Morgunblaðið - 13.11.1977, Qupperneq 2
4:6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1977
um megn að breyta öðruvisi en tilfinn-
ingar hennar sögðu til. Þegar hún elsk-
aði, var hver athöfn hennar kærieiks-
verk: ef hún var svikin, var henni allri
lokið. Þetta voru staðreyndirnar, skín-
andi og skaðvænlegar, í lífi sakleys-
ingja. Drengurinn laðaðist meir og
meir að henni og barninu. Hann lék
gætilega við litla drenginn, og þeir
skildu hvor annan af djúpri alvöru.
Móðirin söng. Hún saumaði brúðarkjól-
inn og mátaði hann og fór úr honum
aftur. Hún var í millipilsi sem lyftist
upp á mjaðmir þegar hún dró hvitan
kjólinn fram yfir höfuðið. Hún sá
hvernig eftirtekt drengsins beindist í
einlægni að skapnaði hennar, og hún
brosti. Við Yngri Bróður kom hún fram
eins og þau væru í þegjandi vitorði
saman af því að þau væri af sömu
kynslóð: hún var i þann veginn að
giftast eldri manni, og Yngri Bróðir
var sér um aldur innan fjölskyldunnar.
Það var þess vegna sem hann fór á eftir
henni fram i eldhús og hún sagði hon-
um frá heitstrengingu unnusta síns að
Iáta ekki gifta sig fyrr en búið væri að
skila bílnum hans.
Hvað ætlar hann að gera? spurði
Yngri Bróðir. Eg veit það ekki, sagði
Sara. En ef til vill var hún búin að
finna ofsann sem leynist á bak við
hverja óbifanlega sannfæringu.
Næsta sunnudag kom Coalhouse
Walker ekki i heimsókn. Sara fór aftur
upp til sín. Pabba var nú ljóst að
ástandið fór versnandi. Hann sagði að
það væri hlægilegt að láta bíl stjórna
lífi fólks á þennan máta. Hann ákvað
fara daginn eftir að tala við brunasveit-
ina í Eyjunni grænu, sérstaklega for-
ingjann, Conklin. Hvað ætlarðu að
gera? spurði Mamma. Ég ætla að leiða
þeim fyrir sjónir, að hér er við skatt-
borgara í þessum bæ að etja, sagði
Pabbi. Ef það dugir ekki, ætla ég ein-
faldlega að kaupa þá til að gera við
bílinn og skila honum hingað að hús-
inu. Ég ætla að bjóða þeim peninga. Ég
ætla að múta þeim. Coalhouse Walker
myndi ekki líka það, sagði Mamma. Það
er sama samt, sagði Pabbi. Þetta er það
sem ég ætla að gera. Skýringar geta
beðið. Þessir menn eru sorinn í mann-
félagi þessarar borgar, og þeir guggna
fyrir peningum.
En áður en af þessu gæti orðið var
Sara búin að taka til eigin ráóa. Þannig
vildi til, að næsta haust áttu að fara
fram kosningar, og einn af fram-
bjóðendum repúblíkana, James Sher-
n\an, varaforseti Tafts, átti að koma til
New Rochelle um kvöldið til að tala þar
í matarveislu sem repúblíkanar I borg-
inni efndu til á Tidewaters hótelinu.
Hún mundi eftir að hafa heyrt Pabba
segja eitthvað um hvers vegna hann
ætlaði ekki að sækja þessa samkomu.
Hún vissi lítið um stjórnarfar, hún
skildi ekki hversu óumræðilega litið
þjóðmálagildi vandræðin hjá Coalho-
use hennar höfðu, svo henni hug-
kvæmdist að snúa sér beint til æðsta
valds sem hún þekkti, bera sig upp við
Bandarikin sjálf fyrir hans hönd, Þetta
var í annað sinn sem hún greip skelfd
til örþrifaráða af einberu sakleysi. Hún
beið þangað til barnið var sofnað um
kvöldið. Þá vafði hún sjali um höfuðið,
fór út án þess að láta nokkurn mann
vita og hljóp nióur brekkuna, niður á
North Avenue. Hún var berfætt. Hún
hljóp hratt eins og krakki. Hún var við
því búin að þurfa að hlaupa alla leið
niður á hótelið, en í þessu kom spor-
vagninn. Inniljósin flöktu. Vagnstjór-
inn hringdi bjöllunni vonskulega þegar
hún skaust yfir sporið rétt fyrir fram-
an vagninn. Hún borgaði fargjaldið, og
vagninn ók niður í bæ.
Það fór að gusta, og á dimmum kvöld-
himninum hrönnuðust upp stór og
þungbúin ský. Það var regn í vaéndum.
Hún stóð fyrir framan hótelið í dálítilli
mannþyrpingu sem beið þar komu stór-
mennisins. Hver af öðrum óku bílarnir
i hlað, og hinir og þessir fyrirmenn
stigu út. Fáeinir vindhraktir regndrop-
ar ýrðu gangstéttina. Frá gangstéttar-
brúninni hafði verið lagður gólf-
renningur að dyrum hótelsins. Þarna
voru ekki aðeins menn úr borgarlög-
réglunni með hvita hanska, heldur
einnig sveit úr þjóðvarðliðinu; þeir
hjálpuðust að við að halda fólkinu af
stéttinni og götunni framan vió inn-
ganginn meðan beðið var eftir bíl vara-
forsetans. Við svona tækifæri var þjóð-
varðliðið jafnan viðstatt og auk þess
hversdagsklæddir menn úr leyniþjón-
ustunni, sem Theodore Roosevelt hafði
falið að vernda forseta og varaforseta
eftir morðið á McKinley. Roosevelt var
annars búinn að draga sig út úr stjórn-
málum, en bauð sig nú aftur fram á
móti fornvini sinum Taft. Wilson var i
framboði fyrir demókrata, Debs fyrir
sósíalista. Þessi fjórhliða kosningabar-
átta geisaði landshornanna milli og
feykti upp vonum manna eins og
vindurinn sem ýfði grasið á slettunum
miklu. Um það bil viku áður hafði
Roosevelt komið til Milwaukee,
Wisconsin, til að halda þar ræðu. A
leiðinni frá lestinni út í bilinn hafði
honum verið haldið frá mannþrönginni
sem komin var til að fagna honum.
Maður steig fram úr hópnum og miðaði
á hann skammbyssu af örstuttu færi.
Skothvellur kvað við. Kúla fór í gegn-
um gleraugnahúsin i brjóstvasa Roose-
velts, tætti gat á fimmtiu samanbrotin
blöð sem ræðan var skrifuð á og sat
föst í einu rifinu. Hann var furðu
lostinn. Árásarmaðurinn var snúinn
niður. Það var æpt og kallað. Roosevelt
skoðaði sárið og gekk úr skugga um að
það væri ekki hættulegt. Hann fór og
hélt sina ræðu áður en hann leyfði
læknum að gera að sárinu. En púður-
svælan af þessum atburði var enn í
vitum almennings. Enginn sem falið
var að vernda háttsettan mann gat
gleymt banatiiræðinu við Teddy Roose-
velt. Borgarstjórinn í New York,
William J. Gaynor, hafói orðið fyrir
kúlu úr byssu tilræðismanns ekki
löngu áður. Alls staðar var verið að
skjóta.
Þegar bíll varaforsetans, stór
Panhard, ók upp að gangstéttinni og
Sherman sjálfur steig út, laust mann-
fjöldinn upp fagnaðarópi. James
Sherman, kallaður Sólskins-Jim fyrir
léttlyndis sakir, átti langan stjórnmála-
feril að baki í heimariki sínu, New
York, og var vinmargur í Westchester.
Hann var feitlaginn og sköllóttur og
svo slæmur til heilsunnar að hann lifði
ekki kosnihgarnar um haustið. Sara
braust út úr þrönginni og hljóp þangað
sem hann stóð. Forseti! Forseti! kallaði
hún í fáti sínu og fávísi. Hún rétti fram
handlegginn og teygði svarta hödina í
átt til hans. Hann hopaði undan
snertingunni. Vera má, að þarna um
kvöldið í dimmu og hraglanda með
úrhelli framundan, hafi vörðum
Shermans sýnst svört höndin á Söru
vera byssa. Þjóðvarðliði gekk fram, og
með þeirri banvænu ofþjónkun sem
einkennir vopnaða verói frægðarfólks
rak hann skeftið á Springfield-
rifflinum af öllu afli í brjóstið á Söru.
Hún datt. Maður úr leyniþjónustunni
fleygði sér ofan á hana. Varaforsetinn
hvarf inn í hótelið. I uppnáminu og
hávaðanum sem á eftir fór var Söru
stungið inn í lögreglubil og ekið burt.
Sara var í haldi á lögreglustöðinni
yfir nóttina. Hún hóstaði blóði, og und-
ir morgun datt varðstjóranum í hug að
kannske ætti að fá lækni til að líta á
hana. Þeir botnuðu ekkert í henni.
Hún ansaði ekki spurningum heldur
horfði á þá með sársauka og skelfingu i
augunum, og ef einn þeirra hefði ekki
minnst þess að hafa heyrt hana hrópa
Forseti! Forseti!, hefðu þeir eins getað
haldið að hún væri heyrnarlaus og mál-
laus. Hvað varstu að gera? spurðu þeir.
Hvað hélstu að þú værir að gera? Hún
var flutt á spitala um morguninn. Það
var dumbungsveður, varaforsetinn var
farinn, hátíðahaldinu var lokið, götu-
sópararnir potuðu kústum sínum um
stéttina fyrir framan hótelið, og kæru-
efninu á hendur Söru var breytt úr
morðtilraun í óspektir á almannafæri.
Hún lá á spitalanum. Bringubeinið var
brotið og nokkur rif að auki. Heima á
Broadview Avenue heyrði Mamma
barnið gráta og gráta og fór loksins upp
til að sjá hvaó væri að. Nokkrar
klukkustundir liðu áður en lögreglu-
þjónn fann sambandið milli kvíða
heimilisfólksins og handtöku svörtú
stúlkunnar sem búið var að flytja á
spítala. Pabbi fór af skrifstofunni og
Mamma að heiman. A spítalanum
fundu þau Söru á almannastofu. Hún
var sofandi, ennið var þurrt og heitt, og
blóðbóla i munnvikinu reis og hneig
við hvern andardrátt. Daginn eftir var
Sara komin með lungnabólgu. Það litla
sem hún sagði þeim nægði rétt til að
gefa þeim hugmynd um hvaó gerst
hafði. Hún sinnti þeim litið heldur
spurði i sífellu um Coalhouse. Þau sáu
um að hún yrði flutt á einmennings-
stofu. Þar sem þau vissu ekki hvar
Coalhouse bjó, hringdu þau í Man-
hattan Casino og náðu sambandi við
framkvæmdastjóra Clef Club hljóm-
sveitarinnar. Þannig náðist í Coal-
house, og nokkrum klukkustundum
siðar sat hann við rúmstokkinn hjá
Söru.
Mamma og Pabbi biðu frammi á
gangi Þegar þau litu inn aftur, kraup
Coalhouse við rúmið. Hann Iaut höfði
og hélt báðum höndunum um höndina
á Söru. Þau hörfuðu frá. Á eftir barst
til þeirra grafarhljóðið af harmi
fullorðins manns. Mamma fór heim.
Hún sleppti barninu ekki úr fanginu.
Fjölskyldan gat ekki á heilli sér tekið.
Enginn virtist geta haldið á sér hita;
aliir voru í peysum. Yngri Bróðir kynti
miðstöðina. I vikulokin var Sara dáin.
Scot
Joblin,
einn
frægasti
listamaður
ragtime-
músíkur-
innar.
Hljómlist
hans
var
notuð í
kvikmynd-
inni
The Sting
fyrir
nokkrum
árum.
vfe-
SKIPAUTGCRÐ RÍKISINS
m/s Esja
fer frá Reyk|avik föstudaginn 1 8
þ m vestur um land i hringferð.
Vörumóttaka: má.iudag, þriðju-
dag og miðvikudag til Vestfjarða-
hafna, Norðurfjarðar, Siglufjarð-
ar, Ólafsfjarðar, Akuryerar,
Húsavikur, Raufarhafnar, Þórs-
hafnar og Vopnafjarðar.
«Svipmyndir
á svipstundu
Svipmyndir í hvert skírteini
Svipmyndir sf.
Hverfisgötu 18 • Gegru Þjódleikhúsinu
é l » v-i >• . r i iinji.vi'i/,- ' .t.v'luc-
^VEFNAÐARVÖRUVERZLUNIN"
Sængurvefasett í úrvali á mjög góðu verði,
lakaléreft, óbleiað léreft, gardínuefni, stórisar og
eldhúsbómullarblúnda. Kínversk koddaver og
dúkar.
Opið á laugardögum.
Gjörið svo vel og lítið inn
Grundarstíg 2,
sími 14974HBHI