Morgunblaðið - 13.11.1977, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1977
51
Hákarlarnir... hafa jafnvel ráðist
á menn í hnédjúpu vatni 99 við baðstrendurnar)
IHAFIÐ, BLAA HAFIÐ
ATVINNUSJÚKOÓMAR
hann á mig aftur og beit um ann-
an fótlegg minn. Mér þótti sýnt,
að ég ætti aðeins fáein andartök
eftir. En þá vildi það mér til lífs,
að hákarlinn missti skyndilega
áhugann á mér og sleppti mér en
sneri sér að brimbrettinu og tók
að hakka það f sig sem óður væri.
Á meðan tókst mér að busla upp f
fjöru, enda átti ég ekki nema
nokkra metra ófarna". Philip
slapp með f jögur djúp tannför á
læri og blóðrisa bakið eftir,skráp-
inn.
En því miður eru ekki allir svo
heppnir, eins og áður sagði. Um
svipað leyti og Philip lenti f há-
karlinum og slapp nauðuglega fór
annar maður Georg Walter að
nafni, í sjóinn við Sólskinsströnd-
ina í Queensland einum 1500 kfló-
metrum norðar. Hann var í fylgd
með nokkrum kunningjum sfn-
um. Kunningjarnir urðu eftir í
f jörunni, en Georg fór út í. Hann
hafði með sér vindsæng og þegar
hann var kominn svo sem 15—20
metra út lagðist hann á sængina
og lét reka. Allt I einu kom hákarl
úr kafinu, réðist á hann og dró
hann út af vindsænginni. Kunn-
ingjar hans höfðu fylgzt með hon-
um, en fengu ekkert að gert, því
að allt gerðist í einni svipan.
„Georg var að reyna að krafla sig
aftur upp á vindsængina", segja
þeir. „En þá rak hann allt f einu
upp öskur — og var horfinn í
næstu andrá“. Lík hans rak á
fjöru fimm dögum sfðar, allt rifið
og bitið.
Hákarlarnir eru svo ágengir, að
þeir hafa jafnvel ráðizt á menn í
hnédjúpu vatni og eitt dæmi er
þess, að hákarl réðist á mann, er
sat frammi f stefni á litlum báti.
Ekki er betra að lenda f sjónum
lengra undan ströndum. I fyrra
vor vildi það til að stórt farþega-
skip sigldi niður litla seglskútu
nokkuð undan strönd Ástralíu.
Þrír menn voru á skútunni. Voru
þeir f sjónum Iengi dags og héldu
sér f kassa, sem hafði flotið uppi.
Þegar leið á daginn urðu þeir
þess varir, að hákarla var farið að
drffa að. Sá eini þremenning-
anna, sem eftir lifir og bjargaðist
naumlega, segir svo frá: „Þeir
komu í torfum. Sjórinn moraði af
þeim. Þeir, sem fyrst komu að
voru litlir. Þeir færðu sig æ nær
okkur og loks fóru þeir að narta í
okkur og toga. Við reyndum hvað
við gátum að sparka þeim burt.
En þá komu tveir stórir aðvffandi
og réðust umsvifalaust á okkur.
Ánnar beit f þann félaga minn,
sem var nær mér. Ég reyndi að
sparka f hákarlinn, en lield, að
hann hafi ekki fundið fyrir því.
Ég þreif til félaga míns og reyndi
að halda f hann, en það þýddi
ekkert; hákarlinn dró hann nið-
ur. 1 sama biii og hann sleppti og
dróst niður sagði hann. „Hann er
búinn að ná taki á mér aftur. Þá
er komið að þvf. Verið þið sælir,
strákar ...“ og svo var hann horf-
inn. Stuttu sfðar var hinn félagi
minn dreginn niður ...“
Yfirvöld hafa að sjálfsögðu
reynt ýmislegt til varnar við há-
körlum. Til að mynda hafa yfir-
völd f Queensland látið sprengja
langar netagirðingar úti fyrir
helztu baðströndum. Var þetta
fyrst gert fyrir 15 árum og hafa
einir 20 þúsund hákarlar komið f
netin. Til vara er duflum lagt við
stjóra, nokkru fyrir innan neta-
girðingarnar, og f þeim hákarla-
sóknir beittar kjöti. Þrátt fyrir
þetta sleppa alltaf einhverjir inn
fyrir. Og það er ekki hægt að
strengja net umhverfis alla
Ástralfu.
AÐ öðru leyti verður hver að
reyna að gæta sín. Hákarlafróðir
menn segja það áríðandi að mað-
ur hreyfi sig eins Iftið f vatninu
og hann kemst af með, ef hann
sér hákarl nálgast. Hákarlinn sér
ekki langt frá sér, en hann er afar
næmur á bylgjur af hreyfingum
og rennur á hreyfingarnar. Það
mundi nu Ifklega reynast mörg-
um fullerfitt að halda ró sinni ef
þeir flytu allt í einu augliti til
auglitis við hákarl. En það getur
gert gæfumun hvort maður ræður
við sig eða ekki; hann sleppur
kannski ekki með heilli há — en
það getur skipt því hvort hann
missir löppina eða Iffið ...
— PETER DEELEY.
. skæruliða, Þjóðfrelsisfylkingin,
hafa hert sóknina mjög upp á
síðkastið og hefur þeim lánazt að
gera stjórninni talsverðar
skráveifur. Somoza forseti -er
maður veill fyrir hjarta og fékk
þungt áfall fyrir nokkrum
mánuðum. Hefur hann verið til
lækninga i Bandarikjunum und-
anfarið og er nýkominn heim
aftur, en heilsan svo lök, að hann
hefur nærri ekkert getað skipt
sér af stjórn landsins, og er ekki
að vita hvort hann verður
nokkurn tima maður til þess
aftur. Hafa skæruliðar notfært
sér þetta vel.
Þjóðfrelsisfylkingin hóf nýja
sókn fyrir nokkrum vikum. Þá
réðst hún samtimis á tvo bæi,
Dilipito á Iandamærum
Nicaragua og Honduras, og San
Carlos á landamærunum við
Costa Rica. Nokkrum dögum síðar
gerðist fylkingin svo frökk, að
hún réðst á búðir stjórnarhersins
tæpum 25 kílómetrum utan við
höfuðborgina, Managua. Mun það
hafa verið ætlun skæruliða að
SOMOZÁ: Valtur f sessi, veill fyr-
ir hjarta.
stofna til glundroða í landinu svo,
að þeim gæfist færi að lýsa yfir
myndun bráðabirgðastjórnar.
Heldur er talið ólíklegt, að þeir
séu orðnir svo öflugir, að þeir ráði
við stjórnarherinn enn sem komið
er, og geti myndað byltingar-
stjórn. Enda tókst þeim það ekki í
þetta sinn. En hitt fer ekki á milli
mála, að traust manna, erlendis
og innanlands, á stjórninni hefur
beðið mikinn hnekki i sókn
skæruliða, og hún er orðin völt i
sessi.
Somozaættin hefur orðið fyrir
mörgum og þungum áföllum á
undanförnum árum. Fyrst er að
minnast jarðskjálftans árið 1972.
Þá varð gifurlegt tjón og sér i lagi
í höfuðborginni. Hún lagðist
nærri því i rústir. Erlend ríki
komu þá til hjálpar og sendu
miklar birgðir nauðsynja til
Nicaragua. En þær fóru þannig,
að stjórnarherinn rændi þeim
mestöllum! Varð þetta stjórninni
til mikils álitshnekkis erlendis.
En heimamerin þóttust illa svikn-
Framhald á bls. 63
JEAN CLAUDE: Barsmlðar. sjúk-
dómar, umhirSuleysi
meðferð í fyrrnefndu fangelsi — sum-
ir af barsmiðum en aðrir af sjúkdóm-
um og umhirðuleysi.
Að sögn útlaganna er föngum troð-
ið saman í allt of litla klefa og veikjast
alltaf margir, af lungnabólgu t d , en
læknishjálp fæst engin; fangarnir eru
bara látnir deyja drottni sínum Hafa
þeir sennilega ástæðu til þess að
öfunda hina sem barðir eru til
dauða
Útlagarnir hafa tekið saman skýrslu
um ófremdarástandið á Haiti og
hyggjast leggja hana fyrir heimskirkju-
ráðið og fleiri fjölþjóðlegar stofnanir
og samtök Á þingi Amnesty Inter-
national. sem haldið var i Paris fyrir
stuttu, var Haitistjórn sakfelld fyrir
mannréttindabrot sin gömul og ný í
samþykkt þingsins um þetta segir, að
föngum, sem komizt hafi frá Haiti beri
öllum saman um það, að pyntingar og
morð séu daglegir viðburðir i fangels-
um þar. Haitistjórn sé einnig orðin
sönn að lygum um fjölda þeirra. sem
sitji i fangelsi fyrir skoðanir sinar
Stjórnin lét 104 fanga lausa fyrir
mánuði í tilefni 20 ára stjórnaraf-
mælis Duvalierfeðga Var þá lýst yfir
því, að engir stjórnarandstæðingar
væru eftir i fangelsi Paul Magloire,
fyrrverandi Haitiforseti. sem lengi
hefur verið i útlegð kallaði lausn fang-
anna hins vegar skrípaleik Bæði hann
og aðrir útlagar frá Haiti telja. að einir
300 stjórnarandstæðingar séu enn i
haldi — og þó liklega nokkru fleiri
En þauk þess er vist, að mörg þúsund
manns hafa horfið með dularfullum
hætti i stjórnartið Duvalierfeðga
Einkalögregla feðganna tók þetta fólk
til yfirheyrslu einhverra hluta vegna
— og hefur ekki spurzt til þess upp
frá þvi
Þar sem
krabbinn
liggur í
loftinu
ÞAÐ er komió i ljós, að fólki, sem
býr nálægt olíuhreinsunarstöðv-
um er langtum hættara en öðrum
við krabbameinum. Visindamenn
í Krabbameinsrannsóknastöðinni
í Maryland í Bandaríkjunum
upgötvuðu þetta í víðtækum
rannsóknum, sem hafnar voru til
þess að hafa uppi á krabbavöldum
í umhverfi manna. En það er nú
norðið viðurkennt, að mönnum
stafi mest krabbameinshætta af
umhverfi sinu.
Það var vitað fyrir, að þeim,
sem búa nærri kopar-, blý- eða
sinkbræðslum er mun hættara en
öðrum við lungnakrabba. Enn
fremur að blöðú-, lifrar- og
lungnakrabbi er óvenju algengur
í grennd við efnaverksmiðjur. Og
nú liggja oliuhreinsunarstöðvar
sem sé undir rökstuddum grun.
Visindamenn Krabbameins-
rannsóknastofnunarinnar báru
saman krabbameinstíðni i þeim
39 sýslum i Bandaríkjunum, þar
sem oliuhreinsunarstöðvar eru
langflestar saman komnar, og' i
117 sýslum öðrum þar, sem engar
hreinsunarstöðvar eru. Kom þá á
daginn, að dauðsföll af völdum
krabbameina voru miklu tiðari i
hinum 39 sýslum en annars
staðar. Mest var mannfallið meðal
hvítra karlmanna. En starfsmenn
olíuhreinsunarstöðva eru karl-
menn upp til hópa, og flestallir
hvítir.
Krabbameinin voru ýmissar
tegundar, en langmest bar á
lungnakrabba, húðkrabba — og
nefkrabba, sem er annars mjög
sjaldgæfur sjúkdómur. Mjög
margir þeirra, sem létust af
völdum þessara krabbameina
höfðu starfað við olíuhreinsunar-
stöðvar — og bjuggu líka nærri
þeim. En visindamenn grunar þó,
að hér sé ekki aðeins um að ræða
atvinnusjúkdóma verkamanna i
oliuiðnaði, heldur fái margir aðrir
krabbamein af ýmiss konar
mengun frá hreinsunarstöðvun-
um.
Krabbamein eru mannskæðast-
ir sjúkdómar á vesturlöndum að
hjartasjúkdómum fráteknum.
Samt er sáralítið vitað um orsakir
fiestra þeirra. Það er almennt
talið, að 60—90% krabba stafi af
mengun, ýmsum fæðutegundum,
tóbaki og öðru „utanaðkomandi".
En öllu meira er ekki vitað enn,
sem komið er. Það ætlar að vefj-
ast fyrir vísindamönnum að
komast sð raunverulegum, bein-
um orsökum krabba.
— GEOFFREY LEAN.
REYKINGAR
Brellan
sem brást
Snemma á þessu ári hugðust
tveir brezkir tóbaksf ramleiðendur
græSa á baráttunni gegn reykinga-
bölinu og sendu á markað sigarettur
meS gervitóbaki. Áttu þær að vera
alveg jafngóðar og venjulegar siga-
rettur — en meinlausar að auki.
Var farin mikil auglýsingaherferS
fyrir þeim og öllum landslýS gert
kunnugt. aS hann gæti nú haldiS
áfram aS reykja án þess aS óttast
lengur um heilsu sina og lifiS. Þótt-
ust framleiðendurnir sjá i hendi sér.
að mikill hluti reykingamanna
mundi gina við þessu og hugSu gott
til glóðarinnar.
En þeim hefur ekki orðið að von
sinni. Svo virðist, að Bretum þyki
ekkert varið i reykingar nema þeim
fylgi lifshætta. Nýjar verksmiSjur
höfðu verið reistar til þess að fram-
leiSa gervisigaretturnar og búiS að
kaupa lóðir undir fleiri verksmiðjur.
þvi aS vist þótti. að framleiðslan
stórykist meS hverju árinu. En það
verSur ekki byggt á þeim lóSum á
næstunni. ÞaS er búiS að segja upp
helmingi starfsliSsins i verksmiSjun-
um. Auk þess mun annaS tóbaks-
fyrirtækið. Imperial Tobacco. verða
að eySilegga 100 milljónir gervi
sigarettna vegna þess, að þær seld-
ust ekki og þola illa geymslu. . .
VerSur þetta fyrirtækinu dýrt: 450
þúsund pund (u.þ.b. 175 millj. kr.)
fara þar i súginn.
Tóbaksframleiðendur reyna þó að
bera sig vel. þrátt fyrir þessi áföll.
Segja þeir, að sala gervisigarettna
nemi nú 2—2'/2% af allri sigarettu-
sölu i Bretlandi. En þaS er langtum
minna en þeir ætluSu i upphafi.
Baráttumenn gegn reykingum
fagna þvi mjög. þótt undarlegt megi
virSast, að gervisigaretturnar selj-
ast svo dræmt. Þeir halda þvi nefni-
lega fram. að gervisigaretturnar séu
ekki siður hættulegar en hinar. og
HeilbrigSisráS er lika þeirrar skoS-
unar. Einn málsvari Baráttuhreyf-
ingar gegn reykingum komst svo að
orði, að allar sigarettureykingar
væru hægt sjálfsmorS og skipti ekki
máli hvort menn reyktu gervitóbak
eSa náttúrulegt tóbak. .,ÞaS kann
aS vera einhver örlitill munur á
þvi ", sagði hann. „En hann er þá
svipaður og munurinn á þvi að
kasta sér út af 36. eða 39 hæð i
skýjakljúfi. Hvort tveggja er jafn-
öruggt!"
— NIGEL HAWKES