Morgunblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.11.1977, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1977 38 Óli V. Metúsalemsson kaupmaður - Minning F. 23. ágúst 1901. D. 25. október 1977. 1 dag er til moldar borinn Óli V. Metúsalemsson kaupmaóur í Reykjavík. Hann andaðist á Borg- arspitalanum hinn 25. f.m. eftir nokkurra mánaða stranga legu. Óli var fæddur á Akureyri 23. ágúst 1901. Foreldrar hans voru bæði þingeysk, Sigrún Sörens- dóttir frá Tjörnesi og Metúsalem Jóhannsson fæddur á Svalbarðs- eyri en fluttist síðar að Einars- stöðum. Níu ára gamall fluttist Óli ásamt foreldrum sínum til Óspakseyrar við Bitrufjörð þar sem faðir hans stundaði útgerð, búskap og verzlun. Óli fékk snemma áhuga á sjómennsku og sagði hann mér eitt sinn, að sín fyrsta útgerð hefði verið frá Poll- inum á Akureyri, þegar þeir strákarnir hirtu það, sem féll milli skips og bryggju viö löndun. Var ,,aflanum“ þá ekið í hjólbör- um til kaupmannsins, sem lét þeim í staðinn innlegg út á kandíssykur eða rúsínur. A Óspakseyri snerust áhugamál Óla enn um sjóinn og þó hann væri innan við fermingu stundaði hann eitthvað stutta róðra, kast- aði jafnvel á síld, veiddi sel og skaut fugl. Tíminn leið og sláttu- maðurinn mikli fór ekki hjá garði fjölskyldunnar heldur hjó stór skörð. Þannig mátti Öli á ferming- araldri sjá á eftir móður sinni ungri. Fluttíst hann þá til Reykja- víkur ásamt föður sínum og syst- kinum. Arið 1925 andaðist Sören bróðir hans, aðeins 20 ára gamall, og þremur árum síðar missti hann Fríðu systur sína, sem einnig var í blóma lífsins vel innan við tví- tugt. En i bernsku á Akureyri hafði Óli einnig misst bróður sinn Jóhann, sem dó 3ja ára. Óli starfaði í Reykjavík frá 1916, fyrst sem sjómaður og síðar sem útgerðarmaður til 1930 er hann hætti útgerð og hóf inn- flutning og verzlun. Öli var mað- ur mjög hár vexti og snar í snún- ingum enda stundaði hann lík- amsrækt fram á seinustu ár. Hann var mjög dagfarsprúður, hinn bezti félagi í góðra vina hópi, fórnfús, glaður og reifur. Hann var alla tíð mjög áhugasamur og kappsamur í starfi meðan hann naut sín og gekk heill til skógar. Jafnvel í veikindum sínum lagði hann hart að sér til þess að fylgj- ast með gangi mála í verzluninni. Óli kvæntist eftirlifandi konu sinni Sigríði Agústsdóttur frá Vestmannaeyjum 23. ágúst 1941, dóttur hjónanna Ólafar Ólafsdótt- ur frá Hlíðarendakoti i Fljótshlíð og Ágústs Arnasonar kennara frá Vestmannaeyjum. Þau Öli og Sig- ríður eignuðust tvær dætur, tví- burana Sigrúnu Fríðu og Ólöfu Erlu. Undirritaður átti þvi láni að fagha að giftast Ólöfu og kynnast þannig því ástríka og fallega heimili, sem Óli og Sigga bjuggu. Óli var ætíð sannur leiðtogi fjöl- skyldu sinnar og gleymdi þá held- ur ekki systrum sínum Helgu og Regínu. Avallt var hann sá, sem leitað var til i gleði og sorg. Kynni okkar hófust fyrir 9 ár- um. Urðu kynnin strax mjög náin og þó aldursmunurinn væri nærri 50 ár, þá gat maður talað við hann sem jafnaldra svo áhugasamur var hann um nýjar stefnur. Þær eru einnig ótaldar ferðirnar, sem við fórum saman austur í sumar- bústaðinn við Þingvallavatn, þar sem Óli naut sín bezt, þá átti hann það til að taka lagið eóa fara með góðar stökur. Þar sem þannig hag- aði til, að oft var farió á vélbát þvert yfir vatnið í misjöfnum veðrum, þá var gaman að hlýta leiðsögn Óla. Hann gjörþekkti vatnið og kunni manna bezt að fara með bát. Þótti nágrönnunum oft glannalega siglt, en það var með þá siglingu eins og sjálfa lífssiglinguna, hann var lánsmað- ur og átti gott með að fá fólk til að vinna með sér. Hvað undirritaðan snerti voru kynnin við hann bezti skóli lífs míns. Óli hafði upplifaó hæðir og lægðir í útgerð og verzl- un enda leyndi reynslan og að- gætnin sér ekki. Það voru líka einkunnarorð hans við okkur hin yngri, „að það sem einu sinn hef- ur skeð getur alltaf komið fyrir aftur“. Innrætti hann okkur skil- vísi og aðhald í fjármálum, en sjálfur var hann þannig, að hann mátti ekki vita til þess að eiga óuppgeróa skuld vð nokkurn mann. Var hann einn af fáum, sem ég hef kynnst er hridgdi þá gjarnan í lánadrottinn sinn og rak jafnvel á eftir því að reikningar skyldu uppgerðir. Það munu margir sakna höfð- ingjans Óla Metúsalemssonar og er ég, sem þessar línur rita, einn þeirra og eiga þessu fáu kveðju- orð að færa tengdaföður mínum að leiðarlokum beztu þakkir fyrir elskulegt viðmót og góðan vin- skap, sem ég hef notið á heimili þeirra hjóna. Hvíli hann í friði, blessuð sé minning hans. A.B.E. Þá hefur minn kæri vinur, hinn sterki stofn, orðið að lúta því helj- ar afli, sem við köllum dauða. En trúarvissa okkar er sú, að látinn lifi. Ekki verður þetta sem hér verð- ur ritað fullkomin æviminning, henni gera aðrir skil hér f blað- inu. Ég vil aðeins með þessum fáu línum minnast góðs vinar og heið- ursmanns. Kynni okkar Óla V. Metúsal- emssonar eru orðin löng eða rúm 50 ár. Er þá margs að minnast frá þeim liðnu árum við brottför hans héðan af okkar sjáanlega jarð- sviði. Margar leiðir áttum við saman í öll þessi ár. Minningarnar streyma nú fram í hugann, mynd- ir af umhverfi og atburðum líða framhjá á filmu liðinna ára. Allt- af var hann hinn trausti og góði ferðafélagi, hvort sem hann var á erlendri grund eða inn til dala meðal íslenskra fjalla. Marga veiðitúrana fórum við saman, sem of langt væri upp að telja. Báðir vorum við morgunmenn, sem kallað er eða árrisulir í þess- um ferðum. Við nutum því oft þeirra dásemda að sjá almættið í veruleikanum þegar dagurinn rak nóttina á brott úr dalnum, sjá sólina taka völdin og setjast í önd- vegi inn á milli hárra fjallatinda. Allt fékk nýtt líf á ný. Árniðurinn fékk annan grunn- tón, þar sem áin skoppaði með skvettum og lifandi lífi, grösin á bakkanum grétu perludögginni til fagnaðar. Þar sem vorsins daKí>ir drjúpa skfnandi ár að ægi blám“ Nú yljar maður sér við arin minninganna um farinn veg, þar sem við áttum saman hinar ánægjulegustu stundir í faðmi náttúrunnar. t Sonur minn og bróðir okkar, BRYNJÓLFUR EINARSSON, áður Langholtsveg 25, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 2 nóv kl 1 30 Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á SÍBS Kristín I ngileifsdóttir, Sigríður Einarsdóttir, Gunnþórunn Einarsdóttir, Einar J. Einarsson, Leifgr Einarsson + Maðurinn mmn og faðir BJARNISVAVARS. Meðalholti 11. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3 nóvember kl 10 30 Dagmar Beck. Jóna B. Svavars. t GUÐMUNDUR BJARNI GUÐLAUGSSON. húsasmiður, frá ísafirði. andaðist á Hrafnistu föstudaginn 28 okt s I Jarðaförin fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 3 nóvember kl 1 3 30 f.h ættingja Trausti Sigurlaugsson. Eiginkona mín og móðir. t SIGRÍÐUR J. HALLDÓRSDÓTTIR, Hrauntungu 27, Kópavogi. Lést sunnudaginn 30 okt i Borgarspítalanum Ingibergur Sæmundsson, Jón Kristinn Ingibergsson, Elin Dóra Ingibergsdóttir. Örn Sævar Ingibergsson. Móðir mín, t ODDRÚN JÓNSDÓTTIR, andaðist 31 október i Landspitalanum Þórarinn Hafberg. Faðir okkar t ODDGEIR ÓLAFSSON, bóndi, Dalseli Vestur Eyjafjöllum lézt á Landakotsspítala mánudaginn 3 1 október s.l Einar, Símon og Ólafur Oddgeirssynir t Maðurinn minn og faðir okkar, JANUS HALLDÓRSSON, framreiðslumaður. Háaleitisbraut 103, lézt að heimili sínu að kvöldi 30 okt Karen Antonsen, Sjöfn Janusdóttir. Viðar Janusson. Brynja Janusdóttir, Gerður Janusdóttir, Innilegar jarðarför t þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og HLÍFAR EYDAL Gilsbakkaveg 7, Akureyri, Þyri Eydal, Björn Bessason, Brynjar Eydal. Brynhildur Eydal, Birgir Eydal, Selma Jóhannesdóttir, Pálina Eydal og aðrir aðstandendur. Lokaðídag vegna jarðarfarar Sóla V. Metúsalemssonar Áklæði og gluggatjöld. O. V. Jóhannsson og Co. Skipholti 1 7 a. Sonur okkar og bróðir ÁRNI DAVÍÐSSON, Ljósheimum 3, lézt af slysförum að kvöldi 28. október Jarðarförin ákveðin siðar Þórunn Hermannsdóttir, Davíð Guðbergsson, Svanhildur Davíðsdóttir, Gunnar Hermannsson, Guðbergur Davíðsson, Baldur Þór Davíðsson, Esther Björk Daviðsdóttir, Katrín G unnarsdóttir, Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLl skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagshlaði, að berast I sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera 1 sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnubili. Gjöf ta Tjaldanes- heimilisíns FIMMTUDAGINN 27. október var sjóður að upp- hæð 100 þúsund krónur af- hentur Foreldra- og styrktarfélagi Tjaldanes- heimilisins, sem nýlega hefur verið stofnaö. Sjóðurinn nefnist Hjálparhöndin og var stofnaður af Kolbrúnu Jónsdóttur og Sigurði Árnasyni til minningar um látinn son þeirra Snorra. Á Tjaldanesheimilinu dvelja nú 28 drengir og er féð ætlað til styrktar starf- sieminni þar. Forstöðumað- ur Tjaldanesheimilisins er Birgir Finnsson. t Maðurmn mlnn, NJÁLL ÓFEIGUR BARDAL, lést í Winnipeg, 1 9 sept s.l Sigga Bardal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.