Morgunblaðið - 18.11.1977, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1977
Krlstján Guóbjartsson
Frjálsari útvarpsrekstur
til verndar lýðrædinu
Fjölmiðlar eru þau tæki sem
almenningur á að nota til að koma
skoðunum sínum á framfæri.
Dagblöðin eru tiltölulega opin
fyrir fólk til að skrifa í, og þarf
almenningur að nota það meira
en hann hefur gert, hins vegar er
útgáfa dagblaðanna nokkuð dýr
og er því ekki á allra færi að gefa I
út blöð. Einn fjölmiðill er mjög
mikið misnotaður og er það Ríkis-
útvarpið, það má segja að Alþýðu-
flokkurinn hafi ráðið málum þar
alla tíð enda útvarpið verið rekið
sem áróðursmaskína Alþýðu-
flokksins og komið í veg fyrir
Kristján Guðhjartsson
frjálsan málflutning og skoðana-
skipti.
Útvarpið hefur stöðvað auglýs-
ingar að geðþótta starfsmanna,
smábarnasögur hafa verið lesnar
i áróðursskyni ef þær hafa fallið í
jarðveg vinstrikrata, þó að öllum
almenningi hafi ofboðið málflutn-
ingurinn. Þannig hafa vinstri
menn hreiórað um sig í útvarpinu
með alls konar þætti, til dæmis
með viðtölum við fólk um landið
og hafa þá verið valdir úr vinstri
menn sem hafa fallið i jarðveg-
inn. Misnotkun vinstri manna í
útvarpinu sýnir að þeim er ekki
treystandi fyrir forsjá opinberra
stofnana, en því miður hefur
Sjálfstæðisflokkurinn verið of
værukær gagnvart þessum
ósvífnu andstæðingum lýðræðis-
ins.
Það verður að fagna frumvarpi
því sem Guðmundur H. Garðars-
son flytur nú á alþingi um frjáls-
an útvarpsrekstur og er vonandi
að það verði ekki svæft í nefnd.
Það er tiltölulega einfalt meó nú-
tíma tækni að koma upp litlum
útvarpsstöðvum, það yrði þvi á
færi jafnvel einstaklinga að koma
sér upp tækjabúnaði til útsend-
inga. Gæðin færu svo auðvitað
eftir meðferð efnis, myndi með
þessum hætti skapast jöfn aðstaða
fyrir almenning til að koma skoð-
unum sinum á framfæri. Það mun
leiða til fjölbreyttrar fréttaöflun-
ar erlendis frá og fólk ætti þá kost
á að fá fréttirnar frá fleiri sjónar-
hornum. Þá ættu bæjar- og sveit-
arfélög kost á að reka útvarps-
stöðvar fyrir sitt byggðarlag, fólk
með áhuga á einstökum málum
ætti kost á að útvarpa þeim mála-
flokkum t.d. eins og poppmúsík,
harmonikku-þáttum, leikritum,
rithöfundar gætu lesið kafla úr
sögum sínum svo eitthvað sé
nefnt. Þannig gæti fólk valið um
margbreytilegt efni á sama tíma
eftir eigin smekk og áhuga.
Sjálfstæðismenn verða að
standa vörð um lýðræði, þess
vegna þarf að auka ritfrelsi og
málfrelsi í fjölmiðlum.
Stöndum vörð um frelsið með
frjálsum útvarpsrekstri.
Krist ján (judhjartsson
innheimtustjóri
Stjórnunarfélag íslands
Arðsemi og áætlanagerð.
Stjórnunarfélag íslands gengst fyrir námskeiði í arð-
semi og áætlanagerð dagana 28.. 29. og 30. nóvem-
ber næstkomandi.
Námskeiðið verður haldið að Hótel Esju og stendur frá kl. 9—18.
Tilgangur námskeiðisins er að veita þátttakendum aðgengilega og
hagnýta þekkingu til beinna nota í daglegu starfi.
Eftirtalin efnisatriði verða tekm til meðferðar:
Hagnaðarmarkmið.
Framlegð.
Arðsemisathuganir.
Verðmyndun og verðlagning.
Framlegðarútreikningar
i einstökum atvinnugreinum.
Bókhald og ársuppgjör sem
stjórntæki.
Áætlanagerð.
Eftirlit.
Eggert Ágúst
Sverrisson,
viðskipta-
fræðingur.
Haustvaka í
Hamraborg
Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Eggert Ágúst Sverrisson viðskipta-
fræðingur. Á námskeiðinu verða notuð n argvisleg verkefni þar á meðal
verkefni úr islenzku atvinnulífi, byggð á áralangri reynzlu i ráðgjöf i
fjölda islenzkra fyrirtækja. Handbók i rekstrareftirliti er inmfalin i
námskeiðsgjaldinu.
Þátttaka tilkynnist í sima 82930.
Biðjið um ókeypis upplýsingabækling.
NORRÆNA félagið í Kópavogi
efnir til haustvöku á sunnudag-
inn 20. nóv. kl. 20.30 i Þinghóli,
Hamraborg 11.
Bergljót Hreinsdóttir, annar
verðlaunahafi í ritgerðasam-
keppni félagsins um vinabæi
Kópavogs, segir frá dvöl sinni i
Norrköping í Svíþjóð og nágrenni
í sumar, en þangað var henni boð-
ið af norrænu félögunum i Norr-
köping og Kópavogi. Hrönn
Hafliðadóttir syngur einsöng við
undirleik Haflióa Jónssonar.
Sigurður Þórarinsson segir frá
Mývatnseldum hinum nýju og
sýnir Iitskyggnur. Að lokum les
Hjálmar Ólafsson nokkur Ijóð úr
Smalavísum Þorsteins Valdimars-
sonar.
Allir eru velkomnir á meðan
húsrúm leyfir.
Dr. Sigurður Þórarinsson
Bjóðið gestunum
í Blómasálinn
Það er skemmtílegt og stundum 1 Blómasalnum á Hótel Loftleióum
nauðsynlegt að taka vel á móti fólki er glæsilegt kalt borð í hádeginu.
— án sérstakrar fyrirhafnar. Þar að auki fjölbreyttur matseðill.
Hvort sem um vináttu- eða Og notalegur bar.
víðskiptatengsl er að ræða er þægi-
legt og stundum ómetanlegt að geta
setið og spjallað saman í ró og næói
yfir góðri máltíð.
HÓTEL
LOFTLEIÐIR
Opið 12-14.30 og 19-22.30.
Sími 22322
'Þakkin
Hjartans þakkir til allra, sem minntust mín á
75 ára afmæli mínu með gjöfum og vina-
kveðjum. Megi Guðs náð og blessun vera
með ykkur öllum.
Jón Thorarensen
Vinir þínir og viðskiptamenn
erlendis fagna alltaf nýrri
bókfrá ICELAND REVIEW
Gleymdu ekki að póstsenda nýju bókina
okkar í tæka tíð svo að hún
berist fyrir jól eða
áramót.
Vönduð
og fjölbreytt,
litprentuð myndabók,
kostar aðeins kr. 3,240
lcelandReview
Sími 81590, Stóragerði 27, Reykjdvík.