Morgunblaðið - 13.11.1977, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÖVEMBER 1977
53
birtist um þetta leyti sú frétt að
Bing veiddi ekki sjálfur laxinn
heldur hefði hann aðstoðar-
menn, er sæju um að krækja í
hann, en Bing sjálfur landaði
honum. Féll Bing augsýnilega
miður að þessi frétt hefði kom-
ist á kreik. því hann hafði
stundað stangaveiði um árabil
og verið við veiðar í Alaska,
Kanada, Englandi og Bahama-
eyjum. Þótti honum, sem þarna
hefði ómaklega verið að sér
vegið. Reykjavík féll Bing aug-
sýnilega vel og bar hann mikið
tof á borgina og umhverfi henn-
ar. Mikið þótti honum koma til
Elliðaánna og eyddi hann þar
einni dagstund við laxveíðar.
Gekk honum þar mun betur en
fyrir norðan og taldi ástæðuna
þá, að þar hefði hann verið iaus
við kvikmyndatökurnar. Þegar
Bing var við veiðar í Elliðaán-
um, safnaðist talsverður fjöldi
fólks saman og horfði á. Sam-
gladdist það honum innilega er
hann landaði vænum fiski og
snart það hann augsýnilega
djúpt. Var Bing ljósmyndaður í
bak og fyrir af áhorfendunum,
meðan á veiðunum stóð og
hafði hann orð á því eftir á, að á
íslandi virtust sér allir þekkja
sig. Kom það honum nokkuð á
óvart, þvi hann hafði ekki búist
við því að vera hér jafnvel
þekktur og raun bar vitni. Bing
Crosby samdi lag um ísland og
miðnætursólina og söng hann
það i Þjóðleikhúsinu, er hann
skoðaði það, fyrir fáeina vini.
Að þv loknu sagðist hann aldrei
hafa sungið fyrir jafnfáa opip-
berlega. Lag hans um island
sýnir vel hve mikil áhrif landið
hefur haft á hann.
Árið 1971 kom upp mikil
deila milli Dana og B : ndaríkja-
manna út af netaveiðum Dana á
laxi út af Grænlandsströnd. Var
Bing þar framarlega í flokki
þeirra er banna vildu alla veiði
Dana, þar sem þeir töldu að
hún spillti laxagengd í ám
Norður-Ameríku. Var send
nefnd á vegum Bandaríkja-
manna er skyldi hafa viðræður
við Dani. Vakti þá töluverða
athygli að Bing Crosby var ekki
einn af nefndarmönnum, þó
svo hann hefði ætið barist ákaft
á móti stefnu Dana. Var haft á
orði að hann hefði ekki viljað
fara, af ótta við að Danir gerðu
alvöru úr því að hætta að kaupa
plötur hans, léti hann verða af
þvi að koma. Var þessi ráðstöf-
un Dana svar við þeirrí áskorun
Bandarijamanna til almenn-
ings að kaupa ekki danskar vör-
ur, fyrr en Danir létu af stefnu
sinni. Svo hefur enn ekki orðið,
svo segja má að sú barátta hafi
öll verið unnin fyrir gýg.
Fyrir utan það að vera frá-
bær söngvari og skemmtikraft-
ur var Bing einnig vel liðtækur
i golfi. Hann eyddi oft mörguni
klukkustundum á dag við að
spila golf og kunnugir sögðu að
það hefði aðeins verið þar. sem
hann sýndi geðbrigði. Sjálfur
sagði hann, að hann væri aldrei
jafnánægður og eftir að hafa
unnið Bob Hope í golfi. Bing
hafði árið 1937 komið á fót
hinni árlegu Bing Crosby golf-
keppni og lét hann sér ætið
mjög annt um hana. Auk þess
að leggja mikið fé i golf, átti
hann hlut i mörgum fótboltalið-
um og fjármagnaði marga
hnefaleiki. Þá má og nefna að
hann var mikill áhugamaður
um veðreiðar og átti fjölda
hesta, og m.a. hlut í sigurvegar-
anum í „The Irish Derby 1967".
Bing Crosby var ólikt mörg-
um öðrum stjörnum snjall í við-
skiptum og hafði keypt hluta-
bréf i mörgum fyrirtækjum.
Hann átti hlut i olíulindum.
nautabúi og leikfangaf.vrirtæki
svo dæmi séu nefnd.
Með fráfalli Bing Crosbys er
horfinn einn af litríkustu per-
sónum skemmtiiðnaðarins.
Hann skilur eftir sig stórt skarð
í tónlistarheiminum sem erfitt
mun verða fyrir eftirmenn
hans að fylla. En þó að Bing sé
horfinn, þá lifir rödd hans á
plötum og í hjörtum almenn-
ings, þar sem hún mun geymast
um ókomna tíð.
Minning:
Oddný Friðrikka
Árnadóttir
Oddný Friðrikka Árnadóttir á
Ingimarsstöðum á Þórshöfn var
fædd 16. júli 1893, hún andaðist
29. september s.l. Minningar-
athöfn fór fram á heimili hinnar
látnu 8. október, jarðsett var i
Sauðaneskirkjugarði. Minningar-
ræðu flutti sonur hinnar látnu, sr.
Ingimar Ingimarsson (prestur í
Vík i Mýrdal). Því miður gat ég
ekki verið við jarðarförina en
hugurinn var hjá henni og afa
þennan dag. Ég frétti hjá vinkonu
minni á Þórshöfn, að þaó hefði
verið dásamlegt veður á jarðar-
farardaginn, logn og sólskin og að
afi hefði staðið sig með sóma eins
og hans var von og vísa. Já það
var sólskin þennan dag og það var
alltaf sólskin í kringum ömm.u og
og hún hafði gott lag á að koma
öllum í gott skap. Amma og afi
eignuðust 11 börn, fyrst 8 stúlkur
og síðan 3 drengi. Eru 9 þeirra á
lífi. Ég á margar góðar endur-
minningar frá Þórshöfn, en þar
ólst ég upp til 13 ára aldurs hjá
móður minni, Þórdísi, og stjúpa,
Karli Hjálmarssyni, en þá fluttust
þau til Hvammstanga. Það var
alveg sama á hvaða tíma við syst-
kinin komum í heimsókn til
ömmu, alltaf virtist hún hafa
nægan tíma til að tala við barna-
börnin sín, enda notuðum við okk-
ur það óspart. Það var svo ótal
margt sem amma kunni, hún var
mikil hannyrðakona, það lék allt i
höndunum á henni og varð allt
svo myndarlegt og fallegt. Hún
saumaði alls kyns fatnað, prjón-
aði bæði í höndum og á vél, hekl-
aði, kunstbroderaði og orkeraði
svo eitthvað sé nefnt. Hún stjórn-
aði í mörg ár barnakórnum í þorp-
inu og einnig kirkjukórnum. Hún
kenndi nokkrum börnum á orgel,
þar á meðal mér. Ég átti nú oft
erfitt með skapið í þá daga_en
amma gat alltaf talað mig til með
sinni hlýju og fengið mig til að
gleðjast á ný og þurfti oft mikla
þolinmæði til, en hún amma mín
gafst aldrei upp að því hún vissi,
að innst inni var ég viðkvæm og
endaði það alltaf með, að ég hljóp
út frá henni með sippubandið
mitt eða tunnugjörð og hoppaði
og skoppaði um allar götur og
endaði oft niðri i f jöru þar sem ég
lét öldurnar elta mig. Amma og
afi voru mjög ánægð í sinu hjóna-
bandi, þau sátu oft ein í stofunni
sinni með kertaljós og iétu vel
hvort að öðru. Ættu allir sem þau
þekktu að taka þau til fyrirmynd-
ar, það hef ég reynt að gera.
Amma og afi bjuggu í einu elsta
húsinu á Þórshöfn þegar ég átti
þar heima, sem þau héldu vel við
á meðan þau bjuggu i því, en svo
byggðu þau sér hús fyrir um 12
árum uppi á holtinu, afar huggu-
legt hús. Allt var svo glerfínt og
hreint hjá þeim og alveg merki-
legt hvað þau gátu haft þetta allt-
af fínt þó að mikill gestagangur
væri hjá þeim. Gamla húsið
þeirra stendur að vísu á sinum
stað en það er til skammar fyrir
Þórshafnarbúa hvernig búið er að
fara með húsið. Mér fyndist að
hreppsbúar ættt að sýna sóma
sinn í því að halda húsinu við, þvi
að það var staðarprýði á meðan
þau bjuggu í því. Húsið var á
þremur hæðum og kjallari eins og
svo mörg hús voru i gamla daga.
Það var orðið of erfitt fyrir svo
fullorðin hjón að búa í því, einnig
Framhald á bls. 67
alfasud ti er ótrúlega kraftmikil og hraöskreiö
bifreiö meö frábæra aksturseiginleika
Vió vonum, að næst nái Ijósmyndarinn aö
smella af, örlítiö fyrr.
JÖFUR
HR
AUÐBREKKU 44-46 - KÖPAVOGl - SÍMI 42600