Morgunblaðið - 13.11.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.11.1977, Blaðsíða 16
60 Nýlega kefur verið gefin út bók MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1977 eftir Jvmmy Gxrter í Bfiwkmkfinmn, með öttum ræðum sem hawn hefur Jlutt í The New York Times Book Review frá 19. júní s.l. er viðtal við Jimmy Carter Bandaríkjaforseta sem skáldið Harvey Shapiro, ritstjóri blaðsins, átti við hann í Hvíta húsinu. f þessu viðtali kemur fram hlið persónuleika Carters sem er umheiminum að mestu ókunn, en það er ánægja hans af skáldskap og sérstök aðdáun hans á velska skáldinu Dylan Thomas. f opnberri heimsókn Carters til Bretlands kom hann í Westminster Abbey. Þar stanzaði hann allt í einu í Poet’s Corner og spurði fylgdarlið sitt hvar hvíldarstað- ur skáldsins Dylan Thomas væri. Honum var þá sagt að jarðneskar leifar hans væru í fæðingarbæ hans Laugharne í Wales. Þá vildi forsetinn ólmur komast þangað, en því varð ekki við komið. Carter sagði við erkibiskupinn sem var í fylgd með honum í kirkjunni: „Ég mæli með því að skáldið verði flutt. Ég skal biðja fyrir sál hans, ef þér viljið blessa hann.“ Þessi athuga- semd forsetans varð til þess að fjölmiðlar í Bretlandi tóku sérstaklega að kynna verk og æviferil Dylan Thomas. Dylan Marlais Thomas fæddist árið 1914 í Swansea í Suður- Wales. 18 ára gamall fluttist hann til Lundúna og gaf þar út sína fyrstu Ijóðabók „Átján ljóð“ aðeins tvítugur að aldri. Bókin vakti mikla athygli og tók einn gagnrýnandinn svo til orða um hana: „Nýtt skáld hefur komið fram á stjónarsviðið. Það má vænta þess að hér sé á ferðinni efni í stórskáld.“ Síðar skrifaði hann Ijóða- bækurnar Twenty Five Poems, Map of Love, The Portrait af the Arthis as a young Dog o.fl. Thomas var oft nefndur „Keats nútímans“. Hann lést árið 1953. „HVER ÉG IR MÍNAR „Hands have no tears to flow“ („Athafnir manna eru tilfinn- ingalausar“ lausl. þýð.) sagði for- setinn. Við vorum einir í vinnu- stofu hans og Carter vitnaði í Dyl- an Thomas, alvarlegur í bragði og með dreyminn glampa í augum. Öðruvísi en ég hefði séð hann á sjónvarpsskerminum. Þessi ljóð- lína var greypt djúpt í huga hans. Klukkan var stundarfjórðung gengin í tíu, miðvikudagsmorg- unn og dagurinn var 25. maí. Spyrjandi: Þegar ég sagði syni mínum sem er tólf ára, frá því að ég myndi hitta þig i dag, þá sagði harin að þessi fundur gæti gert mig þunglyndan, þar sem ég og þú erum u.þ.b. jafnaldra, en þú lítur út fyrir að vera mun yngri en ég. Carter: Ég eldist með hverjum deginum, með ótrúlegum hraða. (Hann hlær). Sp.: Ég vil ræða við þig um bókina þína sem Simon og Schust- er hafa nýlega gefið út með ræð- um þínum, en áður vil ég koma því að, að ég held við eigum það sameiginlegt, að halda upp á skáldið dylan Thomas. C.: Ágætt. Ég heí eytt — og geri enn — miklum tima við lestur þeirra ljóða hans, sem ég dái mest. Sp.: Hvenær kynntist þú verk- um hans? C.: Ég gæti trúað að það hafi verið 1954 eða 1955 þegar ég rak áburðarverzlun. Ég hafði ekkert starfslið og fáa viðskiptavini, þannig að ég átti það til að sitja á áburðarpokunum í bakherberg- inu og Iesa. Eitt sinn var ég að lesa safn úrvalsljóða eftir nútima- skáld og hafði þá aldrei heyrt Dylan Thomas getið. Eitt ljóðá hans var i bókinni sem heitir „A Refusal to Mourn the Death by fire of a Child in London“, („Neitun við því að' syrgja lát barns í bruna í London,“ lausleg þýðing). Ég skildi ekki ljóðið þegar ég las það fyrst, en siðasta línan var þessi „After the fist death there is no other“ („Eftir dauðann er enginn dauði“). Ég hugleiddi hana um stund og las síðan ljóðið aftur yfir frá byrjun. Enn gat ég ekki skilið það, svo ég settist við búðarborðið í verzlun- inni og las hverja setningu saman og þannig öðlaðist ég skilning á því sem Dylan Thomas var að segja í ljóðinu. Upp frá þvi átti ég það til með sonum mínum þrem að taka fyrir ljóð eftir Thomas og greina þau niður, læra utanbókar og ræða þau. Löngu síðar eða árið 1974 var haldinn sérstakur fund- ur í löggjafarþingi Georgíufylkis. Tíu eða tólf þingmenn auk mín hlustuðu þar á hljómplötuupp- töku þar sem Dylan Thomas las sjálfur nokkur ljóð eftir sig. Þetta endurtókum við i nokkur skipti eftir það. Einhvern veginn hefur mér alltaf líkað mjög vel, hvernig Thomas tjáir sig i ljóðum sinum og orðin sem hann notar. Ég álít hann mikið skáld og ég vona að Westminster Abbey muni ein- hvern tímann heiðra hann. (Hlær). Sp.: Ég hef einmitt verið að velta því fyrir mér hvernig sú barátta gengi. C.: Ég býst ekki við, að við getum gert neitt meira í því máli, en álít samt að við höfum komið því á skrið. Sp.: Hittir þú nokkurn tima Dylan Thomas? C.: Þingmaður Georgíufylkis, John Gaynor, kynntist honum, þegar hann bjó í Greenwich Village i nokkra mánuði. Gaynor var mjög auðugur maður, og fór þangað í nokkurs konar veizlu og þar fór hann með næstum öll ljóð Thomas fyrir skáldið. Annað ljóð sem ég vitnaði sjálf- ur mikið til i ræðum minum var „The Force That Through the Green Fuse Drives the Flower“. Sp.: Ég hitti Thomas þegar ég kenndi i Cornell: ég gæti trúað að það hafi verið árið 1949, þegar hann kom þangað í stutta heim- sókn. Það var hans fyrsta heim- sókn, en eins og þú veist var það í annarri heimsókn sinni til Corn- ell sem hann vakti á sér sérstaka athygli; hann drakk sig fullan og olli þannig stórhneyksli. Þegar ég hitti hann, var hann óttasleginn maður, einhvern veginn úr tengslum við tilveru sina. C.: Ég veit hvað þú meinar. Hann var mjög afkastamikill og frjór á sínum yngri árum, en síðar fór honum aftur. Caitlin (eiginkona Dylan Thomas) er enn á lífi. Reyndar las ég viðtal við hana í brezku blaði, eftir að ég ræddi við biskupinn af Westminster, þar sem hún sagðist vona að hann yrði einhvern tíma viðurkenndur. Sp.: Þessar Ijóðlínur hans ganga eins og rauður þráður í gegn um sjálfsævisögu þína, „Great is the hand that holds dominion over/ Man by a Seribbled name“. Hvaða merk- ingu leggur þú i þær? C.: Það er eftitt að setja ljóð Dylan Thomas í samband við ríkísstjórnir í formála bókarinnar vildi ég vitna sérstaklega í Dylan Thomas. Fyrir mér merkir hún, að oft geti stjórn valdamikils manns á borg eða heilli þjóð verið laus við alla tilfinningasemi. Og ljóðlínan sem hljóðar á þennan veg „Hands have no tears to flow“ segir í stuttu máli það sem ég hef i huga. Stundum er ekki gerður greinarmunur á valdi og fólki í athöfnum sterkra leiðtoga. Þessi orð ættu að vera okkur til varnað- ar gegn því tilfinningaleysi sem vill fylgja valdboðnum athöfnum. En það er erfitt að slá því föstu hver meining Dylans Thomas var þegar hann orti ljóðið. Sp.: Heldur þú jafnmikið upp á eitthvert bandariskt skáld? C.: Já, ég hef ánægju af verkum margra bandarískra höfunda, en James Dickey er þar fremstur í flokki. Ég kann vel við hann per- sónulega og Ijóðin hans. Hann er einnig góður vinur. Sp.: Þú byrjar sjálfsævisögu þína „Why Not the Best“ með þremur tilvitnunum. Sú fyrsta er í ljóði Reinholds Niebuhrs „The sad duty of politics is to establish justice in a sinful world“ (Hin sorglega skylda stjórnmálanna, er að virða réttvísina i syndugum heimi). Næst er erindi eftir Bob Dylan og síðast ljóðlínan eftir Dylan Thomas sem við höfum ver- ið að ræða um. Finnur þú í þess- um þremur tilvitnunum einhvern sérstakan hugarheim? Leiðir eft- ir áttavita, vörður? C.: Ég veit það ekki. Ég held að að nokkru leyti sé hægt að finna innbyrðis skyldleika með ljóðum Dylan Thomas sem fylla mig un- aði og tilvitnunarinnar í Reinhold Nierbuhr. Ég hef í langan tíma verið að kynna mér verk Nierbuhrs, og mig langaði alltaf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.