Morgunblaðið - 01.11.1977, Síða 30

Morgunblaðið - 01.11.1977, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1977 Norræna húsið: Fyrirlestur og kvikmyndasýning ANJA I’auiin frá Svenska Inslitulel. sænsku kvikmyncla- slufnuninni, heldur í kvöld erindi og sýnir kvikmynd. Hún fjallar uin tilraun sem sænska kvik- myndastofnunin er art vinna að. Almennur fundur hjá Hvöt HVÖT, félag sjálfstæðiskvenna, heldur almennan fund í Valhöll, Háaleitisbraul 1, á morgun, mið- vikudag, klukkan 20.30. Á fundin- um verður m.a. kosning uppslill- ingarnefndar og Ellerl B. Sehram alþingismaður ræðir áhrif fjöl- miðla á Islandi. Allt sjálfslæðis- fólk er velkomið meðan húsrúm leyfir. - Z í stofni orða Framhald af bls. 48 (hét-st), þú lau/.t (laut-st), ég læ/t (læt-st), ég sten/t (stend-st), ég breg/t (bregð-st) : se/tu (set- stu), lá/tu (lát-stu). 3. Ef í stofni orðs er tt (tvöfald- ur samhljóði) og á eftir fer s, skal rita fullum stöfum tts, t.d. kletts, spottskur, styttstur: þú battst, ég hef settst, hann hefur fluttst, þeir hafa ;hittst, það hefur radlst úr honum (af rætast: hins vegar hef- ur ræst af að ræsa). 4. Ef ð helzt í framburði á und- an st skal rita ðst, t.d. ég gleðst, hann hefur glaðst, þeir hafa mæðst, hún hefur náðst. 5. Ekki skal rita z í miðmyndar- endingum sagna, nema sagnstofn- inn (boðháttur eintölu) endi á tannhljóði, sem fellur burt í skýr- um framburði. Dæmi: svo hefur reynst, margt hefur gerst, hún hefur grennst, hann hefur lagst, billinn hefur festst, þeir hafa hresstst, þið finnist, þið fundust, hann hefur farist, þau hafa glat- ast 6. Rita má z í orðum, sem eru erlend að uppruna. Reglur þessar gilda um staf- setningarkennslu í skólum, um kennslubækur gefnar út á kostn- að ríkisins eða styrktar af ríkisfé og um embættisgögn, sem út eru gefin. Ef talin verður þörf á siðar að áthuga um breytingar á íslenzkri stafsetningu, skal leita um það álits og tíllagna sjö manna nefndar, sem verði þannig skipuð: einn tilnefndur af deildarráði heimspekideildar Háskóla Islands úr hópi prófessora í íslenzkri málfræði, — Frystihúsin Framhald af bls. 48 komnir," sagði sjávarútvegsráð- herra. Matthías Bjarnasón sagði, að það kæmi fram í skýrslunni, að staða f!-ystihúsanna á Vestfjörð- um virtist vera sterk, og einnig á Norðurlandi og einnig væru ágæt hús á Austurlandi, — en það eru líka undantekningar í þessum fjórðungum. „Vestmannaeyjahúsin standa því miður ekki nógu vel, eins og þau eru glæsileg og lengi vel stóðu þau sig allra frystihúsa bezt. Annars eru ástæðurnar fyrir misjafnri afkomu húsanna svo margar, meðal annars er misjafnt hvort frystihúsin fá hráefnið ný- legt og reglulega til hafnar, það er misjafnlega gott, sum húsanna fá það ísað í kassa, önnur ekki, og sömuleiðis er netahráefnið mjög mismunandi og einnig er nýting- arhlutfallið hjá húsunum ákaflega breytilegt," sagði sjávar- útvegsráðherra. Er þar m.a. um að ræða dreifingu á gæðakvikmyndum, sem sma-kk- aðar hafa verið í 16 mm þannig að sýna má þær víðar en í kvik- myndahúsum, t.d. í skólum, bóka- söfnum, sjúkrahúsum og vfðar. A þessum stiiðum er síðan efnt til umræðna að loknum sýningun- um. I frétt frá Norræna húsinu seg- ir að sænska kvikmyndastofnunin flytji þannig inn göðar erlendar kvikmyndir, sem á þennan hátt er unnt að dreifa til slaöa, sem slíkar kvikmyndir hefðu ella ekki náð til..A undan erindi Onju Faulin verður sýnd frönsk mynd, gerð af Yves Boisset, sem hefur verið smækkuð i 16 mm og settur sænskur lexti við og kallast mynd- in á sænsku „Oskyldigt offer". Öllum er heintill aðgangui' og vænzt er aö koma megi á umræð- um að loknu erindinu en dagskrá- in hefsl kl. 20:30. einn tilnefndur af Islenzkri málnefnd úr hópi nefndarmanna, einn tiinefndur af stjórn Félags íslenzkra fræða og skal hann vera möðurmálskennari á grunnskóla- eða framhaldsskólastigi, einn til- nefndur af Landsbókasafni Islands úr hópi bókavarða, einn tilnefndur af stjórn Félags íslenzkra bókaútegenda, einn til- nefndur af stjórn Blaðamanna- félags Islands og einn tilnefndur af menntamálanefndum Alþingis. Nefndin kýs sér sjálf formann. Tillögur nefndarinnar skulu lagðar fyrir Alþingi til staðfestingar. Stafsetningarreglum þeim, sem ákveðnar eru með ályktun þessari, verður eigi breytt án sam- þykkis Alþingis. Flutningsmenn tillögunnar eru: Sverrir Hermannsson (S), Gylfi Þ. Gíslason (A), Gunnlaug- ur Finnsson (F), Steingrímur Hermannsson (F), Jónas Árna- son (Abl), Þórarinn Þórarinsson (F), Helgi F. Seljan (Abl), Lárus Jónsson (S), Jón Ármann Héðins- son (A), Pálmi Jónsson (S) og Ellert B. Sehram (S). í greinargerð með tillögunni segir: „Á undanförnum árum hefur komizt á mikil ringulreið í staf- setningu íslenzkrar tungu í stað þeirrar festu, sem áður hafði ríkt hátt í hálfa öld. Á tæpum fjórum árum, frá 4. sepember 1973 til 28. júní 1977, hafa þrívegis verið gefin út fyrirmæli um breytta stafsetningu. Reyndin er hins vegar sú, að lesefni þjóðarinnar er enn að miklu leyti gefið út með hinni rótföstu stafsetningu und- anfarinna áratuga. Nauðsynlegt er að koma aftur á festu í stafsetningu íslenzkrar tungu. Það verður eigi gert nema fest verði í sessi stáfsetning, sem er þjóðinni töm og ber henni vlðast fyrir augu. Því er í þings- ályktunartilögu þessari lagt til, að tekið verði af skarið í því efni. Æskilegast væri að halda staf- sefningunni frá 1929 óbreyttri. Til sátta við þá, sem telja gildandi z-reglur krefjast meiri þekkingar á fslenzku máli en ætla megi íslendingum almennt, er þó I til- lögu þessari gerður kostur á til- slökun til málamiðlunar." — Krafla Framhald af bls. 48 dráttum væri landt'is svipað og verið hefði síðustu vikur. Þótt landris hefði aukizt skyndilega um tima í gær væri ekki mark á því takandi, þar sem slíkt hefði komiö fyrir áður, og reyndu menn frekar að taka mið að nokkurra daga risi. Þá sagði Axel, að ekki væri hægt að sjá breytingar í Bjarnar- flagi frá degi til dags, en hann hefði séð nokkrar breytingar á svæðinu frá því sem var fyrir 15 dögum er hann var I Mývatns- sveit.' Axel sagði, að nýr leirhver hefði myndazt í Bjarnarflagi I fyrrincítt á milli borholanna. Leir- hverinn gæti hafa myndazt af auknu gufustreymi með sprungu- myndun eða að gufa kæmist nú frá skemmdum fóðringum í bor- holunum út í sprungurnar og ylli þessu aukna útstreymi. Þá sagði Axel, að þar sem útstreymið væri orðið svona mikið væri alltaf hætta á sprengingk á svæðinu og eins að borholurnar rifu af sér toppstykkin, þar sem þrýstingur- inn væri orðinn mjög mikill. — 2 togarar Framhald af bls. 48 hana og ennfremur þiljur. Þeir á Framtíðinni voru orðnir vatnslausir og voru að leggja upp að Haraldi til að ná í vatn, þegar óhappiö varð. Þegar Framtíðin átti örstutt eftir að HaraldP og skipstjóri Framtíðarinnar ætlaði að stilla skrúfuna afturábak, bil- aði skiptingin, og fór skrúfan fulla ferð áfram og hlammaðist Framtíðin því á Harald Böðvars- son með töluverðum þunga. Það mun taka minnst viku að gera við Harald Böðvarsson, og verður gert við skipið hér á Akra- nesi. — Júifus. — Lá slasaður Framhald af bls. 48 fyrir liti'ð klæddan bílstjórann eftir hjálp i nistingskulda næt- urinnar. En bið varð á að hjálp- in bærist, því billinn var með fullum Ijósum og vegfarendur hafa eflaust haldið í myrkrinu, að bilstjórinn hefði stoppað stutta stund utan vegar. Það var ekki fyrr en klukkan 5,45 að bifreiðarstjóri einn veitti því athygli að ekki var allt með felldu. Var boðum komið til lög- reglunnar i Borgarnesi, sem kom á staðinn eins fljótt og tök voru á. Ekki var auðvelt að ná bílstjóranum úr stýrishúsi flutningabilsins, því spilið lagð- ist á það af öllum þunga. Liðu þrir kaldir og sársaukafullir klukkutimar fyrir bílstjórann áður en tókst að ná honum úr bilnum. Hann var strax fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi, þar sem gert var að meiðslum hans. Hann reyndist vera fótbrotinn og úr mjaðmagrindarlið en ómeiddur að öðru leyti en auð- vitað var hann mjög kaldur og hrakinn er komið var með hann á sjúkrahúsið. Stýrishús flutningabilsins er stórskemmt og var bíllinn dreg- inn til Reykjavikur um helgina. — Aftökur Framhald af bls. 1 ir til fangelsisvistar. Flestir hinna dæmdu voru á þrítugs- aldri, sagði Wade. Hann sagði að fimm aftöku- listar hefðu sézt í Peking, með 100 nöfnum alls, ásamt mynd- um af föngum sem hafa verið leiddir fram á fjöldafundum með spjöld uni hálsinn þar sem glæpum þeirra er lýzt. — Verðlags- löggjöf Framhald af bls. 1 eftirlit síðustu ára hafi ekki náð því marki að halda verðbólgu niðri og voru felldar niður 30 af 60 vörutegundum, sem ríkis- stjórnarleyfi hefur þurft til að hækka. M.a. er hér um að ræða mjólk, sykur, kaffi, brauð, frystan fisk, áhurð, sement, rafmagns- verð, olíu og lestarfar- gjöld. í hinni nýju löggjöf er launþeg- um einnig veitt aðild að ákvörðun vöruverðs, sem var einn þáttur efnahagsmálasamkomulagsins, sem stjórn Súarez forsætisráð- herra og stjórnarandstaðan gerðu með sér í siðustu viku. Skv. sam- komulaginu verða launahækkanir á næsta ári takmarkaðar við 22% ef verðlag hækkar ekki meira en 25%. Var samkomulag þetta gert til að koma i veg fyrir að lýðræðis- þróunin í landinu biði skipbrot vegna atvinnuleysis, verðbólgu og óhagstæðs vöruskiptajafnaðar. — Sterlings- pundið Framhald af bls. 1 dollará en það hefúr verið frá því um vorið 1976. Englandsbanki hefur haldið gengi pundsins óeðlilega lágu á þessu ári með því að selja um 15 milljarða dollara á erlendum mörkuðum. Ástæðan fyrir ákvörðun stjórn- arinnar í dag er talin sú, að hún hafi óttazt að hið mikla fjár- magnsstreymi inn í landið myndi hrinda af stað nýrri verðbólgu- öldu og að hún vildi halda sig innan þeirra ströngu peninga- birgðatakmarka, sem alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn setti, er hann lánaði Bretum 3.9 milljarða doll- ara á sl. ári. Stöðugt fjármagns- streymi hefur verið inn í Bret- land frá þvi að lán þetta var tekið og efnhagur þeirra fór að rétta við unz nú hefur verið gripið til þessara aðgerða. Stjórn Callag- hans óttast nú meira aukna verð- bólgu en þær afleiðingar, sem hækkun pundsins hefur á verð brezkra útflutningsvara. Tals- menn íhaldsflokksins i fjármál- um hafa fagnað þessari ákvörðun og einnig þingmenn úr vinstra armi Verkamannaflokksins, sem segja að innflutningur verði nú ódýrari og bæti þar með kjör launþega. Verðbréf lækkuðu nokkuð á markaðinum í London í dag, en ríkisskuldabréf hækkuðu i verði. Félag brezkra iðnrekenda hefur varað við, aö þessar aðgerðir muni veikja samkeppnisaðstöðu brezkra útflytjenda á erlendum mörkuðum. — Sinfónían . . . Framhald af bls. 2 með réttu borið nafnið sinfónfu- hljómsveit. Nú var það álit minnihlutans að þessi starfsmannafjöldi væri of mikill af fjárhagsástæðum, en við vildum, þótt hófsamlega yrði farið i fjármálin, tryggja það að hljómsveitin yrði raunveruleg sinfóníuhljómsveit. Ég bendi á að i frumvarpinu er þess getið, að ef verkefnavalið krefjist þess, þá megi lausráða menn til hljóm- sveitarinnar. Varðandi vinnu- skyldu á vegum Þjóðleikhússins er það að segja að það er ekki bæði hægt að setja fullt starf við sinfóníuhljómsveitina og ætla mönnum ekki nægileg verkefni. Þess vegna er eðlilegt að meðlim- ir hljómsveitarinnar fullnægi ein- hverri vinnuskyldu hjá annarri menningarstofnun, sem-þarf starfskrafta þeirra með. I sambandi við það að ekki hafi verið haft samband við viðkomandi sveitarfélög áður en frumvarpið var lagt fram er það að segja, að ekki var það okkar ætlun að þvinga einn eða neinn i þessu sambandi. En maður skyldi ætla að sinfóníuhljómsveitin væri menningarhlutur, sem menn vildu styðja. Annars tók Reykja- víkurborg að sér að vera greiðslu- aðili með samkomulagi við nágrannasveitarfélög sín og sá skilningur var, að þetta mál yrði tekiö fyrir á einhverjum þeim samstarfsfundum, sem þessi sveitarfélög halda með sér.“ — Hitaveitu- stjóri Framhald af bls. 2 getur fyrirtækið ekki hafið boran- ir með stóra jarðbornum Jötni í Reykjavik í vetur eins og fyrir- hugað var. Verður Jötunn því verkefnalaus í vetur og verður starfsmönnum hans sagt upp. Verður hann geymdur við Kröflu nema viðkvæmustu og dýrmæt- ustu tækin, sem hafa verið flutt til Reykjavíkur. Að sögn Jóhannesar Zoéga hef- ur Hitaveitan ekkert fé til að hefja þessar boranir, en meiri hækkun hefði gert henni kleyft að hefja verkið. Sagði Jóhannes að fyrirtækið hefði orðið að taka of mikið af erlendum lánum til þeirra miklu framkvæmda, sem það hefur staðið fyrir á allra síð- ustu árum i Reykjavík og ná- grannabyggðarlögunum. Væru af- borganir og vextir af þessum lán- um 600—700 milljónir á ári og færi mikið af fé fyrirtækisins í þessar greiðslur. Hitaveitustjóri sagði að við óbreyttar aðstæður væri ef til vill möguleiki á því að bora í Reykja- vik einhvern tíma á næsta ári en þá væri ekki hægt að stækk'a dreifikerfið. Annar möguleiki væri að vinna að stækkun dreifi- kerfisins en þá væri ekki hægt að bora og því yrði vatnsskortur. Þriðji möguleikinn væri að taka fleiri lán en það er að sögn hita- veitustjóra algerlega óraunhæfur möguleiki vegna þess hve miklar skuldir hvíla á fyrirtækinu. — Yfirvöld hafa haldið Hita- veitu Reykjavíkur i, spennitreyju undanfarin ár með því að synja henni um umbeðnar hækkanir, sagði hitaveitustjóri. Það getur haft hinar verstu afleiðingar ef ekki verður hér breyting á og fjallar yfirstjórn borgarinnar ein- mitt um vanda fyrirtækisins um þessar mundir. — Slitlag Framhald af bls. 2 ur bænda á ári hverju, spilli gróðri og geti haft áhrif á heilsu- far manna og dýra. Þá séu vega- framkvæmdir af þessu tagi hinar arðbærustu. Þar vegi mest lengri ending farartækja, sem í raun margfaldist, og skili þann veg vegagerðarkostnaði fljótt aftur. Vegaviðhald verði og mun minna. Bættum vegum fylgi aukin urn- ferð, sem aftur hefur í för með sér auknar tekjur i Vegasjóð. Þá segir ennfremur í greinar- gerðinni: í fjórða lagi má svo nefna, að bættir vegir bjóða upp á auðveld- ari samskipti milli landshluta, til hagsbóta fyrir allt atvinnulif í landinu og byggðaþróun yfirleitt. Heildarlengd þeirra vega, sem falla mundu undir þessa tillögu, er um 2.300 km. Meö bundnu slit- lagi eru nú aóeins um 160 km. Vegagerð ríkisins telur, að vega- kaflar, sem lítinn undirbúning þurfi til þess að lagt verði á bund- ið slitlag, séu um 830 km. Erfitt er að áætla hver yrði kostnaður við allt verkið, þar sem svo mjög er misjafnt hve mikið þarf að lagfæra þá rúmlega 1.300 km sem lagfæringa þurfa. Það er skoöun flutningsmanna, að leggja megi slitlag á vegi, sem aöeins þarf að jafna en ekki að endur- byggja, fyrir um 5.000.000 kr. hvern km, eða 4.150.050.000 kr. þá 830 km, sem nú teljast nægilega vel byggðir til þess að lagt verði á þá slitlag. Þetta er nánast sama upplia'ö og Vegasjóður hefur nú yfir að ráða árlega. Þegar reynt er að áætla kostnað við lagningu bundins slitlags á þá 2.140 km, sem tillaga þessi nær til, og ekki hafa verið lagðii' slil- Iagi, verður að hafa í huga, að ekki er gert ráð fyrir hliðstæðri undirbyggingu og þeirri, sem unnin hefur verið við hina fjöl- förnu vegi út frá Reykjavík. Með því móti miðar okkur hægt. En hver sem kostnaðurinn verður, komumst við ekki lengur hjá því að setja okkur markmiö, sem duga til þess að setja okkur á bekk með þeim þjóóum, sem okk- ur eru skyldastar og gert hafa sér grein fyrir nauðsyn bættra vega. Hér er lagt til að meginátakið verði gert á 10—15 árum. Það þýðir að slitlág þarf að leggja að jafnaði á um 150—200 km vega- kafla árlega. Til þess höfum við tækjabúnað og verkþek"kingu í landinu. Fólkið í landinu er ef- laust reiðubúið að láta af hendi lánsfé að hluta, lánsfé er hægt að fá erlendis. Verkefnið er ekki stærra en svo að hægt er að fram- kvæma það. Það, sem vantar, er pólitiskur vilji til þess aö ráðist verði í framkvæmdir með þeim hætti sem hér er lagt til.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.