Morgunblaðið - 18.11.1977, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1977
vtrt
MORöJN- ^
KAffínu s
s_>.
(I! .r*L. __
f
eT-o_
Og þetta er deildin, sem framleiðir heimabökuðu kökurnar
okkar.
Náunginn sem á að koma fram
í tóbaksauglýsingunni, getur
ekki komið fyrr en hóstakastið
er liðið hjá.
Hefur þér aldrei dottið f hug að
gerast stjórnmálamaður?
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Þegar spilið hér að neðan kom
fyrir gerði sagnhafi dálftið
óvenjulegt strax eftir fyrsta slag.
Hann lagði spil sfn á borðið og
sagði: „Eg á tólf slagi beint og sá
þrettándi kemur örugglega með
kastþröng, falli spaðinn ekki.“
Eins og vel uppalin börn litu aust-
ur og vestur hvor á annan, ypptu
öxlum og vestur fór að gefa næsta
spil.
Suður var gjafari og allir á
hættu.
Vestur
S. 104
H. 1072
T. 1065
L. 109874
Norður
S. KD5
H. ÁK6
T. AG
L. KG532
Suður
Austur
S. G973
H. 9854
T. D9874
L. —
Skilurðu ekki ennþá maður — þetta er ekki leikur?
Verðurðu ekki
brátt fullorðinn?
Þannig spyr bréfritari sá sem
hér hefur sent pistil og ræðir um
barnaskap í umferðinni, en það er
áreiðanlega mörgum hollt að
velta þeim hugleiðingum svolitið
fyrir sér:
„Þegar ég heyrði vörð laganna
segja þetta minntist ég dag-
draumsins, sem var svo áleitinn
þegar ég var 10 ára: Ég sá sjálfan
mig þjóta um á mótorhjóli á
óskaplegri ferð og hávaðinn frá
vélinni var yfirþyrmandi. Ég sá
fólk standa og horfa agndofa á
þessar stórfenglegu aðfarir og
segja hvað eftir annað: „Drottinn
minn, hvað drengurinn er klár“,
kraftmiklum amerískum fólksbíl-
um, margir með hjólbarða af
slíkri yfirstærð, að hjólin verka
eins og bólgukeppir á líkama, og
skellirnir í mótorunum svo ferleg-
ir, að ekkert er til samjafnaðar
nema glóðarhaussmótorarnir
gömlu, enda er hljóðkúturinn á
bak ög burt. Tekið er af stað svo
fruntalega að grjóthríðin stendur
aftur af bílunum, eða að hvín og
syngur í öllu, ef malbik er undir.
Aksturinn er svo eftir þvi, allt i
botni, jafnvel á mjóstu íbúðargöt-
um, og ýlfrar í hjólbörðunum í
hverri beygju; en fólk stendur
eða „hvað hann er kaldur að þora
að aka á þessum ofsalega hraða,
og svo þessi magnaði hávaði, sem
gerir þetta allt svo stórkostlegt".
En „þau ár eru liðin og koma
aldrei aftur" og ég hélt að þannig
væri með okkuröll, að dagdraum-
ar bernskuáranna yrðu smám
saman aðeins skemmtileg endur-
minning, er við tækjum að sinna
áhugamálum, sem hæfðu síðari
aldursskeiðum.
En viti menn, svo kemur það
bara upp úr dúrnum, alveg ófor-
varendis, að auðsjáanlega hafa
einhverjir orðið eftir og stoppað
við 10 ára aldurinn og eru nú i óða
önn að koma dagdraumum
bernskúáranna í verk. Nú þeysa
nokkrir þeirra um göturnar á
agndofa yfir þessum furðulegu
aðförum.
Síðastliðið sumar gerði einn af
þessum hálfvitum sér lítið fyrir
og setti bilinn sinn á hliðina í
beygju hérna í miðju íbúðar-
hverfi i Langholtinu. Fyrst heyrð-
ist ýlfra í hjólbörðum og síðan
undirgangur. Þegar komið var að
lá billinn á hliðinni á miðri götu.
Einn lögreglumaðurinn, sem kom
á vettvang spurði kauða hvernig í
ósköpunum hann hefði komið
þessu í kring. „Nú, helvítis tíkin
þoldi ekki beygjuna," var svarið.
Lögreglumaðurinn ansaði ekki
svona fáfengilegu tali, en spurði
þess í stað dálítið raunamæddur.
„Heldurðu ekki að við megum
eiga von á að þú farir nú bráðum
að verða fullorðinn?" B“
S. A832
H. DG3
T. K32
L. ÁD4
Suður hafði opnað á einu
grandi, sem norður hækkaði beint
í sjö grönd. Og vestur spilaði út
lauftiu. Varnarspilararnir voru
báðir reyndir og vissu að ekki
þýddi að berjast gegn kastþröng.
En annars hefði suður spilað spil-
ið þannig.
Austur lét tígul í fyrsta slaginn
og suður hefði strax athugað
spaðaleguna. Þegar vestur lætur
hjarta í þriðja spaðaslaginn eru
hjartaslagirnir teknir og eftir það
er staðan þessi:
Norður
S. —
H. —
T. ÁG
. L. KG53 Vestur Austur
S. — S. G
H. — H. 9
T. 106 T. D987
L. 9874 L. —
Suður
S. 8
H. —
T. K32
L. D4
/jji tigullinn hefur nú verið
píndur af vestri og þá er bara
austur eftir. Og hann finnur
pressuna þegar laufslagirnir eru
teki Hann má missa hjartað og
einn tígul en þá á hann ekki fleiri
afköst án þess að gefa þrettánda
slaginn.
RETTU MER HOND ÞINA
Framhaldssaga eftir
GUNNAR HELANDER
Benedikt Arnkelsson
þýddi
J
97
Nokkrum dögum slðar gekk
Erik einn síns liðs niður að
höfninni 1 Durban. Nokkrir
dagar voru liðnir, og hann
hafði jafnað sig að mestu eftir
holskefluna. Félagar hans
höfðu reynt að fá hann með sér
1 öldureið, en honum hafði tek-
izt að sleppa. Hann langaði til
þess að vera einn og hugsa í
næði. Hann hafði ekki enn þá
getað talað við neinn um Mull-
ah, og sfðustu dagana hafði það
verið honum raun að fara fil
vinnu, enda vissi enginn þar,
hvað bærðist innra með honum.
Hann kom á Esplanaden,
hina breiðu og snyrtilegu
strandgötu Durban, sem lá með
fram innri höfninni. Akbraut-
irnar tvær voru skildar að með
iðjagrænum grasteigum. Þar
uxu pálmar og undurfögur,
blómstrandi jakarandetré.
Hann gekk undir pálmunum
með hendurnar í treyjuvösun-
um og tók varla eftir manngrú-
anum og hinum látlausa
straumi bíla. sem þusti fram
hjá á malbikaðri götunni. Hann
tyllti sér á bekki til þess að geta
hugsað eins og maður. En það
fór hroJlur um hann, þegar
hann sá einkunnarorð Suður-
Afríku á bekkbakinu: AÐEINS
FYRIR HVlTA MENN.
Þétt, hvítt mistur býrgði
fyrir útsýnið og lagðist yfir
Durban, þessa fegurstu borg
Afrfku, sem var vel hirt,
áhyggjulaus og grimm. Að haki
honum hljómaði hinn eilífi
umferðarniður stórhorgarinn-
ar. Hann krosslagði handlegg-
ina og velti vöngum.
Hvers vegna skaut mér upp f
þessu vfti? Það er svo órökrétt,
sem mest má vera. Ilér er ég
einn míns liðs f Afrfku, einn og
bláfátækur. Nú hef ég misst
bæði Mary og Ahmed, Mary af
því að ég gerði eins vel og ég
gat, Ahmed af því að ég gat gert
belur.
En vonandi hef ég þó haft
eitthvert gagn af þessu. Eg hef
lært svolftið að þekkja sjálfan
mig, og ég er farinn að skilja að
nokkru vandamálin f þessu
landi, ég hef séð þau Ifka innan
frá. Hver atburður hefur þokað
mér spiilkorn áfram. Gegn vilja
mínum. Mér finnst eins og ég
hafi elzt um tuttugu ár, sfðan
ég kom f land í Höfðaborg.
Hann sat með háiflokuð aug-
um og lét langa röð mynda Ifða
framhjá: Mullah og Smeardon f
Brimingham, umræðurnar við
Mary við klettana á Sankti Hel-
enu, pyndingarnar f Brakpan,
hvítu sjúklingana á sjúkrahús-
inu, kveðjustund hans og Jan-
et, hina furðulegu fjölskyldu
Mary. Kynblendinginn, vasa-
þjófinn, seiðmanninn og kon-
ungssoninn á Jagersdrift, aga-
pesamtalið við Örn. Tungela-
dalinn, þar sem sægur svert-
ingja gerði uppreisn, yfir-
heyrslur Martyns og brevtingin
á skýrslunni, kveðjustundina
með Mullah.
Nú fer það loksins að Ijúkast
upp fyrir mér, hvernig þel-
dökkum mönnum Ifður. Það er
Ahmed að þakka...
En lausn þessara vkridamála
— í þeim efnum hefur tjrn
einn rétta sjón.
Erik sat þarna lengi og hugs-
aði. Hann fór að greina réttu
ieiðina fram á við, langvinnaog
erfiða haráttu við kúgunina,
baráttu á vinnustaðnum og
meðal félaganna. En hann
hafði að minnsta kosti örn og
Janet sín megin til að byrja
með.
Svona, réttu mér nú hönd
þfna, við tökumst f hendur þvf
til staðfestingar, að við ætlum
að standa saman... Ahmed,
góði, gamli vinur, þú hefur
ekki lifað og dáið til einskis. £g
vil taka þinn málstað...
Austangola fór að berast utan
af hafi. Hún dreifði þokumistr-
inu og ýtti hvftum þokubólstr-
un; á undan sér. Það gefst út-
sýn á ný, og Erik leit yfir vfð-
áttumikinn Durbanflóann, f
áttina til skógivaxinna hæð-
anna undir vitabjarginu hinum
Imegin. Það birtí æ meir f huga
hans.
Loksins var hann að verða
fullorðinn.
SÖGULOK.