Morgunblaðið - 18.11.1977, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.11.1977, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÖVEMBER 1977 Basar Kvenfélags Háteigssóknar Leiðréttmg frá Verkalýðsfél- laginu Báruiuii á Eyrarbakka ARLEGUR basar Kvenfélags Há- teigssóknar verður haldinn á Hallveigarstöðum sunnudaginn 20. nóvember og hefst hann kl. 2 e.h. Ég leyfi mér að benda velunn- urum Háteigskirkju á þennan basar. Er óhætt að fullyrða, að þar standa til boða margir mjög fallegir, nytsamir og eigulegir munir eins og verið hefir á und- anförnum árum, bæði munir, sem konurnar hafa unnið og gjört sjálfar og sömuleiðis aðrir munir, sem þær hafa aflað og gefið til basarsins. Einnig verður úrval af kökum á boðstólum. Andvirði þessara muna rennur allt til kaupa á kirkjuklukkum til Háteigskirkju. Höfuðáhugamál Kvenfélags Háteigssóknar er nú, að kleift verði að kaupa þessar klukkur sem allra fyrst. Er fyrsti undirbúningur hafinn til að festa kaup á klukkunum. Vonandi liður ekki langur timi þar til þær geta hljómað Í turnum Háteigskirkju. Kvenfélag Háteigssóknar hefir allt 'frá stofnun þess lagt mikið af mörkum tíl kirkjunnar, svo að hún gæti talizt sem best búin og ber konunum alúðarþakkir alls safnaðarins. Að baki framtaki þeirra liggur mikið starf og fórn- fýsi. Á þessu ári hyggst félagið leggja riflegan skerf til kaupa á klukkunum, en þær eru mjög dýr- ar og er þvi mikils um vert að vel takist til með basarinn. Auk þess er hér kjörið tækifæri til að kaupa nytsama muni til gjafa á jólum. Er nú heitið á velunnara Há- teigskirkju að bregðast vel við með því að gera sér ferð að Hall- veigarstöðum á sunnudaginn kemur kl. 2 e.h. til að gjöra góð kaup og til að styðja þetta áhuga- mál Kvenfélags Háteigssóknar og flýta þannig, svo sem auðið verð- ur, fyrir þvi að kirkjuklukkurnar hljómi á sínum stað í Háteigs- sókn. Eg óska Kvenfélagi Háteigs- sóknar velfarnaðar í fórnfúsu starfi. Arngrímur Jónsson VEGNA frásagna í sjónvarps- fréttum s.l. sunnudag, þar sem birt var viðtal við Þór Hagalín sveitarstjóra á Eyrarbakka um ástand atvinnumála í þorpinu, sem ekki var hægt að skilja öðru visi en svo að málin væru leyst, samþykkti félagsfundur i verka- lýðsfélaginu Bárunni á Eyrar- bakka 15. þessa mánaðar að fela formanni félagsins að koma á framfæri þeirri leiðréttingu, að enn eru málin i sama hnút og það eitt hefur gerzt, að gefin hafa verið loforð um einhverja fjár- veitingu til breytinga á hraðfrystihúsinu, sem fyrirsjáan- lega leysir ekki þá hlið málanna að húsið geti hafið rekstur næstu mánuði. Þá samþykkti fundurinn að lýsa yfir vonbrigðum sínum með áhugaleysi þingmanna kjör- dæmisins á að sinna þessum al- varlegu vandamálum Eyr- bekkinga en aðeins einn þeirra hefur sýnt áhuga á vandamálum staðarins með því að koma hingað og halda fund með þorpsbúum til þess að ræða þau alvarlegu vanda- mál, sem hér eru í dag í brenni- punkti. Kjartan Guðjónsson formaður. P.S. Oskað er birtingar á framansögðu f Morgunblaðinu, þar sem sjónvarpið hefur ekki orðið við óskum um að birta þessa leiðréttingu. K.G. Kaffiboð fyrir eldri bílstjóra KVENFÉLAG Hreyfiis og Sam- vinnufélagið hafa kaffiboð í Félagsheimili Hreyfils nk. sunnu- dag klukkan 15.00 fyrir alla bíl- stjóra Hreyfils 67 ára og eldri og konur þeirra. Öllum er heimilt að koma mað gesti og kaupa kaffi. Til skemmtunar verður litskugga- myndasýning, upplestur og kveð- skapur. UTANKJORSTAÐAKOSNING vegna prófkjörs um skipan framboðsiista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við næstu alþingiskosningar, verður í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Kosningin hefst föstud. 11. nóv. og fer fram daglega milli kl. 5—7 e.h., en laugardag frá kl. 10—3 og sunnudag frá kl. 2—5. Utankjörstaðakosningunni lýkur föstudaginn 18. nóvember. Utankjörstaðakosningin er þeim ætluð, sem fjarverandi verða úr borginni aðalprófkjörsdagana 1 9., 20. og 21. nóvember, eða verða forfallaðir. ÞANNIG LITUR KJORSEÐILLINN UT: ATKVÆÐASEÐILL í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík 19. - 20. og 21. nóvember 1977 Jón Ingvarsson, útgerðarmaður, Skildinganesi 38 Jónas Bjarnason, efnaverkfræðingur, Skeiðarvogi 7 Karl Þórðarson, verkamaður, Stóragerði 7 Klara Hilmarsdóttir, tækniteiknari, Drápuhlíð 47 Konráð Adolphsson, viðskiptafræðingur, Giljalandi 7 Konráð Ingi Torfason, býggingameistari, Heiðarbæ 6 Kristján Guðbjartsson, innheimtustjóri, Keilufelli 12 Kristján Ottósson, blikksmiður, Háaleitisbraut 56 ^Kristjón Kristjónsson, forstjóri, Reynimel 23 j^igls^s^Michaelsdóttir, kennari, Suðurgötu 69 ^Mjgflr^pffll^on, prentari, Snælandi 4 PáfrS. 4plssjP hæstaréttarlögmaður, Skildinganesi 28 Pétur Siguröison, alþingismaöur, Goðheimum 20 Pétur Sigurðsson, kaupmaður, Bergstaðastræti 77 Ragnhildur Helgadóttir, alþingismaður, Stigahlíð 73 Sigfús J. Johnsen, kennari, Fýlshólum 6 Sigurður Angantýsson, rafvirki, Langagerði 104 Sigurrós Þorgrímsdóttir, ritari, Ásgarði 77 Snorri Halldórsson, iðnrekandi, Gunnarsbraut 42 Sveinn Björnsson, iðnaðarverkfræðingur, Grundarlandi 5 Sverrir Garðarsson, hljómlistarmaður, Langholtsvegi 54 Albert Guðmundsson, alþingismaður, Laufásvegi 68 Bergljót Halldórsdóttir, meinatæknir, Laufásvegi 22 Bjarni Guðbrandsson, pípulagningam., Ljárskógum 4 Björg Einarsdóttir, ftilltrúi.-Einarsnesi 4 Elín Pálmadóttir, bláðamaðuj, Kfeppsvegi 120 Ellert B. Schram, alþingismaður, Stýrimanna^tig 15 Erna Ragnarsdóttir, innanhússárkitekt, Garðastr,seti 15*^, Friðrik Sophusson, framkváPndasfíöri, Jm Geir R. Andersen, fulltrúi, Sólvallagötu 59”^' iw Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, Dyngjuvegi 6 Jj Geirþrúður Hildur Bernhöft, ellimálafulltrúi.Garðastræti 44 Guðlaugur Bergmann, verzlunarmaður, Oddagötu 8 Guðmundur Ámundason, bifreiðastjóri, Akurgeröi 16 Guðmundur H. Garðarsson, alþingismaður, Stigahlíð 87 Gunnar Jónasson, verzlunarmaður, Akurgeröi 34 Gunnar Thoroddsen.félags-ogiðnaðarráðherra.Víðimel 27 Gunnlaugur Snædal, læknir, Hvassaleiti 69 Haraldur Blöndal, héraðsdómslögmaður, Drápuhlíð 28 Hilmar Fenger, stórkaupmaður, Hofsvallagötu 49 Hinrik Bjarnason, framkvæmdastjóri, Langagerði 21 Hrönn Haraldsdóttir, forstjóri, Hverfisgötu 49 Jón A. Björnsson, iðnverkamaöur, Kleppsvegi 72 ATHUGIÐ: Kjósa skalfæst8frambjóðendurogflest 12,- Skal það gert með því að setja krossa í reitina fyrir framan nöfn frambjóðenda, sem óskað er að skipi endanlegan framboðslista. FÆST 8 - FLEST 12 Ráðlegging til kjósenda í prófkjörinu: Klippið út meðfylgjandi sýnishorn af kjörseðli og merkið það eins og þér hyggist fylla út atkvæðaseðilinn Hafið úrklippuna með yður á kjörstað og stuðlið þannig að greiðari kosningu Minnist þess að kjósa á með því að merkja með krossi fyrir framan nöfn 8 frambjóðenda minnst og 1 2 mest. Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.