Morgunblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÖVEMBER J977 LOKS ER ÍSLENDINGUR OFARLEGA Á AFREKASKRÁ Afrek undrabamáns Steuk ber hæst ÞEGAR litió er á heimsalreks- skrána f spjótkasti í ár, kemur í ljós aö þar hafa litlar breytingar oröið frá f.vrri árum. Iþróttamenn frá tveimur þjóöum, Finnlandi og Ungverjalandi, raöa sér í sjö af tfu efstu sætunum, og er þaö líkt og vant er. í þessum löndum þyk- ir þaö tæplega frásagnarvert þótt spjótió fljúgi 83—84 metra á mót- um, og slfkt nægir ekki einu sinni alltaf til verðlaunasæta. Sérstak- lega er mikil framþróun f þessari íþróttagrein í Finnlandi, þar sem margir spjótkaslarar köstuóu le.ngra en 80 metra s.l. sumar. Beztum spjótkaStsárangri á þessu ári náði heimsmethafinn Miklos Nemeth frá Ungverjal^ndi er hann kastaði 94,10 metra.- Er það kast jafnframt þriðja kastið sem er yfir 94 metra. Sjálfur hef- ur hann kastað 94,58 metra og V-Þjóðverjinn Klaus Wolfermann kastaði 94,08 metra. í sleggjukasti eru Sovétmenn atkvæðamestir að venju og eiga sjö af tíu beztu mönnunum í greininni. Það er þó enginn þeirra sem vakti mesta athygli á árinu, heldur hinn 18 ára gamli Austur-Þjóðverji Roland Steuk, sem þeytti sleggjunni hvorki meira né minna en 76,38 metra. Er Steuk greinilega undrabarn í þessari erfiðu íþróttagrein sem hvað bezt má sjá á þvf að heims- met í 19 ára aldursflokki er 72,74 metrar, og þótti það frábært afrek þegar Sovétmaðurinn Sergei Lit- vinov setti það. Á eflaust eftir að heyrast mikið um Steuk í framtíð- inni — hann á alla vega að eiga jafnmörg ár á toppnum og aldur hans er nú, ef að Iíkum lætur. SLECiGJUKAST: 77,«0 Karl-Heins Hielim, V-Þv/kalamli (26) 76,52 Valetin Dmiírenko, S«vC*(r. (26) 76.50 Boris Zajtsjuk. Sovétr. (50) 76,44 Joclien Saclise, A-Þý/.kal. (29) 76,58 Koland Steuk. A-Þýzkal. (18) 75,78 Aleksandr Bunejev, Sovétr. (27) 75,70 Aieksandr Ko/lov, Sovétr. (25) 75,68 Valentin Tsjumak. Sovótr. (28) 75,60 Jurij Sedykli. Sovétr. (22) 75.50 Viktor Koroljev. Sovótr. (27) SPJOTKAST: 94.10 Míklos Nemetli, l'iiKverjal. (51) 90.40 Ferenc Paragi. UnRverjal. (24) 89,48 Hannu Siitonen, Finnlandi (26) 89,42 Aimo Alio, Finnlandi (26) 89.50 Seppo. Hovinen, Finnlandi (26) 88,64 Nikolaj (Jrebnjev, Sovítr. (29) 88.04 Rod Ewaliko, Bandar. (25) 87,92 Jorma Jaakola, Finnlandi (27) 87,46 Sandor Boros. Unjíverjal. (28) 87,46 Micliael WessinK, V-Þvzkal. (24) LANGT er orðiö síóan aó Islend- ingar állu mann á lista yfir 10 beztu í einhverri frjálsíþrólla- grein. Þaö er því meira en lílió gleðiefni, aó f ár er nafn Hreins Halldórssonar, kúluvarpara úr KR og Evrópumeislara, f fremstu röó kúluvarpara. Náöu aöeins fjórir betri árangri en Hreinn á þessu keppnistímahili, Austur- Þjóöverjinn Udo Bayer, Terry Al- britton frá Bandaríkjunum, Geoff Capes frá Bretiandi og Finninn Staatilberg. Náöi Al- britton reyndar sínum bezta árangri innanhúss s.l. vetur, þ.e. 21,50 m og afrek landa hans lYIe YVilkins var einnig unniö í innan- húskeppni. Það kom nokkuð á övart að eng- inn kúluvarpari skyldi ná 22 metra takmarkinu í ár. í febrúar 1974 varð Bandaríkjamaðurinn George Woods fyrslur allra til þess að ná því marki, er hann varpaði 22,02 metra, en 1975 bætti svo landi hans Brian Old- field um betur og varpaði 22,86 metra, sem er næsta ótrúlegur árangur. Báðir þessir kappar eru atvinnumenn í íþróttum og fá því ekki afrek sfn skráð sem heims- met. Handhafi heimsmetsins er Sovétmaðurinn Aleksandr Bary- sjinikov sem varpaði 22,00 metra f fyrra. Var heimsmethafinn frá keppni i sumar vegna meiðsla, og er taliö ólíklegt að hann eigi eftir að koiua fram á sjónarsviðiö aft- ur. Á því eru engin tvfmæli að Austur-Þjóðverjinn, Udo Beyer var bezti kúluvarpari heims á þessu keppnistímabili Hann var aðeins 18 ára þegar hann vakti fyrst á sér verulega athygli sem kúluvarpari, varpaði þá 19.65 metra. Sigráði Beyer næsta örugglega bæði í Evrópubikar- keppninni og í heimsbikar- keppninni í ár og þau voru fá mótin sem hann varpaði ekki lengra en 21 metra á keppnistíma- bilinu. Eftir keppni Reykjavíkurleik- anna í sumar lét Bretinn Geoff Capes hafa það eftir sér í Morgun- blaðinu að Hreinn Halldórsson væri næst bezti kúluvarpari heims, og er ekki fráleitt að hann hafi rétt fyrir sér. Hreinn tók næstum ótrúlegum framförum f sumar, og átti fjöldamörg köst á bilinu 20.60—21.00 metri. Hann haf.ði hins vegar ekki heppnina með sér, þar sem hann meiddist síðari hluta sumars, um það leyti sem hann hafði sjálfur ætlað sér að vera á toppnum, og gat því ekkert keppt tvo síðustu mánuði keppnistímabilsins. Haldi svo sem horfi er líklegt að Hreinn geri enn harðari atlögu að toppnum í kúluvarpinu, og víst er að hann á alla möguleika. Bandarískir sér- fræðingar halda því fram að bezti aldur kúlu- og kringlukastara sé 30—33 ár. og á Hreinn því enn nokkuö í það að ná toppaldrinum, ef þessi dómur sérfræöinga er réttur. í kringlukastinu náði heims- methafinn MacWilkins beztum árangri, kastaði 69,20 metra og var því nokkuð frá meti sinu. Wilkins hélt sig mest í Evrópu í sumar, ferðaðist þar um og tók þátt í fjölmörgum mótum. Var árangur hans mjög mis- munandi, og f þau skipti sem hann keppti við Austur- Þjóðverjann Wolfgang Schmidt tapaði hann. Schmidt varð sigur- vegari i heimsbikarkeppninni og náði þar sigurkasti sínu í síðustu umferð, en hann er frægur fyrir slíkt — náði t.d. silfurverðlaunun- um á Olympfuleikunum f Montre- al í síðustu úmferð. Elzti maðurinn á afrekaskránni í kringlukasti er Sovétmaðurinn Vladimir Ljakhov sem nú er rösk- Bretinn Geoff Capes. Hann náði frábærum kúluvarpsárangri á árinu, en varó aó sjá af Evrópumeistaratitii sínum til Hreins Halldórssonar. lega fertugur. Hann er þó ekki elstur kringlukastara þeirra sem eru í fremstu röð, þar sem bæði Tékkinn Ludvik Danek og Banda- ríkjamaðurinn A1 öerter eru eldri, en þeir voru ofarlega á blaði. Kastaði Danek lengst 64.76 metra i ár, en A1 Oerter sem er tæplega 42 ára að aldri kastaði 62.51 metra í ár. Hafa bæði Danek og Oerter lálið svo .um mælt að þeir verði með á Olympíuleikun- um í Moskvu 1980 og telja þeir sig eiga góða möguleika á gullverð- Iaununum þar. Pólski kúlu- varparinn Komar, sem er 37 ára stefnir einnig að þátttöku í Moskvu. KtlLLJVARP: 21.74 l'do Bcycr, A-Þyzkal. (22) 21,5» Tcrrv Albritton. Bandar. (22) 21,50 (icoff Capcs. Brctlandi (28) 21.22 Kcijo StaalilbcrK. Finnl. (25) 21.09 Hrcinn Halldórsson. Islandi (28) 21.06 ÍVIac Wilkins. Bandar. (27) 20.82 Kalf Kciclicnhacli. V-Þyzkal. (27) 20.70 Wladyslaw Komar. Póllandi (57) 20.69 Anatolij Jarosj. Sovctr. (25) 20.65 Al Fcucrbacli. Bandar. (29) KKINGIA KAST: «9,20 ,\lac Wílkins. Bandar. (27) «8.2« WolfganK Sdimidt. A-Þyzkal. (25) «8.08 Hcin Dircck Ncu. V-Þvzkal. (55) «7.97 Jolin PoyvcII. Bandar. (50) 67.89 Kcn Stadcl, Bandar. (25) 67,06 Markku Tuokko, Finnl. (26) «6.52 Alvin WaKncr. V-ÞCzkal. (27) 66.28 Knut Hjcltncs, NorcKÍ (26) «5.58 Jim iVfcfioldrick, Bandari. (24) 65.40 Vladimir Ljakhov, Sovítr. (40) Hreinn Halldórsson — íslenzki vfkingurinn. Langt er sföan Islending- ur hefur veriö I hópi tíu beztu. ENN GETUR ENGINN ÓGNAD HEIMSMETIBOB BEAMONS ENGIN stórmerki í langstökki á þessu keppnistímabili, og er enn langt í það að hió undraveróa heimsmet í langstökki sem Bob Beamon setti á Olympíuleikunum í Mexikó 1968 veröi bætt. Þaö er 8,90 metrar, 45 sentimetrum lengra en næsta bezta afrekió sem unnið hefur veriö í þessari grein, en þaö á Júgóslavinn Nenad Stekie, sem stökk 8,45 metra í fyrra. Bandaríkjamaöurinn Raph Stekic, sem stökk 8,45 metra í fvrra. Bandarfkjamaöurinn Ralph Boston stökk reyndar 8,49 metra, en þá var niiðvindur aóeins of mikill. í ár stukku alls 19 lang- stökkvarar lengra en 8 metra, eða sex færri en í fyrra. Beztu lang- stökkin í ár áttu þeir Jacques Rousseau frá Frakklandi og Stekic sem stukku lengst 8,33 metra og 8,32 métra, en þá var miðvindur of mikill. I þrístökki var hið sama upp á teningnum. Heimsmetinu varð ekki einu sinni ógnað. Anatolij Piskulin frá Sovétríkjunum stökk reyndar lengst 17,30 og 17,09 i sumar, en í bæði skiptin var um meðvind að ræða. Piskulin var einna jafnastur þrístökkvara í sumar, og varð sigurvegari á nær öllum mótum sem hann keppti í. Beztu heimsafrekin í langstökki og þrfstökki voru: Langstökk: 8.27 Ncnad Slckic. JÚKÓslavíti (26) 8.25 Jacqucs Kousscau. Frakklandi (26) 8.24 Arnic Kohinson. Kandarfkjununl (29) 8.22 Larry Douhlcy. Bandar. (19) 8,18 Cliarilon Fliizuclcn, Níkci íu (24) 8,15 Jamcs Loflon. Kandar. (21) 8.12 David Giralt, Kúhu (18) 8.10 Kany Williams, Kandar. (24) 8.10 Frwin PIÖRcr. A-Þýzkal. (21) 8.09 Pliilippc Dcrochc. Frakkl. (25) Þrístökk: 17.19 Ron Livcrs, Bandar. (22) 17.04 Analolij Piskulin, Osvclr. (25) 16.90 Viklor Sancjcv. Sovclr. (52) 16.90 Juaii Vclasqticz. Kúhu (21) 16.88 Willic Banks, Bandar. (21) 16.84 Tommy Hayncs. Kandar. (25) 16.85 Alcksandr Jakovlcv. Sovclr. (20) 16.82 Jamcs Btills. Bandar. (28) 16,81 J. Carlos dc Olivcira, Brasilfu (25) HEIMSAFREKASKRAIN 1977 V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.