Morgunblaðið - 13.11.1977, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÖVEMBER 1977
47
Nýtt íslenzkt verk í Þjóðleikhúsinu:
Stalín er ekki hér
Föstudagskvöldið 18. nóvember
verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu
nýtt (slenzkt leikrit, Stalfn er
ekki hér, eftir Véstein Lúðvíks-
son. Er þetta þriðja nýja fslenzka
verkið sem frumsýnt er f Þjóð-
leikhúsinu á þessum vetri. Leik-
stjóri er Sigmundur Örn Arn-
grfmsson og leikmynd og búninga
hefur Magnús Tómasson gert.
Leikritið Stalin er ekki hér ger-
ist í Reykjavík árið 1957 og sagði
höfundurinn á fundi með frétta-
mönnum að hann greindi þarna
frá fjölskyldu og ýmsum átökum
og deilum innan hennar og er
höfuðviðfangsefnið fjölskyldan í
samfélagslegu samhengi, sagði
Vésteinn. Sagði hann að leikritið
hefði verið í smíðum síðan í apríl
1973, en hugmyndin væri eldri, og
lauk hann þriðju gerðinni s.l.
haust. Þá ákvað Þjóðleikhúsið að
taka verkið til sýningar og sagði
Vésteinn að hann hefði skrifað
verkið þrisvar sinnum og reyndar
að ýmsar smærri breytingar
hefðu verið gerðar nýverið á æf-
ingum. Persónur og leikendur
eru 6 og ekki um neitt eitt aðal-
hlutverk að ræða en þau eru
þessi: Rúrik Haraldsson leikur
föðurinn, Þórð Karlsson, Bryndís
Pétursdóttir leikur Mundu, síðari
konu hans, þrjú börn Þórðar af
fyrri hjónabandi leika Steinunn
Jóhannesdóttir, Sigurður Sigur-
jónsson og Anna Kristín Arn-
grímsdóttir og tilvonandi tengda-
son leikur Sigurður Skúlason.
Byrjað var að æfa verkið s.l. vor
og síðan haldið áfram nú í haust.
Sagði Sveinn Einarsson þjóðleik-
hússtjóri að leikritið kæmi út hjá
Iðunni á frumsýningardaginn og
einnig nefndi hann að það hefði
verið notað við bókmennta-
kennslu í skólum.
Stalín er ekki hér er fyrsta leik-
rit höfundar, sem sýnt er í Þjóð-
leikhúsinu, en hann hefur áður
skrifað smásagnasafn, skáldsögur
og eitt leikrit er sýnt var á Akur-
eyri, auk styttri leikþátta. Sagðist
Vésteinn Lúðvíksson hafa i huga
að snúa sér fremur að leikritum
en skáldsagnagerð í framtíðinni.
Höfundur bókarinnar Barnaleiks skýrir hvernig vinna á flötunguna, en skilgreiningum bókarinnar
fylgja svokallaðar rúmmyndir á lituðum blöðum, sem klippa má út og Ifma saman á um 50 mismunandi
vegu eftir lögmálum rúmfræðinnar.
Tímamótabók í rúmfræði komin út
NÝLEGA hefur Bókamiðstöðin f
Reykjavfk gefið út bókina Barna-
leik eftir Einar Þorstein Asgeirs-
son. Með bókinni er í fyrsta skipti
gerð tilraun til þess hér á landi að
gera nám í flatarmáls- og rúm-
fræði aðgengilegt fyrir allt náms-
fólk.
Að sögn höfundar bókarinnar
var það ætlun hans að gera náms-
efnið að leik, sem fléttaðist inn í
vitund lesandans og verður þann-
ig undirstaða að skilningi hans á
stærðfræði.
í bókinni er fjallað um reglu-
Iegar formmyndir, svokallaða
flötunga. Af þeim eru til 35 meira
eða minna reglulegir, sem tengj-
ast saman eftir ákveðnum lögmál-
um. í þessu fyrsta hefti er aðeins
fjallað um niu fyrstu reglulegu
flötungana en hinir koma síðar,
þar sem von er á bókaflokki eftir
sama höfund um þetta efni. Auk
fyrrnefndra 35 flötunga er hægt
að mynda fjölmarga aðra siður
reglulega flötunga skylda þess-
um.
Að sögn höfundarins er heftinu
ekki fyrst og fremst ætlað að vera
stærðfræðikennslubók, heldur
öllu 'fremur leiktæki til form-
skynjunar og til að æfa rökræna
hugsun. Bókin er að sögn útgef-
anda upplýsandi bæði fyrir börn
og fullorðna og er jafnframt fyrir-
hugað að gefa hana út í Banda-
rikjunum.
Einar Þorsteinn lauk námi i
arkitektúr árið 1969 en hefur á
síðari árum helgað sig almennri
hönnun og könnun á lögmálum
rúmfræðinnar.
Sigurður Skúlason og Bryndfs Pétursdóttir eru hér f hlutverkum
sfnum f Stalfn er ekki hér, sem verður frumsýnt á föstudag.
Bók um sjón-
varpsstrák-
inn Palla
Guðrún Helgadóttir.
KOMIN er út ný barnahók eftir
Guðrúnu Helgadóttur. Nefnist
hún „Páll Vilhjálmsson" og er
um sjónvarpsstrákinn Palia úr
Stundinni okkar, en Guðrún
samdi þætti Sirrfar og Palla sem
kunnugt er.
I bókinni segir höfundur frá
Palla eftir að hann hætti i Sjón-
varpinu og viðskiptum hans við
umheiminn. Gunnar Baldursson,
sem upphaflega „hannaði" Palla,
hefur gert myndir á myndasíður,
en Kristín Pálsdóttir tók myndir,
sem prýða bókina. Sérstakar siður
úr „brandarabókinni" hans Palla
eru í bókinni, en að öðru leyti er
hún samfelld saga.
Bókin er 112 bls. að stærð. Ut-
gefandi er Iðunn.
Fyrsta bók Guðrúnar Helgdótt-
ur um Jón Odd og Jón Bjarna
kemur út í Kaupmannahöfn þessa
dagana i þýðingu Helle Degnböl,
og verið er að undirbúa útgáfu í
fleiri löndum.
Mfög óhreinn fatnaður þarf mjög gott þvoUaefnt...
Með Ajax þvoUaefní verður mistiti
þvotturinn alveg jafn hreinn og
suðuþvotturinn.
Hinir nýju endurbættu
efnakljúfar gera þaÓ kleift
aó pvo jafn vel meó öllutn
þvottakerfum.
Strax við lægsta hitastig leysast óhreinindi og blettir upp og
viðkvæmi þvotturinn verður alveg hreinn og blettalaus.
Við suðuþvott verður þvotturinn alveg hrpinn og hvítur.
Ajax þvottaefni, með hinum nýju efnakljúfum sýnir ótviræða
kosti sina, einnig á mislitum þvotti — þegar þvottatíminn er
stuttur og hitastigið lágt. Hann verður alveg hreinn og litirnir
skýrast.
Hreinsandi efni og nýjr. endurbættir efnakljúfar ganga alveg
inn i þvottinn og leysa strax upp óhreinindi og bletti i
forþvottinum. Þannig er óþarft að nota sérstök forþvottaefni.
Ajax þvoUaefní þýðiri
gegnumhreínn þvottur með ölium
þvottakerfum.