Morgunblaðið - 13.11.1977, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.11.1977, Qupperneq 1
Sunnudagur 13. nóvember Bls. 45—76 SKÁLDSAGAN Ragtime eftir E.L. Doctorov lýsir bandarísku þjóðlífi á öðrum áratug þessarar aldar. Sagan er nýkomin út hjá Almenna bókafélaginu. Hér á eftir fer kafli úr bókinni. Sara er blökkustúlka, sem dvelsLmeð barn sitt á heimili aðalpersónanna Mömmu og Pabba. Ilún er trúlofuð biökkumanninuin Coalhouse Walker píanóleikara. Hann hefur orðið fyrir því að nýi bíllinn hans hefur verið eyðilagður af sjálfboöaliðum slökkviliðsins. Walker er viljasterkur maður og hefur heitið því aó kvænast ekki fvrr en hann hefur náð rétti sínum. — Ungu mennirnir, Drengurinn og Yngri Bróóir, sem koma við sögu, eru fjölskvldumeðlimir á heimilinu, þar sem Sara hefur athvarf. Enginn vissi hvað Sara hét að seinna nafni, og engum datt í hug að spyrja að því. Hvar var hún fædd og hvar hafði hún átt heima, þessi blásnauða, ómenntaða svarta stúlka, sem var svona al- gjörlega viss um hvernig fólk ætti að haga lífi sínu? Á þessum fáu hamingjavikum, frá þvi Coal- house bað hennar og þangað til hún fór fyrst að óttast að ekkert yrði úr hjónabandinu, hafði hún gjörbreyst, svo heita mátti að hún bæri nú aðra ásýnd, nýja ásýnd. Hryggð og reiði höfðu lagst á hana eins og líkamsmein og villt fyrir um yfirbragð hennar. Mömmu nærri ofbauð hvað hún var fögur. Hún hló og talaði með mjúkurn klið. Þær hjálpuðust að við að sauma brúðarkjólinn henn- ar, og nú voru hreyfingar hennar mjúkar og fullar yndirþokka. Hún var sérlega vel vaxin, og hún horfði stolt á mynd sína i speglin- um. Hún hló af fögnuði yfir þvi, að vera til. Hamingjan streymdi í mjölkinni úr brjóstum hennar, og barnið stækkaði óðum. Hann var farinn að reyná aö standa upp, og honum var ekki lengur ohætt i vöggunni. Hann var hjá henni í herberginu. Hún tók hann upp óg dansaði með hann. Hún var átján eða kennske nitján ára og loksins sannfærð um að tilveran gæfi manni ástæðu til að vilja lifa. Mamma sá að hún var siðvera af því tagi sem ekkert skilur nema gæsku. Hún var falslaus og ein- læg, og það var henni algjörlega Theodore Roosewelt, forseti Bandarikjanna, á dögum ragtime- hljómsveitarinnar. TÓMAS GUÐMUNDSSON: Úr ferðahandbók Eftirfarandi ljóð þjóðskáldsins er í hinni nýju Ijóðabók Tómasar, Ileim til þfn, ísland. sem Helgafell gefur út. — Ný Ijóðabók eftir Tómas Guðmundsson er mikill viðburður á lslandi og því hefur Morgunhlaðið fengið leyfi skáldsins til að birta Úr ferðahandbók, sem hefur að vísu nokkra sérstöðu í nýju bókinni, en tengir hana með skemmtilegum hætti við fyrri bækur skáldsins eins og Fögru veröld og Stjörnur vorsins. Til Bangkok kom ég klukkan rösklega fjögur og kynntist þvl strax, hvað borgin var Ijómandi fögur. Sem skógur af musteriskúplum I kvöldsól hún glóði og kliðandi silfurbjöllum varð allt að Ijóði Og andblær þeirra þaggaði háværð og kæti. Eg þræddi hrifinn hin litriku austrænu stræti, og nöfn og veggspjöld þar vöktu mér hugþekk minni Hér verzluðu Danir forðum af góðvild sinni Með streymandi mannhafi lét ég um borgina berast, og brátt var sýnt, að eitthvað stórt væri að gerast, því islenzku skáldi, kunnu til sjávar og sveita, þar sást ekki nokkur maður eftirtekt veita Eg hugsaði: Ekki er nú andlega ástandið beysið og alltaf segir það til sin, menntunarleysið En áfram lét ég fólkstrauminn ferð minni ráða og fljótlega blasti við augum skýringin þráða. Því sjá, af hafi fer hvít og tíguleg snekkja. og höfðingja snekkjunnar allir í Bangkok þekkja En enginn kann tölu á öllum hans fylgikonum, svo auðvitað bera menn lotningu fyrir honum Og margt er hermt um höfðingjans salakynni og hátterni það, sem menn sér temja þar inm Þvi var ekki að undra, þótt fólkið fýsti að skoða þær freistingar, sem stóðu þvi sjaldnast til boða Af dýrum ilmi og losta allt loft þar tindrar I Ijósrauðu marmarabaðinu kampavin sindrar En öllum ber að huga að sáluhjálp sinni, og sjálfur furstinn gerir það tiðum hér inni Ur kóraninum þá heyrist þar hástöfum sungið Svo hljóðnar allt jafn brátt og rödd hefði sprungið En út kemur furstinn svo yfir sig forkláraður, að ætla mætti, að þar færi heilagur maður En dagleg aflausn krefst daglegra yfirsjóna og dyggilega kvað furstinn þvi lögmáli þjóna Því syndlaus andinn er óðar á holdsins valdi að afloknum sálmalestri og bænahaldi Og enginn fær sagt, að hann afræki þessa heims völdin, þvi oftast tekur hann dagirin snemma á kvöldin, er nýja ástmey hann kýs og kallar til rekkju. Þá kveða við hergöngulög frá auðmannsins snekkju. Að sjálfsögðu fyllir mig hneykslun hans háttalag Og hvernig mundi ég bregðast við þvi i dag, ef sæti ég einn að auði og völdum þess manns? Nú, auðvitað mundi ég fara að dæmi hans

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.