Morgunblaðið - 01.11.1977, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÖVEMBER 1977
Ragnhildur Helgadóttir:
I>jódf élagsábyrgd ungs
f ólks og kosningaaldur
Rætt um lækkun kosningaaldurs í 18 ár til sveitarstjóma
18 ára kosninga-
aldur til
sveitarstjórna.
Benddikt Gröndai (A) mælti f
gær fyrirfrumvarpi til laga um
breytingu á sveitarstjórnarlögum
þess efnis, að „kosningarétt til
sveitarstjórna hafi allir, sem eru
18 ára aó aldri“ og fullnægi aö
öðru leyli ákvæðum eldri laga hér
um (í stað 20 ára aldurs áður).
Benedikt benti á að kosninga-
réttur til Alþingis væri ákveðinn í
stjórnarskrá. Honurn yrði því
ekki breytt nema með stjórnar-
skrárbreytingu. Hins vegar mætti
breyta kosningaaldri til sveitar-
stjórna með einfaldri breylingu
kosningalaga. Gæti því lækkun
kosningaaldurs komið til fram-
kvæmda við sveitarstjórnar-
kosningar á næsta ári, ef vilji
væri fyrir hendi. Benedikt rakti
síðan ýmsar röksemdir fyrir
lækkun aldursákvæðis sem og
þau afskipti, sem Alþýðuflokkur-
inn hefði haft af þessu máli, bæði
fyrr og síðar.
Jónas Árnason (Abl) sagðist
samþykkur efnisákvæöum þessa
frumvarps og mælti með sam-
þykkt þess.
Jóhann Hafstein (S) taldi rétt
að sama aldursákvæði gilti um
kosningarétt til Alþingis og
sveiiarstjórna. Hann væri and-
vígur lækkun nú, nema að saman
færi lækkun aldursákvæðis
varðandi ýmis önnur ákvörðunar-
réttindi, er samleið ættu.
Karvel Pálmason (SFV) studdi
frumvarpið, taldí fólk, sem orðið
væri 18 ára, leggja sitt af mörkum
í þjóðfélaginu, atvinnulega og
sem gjaldendur, og ætti því að
hafa sama rétt til áhrifa á fram-
vindu mála í kosningum.
íí w : í/
Ragnhildur Helgadóttir
Réttindi bundin
aldursmarki.
Ragnhildur Helgadóttir (S)
sagðisl lengi hafa verið hlynnt því
að kosningaréttur og ýmis önnur
réttindi, sem bundin væru aldurs-
marki, væru miðuð við lægri
aldur en nú er gert. Þessa afstöðu
sína mætti rekja til starfs sins í
samtökum ungra sjálfstæðis-
manna. Það mikil ábyrgð hvílir á
ungu fólki i þjöðfélagi okkar,
sagði Ragnhildur, að ekki er
nema sanngjarnt að það fái
nokkru ráðið um það, hverjir hafi
forræði um almenn málefni
sveitarfélaga og þjóðfélags. Hún
rakti og aðdraganda þessa mála,
er kosningaaldur var lækkaður í
20 ár.
Ragnhildur sagði ekki óeðlilegt
að enn rýmri kosningaréttur gilti
um kosningu til sveitarstjórna en
Alþingis. Svo er víða, sagði hún,
einnig á fleiri sviðum en aldurinn
varðar. Minnti hún á nýleg
ákvæði í lögum allra Norðurlanda
(annarra en íslands) þar sem
erlent fólk hefur kosningarétt, ef
það er búsett í viðkomandi
sveitarfélagi og hefur ríkisfang í
einhverju Norðurlanda.
Ragnhildur vitnaði til um-
sagnar ýmissa samlaka ungs fólks
um lækkun kosningaaldurs, sem
ekki hefðu verið á eina lund. Hún
sagði það engu að síður sitt mat að
fólk á þessum aldri, 18—20 ára
hefði til að bera þekkingu og
þroska til að fara með ábyrgð,
sem kosningarétti fylgdi. Hún
vitnaði til ítrekaðra samþykkta
SUS um þetta efni, einnig hvað
varðar þátttöku í prófkjörum
stjórnmálaflokka. Ungir sjálf-
stæðismenn, sem náð hafa 18 ára
aldri, hafa slík prófkjörsréttindi.
„Ég vonast til,“ sagði Ragnhildur
Helgadóttir, „að þessi tillaga, sem
ég er efnislega samþykk, fái
brautargengi hérí þingsölum.“
Þingfréttir í stuttu máli
Sundkennsla í
sjávarplássum
Frumvarp til
ættleiöingarlafía
Ölafur Jóhannesson, dóms-
málaráðherra, mælti fyrir
stjórnarfrumvarpi til ættleið-
ingarlaga í gær (mánudag),
sömdu af sifjalaganefnd. í
frumvarpinu felst ekki stefnu-
breyling frá núgildandi lögum.
Flkki er heldur um stórvægileg-
ar efnisbreytingar aö ræða.
Frumvarpið er í nteginefni
sniðið eftir hliðstæðri löggjöf á
Noröurlöndum.
Sundlaug;ar/
skólakostnaður
Karvel Pálmason (SFV’)
mælti fyrir frumvarpi tii laga
um breytingu á skölakostnaðar-
ákvæðum. þess efnis, að ríkis-
sjóður „skuli ávallt greiða 75%
áætlaðs stofnkostnaðar sund-
lauga í útgerðarstöðum, sem
hafa innan við 4000 íbúa“.
Karvel rökstuddi tillögu sina
(og Jónasar Árnasonar Abl. og
Sighvats Björgvinssonar A)
með því, að engum væri sund-
kunnátta nauðsynlegri en verð-
andi sjómönnum. Litlum sveit-
arfélögum (sjávarplássum)
væri hins vegar um megn að
rísa undir stofnkostnaði slíkra
mannvirkja nema með hér til-
lagðrl ríkisaðstoð. Um helm-
ingur útgerðarstaða með undir
4000 íbúa hefðu ekki aðstöðu til
sundkennslu i dag.
Jónas Árnason (Abl) tók
undir orð Karvels. Hann fór og
lofsamlegum orðum utn stjórn-
endur Reykjavíkurborgar fyrir
það framtak, sem þeir hefðu
sýnt við uppbyggingu sund-
slaða í borginni. Hann hvatti og
til almannaþátttöku í líkams-
rækt, sem væri bezta heilsu-
viirnin.
Ellert B. Srliram (S) sagði
skylt að stuðla að byggingu
sundlauga sem viðast um land.
Hitt væri vafasamara, hvort
ætti, eins og hér væri lagt til, að
taka eina grein íþróttamann-
virkja út úr um sérstuðning eða
miða ríkisaðstoð við ákveðna
íbúastærö sveilarfélaga. Hann
vakti athygli á þvi aö í fjárlaga-
frumvarpi væri aðeins fjárveit-
ing til að standa undir tilfall-
andi kostnaði yið iþróttamann-
virki, sem þegar væru á fram-
kvæmdastigi, ekki til nýrra
verkefna. Vandi íþróttasjóðs
væri mjög mikill. Ekki væri
nóg að benda á verkefni, þó
gott væri út af fyrir sig, heldur
þyrfti jafnframt að benda á
tekjuöflun til að breyta orðum í
efndir. Rekstur íþróttahreyf-
ingarinnar, á hverrar vegum
um 60 þúsund manns stunduðu
einhvers konar íþróttir, kostaöi
einn sér (fyrir utan fjárfesting-
arkostnað) milli 400—500 m.
kr. á ári. Fjárveiting hins opin-
bera næmi aðeins um 40 m. kr.
Fjármagns væri þvi vant —
bæði til mannvirkjagerða og al-
mennrar íþróttastarfsemi.
Fuglafriöun
Jónas Árnason (Abl) mælti
furir fruntvarpi til laga urn
fuglafriðun, þ.e. bann við
haglabyssum sem taka fleiri en
tvö skothylki, til samræmis við
Alþjóðasamþykkt um verndun
fugla.
Eignarráö yfir
landinu, gögnum
þoss og sæöum
Eggert G. Þorsteinsson og
Jón Armann Héðinsson, þing-
menn Alþýðuflokks, flytja
frumvarp til laga um ofanskráð
efní. Þar segir að landið allt
með gögnum þess og gæðum og
ntiðin umhverfis það, svo sem
viðtekin efnahags- og fiskveiði-
lögsaga hverju sinni greinir,
skuli vera sameign þjóðarinnar
allrar. að svo miklu leyti sem
ekki er öðru vísi ákveðið í lög-
um þessum. . . Umráðaréttur
eignar þessarar skal vera í
höndum Alþingis. Þrátt fyrir
þessi ákvæði „skal bændum
frjálst, ef og meðan þeir kjósa,
að eiga jarðir til eigin búrekstr-
ar. Bújörðum skulu fylgja þau
hlunnindi, sem þeim hafa fylgt,
ef einhver eru, og bændur hafa
nýtt til bútekna, svo sem dún-
tekja, eggjataka, selver og reki,
þó ekki veiöirétur í ám né vötn-
um“. Rikinu er skylt að kaupa
bújarðir bænda, ef þeir óska, og
miðist kaupverð við gildandi
gangverð jarða til búrekstrar.
Sömuleiðis hús og ræktun.
Guðlaugur Þorvaldsson háskólarektor afhendir Ásdfsi Skúladóttur
prófskirteini B.A.-prófs i félagsvisindadeiid.
t
Háskóli Islands:
67 stúdentar
í lokaprófum
í upphafi haustmisseris hafa
eftirtaldir 67 stúdentar lokið
prófum við Háskóla Íslands.
Embættispróf í læknisfræði: (2)
Björn Sigurðsson
Kristján K. Víkingsson
Aðstoðarlyfjafræðingspróf: (2)
Anna Friðriksdóttir
María Lovísa Einarsdóttir
Embættispróf í lögfræði: (5)
BjarniG. Björgvinsson
Ingvar J. Rögnvaldsson
Jónína Jónasdóttir
Lára V. Júlíusdóttir
Sigurður I. Halldórsson
Kandídatsprófi í viðskiptafræði:
(14)
Agnar Öttar Norðfjörð
Áskell E. Jónsson
Finnur Geirsson
Guðni Baldursson
Helgi Jóhannsson
Hermann A. Bjarnason
Hilntir Hilmisson
Inga Jóna Þórðardóttir
Ölafur Haukur Johnson
Ölafur Örn Klemensson
Snorri Björn Sigurðsson
Sturla Jónsson
Sveinn Aðalsteinsson
Þorkell Sigurlaugsson
Kandídatspróf í fslenzku: (1)
Eysteinn Þorvaldsson
B.A.-pröf í heimspekideild: (12)
Björn Pálsson
Broddi Broddason
Dagný Þorgilsdóttir
Friðrik G. Olgeirsson
Gunnar B. Arnkelsson
Halldís Ármannsdóttir
Hallur P. H. Jónsson
Ólafur M. Jóhannesson
Stefán Andrésson
Steingrímur Jónsson
Vilborg S. Árnadóttir
Örnólfur J. Ólafsson
Verkfræði- og raunvísindadeild:
(14)
Byggingarverkfræði: (1)
Þorvaldur St. Jónsson
Rafmagnsverkfræði: (1)
Pétur E. Þórðarson
B.S.-próf í raungreinum
Stærðfræði: (2)
Franz Árni Siemsen
Steinþór Kristjánsson
Efnafræði: (1)
Kristinn Kristjánsson
Líffræði: (4)
Guðlaug Torfadóttir
Helgi Jensson
Sigríður Steingrímsdóttir
Vigdis Einarsdóttir
Jarðfræði: (2)
Einar Hörður Svavarsson
Hallgrímur Jónasson
Landafræði: (3)
Gísli Sváfnisson
Guðmundur Guðjónsson
Ólafur H. Jónsson
B.A.-próf í félagsvísindadeild:
(17)
Anna G. Jónsdóttir
Ásdis Skúladóttir
Elisabet Halldórsdóttir
Guðbjörg Ragna Ragnarsdótlir
Guðríður Ragnarsdóltir
Helgi Viborg
IngibjörgE. Guðmundsdóttir
Ingibjörg G. Guðmundsdóttir
Kristín Geirsdóttir
Kristin Gústafsdóttir
Kristín S. Valdimarsdóttir
Magnús Jónsson
Ólafur Þ. Harðarson
Ragnheiður Indriðadóttir
Stefanía Traustadóttir
Þorsteinn G uðmundsson
Ævar Kjartansson
Frá afhendipgu prófsktrteina.