Morgunblaðið - 27.11.1977, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 27.11.1977, Qupperneq 6
38 MORGUNBL'ÁÖ-IÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1977 I>egar einræðis- herrann rak Rommel Erwin Rommcl er líklega einna þekktastur þýzkra herforingja úr heimsstyrjöldinni sfðari. Hann var þeirra vinsælastur og dáðast- ur f Þýzkalandi, en andstæðingar hans virtu hann fyrir frábæra herstjórnarhæf ileika, og riddara- skap ekki síður. Frægastur er Rommel af herstjórn sinni í Norur-Afríku: Þar átti hann við ofurcfli að etja, en samt munaði litlu, að hann ynni Egyptaland af Bretum. Eftir að Rommel kom heim frá Afrfku tók hann við stjórn strand- varna Þjóðverja í Evrópu. En í október 1944 framdi Rommel sjálfsmorð. Þá um sumarið hafði verið gert morðtilræði við Hitler. Það mistókst, en Hitler hefndi sfn grimmlega. Samsærismenn voru handtcknir og með þeim margir, sem Iftið eða ekkert varð á sann- að. Talið er, að ein 5000 manns hafi verið líflátin, en þúsundir annarra sendar í fangabúðir. Grunur fóll á Rommel og voru honum settir tveir kostir. Annar var sá að koma fyrir „þjóðdóm- stól" en hinn sá, að hann svipti sig Iffi, og yrði þá látið heita svo, að hann hafði látizt af eftirköst- um slyss, er hann hafði orðið fyr- ir nokkru áður. Yrði konu hans og syni þá ekkert mein gert, en vel fyrir þeim séð. Mun Hitler sfður hafa viljað leiða hann fyrir rétt. Hitler kærði sig ekki um það, að það yrði kunnugt, að vinsælasti herforingi hans hefði snúizt gegn honum. Hins vegar varð einhvern veginn að koma Rommel fyrir kattarnef. Honum var gefið að sök, að hann hefði fallizt á það að taka við æðstu völdum í Þýzka- á dyr landi, ef morðtilræðið hefði heppnazt, og semja um frið við bandamenn. Það var ófyrirgefan- legt. Rommeláttisér ekki lffs von. Hann tók þvf þann kost að stytta sér aldur sjálfur, f þeirri von, að fjöiskylda hans yrði þá ekki látin gjalda hans. Þessi saga hefur verið höfð fyr- ir satt hingað til. En fyrir hálfum mánuði kom út í Bretlandi bók um þetta mál, þar sem því er haldið fram, að Rommel hafi ver- ið saklaus af þátttöku í samsær- inu gegn Hitler. Bók þessi heitir „The Trail of the Fox“, „Slóð refsins" (Rommel var oft kallað- ur „Eyðimerkurrefurinn") og er eftir David nokkurn Irving, höf- und annarrar umdeildrar bókar, „Hitler’s War“, „Stríð Hitlers." Irving telur Rommel hafa verið saklausan, en kennir Hans Speid- el, æðsta undirforingja hans, að nokkru leyti um það, að grunur féil á hann. Það er áreiðanlegt, að Speidel var í samsærinu, enda þótt hann tæki ekki þátt í morðtilræðinu. Gestapo handtók hann fljótlega og yfirheyrði. Einhverra hluta vegna var hann þó ekki líflátinn, en sat f fangelsi allt til stríðsloka. Eftir strfðið sneri hann aftur til starfa í hernum. Arið 1957 varð hann yfirmaður landherja NATO og var það til 1963. Hann er enn á lífi. David Irving heldur því fram, að Speidel hafi bjargað Iffi sínu með þvf að segjast hafa feng- ið veður af samsærinu og sagt yfirmanni sínum, Rommel, frá þvf, eins og honum bar. Að því, er Irving segir, þótti ROMMEL: Tveir kostir og hvor- ugur góður SPEIDEL: Lá undir grun en fékk að halda Iffinu Rommel einsýnt eftir innrás Bandamanna f Normandf, að Þjóðverjar hlytu að tapa strfðinu áður langt liði. Hafi það þá hvarflað að honum að fara á bak við Hitler og reyna að semja um vopnahlé við bandamenn. Af þessu varð ekki, en til er frásögn frá þvf f júlflok 1944, er Rommel reyndi að koma Hitler f skilning um það, að hann yrði að komast að friðarsamningum. Er þetta úr henni: „Foringi minn,“ sagði Rommel. „Ég er hér staddur fyrir hönd hersins og þýzku þjóðarinn- ar til þess að skýra yður frá ástandinu í vestri. Það er kominn tími til. að þér fáið réttar fregnir af þvf. Núer svo komið, að við höfum flest ríki heims á móti okkur. Og það hlýtur...“ Þegar hér var komið barði Hitler í borð- ið og sagði: „Haldið yður við hernaðinn, hershöfðingi. Segið mér bara frá ástandinu á víg- völlunum. Látið stjórnmála- ástandið eiga sig.“ En Rommcl þráaðist við og hélt áfram: „For- ingi minn: það er nauðsynlegt, að ég skýri yður frá ástandinu í heild." Varð Rommcl þá að láta undan. En síðar f viðræðunum reyndi hann að taka þráðinn upp aftur. Það reyndist tilgangslaust. Hitler greip þegar fram í og sagði: „Gerið svo vel að fara út, hershöfðingi. Ég held, að það sé bezt.“ Rommel var tilneyddur að fara út, og hittust þeir Hitler ekki framar. David Irving segir f bók sinni, að það sé efalaust, að Rommel hafi komið til hugar að fara á bak við Hitler, en hins vegar sé Ifka áreiðanlegt, að það hafi aldrei flögrað að Rommel að drepa For- ingjann, og hefði hann orðið stór- hneykslaður, ef slíkt hefði verið nefnt við hann... Ennþá er því ósvarað, hvers vegna Rommel framdi sjálfsmorð í stað þess að koma fyrir rétt og reyna að færa sönnur á sakleysi sitt. Irving bendir á það, að hægt hefði verið að sanna á Rommel, að hann hefði hugsað sér að semja um frið við Breta og Bandaríkjamenn. Það eitt hefði verið dauðasök. Rommel hafi orðið Ijóst, að það var úti um hann og tekið sjálfs- morðskostinn í þeirri von að fá bjargað Speidel og f jölskyldu sinni.“ — COLIN CROSS. Það hefur orðið æ algengara í Japan upp á sfðkastið, að foreldr- ar fremdu sjálfsmorð og tækju börn sfn með sér f dauðann. A undanförnum tveim mánuðum hafa fieiri en 20 japanskir for- eldrar stytt sér og börnum sínum aldur. Aðferðirnar eru margvfs- legar: ein móðir stökk með barn sitt fyrir járnbrautarlest og létust bæði samstundis. Fjögurra manna fjölskylda lézt af gaseitr- un f bfl sfnum. Móðir drap sig og börn sfn með gasi. Og önnur móð- ir kyrkti tvö börn sfn en stökk sfðan fyrir járnbrautarlest. Marg- ir foreldranna skildu eftir sig orðsendingar, flestar til skýring- ar morðunum. „Ég kom ekki auga á neitt annað ráð f vanda mín- um,“ skrifaði ein. „Og mér fannst grimmdarlegt að skilja börnin eftir munaðarlaus. Hvað hefði orðið um þau?“ Ein móðirin skildi eftir sig þessa gagnorðu skýringu: „Ég kveið framtfð- inni...“ Þessi sjálfsmoðrsalda vakti miklar umræður i fjölmiðlum, sem vonlegt er. Var það eftirtekt arveróast í þeim, að fjölmargir greinahöfundar og bréfritarar mæltu með því að börnin fylgdu foreldrum sínum í dauðann. Höfuðröksemd þeirra var á þá leið, að það væri ófyrirgefanlegt að skilja börmn eftir munaðar- laus. Einhverjir yrðu að taka þau að sér. En það er kunnugt, að blóðbönd eru afar sterk meó' Japönum, og þeir hafa litlar taug- ar til óskyldra. Ættleidd börn verða ævinlega „aðskotadýr” á heimilum. Til að mynda eru fjöl- mörg dæmi þess að foreldri hefur myrt barn maka síns af fyrra hjónabandi, jafnvel ættleidd börn skyldmenna; og hvað þá um ætt- leidd börn óskyld. Önnur höfuðröksemd var sú, að það væri óréttlátt að skilja börnin eftir á framfæri annarra, eöa rik- isins. Það væri líka til skammar ættinni og mundu eftirlifandi ættingjar seint fyrirgefa foreldr- um slíka smám. Aftur á móti nefndi það enginn þessara mál- svara barnamorða, að skömm væri að morðunum sjálfum, og sizt sjálfsmorðunum. Enda hefur sjálfsmorð löngum þótt hið virð- ingarverðasta úrræði i Japan. Þrátt fyrir þaó, að þessar skoð- anir séu eflaust útbreiddar hafa INDLAND 90 milljónir bíða enn eftir réttlætinu I Indlandi hefur verið ströng stéttaskipting frá fornu fari, eins og kunnugt er. Möguleikar Indverja til gengis í lífinu fara mjög eftir stéttarstöðu þeirra Ein er sú stétt, sem er aumust allra. Menn af henni eiga sér nánast ekki viðreisnar von; þeir eru fæddir til aevilangs þræl- dóms og þjónkunar við hærri stétta menn. Þeir eru nefndir „ósnertanlegir” eða „óhreinir". E.t.v. mætti kalla þá stéttleys- ingja. Þeir eru taldir einar 90 milljónir. í stjórnarskrá Indlands frá 1950 er kveðið svo á, að „óhreinleiki" sé þar með „af- numinn" og stranglega bannað að niðast á stéttleysingjum eftirleíðis. Þetta reyndist hald- laust og kom það t.d. vel í Ijós í sumar er leið, þegar Desai for- sætisráðherra Indlands lýsti yfir því, að stéttleysingjar yrðu búnir að fá full mannréttindi árið 1982. En þá voru 27 ár liðin frá því, að stjórnarskráin var lögfest. . . Stéttleysingjar á Indlandi hafa sætt ofsóknum alla tíð, og það er greinilegt af fregnum, að hagur þeirra hefur lítið hækkað, ef nokkuð. Fyrir skömmu var ungur stéttleys- ingi í Orissa barinn til bana með stöfum fyrir það að hnupla grænmeti sér til matar Og hástéttarmenn í Andhra Pradesh hafa lagt þungar fjár- sektir við því að tala við stétt- leysingja. En í Tamil Nadu eru þeir hafðir að þrælum. Víða annars staðar er þeim neitað um laun fyrir vinnu, bannaður aðgangur að musterum og þeim jafnvel bannað að ferðast um þjóðvegi, bannað að sækja vatn í þorpsbrunna, og svo mætti telja lengi Landeigendur í Punjab tóku sig til og múruðu upp i glugga og dyr á kofum stéttleysingja, sem höfðu gerzt HINIR STÉTTLAUSU: Fögur fyrirheit, minna um efndir svo djarfir, að fara fram á borg- un fyrir vinnu sína. Lögreglu- stjóri í Madhya Pradesh skipaði undirmönnum sínum að stilla sig um að nauðga „óhreinum" konum meðan fylkisþingið stæði yfir; það gætu orðið leið- indi út af því í blöðum. . . í Bihar voru sex stéttleysingj- ar skotnir fyrir litlar eða engar sakir I október síðast liðnum. Fjórir aðrir, sem reyndu að koma félögum sinum til hjálp- ar, voru barðir til óbóta. Það voru nokkrir landeigendur og prestur, sem myrtu stéttleys- ingjana. Tvö líkanna fundust í hofi prests. Það er áreiðanlegt, að fleiri stéttleysingjar eru myrtir en fregnir berast af. Ástæðan til þess, hve sjaldan fréttist af morðunum, er sú, að opinberir starfsmenn hafa með sér þagn- arsamsæri: þeir eru nefnilega allir úr hástéttum. — SUNANDA DATTARAY.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.