Morgunblaðið - 01.11.1977, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 01.11.1977, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1977 21 Skemmtileg keppm á júdómótinu ALLGÓÐ þátttaka og skemmtileg I keppni var i fyrsta júdómóti þessa keppnistimabils sem fór fram í íþróttahúsi Kennara- hásköla íslands um helgina. Var keppt í fjórum þyngdarflokkum í mótinu, og mátti sjá margar skemmtilegar vióureignir, sem benda til þess að beztu júdó- mennirnir séu í ágætri æfingu, enda stórverkefni framundan. Dagana 19.—20. nóvember n.k. fer fram í Reykjavík alþjóðlegt mót, svokallað „Opna skandi- navíska meistaramótið", og þar munu íslenzkir júdómenn fá erfiða andstæðinga til að keppa við. í léttasta flokknum, 71 kg og léttari, sigraði Halldór Guðbjörns- son JFR á sunnudginn. Annar varð Baldur Jóelsson, JFR, og Armenningurinn Hilmar Jónsson varð í þriðja sæti. í flokki 71—78 kg sigraði Garðar Skaptason, Ármanni, Gunnar Guðmundsson úr Kefla- vik varð í öðru sæti og Björn Halldórsson, UMFK, varð í þriðja sæti. 1 flokki 78—86 kg sigraði Bjarni Friðriksson, Á Bjarni Björnsson, JFR, varð í öðru sæti og Jónas Jónasson, Ármanni, í þriðja sæti. i þyngsta flokknum, þar sem keppendur voru 86 kg eða þyngri, sigraði Norðurlandameistarinn Gísli Þorsteinsson, Ármanni. Karl Gíslason varð annar og Hákon Halldórsson, JFR, varð þriðji. Gfsli Þorsteinsson hefur náð góðu taki á andstæðingi sínum og þá er ekkki að sökum að spyrja. BEZTU LEIKMENNIRNIR SAMTÖK íþróttafréttamanna gengust fyrir vali og veittu verðlaunagripi til þriggja leik- manna í Norðurlandameistara- mótinu i handknattleik. Var valinn bezti markvörður mótsins, bezti varnarleikmaður og bezti sóknarleikmaður. Bezti markvörður mótsins var valinn Norðmaðurinn Morgan Juul, sem sýndi mjög góða markvörzlu f öllum leikjum Norðmanna í mótinu, sérstaklega þó í leiknum við ísland, þar sem hann var tví- mælalaust maðurinn á bak við norskan sigur. Hann stóð sig einnig mjög vel í leiknum við Dani og forðaði liði sínu þar frá stærra tapi. Bezti varnarleikmaðurinn var valinn Ingemar Andersson frá Svíþjóð, en hann átti stór- glæsilegan leik með sænska liðinu f úrslitaleiknum við Dani. Var Anderson inná nær allan tímann, og stjórnaði vörn sænska liðsins, sem var mjög góð. Daninn Anders Dahl-Nielsen var svo valinn bezti sóknarleik- maður mótsins, og þurfti það val ekki að koma neinum á óvart. Það var Dahl-Nielsen sem bókstaflega vann leik Dana við tslendinga, skoraði fimm mörk á stuttum leikkafla í seinni hálfleik og Nielsen gerði einnig mjög þýðingar- mikil mörk í úrslitaleik Dana og Svfa, auk þess sem hann átti gullfallegar línusendingar í öllum leikjum danska liðsins, sem gáfu mörk eða vítaköst. Dahl-Nielsen var einnig mark- hæsti leikmaðurinn f Norður- landamótinu, skoraði 21 mark, en íslendingurinn Ólafur Einarsson var næst mark- hæstur, skoraði 20 mörk. Meðfylgjandi m.vnd er af verðlaunahöfunum. Lengst til vinstri er Norðmaðurinn Morgan Juul, Daninn Anders Dahl-Nielsen er í miðjunni og lengst til hægri er Svfinn Inge- mar Andersson. KR-ingar unnu stórsigur nyðra KÖRFUKNATTLEIKSLIÐ KR kom í heimsókn til Ak- ureyrar um helgina og hugðist leika tvo æfinga- leiki gegn Þór. Ekkert varð þó af síðari leiknum, þar sem KR-ingar fóru suður um miðjan dag á laugar- dag, án þess að gefa nokkr- ar skýringar og þótti Þórs- urum að sjálfsögðu slík framkomu súr í broti. Liðin leiddu saman hesta sína á föstudagskvöld og voru margir áhorfendur mættir, enda nokkur ár liðin siðan Þór hefir átt Iið i 1. deild. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn og staðan í hléi 43 stig gegn 31. í síðari hálfleiknum kom styrkur KR fyrst í ljós og þeir sigruðu með yfirburðum skrouðu 123 stig gegn 65. Athygli manna beindist fyrst og fremst að þjálfurum liðanna, Bandaríkjamönnunum, Piazza hjá KR, og Mark Christensen hjá Þór. Báðir áttu þeir ágætan Ieik, Piazza skoraði 31 stig og var stiga- hæstur KR-inga, en Christensen skroaði 26 stig og var stigahæstur Þórsara. Það verður fróðlegt að sjá hvort Þórsarar halda sæti sínu í deildinni. Það sem helst háir liðinu er hversu breiddin er litil og getur það orðið liðinu dýr- keypt. Þórsarar virðast annars ekki komnir í næga æfingu, þann- ig virtist úthald sumra leikmanna vera af skornum skammti, en það stendur án efa til bóta. Um lið KR er óþarft að fjölyrða. Það er án efa lang sterkasta körfuknattleikslið landsins i dag, raunar á tíðum unun að horfa á leik liðsins. Stigahæstir KR-inga voru Piazza 31, Jón Sigurðsson 19, Ein- ar Bollason og Ágúst Karlsson 16 hvor, Bjarni Jóhannesson 15 og aðrir minna. Mark Christensen skoraði 26 stig fyrir Þór, Jóhannes Magnús- son 13, Eirikur Sigurðsson 12 og aðrir minna. UNGLINGARNIR KEPPA VIÐ WALES A MORGUN SEINNI landsleikur Íslendinga og Walesbúa i UEFA- unglingakeppninni í knattspyrnu fer fram á velli Swansea FC, Veteh Field í Swansea. á morgun, miðvikudaginn 2. nóvember. Fyrri leikur liðanna fór fram á Laugardalsvellinum og lyktaði honum með jafntefli 1—1 þannig að búast má við þvi að róðurinn verði þungur fyrir islenzku pilt- ana í leiknum í Wales. islenzka liðið sem keppir IWal- es verður skipað sömu piltum og léku fyrri leikinn, og eru þeir eftirtaldir: Guðmundur Baldursson, Fram Bjarni Sigurðsson, ÍBK Benedikt Guðbjartsson, FH Pálmi Jónsson, FH Ágúst Hauksson, Þrótti Benedikt Guðmundsson, UBK Ömar Jóhannsson, ÍBV Skúli Rósantsson, ÍBK Kristján B. Olgeirsson, Völsungi Helgi Helgason, Völsungi Heimir Bergsson, Selfossi Ingólfur Ingólfsson, Stjörnunni Páll Ölafsson, Þrótti Arnór Guðjohnsen, Víkingi Sigurður V. Halldórsson, UBK Þorvaldur Hreinsson. Aftureld- ingu. Þjálfari liðsins er Lárus Lofts- son og er hann annar frá hægri i aftari röð á nieðfvlgjandi myn sem Friðþjófur Helgason tók ai landsliðinu áður en það hélt ai staö til Wales f gær. Lengst til vinstri i aftari röð er aðalfarar- stjóri liðsins, Helgi Danielsson varaformaður KSÍ, og lengst til hægri í aftari röð er Gisli Már Olafsson aðstoðarfararstjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.