Morgunblaðið - 13.11.1977, Qupperneq 10
54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1977
Hjálparsveitarrnenn
við björgunarœfing-
ar í Egjafjallajöktt
Nýverið hélt Hjálpar-
sveit skáta í Reykjavík
mjög fjölmenna
björgunaræfingu i Fall-
jökli Eyjafjallajökuls og
voru þá meðfylgjandi
myndir teknar. í þetta
sinn höfðu þeir boðið
með sér til æfingarinnar
félögum sínum úr
hjálparsveitinni í Kópa-
vogi og nokkrum félög-
um úr Flugbjörgunar-
sveitinni í Reykjavík, og
voru þarna samankomnir
tæplega 50 manns.
Aðalverkefni æfingar-
innar var á laugardegin-
um, þegar fyrst var rifj-
uð upp grundvallartækn-
in við ferðalög í skrið-
jöklum, svo sem hvernig
beita skuli mannbrodd-
um og ísexi. En seinna
um daginn voru teknar
fyrir hinar ýmsu aðferðir
til að ná slösuðum mönn-
um upp úr jökulsprungu,
hvort sem björgunar-
maður er einn eða ásamt
fleiri. í þessu tilviki er
um nokkrar aðferðir að
ræða. Þó veldur það jafn-
an miklum vandræðum
að bjarga manni, sem
fallið hefur niður í mjög
þrönga jökulsprungu,
þannig að ekki er hægt
að koma böndum á hann.
í því tilfelli er nauðsyn-
legt að björgunarmaður
fari niður til hins slasaða
og höggvi ísinn frá hon-
um svo hægt sé að koma á
hann böndum. Þessar að-
ferðir voru allar æfðar.
Seinnipart dagsins komu
menn sér niður aftur, en
þá hafði rignt meira og
minna allan daginn.
Nokkuð innan við lón
jökulsins var svo slegið
upp tjöldum. Snemma
morguninn eftir voru all-
ir vaktir og sagt, að f jórir
félagar væru slasaðir
uppi í jökli og þyrftu
aðstoðar við. Var þá
hópnum skipt í fjóra
hópa og hinum ýmsa
björgunarbúnaði skipt
niður á hópana, t.d.
sjúkrabörum, spelkum
Myndir og texti:
Sighvatur
Blöndahl
fyrir beinbrot, útbúnaði
til vökvagjafar o.fl. En
hér var að sjálfsögðu um
að ræða tilbúið slys, þar
sem nokkrir félagar
höfðu farið fyrr um nótt-
ina og komið sér fyrir á
ýmsum stöðum uppi í
jöklinum í um 1200 m
hæð.
Nokkuð greiðlega gekk
að komast upp á jökulinn
og finna hina slösuðu.
Gerðu hóparnir fjórir
þegar ráðstafanir til að
ná hinum slösuðu upp úr
sprungum þar sem þeim
hafði verið komið fyrir
og gert var að sárum
þeirra eins og kostur var
á. M.a. var einum sjúkl-
ingi gefinn vökvi í æð af
lækni sveitarinnar, sem
við það tækifæri leið-
beindi mönnum ef slík
staða kæmu upp og þeir
þyrftu að gefa vökva.
Þegar búið var að gera að
Hér hefur maður fallið f mjög þrönga sprungu, svo að björgunar-
maður þarf að fara til hans og höggva frá honum ísinn, til þess að
hægt sé að koma á hinn slasaða böndum.
Hér má sjá þegar björgunarmaður fer niður í jökulsprungu til
sjúklings, sem fallið hefur þar niður, en sfðan mun sá sem niður fer
koma hinum slasaða upp í samvinnu við mennina á brúninni.
sárum sjúklinganna var
þeim komið fyrir á
sjúkrabörum og þeir
bornir áleiðis niður í bíl-
ana, sem biðu niðri.
Eftir mjög vel heppn-
aða æfingaferð var komið
í bæinn seinnihluta
sunnudags, og má geta
þess að mjög góð sam-
vinna hefur skapast milli
hinna einstöku
björgunaraðila, sem til
þessa hafa starfað að
mestu leyti alveg sjálf-
stætt.
gHiP'
Haldið heim á leið, ekið yfir jökulána úr lóninu, en hún var óvenju
vatnslftil á þessum tfma þrátt fyrir gffurlegar rigningar.
Hér er einn hinna slösuðu borinn niður sléttan jökulinn.en þaðer mikilsvert aðvelja
greiðfærustu leið með sjúklinga, svo að þeir verði fyrir sem allra minnstu hnjaski.
félagar sveitanna fóru æfingarferð um skriðjökulinn.
11 111 i ,
['H I I I >il H t;t I