Morgunblaðið - 18.11.1977, Page 18

Morgunblaðið - 18.11.1977, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1977 Sœnsk stúlka kjör- in ungfrú alheimur VMSIR borgarbúar ráku upp stór augu þegar fram hjá geystust hálfgerðar ■strfðsminjar á fjórum hjólum með gjallarhorn á fullu og undir lögregluvernd. Þarna var þá á ferð, þegar betur var að gáð, Gfsii Rúnar, skemmtikrafturinn góðkunni, ásamt vinum sfnum í hermanna- klæðum og gjálffar drósir f aftursætinu. Tilgangurinn: Að vekja athygli á nýrri plötu sem hann stendur að um þessar mundir og helguð er ástandsárunum hér áður fyrr. (Ljósm. Mbl. K. ÓI.) London, 17. nóvember, Reuter UNGFRU Svíþjóð, Mary Catrin, glæsileg 20 ára gömul Ijóshærð stúlka, var f kvöld kjörin ungfrú Alheimur, Önnur f röðinni var ungfrú Holland, 25 ára gömul, og númer þrjú var ungfrú Þýzka- land, sem er 23 ára. Næstu fjórar, sem komust í úr- slit voru: Ungfrú Brasilía, ungfrú Bæjum, Djúpi: Ein kýr Bæjum Djúpi, 13. nóvember. Nýlega voru fluttar frá Ármúla I og II, í Nauteyrarhreppi 17 kýr af 18 er þar voru — aðeins ein kýr eftir til heimilisnota á öðrum bænum, en hinn bærinn, Ármúli 2, kominn í eyði. örfáar kýr eru þvi eftir þar í sveit, allt ofaní eina á bæ, en á sumum bæjum engin. Þar í sveit var þó upphafleg vagga mjólkursölu til ísafjarðar uppúr 1930 er bændur þar, undir forustu Jóns H. Fjalldais, bónda á Melgraseyri riðu á vaðið með mjólkursölu og flutning á henni til Isafjarðar, og voru lengstum hæstu mjólkurframleiðendur í Djúpi. Var jafnvel svo framtak þeirra bænda, að nokkur sumur var mjólkin flutt þrisvar I viku á sumrin til ísafjarðar, sem þó féll niður löngum síðar, þar til nú fyrir 3 árum að upp var tekið að nýju. Þann 1. þ.m. flutti Rósa Jó- hannsdóttir, ekkja Sig. Hannes- sonar, Ármúla 2, alfarin til Isa- fjarðar, og þar með fór sá helm- ingur Ármúla er hún sat á, í eyði, en þar hefir hún búið eftir lát man-ns síns í byrjun ársins 1976. Rósu fylgja góðar óskir allra er hana þekkja, — og þakkir fyrir góð og göfug kynni. Það eru um- skipti stór, og tómlegt nú heim að bæ hennar að líta, — frá því að Norskur bátur í erfið- leikum NORSKUR bátur átti I erfiðleik- um f gærdag um 200 sjómílur undan landinu, og var hann I sam- bandi við Landhelgisgæzluna um það hvort senda yrði varðskip honum til aðstoðar. Olíudæla i vél bátsins hafði bil- að, og höfðu skipverjar samband við Landhelgisgæzluna í gær- morgun til að gera aðvart um að þeir kynnu að þurfa á aðstoð að halda. Sjálfir sögðust þó skipverj- ar ætla gera hvað þær gætu til að halda skipinu á ferð og seinnipart dags hafði þeim tekist að koma vélinni í það gott lag að þeir töldu ekki ástæðu til þess að varðskip kæmi þeim til hjálpar. 10. lands- þing FÍB í Kópavogi TlUNDÁ landsþing Félags fs- lenzkra bifreiðaeigenda verður haldið um helgina að Hamraborg 1 f Kópavogi. Þingið verður sett kl. 9.30 á Iaugardag. Aðalumræðuefni þingsins verða vegamál, en um 40 fulltrúar og umboðsmenn víðs vegar að af landinu munu sitja þingið sem lýkur á sunnudag. Bretland, ungfrú Bandaríkin og ungfrú Ástralía. Hin nýkjörna ungfrú alheimur, sem hefur áhuga á að verða leik- fimikennari, fær niu þúsund bandarikjadali í verðlaun og henni hafa borizt mörg tilboð um ljósmyndafyrirsætustörf. Það var síðasta ungfrú alheimur, sú með úfna hárið, frá Jamaica, sem krýndi sænsku fegurðardrottninguna. af átján mæta þar ávallt rausn velvildar og einstökum þjóðlegheitum. Á hinum helmingi Ármúla búa nú hjónin Kristján Hannesson og Guðbjörg Jónsdóttir, sem aðeins verða þar tvö síns liðs í vetur. Er svo víðar hér f Djúpi að aðeins hjónin eru allt heimilisfólkið á bæjum, og má því ekki mikið útaf bera, að ekki horfi til vandræða, þar sem á sumum þessara bæja eru stór bú. Vetur er nú lagstur að hér með snjófölva yfir allt. Þorskafjarðar- heiði ófær öllum bílum, en von um að verði mokuð ef bregður til betri tiðar. Slátrun er lokið hjá Kaupfélagi Isfirðinga, og gekk vel í haust. Slátrað mun hafa verið þar um 11. þús. fjár. Nokkuð er farið að flytja af mjólk til Isafjarðar, frá Reykjavík, og Akureyri, en vikusala á Isafirði er um 18 þús. lítrar, auk rjóma. Nokkru meira mjólkurmagn berst frá vestursvæði Mjólkursamlags- ins en Djúpsvæðinu, en samgöng- ur yfir Breiðadalsheiði orðnar ótryggar vegna snjóa. Jens. — Vék naumast orði að varn- armálum Framhald af bls. 2 skipulagi orkumála, eitt sölufyrir- tæki raforku um land allt, sam- fellt drefikerfi og sama verð fyrir hverja orkueiningu án tillits til þess hvar notandinn væri stað- settur á landinu. 1 niunda lagi nefndi Ragnar að skýrar línur yrði að draga milli sameignar og séreignar og nefndi þar að orka yrði að vera sameign allra lands- manna í formi heita vatnsins og hins rennandi. I tíunda lagi nefndi hann að bæta þyrfti félags- legan aðbúnað fólks, í húsnæðis- málum o.fl. Fundarstjóri á þessum fyrsta fundi landsfundarins var kjörinn Guðjón Jónsson, en fundarritari Álfheiður Ingadóttir. Er Ragnar Arnalds hafði flutt ræðu sina tók Benedikt Davíðsson til máls og flutti skýrslu verkalýðsmálaráðs flokksins. Þá tók til máls Arthúr Morthens og flutti skýrslu æsku- lýðsmálaráðs. Að ræðu hans lok- inni undir Iiðnum „almenn um- ræða“ kvaddi sér hljóðs Erlingur Sigurðarson og flutti tillögu síria og Gunnlaugs Ástgeirssonar um að eins konar forval yrði haft á fundinum, skoðanakönnun meðal landsfundarfulltrúa um hverjir þrir menn skyldu skipa æðstu embætti flokksins, en á þessum fundi ber að kjósa nýjan formann pg nýjan ritara, þar sem Jón Snorri Þorleifsson gefur ekki kost á sér. Gerði hann tillögu um að menn rituðu á miða niður 3 nöfn og hvaða embætti þeir skyldu gegna. Yrði þessi skoðana- könnun síðan sá tórtn, sem kjör- nefnd miðstjórnar hefði til þess að „magna upp“ eins og Erlingur komst að orði, en greip þá einn fundarmanna fram í og sagði: „Eða drepa niður." Þá gerði nefndanefnd tillögur um skipan kjörnefndar miðstjórnar og að í nefndinni yrðu 10 menn. Kom fram tillaga á fundinum um Erling Sigurðarson og varð þá að ráði að nefndin yrði 11-manna nefnd. Síðan óskaði Guðjón Jóns- son fundarstjóri eftir að menn tækju til máls. Tillögunni var síðar vísað til kjörnefndar miðstjórnar og skal hún gera tillögur um hvernig farið skuli með þessi mál. — Bifröst heilsað Framhald af bls. 2 hektará Iands til ráðstöfunar. Þá sagði Finnbogi einnig að hugmyndin væri að skipið yrði notað til útflutnings á fiski í ferðum frá landinu. En stór hluti þeirra 112 er hlut eiga i skipinu fæst einmitt við fiskút- flutning. I stjórn Skipafélagsins Bif- rastar sitja eftirfarandi: Þórir Jónsson, Sigurður Njálsson, Jón Guðmundsson, Ragnar Ragnarsson, Ásgeir Gunnars- son, Geir Þorsteinsson, Ingi- mundur Sigfússon og Bjarni Magnússon. Tjáði skipstjóri blaðamönnum, að allnokkrir skipverja ættu hlut í skipinu. Samkvæmt upplýsingum Þóris Jónssonar, stjórnarfor- manns félagsins, er hér um að ræða stórt skref fram á við í innflutningsmálum lands- manna. Hann sagði að bílainn- flytjendur þyrftu nú ekki lengur að vera öðrum háðir um innflutning á varningi sínum. Var jafnvel að heyra á stjórnar- mönnum félagsins að takast mætti að kaupa annað flutn- ingaskip til landsins áður langt um liði. Fyrsti stýrimaður á Bifröst er Jón Ævar Þorgeirsson, en fyrsti vélstjóri er Sigurjón Þórðarson. Að sögn Finnboga Gíslasonar framkvæmdastjóra mun skipið sigla með stykkja- varning til Bandaríkjanna á morgun. — Ferð Sadats Framhald af bls. 1 dæmdu heimsóknina og báðu Sa- dat að aflýsa henni. I Washington eru menn furðu lostnir yfir heimsókninni og af- sögn Ismail Fahmi utanríkisráð- herra sem er talin staðfesta þá skoðun að heimsóknin muni mæta harðri mótstöðu heima fyrir í Egyptalandi. Carter forseti hefur hrósað Sadat fyrir að sýna það hugrekki að fara til Israels. Sérfræðingar telja að deilur milli Sýrlendinga og Egypta muni seinka friðartilraunum í Miðaust- urlöndum. Þeir telja að Irak, Líbýa og Palestínumenn, sem harðast hafa barizt gegn Israels- mönnum, muni fá byr i seglin. Sumir telja að Sadat vilji sýna heiminum að Arabar vilji frið og að Israelsmenn beri ábyrgðina ef þeir taki ekki við útréttri hendi hans. Aðrir telja að Sadat vilji dreifa athyglinni frá efnahags- vanda Egypta. I Damaskus sprakk sprengja rétt hjá egypzka sendiráðinu þar í kvöld en engan sakaði. — Olíustefna Framhald af bls. 1 um að fá að kaupa viðbótarbirgðir af fullkomnum bandarískum her- gögnum. Embættismenn í Washington segja að bandariska stjórnin muni reyna að nota sér stuðning Irans- keisara til að fá önnur olíufram- leiðsluríki til að halda olíuverð- inu óbreyttu á næsta ári. En Powell biaðafulltrúi gaf í skyn að bándariska stjórnin væri ekki bjartsýn um að önnur OPEC- ríki mundu fylgja fordæmi írans- keisara. Hann. sagði að OPEC- ráðherrar töluðu um mikla verð- hækkun í einkasamræðum og enn væri engan veginn víst hvaða ákvörðun þeir tækju. I Teheran hafa stúdentar mót- mælt heimsókn keisarans til Washington tvo daga i röð og í dag réðust þeir á stúdentagarð, brutu rúður og skemmdu strætis- vagna. — Liðlega 20 árekstrar Framhald af bls. 32. heiði og Hálfdán fær stórum bíl- um og jeppum og góð færð var í nágrenni Patreksfjarðar. Hins vegar voru Breiðadalsheiði, Þorskafjarðarheiði og Hrafnseyr- arheiði ófærar. Fyrir norðan var stórum bílum og jeppum fært yfir Holtavörðu- heiði og norður í Skagafjörð, en öllum bílum siðan fært milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Hins vegar var ófært milli Sauð- árkróks og Siglufjarðar og i gær var verið að ryðja veginn til Dal- vikur, en ófært er til Ólafsfjarðar. Frá Akureyri var stórum bílum og jeppum fært um Dalsmynni til Húsavíkur, en verið var að ryðja leiðina áfram fyrir Tjörnes og i Kelduhverfi fyrir Sléttu til Rauf- arhafnar. Síðan var stórum bílum og jeppum fært til Þórshafnar, og verið var að ryðja milli Þórshafn- ar og Bakkafjarðar, en Sandvik- urheiði er ófær. I sunnanverðri Þingeyjarsýslu er Mývatnssveit- arvegurinn ófær, en verið var í gær að ryðja upp Aðaldalinn. Austanlands átti í gær að ryðja leiðina i Hróarstungu og einnig til Seyðisfjarðar og Vatnsskarð yfir til Borgarfjarðar og Fagradal, sem var orðinn þungfær. Hins vegar var ófært um Oddsskarð. Fært er um suðurfirðina og hring- veginn allt til Reykjavíkur. - Greiðslufrestur Framhald af bls. 15 veginn aðeins hagstæður verzlun- inni, því harin kæmi iðnaðinum líka að nokkru til góða enda þótt aðalinnflutningur hans séu toll- frjáls hráefni. En á móti þessu öllu kemur svo spurningin um það, hvort það yrði raunverulaga hægt að fara yfir í þetta kerfi. Þar skiptir mestu máli greiðsluþol ríkissjóðs og bankakerfisins, Seðlabankans og spurningin þá hvort rikissjóður geti brúað það bil, sem skapast, þegar gjaldfrestur yrði fyrst tek- inn upp. En verði farið yfir i þetta nýja kerfi, er augljóst að það verður að taka upp í áföngum til að draga úr of snöggum áhrifum þess á rekst- ur ríkissjóðs." Þegar Mbl. spurði, hversu lang- an gjaldfrest nefndin hefði í huga, svaraði Asgeir: „Margir hafa talað um, að 70 daga gjald- frestur væri það stytzta, ef eitt- hvert gagn ætti að vera að þessu, en mér sýnist nú af athugunum að 45 daga greiðslufrestur ætti tvímælalaust að koma að fullum notum." Með Ásgeiri í nefndinni eru Björn Hermannsson, tollstjóri, Halldór V. Sigurðsson, ríkis- endurskoðandi, Hjalti Pálsson, framkvæmdastjóri, og Júlíus Sæ- berg Ólafsson, skrifstofustjóri. — Croissant Framhald af bls. 1 minnsta kosti tvo eða þrjá mánuði og ekki fyrr en þau hafa verið vandlega undirbúin að sögn tals- manns yfirvalda í dag. Framsal Croissants hefur vakið mikla reiði vinstrisinnaðra stuðn- ingsmanna hans í Frakklandi sem telja að yfirvöld hafi afgreitt mál- ið með miklum hraða. Vestur-þýzk blöð fagna hins vegar framsali hans í dag. Frank- furter Ailgemeine sagði að sá úr- skurður fransks dómstóls að heimila framsal Croissants hafi dregið úr líkum á þvi að öfga- menn og stuðningsmenn þeirra geti fengið hæli sem pólitiskir flóttamenn í nágrannalöndum. — Veiði Breta Framhald af bls. 1 veiðihólfi 12 og 24 milur frá grunnlínum. Nú verða innri mörkin ákveðin 14 mílur þannig að veiðar verða aðeins leyfðar á svæði milli 14 og 24 sjómilna. Færeyingar settu það skilyrði þegar siðasti samningur var gerð- ur að engar takmarkanir yrðu settar á spærlingsveiðar á Norðursjó á samningstímanum. — Ný verðlags- loggjof Framhald af bls. 2 færing að lagfæra lægstu álagningarflokkana, það er visitölu- vörurnar, en láta hæstu flokkana standa í stað, eða jafnvel lækka þá. Þegar svona flöt hækkun kemur ofan á allt, þá hækka hæstu flokkarnir mest og lægstu flokkarnir minnst, og þannig kemur þetta ákaf- lega misjafnt út. En vissulega var kominn tími til leiðréttingar, þar sem álagningin hefur ekki verið hreyfð síðan í april 1975 og sú lagfæring, sem þá var gerð, bætti að hluta fyrri skerðingar. Með þetta í huga og svo þær hækkanir, sem dunið hafa yfir, til dæmis bara á þessu ári 60% hækkun launakostnaðar, þá er Ijóst að verzlunin stendur afar illa að vigi hvað afkomu snertir. Enda hafa komið frá Þjóðhagsstofnun á þessu ári tölur, sem sýna að verzlunin stendur illa og sumar greinar hennar afar illa. En höfuðmálið i okkar huga er að sjá frumvarp að nýrri verðlagslög- gjöf, sem var eitt atriða málefna- samnings núverandi rikisstjórnar, með áherzlu á frjálsa samkeppni Ég bendi bara á eggin sem dæmi um vöru. þar sem frjáls samkeppni hefur ríkt, en allir vita, hvernig hin frjálsa samkeppni kom þar fram i verðlækkun til neytenda.”

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.