Morgunblaðið - 18.11.1977, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.11.1977, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÖVEMBER 1977 Hækkunin bætir ekki að fullu kostnaðarhækkanir verzlunar á þessu ári — segir Georg Ólafsson verðlagsstjóri „ÞESSi 10% hækkun álagningar í smásölu og heildsölu nær ekki að bæta að öllu þær kostnaðar hækkanir, sem verzlunin verður fyrir á árinu, en hækkunin mcn væntanlega bjarga verzluninni yfir mestu erfiðleikana. Og ég vil benda á. að álagning í hundraðs- tölu er ennþá almennt lægri en hún var ákveðin í kjölfar kjara- samninganna 1974." sagði Georg Ólafsson verðlagsstjóri, er Mbl. spurði hann i gær um þá sam- þykkt verðlagsnefndar að leyfa 10% hækkun á álagningu. „Þessi álagningarhækkun var gerð á eftirfarandi forsendum,' sagði Georg „í desember 1972 var álagmng lækkuð í kjölfar gengisfell- ingar Þessi lækkun var bætt að nýju í marz 19 74, að nýloknum kjara- samningum I september sama ár var álagning í prósentum aftur lækk- uð í kjölfar gengisfellingar og enn á ný í febrúar 1975. Þessar tvær lækkanir voru síðan bættar að hluta í apríl 19 75, en frá þeim tíma hefur álagning í hundraðstölu verið svo til óbreytt, eða í rösklega tvö og hálft ár Astæðuna fyrir því, að tekizt hefur að halda álagningunni svona lengi niðri, má fyrst og fremst rekja til hóflegra launabreytmga á árunum 1975 og 1976 Ég hef haft upplýs- ingar um það, að afkoma verzlunar, sem háð er verðlagsákvæðum hefur verið mjög erfið þessi ár, og forystu- menn verzlunarinnar hafa nú á ann- að ár marglýst áhyggjum sínum vegna þróunar mála Framhald á bls. 23 Vorum á móti svona al- mennri og mikilli hækkun — segir Björn Jónsson um afstöóu minnihlutans í verðlagsnefnd ..Við töldum engan veginn sannað, að verzlunin væri svo illa á vegi stödd, að hún þyrfti svona mikla og almenna hækkun og að nú væru engin efni á þvi að færa fé frá öðrum atvinnugreinum til verzlunarinnar." sagði Bjöm Jóns- son, forseti ASÍ, er Mbl. spurði hann um afstöðu minnihluta verð- lagsnefndar, en þrír fulltrúar ASÍ og fulltrúi BSRB greiddu atkvæði gegn 10% hækkun álagningar í smásölu og heildsölu. „Við vorum á móti svona almennri og flatri hækkun án tillits til ástands- ins í einstökum greinum," sagði Björn. „En við gátum vel hugsað okkur einhverjar einstakar breyting- ar eftir ástæðum En með framreikningi á skýrslum Þjóðhagsstofnunar töldum við allt benda til þess að kjör verzlunarinnar yrðu þolanleg áfram og því ekki rik ástæða til að hlaupa upp í svona almenna álagnmgarhækkun " Ný verðlagslöggjöf er aðalmál okkar — segir Gunnar Snorrason, for- maður Kaupmannasamtakanna ,. ÞAÐ er ekki nema gott eitt um það að segja út af fyrir sig að eitthvað skuli gert til að leiðrétta kjör verzlunarinnar, enda var nú timinn kominn til þess. Hinu er ekki að neita að svona flöt hækkun kemur misjafnlega vel niður. Reyndar erum við kaup- menn orðnir langleiðir á því að verið sé að lappa mikið upp á þessi gömlu verðlagsákvæði með einhverjum hrossalækningum, en teljum brýnt að setja nýja verðlagslöggjöf, sem gefi þær vörur frjálsar, þar sem samkeppn in er næg," sagði Gunnar Snorra- son, formaður kaupmannasamtak- anna, er Mbl. leitaði til hans vegna þeirrar samþykktar verðlagsnefndar að heimila 10% hækkun á álagningu. „Reyndar er nú rétt að taka fram, að 10% álagningarhækkun þýðir það að álagningin hækkar úr 10% í 11% og úr 20% i 22%," sagði Gunnar, „Ég gerði mér grein fyrir því að margar greinar innan verzlunarinnar fá nú lagfæringu á sínum málum og aðrar minna Ég vil í þessu sambandi nefna matvöruna, sem ég held að komi einna slakast út úr þessu Ég held að það hefði verið mun æskilegri lag- Framhald á bls 18. LITLU munaði að illa færi þegar bifreið af Ladagerð flaug út af Keflavfkur- veginum um kvöldmatar- leytið í gær vegna hálkunnar sem þar mynd- aðist. Þrír menn voru í bflnum og kastaðist einn þeirra út úr bifreiðinni en það varð honum til bjargar að hann sjálfur lenti í dýi og fékk mjúka lendingu að kalla má. Sluppu mennirn- ir því með skrámur að því er lögreglan sagði, en engu að síður voru þeir fluttir í sjúkrahús til nánari athug- unar. (Ljósm. Mbl. Friðþjófur) Formaður Alþýðubandalags á landsfundi: Vék naumast orði að varnarmálunum LANDSFUNDUR Alþýðubanda- lagsins hófst 1 gærkveldi með ræðu formanns flokksins, Ragnars Arnalds. Á fundinum eiga rétt til setu um 250 manns, en til fundarins var komið lið- lega tvö hundruð manns og mun ðfærð og annað hafa komið í veg fyrir fulla fundarsókn fyrsta kvöld fundaríns. f inngangsræðu sinni gerði Ragnar Arnalds íslenzka atvinnustefnu að aðal- inntaki máls slns og hann fjallaði um hlutfall félags- og einkaeign- ar í (slenzku þjóðfélagi og komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði Iftið breytzt sfðustu 20 ár. 1 ræðu sinni fjallaði Ragnar svo til ekkert um varnarmál fslands. í ræðu sinni fjallaði formaður Alþýðubandalagsins um ýmsa möguleika, sem komið gætu upp eftir næstu alþingiskosningar á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þar lokaði hann engum dyrum, en sagði að það skipti Alþýðubanda- lagið meira máli, hvaða málefna- grundvöllur næðist við skipan nýrrar rikisstjórnar, en ekki heiti samstarfsflokka. Ef Alþýðu- bandalagið tæki hins vegar þátt í myndun nýrrar ríkisstjórnar kvað hann 10 atriði helzt koma til greina. I fyrsta lagi yrði slík ríkis- stjórn að byggja á sjáifstæðri utanríkisstefnu, óháð erlendu hervaldi. Þetta var raunar sá eini punktur í ræðu formanns flokks- ins, þar sem hann minntist að einhverju leyti á her. I því sam- bandi sagði hann jafnframt að ljóst væri að ekki næðust öll tak- mörk flokksins i einni svipan. I öðru lagi kvað hann ríkisstjórn Aðalefni ræð- unnar íslenzk atvinnustefna með þftttöku Alþýðubandalags- ins þurfa að byggja á íslenzkri atvinnustefnu, sem væri andstæð erlendri stóriðju og að auka þyrfti starf flokksins í samvinnurekstri. í þriðja lagi nefndi hann að slík ríkisstjórn þyrfti að hafa róttæka efnahagsstefnu, sem ein gæti rof- ið vitahring íslenzks efnahagslifs, i fjórða lagi yrði að koma fram kerfisbreyting með einföldun á ýmsum sviðum í ríkisrekstri og nefndi hann þar sérstaklega bankakerfið. 1 fimmta lagi kvað hann að ríkisstjórn með aðild flokksins yrði að koma á nýskipan lífeyrismála, svo að allir sætu þar við sama borð. I sjötta lagi nefndi hann hagsmunamál launamanna, lengingu orlofs, vinnuvernd og sitthvað fleira. I sjöunda lagi yrði að koma til bætt menntakerfi, í áttunda lagi yrði að koma á nýju Framhald á bls 18. Fulltrúi æskulýðsráðs Alþýðubandalagsins: Mistekizt hefur að gera flokkinn að- laðandi ungu fólki RÆÐUMAÐUR æskulýðsráðs Al- þýðubandalagsins flutti skýrslu ráðsins á landsfundi Alþýðu- bandalagsins i gærkveldi. Á fund- inum lýsti talsmaður ráðsins, Arthúr Morthens, þvf, að mis- tekizt hefði hin sfðari ár að gera Alþýðubandalagið aðlaðandi fyrir ungt fólk og því væri það af sem áður var fyrir og eftir 1970, er ungt fólk flykktist f flokkinn. „Okkur hefur ekki tekizt að gera flokkinn það aðlaðandi að fjöldi Bifröst heilsað í Keflavík Bílaflutningaskipið Bifröst, sem er eign islenzkra bílainn- flytjenda, lagðist að bryggju f Njarðvíkurhöfn kl. 6.15 f gær. Þetta er í fyrsta skipti, sem skipið leggst að bryggju f fs- lenzkri höfn, en skipið hefur verið f leigu við flutninga er- lendis frá því að það var afhent f Marseille hinn 5. aprfl sl. Skipið kom hingað frá Rott- erdam, að sögn skipstjórans Valdemars Björnssonar. Það var óhlaðið f þetta sinn, en fyrirhugað er að skipið leggi úr höfn til Norfolk næstkomandi laugardag og snúi aftur með bflafarm. Að sögn Valdemars er skipið 975 brúttólestir að stærð, og 81 metri að lengd. Skipið er átta ára gamalt og mun kaupverð hafa verið 350 milljónir ísl. króna. Ganghraði skipsins er um tólf og hálf míla á klukku-' stund og að sögn Finnboga Gíslasonar framkvæmdastjóra Skipafélagsins Bifrastar mun skipið geta flutt allt að 260 fólksbíla í einni ferð. Þilför skipsins eru fjögur talsins og er lestað inn um skut skipsins. Áhöfn skipsins er 11 manns. Það kom fram í viðtali við Finnboga, að i gær hefði verið hafist handa um að koma upp aðstöðu fyrir skipið í Hafnar- fjaróarhöfn. Landsvæði það er skipafélagið hefur þar til af- nota er um 3 hektarar að stærð, en að auki hefur félagið um 1,7 Framhald á bls 18. Hér eru saman komnir í brú skipsins nokkrir af stjórnar- mönnum félagsins, talið frá vinstri: Ragnar Ragnarsson, Þórir Jónsson, Sigurður Njáls- son og skipstjórinn Valdemar Björnsson, er áður var skip- st jóri á Bakkafossi. Bifröst, hið nýja flutn- ingaskip bfla- og fisk- verzlunarmanna. nýrra félaga kæmi til iiðs við okk- ur,“ sagði Arthúr. Arthúr Morthens sagði að aug- ljóst væri að þessi breyting hefði orðið m.a. vegna þess að á tímum vinstri stjórnarinnar hafi flokks- menn hætt baráttunni. Þeir hafi staðið aðgerðarlausir og mænt til ráðherra flokksins, en vonbrigðin orðið mikil. Hann kvað nauð- synlegt að gera skipulagslegar breytingar á Alþýðubandalaginu og gera ákvarðanatöku innan flokksins lýðræðislegri og efla yrði skoðanaskipti innan hans. Hann kvað efla þyrfti fræðslu- starf og starf flokksmanna innan verkalýðshreyfingarinnar, þar sem starfið þar væri uppspretta þess valds sem flokkurinn byggði á og ætlaði sér að nota til umsköp- unar þjóðfélagsins. Kvaðst Arthúr vona að þessi landsfundur bæri gæfu til að hrinda þeim breytingum i framkvæmd, sem nauðsynlegar væru á flokknum og taldi þá að það yrði upphaf sósíaliskrar hreyfingar á íslandi. Yfiraefndin fundar í dag YFIRNEFND Framleiðsluráðs landbúnaðarins kemur saman til fyrsta fundar í dag. Upphaflega var Guðmundur Jónsson borgar- dómari beðinn um að taka að sér staf oddamanns í nefndinni, en hann baóst siðan undan því vegna annarra anna og var þá próf. Guð- mundur Magnússon skipaður í hans stað. Að sögn Guðmundar Magnússonar hefur nefndin verið kölluð saman í dag en auk Guð- mundar eiga í henni sæti þeir Sveinn Tryggvason og Jón Þor- steinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.