Morgunblaðið - 27.11.1977, Side 1

Morgunblaðið - 27.11.1977, Side 1
Sunnudagur 27. nóvember Bls. 33—64 Manachem Begin, forsætisráðherra ísraels, getur vart talizt hvers manns hugljúfi. Hann á sér litríka en ekki að sama skapi fagra fortíð, og er maðal annars alræmdur hryðjuverkamaður. Ben-Gurion, átrúnaðar goð ísraels- manna, fyrirskipaði að Begin skyldi tekinn af lífi, og annar fyrrverandi for- sætisráðherra. . . Yitzhak Rabin skaut meira að segja eitt sinn á hann. Þrátt fyrir háan sess í Likud- flokknum um árabil, voru til skamms tima fáir, sem tóku mark á Begin, eöa gerðu sér rellu út af honum, en eftir stór- sigur flokksins i kosningum fyrr á þessu ári, sem leiddi af sér að Begin varð forsætisráð- herra, hefur hann að sjálfsögðu verið i brennidepli. Fyrst eftir kosningasigurinn var eins og sprengju hefði verið varpað — og jafnvel orðvarir greinahöf- undar virtra heimsblaða gripu til sterkra lýsingarorða i skrif- um sínum um Begin. „Hryðjuverkaforingi Irgun, trúarofstækismaður, grimmd- arseggur, öfgasinni" — allt eru þetta orð, sem átt hafa að segja nánari deili á manninum, sem svo óvænt komst í þá aðstöðu að halda fjöreggi Miðausturlanda í hendi sér — hafa úrslitaáhrif á hvort þar verður strið eða frið- ur. Ekki verður með bezta vilja sagt að maðurinn sé aðlaðandi í útliti honum er iýst þann veg að — hann sé fölur yfirlitum, þunnhærður, króknefjaður, grannholda, „votmynntur" og með kuldalegt augnaráð. Hann er þekktur fyrir yfirmáta og jafnvel úreltar kurteisisvenjur, og hefur sjálfsþóttalegt göngu- lag, sem þykir minna á Chaplin. Lýsingarnar hafa verið hástemmdar en hver er Menachem Begin I raun og veru? Hefur trölla- trú á ofbeldi Sannleikskorn leynist í nán- ast öllu því sem um hann er sagt, hvort sem það kemur frá vinum hans eða óvinum. Geula Cohen, einn dyggasti liðsmaður hans, valdi bók sinni undirtitil- inn „Minningar ungs hryðju- verkamanns", og enda þótt Beg- in megi ekki heyra á það minnzt að hann sé hryðjuverka- maður, hefur hann tröllatrú á ofbeldi sem vænlegri leið í bylt- ingabrölti. „Án byssunnar," hefur hann sagt, „væri ekkert gyðingarfki." Og hann kveðst ékki koma auga á öruggari aðferð til að viðhalda því en með „gæðavopnum Zionista". Trúir á mátt byssunnar Þótt Begin sé hreinræktaður hernaðarsinni hefur hann aldrei svo vitað sé skotið á nokkuð kvikt, en hann trúir á mátt byssunnar og Bibliunnar sem hann segir helztu vopnin í baráttunni fyrir áframhaldandi uppbyggingu hinnar gyðing- legu þjóðar. Hann er reyndar fyrsti ísraelski forsætisráðherr- ann, sem er strangtrúaður og lifir f samræmi við trúarkenn- ingar Gyðingdómsins. Hann trúir á mátt hatursins — eins og hinar ýmsu sögupersónur i Gamla testamentinu — og hef- ur til dæmis látið þessi ummæli falla: „Það er grundvallarregla að þeir sem verða að berjast verða líka að hata. . . og við börðumst." Hann hataði „hið rótgróna, auðmýkjandi, óaf- sakanlega og algjöra varnar- leysi Gyðingaþjóðarinnar", og hann hataði „erlend yfirráð". „Slikt hatur hefur verið fram- sóknaraflið í mannkynssög- Begin fylgir Sadat að Yad Vashem, minnisvarðanum um gyðingana, sem nasistar myrtu í heimsstyrjöldinni. „Heimurinn hefur ekki unni. Ekki friður heldur sverð er það sem hefur rekið mann- kynið áfram á þróunarbraut- inni," segir Begin. Hann heldur því fram að hinir „einu, sönnu öfgasinnar f Israel“ séu þeir, sem vilja miðla málum, til dæmis með stofnun ríkis Palestfnuaraba, og hann for- dæmir þá sem hugleysingja og uppgjafarsinna. Ýmsir haida þvi fram að utanrikisstefna Bandarikjanna hafi jafnan mótazt mjög af af- stöðu þjóðernislegra þrýstihópa samúð með sláturfé THE PALESTINE POLICE FORCE. WANTED! WÍM Bt f*Atr> TH» PAUSTmi COVERNMENT TO AN'Y PERSON PROVIDINC INFORMATíON WHICM LLADS TO TMl- aRRTST OF ANY Oi THf PERSONS WHOSE NAMES AND PHOTOGRAPHS AR£ SHOWN HEREUNDEF fcrvftn mn« **« » r*M ft*>«kt tr» • 0**M»tf*v>* ft*lta>* : fcmt*. tftt* te Ortf. Mt t* Mt«tw ItMlUtJ Eftirlýstur: Begin efstur á lista yfir eftirlýsta menn hjá Palestinulögreglunni. þar vestra, og vist er að banda- riskir gyðingar hafa allt frá stofnun Israelsrikis haft mikil áhrif á afskipti stjórnarinnar af deilunum fyrir botni Mið- jarðarhafs. En það segir sina sögu :ð Begin hefur aldrei átt fylgi að fagna meðal banda- riskra áhrifamanna af gyðinga- ættum og virðist svo sem þeir liti fremur á hann sem ein- hverskonar opinberan tals- mann Israels en forsætisráð- herra ríkisins. Aðdáendur Begins halda því fram að siðferðislegt gildismat hans sé háþróað og að hann sé mjög umburðarlyndur. Það er hann vissulcga — þegar aðrir Gyðingar eiga i hlut. Að sögn vina Begins þráir hann ekkert eins og það að samskipti Isra- elsmanna og Araba séu á „al- gjörum jafnréttisgrundvelli" að þvl skilyrði uppfylltu að þeir viðurkenni „rétt“ Gyðinga til að halda öllu landsvæði vestan Jórdanárinnar. „Að sjálfsögðu eiga Arabar sinn rétt, en okkar réttur skiptir miklu meira máli. Þarfir okkar yfirgnæfa þarfir þeirra," eru orðrétt ummæli mannsins sem nú hefur i hendi sér stríð og frið í púðurtunn- unni fyrir botni Miðjarðarhafs- ins. Begin, ungur foringí róttækra gyðinga í Póllandi á árunum eftir 1930. Menachem Begin á sér /it- ríka en ekki að sama skapi fagra fortíð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.