Morgunblaðið - 18.11.1977, Síða 32

Morgunblaðið - 18.11.1977, Síða 32
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 3K*rðitnIiUbi& AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1977 Akvörðim um vaxta breytingu í dag ? ÁKVÖRÐUN verður í dag tekin um vexti næstu þrjá mánuði og verður hún tek- in í framhaldi af útreikn- ingi vísitölunnar, sem kunngerður verður af Hag- stofu íslands. Allt rólegt við Kröflu IVIJÖG k.vrrt var á Kröflusvæðinu f gær og samkvæmt upplýsingum skjálftavaktar mældust einungis sjö skjálftar fremur smáir, frá kl. 7 á miðvikudagsmorgun til kl. 7 f gærmorgun. Landris heldur áfram með svipuðum hraða og áður. Jóhannes Nordal, Seðla- bankastjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að endanleg ákvörðun yrði tekin í dag um upphæð vaxta. í gær var bankaráðs- fundur í Seðlabankanum um þessi mál, en á þeim fundi var ekki gengið end- anlega frá vaxtamálunum. Þeir vextir, sem gilt hafa undanfarið, hafa gilt sið- ustu 3 mánuði, en sam- kvæmt þeirri vaxtastefnu, sem höfð er uppi nú, eru vextir endurskoðaðir um leið og nýr útreikningur vísitölunnar liggur fyrir. Hegningarhúsið: Fangi kveikti ídýnu og tæma varð húsið FANGI einn í Hegningar- húsinu við Skólavörðustíg kveikti í rúmdýnu í kiefa sínum síðdegis í gær. Mikill reykur barst um allt húsið og varð að flytja 5 fanga í fangageymsluna við Hverfisgötu, en þrír fangar voru fluttir til von- ar og vara á slysadeild Borgarspítalans vegna vægrar reykeitrunar að því er talió var. Erfiðlega gekk að komast inn til fangans til þess að slökkva eldinn, því hann hafði sett rúmið sitt þvert fyrir dyrnar. Það tókst að lokum og gengu menn hart fram við slökkvistörfin. Mikill reykur barst um allt húsið og var það tæmt. Verður það látið standa autt í nótt og loftað út úr því. Fanginn, sem kveikti í dýnunni sinni, var einn þeirra, sem fluttur var á slysadeildina en hinir tveir fangarnir voru þeir, sem duglegastir voru við slökkvistörfin. (Ljósm. Mbl. Frióþjófur) Myndin er tekin í lest bflaflutningaskipsins Bifrastar, er kom til landsins í gær. Koma má fyrir fjórum þilförum í lestinni við flutning á bflum. Sjá frétt á bls 2 Metsöltun á Suðurlandssíld: Verðmætið nálg- ast 4 milljarða kr. HEILDARSÖLTUN á sfldarvertfðinni nú var f fyrrakvöld oróin 140 þúsund tunnur, og er það metsöltun á Suðurlandssfld frá upphafi vega, um þremur þúsund tunnum meira en eldra söltunarmetið frá 1962. Að sögn Gunnars Flóvenz, framkvæmdastjóra Sfldarútvegsnefndar má samkvæmt lauslegri áætlun geta sér til að heildarverðmæti þessa afla sé um 3,7 milljarðar króna og verði um 4 milljarðar króna þegar vertfðinni lýkur. Sfldarafurðir eru þannig á ný orðnar veigamikiil þáttur f þjóðarframleiðslunni. Síldarvertfðinni er lokið á Höfn í Hornafirði, þar sem rekneta- bátarnir þar eru búnir að fylla aflakvóta sinn. Þar var saltað í tveimur stöðvum — tæpar 28 þúsund tunnur hjá söltunarstöð Fiskimjölsverksmiðjunnar og tæpar 9 þúsund tunnur hjá söltunarstöðinni Stemmu, þannig að samtals voru saltaðar á Höfn um 37 þúsund tunnur. Til fryst- ingar fóru liðlega 2 þúsund tonn. Tunnufjöldinn hjá fyrrnefndu söltunarstöðinni er hinn mesti sem vitað er um að hafi verið saltaður hjá einni stöð hér á landi. Þessa árangurs var líka minnst sérstaklega með því að Kaupfélagið bauð starfsmönnum stöðvarinnar til sérstaks fagnaðar sl. laugardag og kom þar fram hjá kaupfélagsstjóranum að verðmæti þeirrar sildar sem farið hefði um kauptúnið á þessari vertið væri um einn milljarður króna. Að sögn Gunnar Flóvenz hjá Síldarútvegsnefnd hefur verið fremur lítil síldveiði síðustu daga. Reknetabátar hafa þegar fyllt það aflamagn sem þeim var markað í upphafi vertíðar, en hins vegar hefur veiðitími verið framlengd- ur fyrir þau hringnótaskip, sem siðbúin urðu til þessara veiða, og mega þau stunda síldveiðar til 27. növember nk. Mun láta nærri að unnt eigi að vera að veiða enn um 3 þúsund tunnur. Þýzki sigl- ingamaðurinn lagður í’ann ÞVZKI siglingamaðurinn sem birtist skyndilega í Siglufirði eftir að hafa siglt einn sfns liðs frá Noregi, er nú farinn frá Siglufirði og hyggst hann fara vestur fyrir landið og til Reykjavfkur að þvf er bezt er vitað. Reyndum sjómönnum i Siglufirði þykir þetta töluverð fífldirfska, því að bæði var veður ekkert alltof gott þar nyrðra f gær og nú er sá árs- tími er allra veðra er von. Til- kynningaskyldunni hefur ver- ið gert aðvart um ferðir skút- unnar. Ljósm. Mbl. KAX Snjórinn virtist koma flatt upp á margan ökumanninn suðvestanlands en konan hér á myndinni er samt við öllu búin. Höfuðborgarbúar vanbúnir fyrir veturinn: Liðlega 20 árekstrar í snjókomunni 1 gær HÖFUÐBORGARBtlAR fengu f gær að kenna á fyrstu snjókomu vetrarins, sem heitið getur, og f Ijós kom að margir bifreiðaeig- endur og ökumenn voru ekki meira en svo undir hana búnir. Nokkur hálka myndaðist á götum og f gærkvöldi voru árekstrar orðnir nokkuð yfir 20 talsins. Engin meiriháttar slys urðu þó f umferðinni f gær en litlu mátti muna að illa færi á Reykjanes- braut, eins og fram kemur annars staðar f blaðinu. Ekki spilltist færð að ráði i snjó- komunni í gær, en snjórinn blaut- ur og hann þiðnaði fljótt. Sam- kvæmt upplýsingum Vegaeftir- litsins var víðast hvar þokkalegt ástand á helztu þjóðvegum lands- ins. Vegir á Snæfellsnesi voru þannig vel færir, öllum bifreiðum fært um Heydal og norður í Gils- fjörð, en hins vegar var Bratta- brekka aðeins fær jeppum og stórum bílum, og færð mun hafa verið tekin að þyngjast í Reyk- hólasveit. Ófært var um Hálsana, en á Vestfjörðum voru t.d. Kleifa- Framhald á hls 18.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.