllum mannaferð-
um nálægt Brandenborgarhliðinu
af gerhygli; handan sigurborgans
leggur bjarmann frá Vestur-
Berlin. Mannfjöldinn, sem gekk
sér til skemmtunar eftir hinni
nafntoguðu glæsigötu „Unter den
Linden" þetta júlikvöld reyndust
vera aðeins tveir menn. „Getið
þér sagt mér, hvar Komische
Oper er?“ spyr islendingurinn.
„Mér þykir það afar leitt,“ svarar
hinn, „ég er vestur-þjóðverji.“
Leiklist og tón-
list í hávegum
Leikhús borgarinnar eru bæði
mjög mörg, góð og vel sótt. Flest
leikhúsanna er að finna við
Friedrichstrasse eða í námunda
við þá götu. Das Theater am
Schiffbauerdamm, örskammt frá
Friedrichstrasse hýsir leikflokk-
inn Berliner Ensemble, sem
stofnaður var af Bertolt Brecht á
sínum tíma, og sýnir enn ein-
göngu verk þessa fræga leikrita-
höfundar. Rétt þar hjá er
Deutsches Theater und Kammer-
spiele, eins konar þjóðleikhús
Austur-Þýzkalands, þar sem Max
Reinhardt réð rikjum frá því
skömmu eftir siðustu aldamót og
fram til 1933 og gerði garðinn
frægan með nýstárlegum, einföld-
uðum sviðsetningum og nýrri
túlkun frægra leikhúsverka. Hitl-
er féll uppruni Max Reinhardts
ekki I geð og lét umsvifalaust
reka hann úr landi. Ekki má
gleyma hinu virðulega Schauspel-
haus við Charlottenstrasse, sem
ávallt hefur eitthvað áhugavert á
fjölunum, oft yerk yngri höfunda.
Yfirleitt er mikil gróska í leiklist-
arlifinu um gjörvallt Alþýðulýð-
veldið, og jafnvel hinar minni
borgir á stærð við Reykjavik hafa
oftast starfandi óperuhús eða
a.m.k. eitt eða fleiri föst leikhús.
Eins og alltaf hjá þjóðverjum er
músiserað af hjartans lyst i öllum
hornum og skotum i Aiþýðulýð-
veldinu, og eru þar að verki nær
óteljandi kammerhljómsveitir,
dúo, tríó, kvartettar, kvintettar
auk allra stóru og virðulegu sin-
fóníuhljómsveitanna, og svo heils
aragrúa af hornaflokkum, sem
eru ómissandi, þegar marsérað er.
I Thiiringenhéraði syðst í Aust-
ur-Þýzkalandi býr einn víðkunn-
asti orgelleikari heims, prófessor
Johannes Ernst Köhler í Weimar,
hinni fögru og kyrrlátu borg
Goethes og Sehillers. Prófessor
Köhler er ef til vill einn þekktasti
Bach-túlkandi nútimans og leikur
annan hvprn sunnudag opinber-
lega á orgelið i Herderkirkjunni í
Weimar. Það var niikil áriægja að
heyra þennan orgelsnilling leika
toccötu og fúgu i f-dúr, fantasíu
og fúgu i c-moll, auk annarra
verka eftir Johann Sebastian
Bach, og loks Ricercare eftir Hall-
grim Helgason. Prófessor Köhler
bar mikið lof á þetta orgelverk
íslenzka tónskáldsins og kvaðst
hafa löngun til að kynnast fleiri
íslenzkum orgelverkum. Hann er
Framhald á bls. 37.
Nýjar
hljómplötur
„Blessað striðið"
í dag, þriðjudag kemur út ný hljóm-
plata frá SG-hljómplötum Á þessari
plötu flytur Gisli Rúnar Jónsson létt
efni um hernámsárm i tali og tóoum
Að sögn Gisla Rúnars tók u þ b fimm
mánuði að vmna plötuna. enda þurfti
hann fyrst að kynna sér mikið af alls
kyns efni frá þessum árum Einnig tók
langan tíma að gera umslagið. en á því
eru myndir af Gísla Rúnari í ýmsum
gervum
Nær allur texti sem Gísli flytur á
plötunni er eftir hann og hann syngur
og rabbar einnig i öllum lögum, nema
hvað Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur eitt
lag á móti honum og Eva Dögg og
Edda Björgvinsdóttir syngja litið eitt i
þremur lögum Þessi plata átti að koma
á markað fyrir nokkru síðan. en hún
tafðist i pressum erlendis i u þ b tvo
mánuði
Platan ber nafnið ..Blessað striðið.
sem gerði syni mina rika og undirtitill
er ..Gísli Rúnar Jónsson lofsyngur her
námsárin”
Meira Mannakorn
Út er komin á vegum Fálkans ný
plata. sem ber nafnið ..í gegnum tíð-
ina” Það er hljómsveitin ..Manna-
korn”, sem leikur á þessari plötu lög
og texta eftir einn meðlim sveitarinnar.
Magnús Eiriksson Eitt lag á plötunni
er þó við Ijóð eftir Stein Steinarr Auk
Magnúsar skipa hljómsveitina þeir
Baldur Már Arngrimsson. Björn
Björnsson og Pálmoi Gunnarsson. en
ýmsir hljóðfæraleikarar eru þeim til
aðstoðar Með sömu hljómsveit kom út
plata í fyrra sem bar yfirskiftina „Mann-
korn” og hefur það nafn festst við
hljómsveitina
Að sögn Magnúsar eru lögin búm til
á siðustu þremur árum, en sumir text-
anna nokkru eldri. Magnús kvaðst
upphaflega hafa farið út í textagerð af
illri nauðsyn. af þvi hvað honum þótti
textar oft á tiðum lélegir Upptaka
plötunnar tók langan tima, en stúdió-
tímar voru þó einungis u þ b 130
Magnús sagði að þeir félagar hefðu
ekki látið sér detta í hug að gera þriðju
Mannakornaplötuna, hms vegar væru
þeir núna að æfa efni á leikna
(instrumental) jassplötu. sem þeir
hefðu hug á að gera ásamt Guðmundi
Ingólfssym S.B.
ÞÉR TRYGGIÐ RÉTT LJÓSMAGN OG
GÓÐA LÝSINGU MEÐ ÞVf AÐ VELJA
(OSRAM
RÉTTA PERU
Engin ein pera getur fullnægt öllum kröfum yðar. Þess vegna
býður OSRAM yður fjölbreytt úrval af hvers konar perum, til þess
að þér getið valið rétta peru og það Ijósmagn sem þér þarfnist.
Peru-úrval OSRAM gerir yður kleift að velja rétta lýsingu.
OSRAM
vegna gæðanna
Renault 20 er bíllinn sem sameinar lipurð bcejarbílsins og stcerð og þcegindi
ferðabílsins. Bíll sem hentar íslenskum aðstceðum einkar vel.
Renault 20 er framhjóladrifinn bíll, með sjálfstceða fjöðrun á hverju hjóli.
Vélin er 102 hestöfl og eyðslan aðeins 9 l á 100 km.
Renault mest seldi bíllinn í Evrópu 1976.
RENAULTO
KRISTINN GUSNASON HF.
SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633