Morgunblaðið - 27.11.1977, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1977
39
Samsærið mistókst... og talið er að
ein fimm þúsund manns hafiverið líflátin
(sjá SAGA)
IJAPAN
Sjálfsmordin
þykja nánast
virdingarverd
fjölskyldumorðin líka vakið mörg-
um óhug og ekki sizt það, að þau
virðast hafa haft óhugnanleg
áhrif á börn og unglinga, sem
lesið hafa eða heyrt af þeim. Sam-
kvæmt opinberum tölum frömdu
398 börn undir lögaldri sjálfs-
morð frá því í marz og fram i
ágúst á þessu ári; u.þ.b. 200
drengir og 100 telpur. Yngsta
barnið var níu ára telpa. Sjálfs-
moró hafa orðið æ algengari í
barnaskólum undanfarin fimm
ár.
Eflaust eru margar ástæður til
þess, að börnin gripa til þessa
örþrifaráðs. En nokkrar munu þó
helztar. Einkum sú, að mjög hart
er lagt að börnunum i námi þegar
í barnaskóla og allar götur upp
frá þvi. Það þykir illbærileg
skömm, ef barn fellur á prófi.
Samkeppni er gífurleg og oft
leggja foreldiar miklu meira á
börnin en þau þola. Það er sífellt
brýnt fyrir börnunum, að öll
framtíð þeirra velti á því, að þau
fái háar einkunnir og helzt hærri
og hærri. Foreldrar senda barn
sitt á þrjú námskeið eftir skóla-
tíma á daginn, ef barn nágrann-
anna sækir tvö námskeið, o.s.frv.
Og oft kemur þar að lokum, að
börnin þola ekki meira.
Annars virðast ástæður barn-
anna fyrir sjálfsmorðum því létt-
vægari, sem þau eru yngri. Það er
því likast, að börnunum sé ekki
ljóst, að dauðinn er varanlegur og
það verður ekki aftur snúið. Mörg
börn, 9, 10 og 11 óra, hafa hengt
sig eða drepið með gasi ellegar
stokkið niður af húsþökum vegna
þess, að þau höfðu verið skömmuð
fyrir óþekkt ellegar lentu í stæl-
um við systkini sín um það hvaða
sjónvarpsdagskrá ætti að horfa
á.. .
Ýmsir vilja kenna þetta því
m.a., að Japanir eru aldir upp í
nokkuó sérkennilegum viðhorf-
um til dauðans. Japönsk börn eru
ekki alin upp í trú í þeirri merk
ingu, sem tíðkast á vesturliindum
Þau eru alin upp í áadýrkun, til
beiðslu forfeðra sinna. A flestum
japönskum heimilum er altar:
með myndum af framliðnum ætt-
ingjum. Á hverjum degi færir
fjölskyldan myndum þessum
fórnir og jafnvel sitja menn oft-
lega fyrir framan þær og ,,tala"
við hina framliðnu rétt eins og
þeir væru komnir þar ijóslifandi.
Áadýrkun bregður oft fyrir í sjón-
varpi, að ekki sé minnzt á útfarir.
Þar er talað beint til hins látna.
Og allt miðar þetta að því að ala á
þeirri trú, að framliðnir séu i
rauninni enn i fjölskyldunni.
Þaó er ljóst, að hugmyndir jap-
anskra barna um dauðann hljóta
að verða nokkuð frábrugðnar því,
sem vesturlandamenn eiga að
venjast. Það mætti e.t.v. segja, að
þau hefðu ekki „fengið réttar
upplýsingar" um dauðann. Þau
eru alin þannig upp, að þeim
finnst dauðinn jafnvel eftirsókn-
arverður. En af þvi verður skilj-
anlegt, að þau grípa mörg til
sjálfsmorða af litlu tilefni, þegar
þau heyra og lesa sífelldar fregn-
ir af sjálfsmorðum...
— MARK MURREY.
IÆGIR
20 mínútum fyrir 1 1 um
kvöldið hinn 14. apríl 1912
rakst risaskipið Titanic á isjaka
suðvestur af Nýfundnalandi.
Rúmum tveimur og hálfum
tíma seinna slokknuðu öll Ijós
um borð i skipinu. Fám minút-
um siðar var það sokkið — og
með þvi 1517 manns.
Allar götur frá því, að Titanic
sökk hafa menn verið að hugsa
upp ráð til að komast að þvi og
jafnvel lyfta þvi úr kafinu. Það
voru nefnilega mikil verðmæti i
skipinu, m.a. eðalsteinar metn-
ir til 37 milljóna sterlingspunda
(rúml. 14 milljarðar kr.) En
fram að þessu hefur aldrei orð-
ið af björgunartilraunum.
Björgun yrði enda feykilega erf-
ið og kostnaðarsöm. Titanic er
talið liggja á 41 gráðu og 54
minútum norðlægrar breiddar
og 50 gráðum og 25 mínútum
vestlægrar lengdar. Þar er dýpi
einir 3000 metrar. Auk þess
má búast við því, að skipið sé
orðið hulið botnleðju, og sumir
halda þvi fram, að það sé fallið
saman af þrýstingnum, sem er
geysilegur á sliku dýpi.
Gull og
gersemar
- og 3,000
metra
dýpi
Þrátt fyrir þetta hafa þrir
vesturþýzkir fjármálamenn
bundizt samtökum um það að
ná fjársjóðnum úr skipinu.
Hafa þeir fengið til liðs við sig
björgunarfyrirtæki i Hamborg,
stofnað eins konar almennings-
hlutafálag um björgunina og
eru nú i óða önn að safna
hlutafé. Telja þeir, að ekki dugi
minna en 50 milljónir marka
(rúml 3,7 milljarðar kr ). Þegar
eru komnar þrjár í sjóðinn og
eru félaqarnir bjartsýnir á fram-
haldið.
Ef fjársjóðurinn næst upp
eiga almennir hluthafar að fá
70% andvirðisins, en afgang-
inum hyggjast þremenningarn-
ir skipta með sér.
Það yrði góður aflahlutur, ef
allt næðist upp. Söluverð fjár-
sjóðsins yrði væntanlega all-
miklu hærra en matsverðið
Þremenningunum reiknast svo,
að hver þeirra fengi 50 milljón-
ir marka (rúml 4,7 milljarða
kr.) í sinn hlut .
— HELLMUTH PETER.
TÆKNI1
Spurt og
svarað
um þvera
Evrópu
EINS og kunnugt er hafa Evrópu-
ríki eflt samvinnu sína mjög á
undan förnum áratugum. Þau
hafa nú með sér bandalög um
iðnað, verzlun og kjarnorkumál,
svo að nokkuð sé nefnt, auk marg-
víslegrar samvinnu í öðrum
greínum.
Og nú eru á döfinni ný samtök
Evrópurfkja — um skipti á
upplýsingum um vfsindi, tækni
og efnahagsmái. Er ætlunin að
koma upp fjarskiptakerfi,
Euronet, milii hinna nfu ríkja í
Efnahagshandalagi Evrópu.
Verða reistar tölvumiðstöðvar,
uppiýsingabankar, f hverju ríki
og þar safnað saman tækni- og
vísindafróðleik þeim, sem Efna-
hagsbandalagið hefur yfir að
ráða. Geta notendur í hverju ríki
þá fengið þær upplýsingar sem
þeir þurfa frá hverju hinna
rfkjanna sem er fvrirvaralaust.
Læknar á ttalfu gætu t.d. þegar í
stað fengið upplýsingar um
rannsóknir á tilteknum sjúk-
dómi, sem fram færu í Briissei,
eða þýzkir stálframleiðendur
fengið ráð frá Frakklandi við til-
teknum málmfræðilegum vanda;
hagfræðingur í Frakklandi ga-ti
fyrirvaralaust fengið tölur, sem
hann vantaði frá Bretlandi
o.s.frv. Og er fljótséð, að slfkt
kerfi yrði til stórkostlegra bóta í
fjölmörgum greinum.
Að vfsu er margur vandi
óleysur enn. Það er t.d. tungu-
málavandinn. Til lausnar honum
verða samin margmála orðasöfn
um ýmsar greinar, reistir nafna-
og heitabankar og sjálfvirk
þýðingakerfi tengd upplýsinga-
bönkunum.
Aætlað er, að upplýsingakerfi
þetta verði fullbúið fyrir 1980.
— DAVID HAVVORTH.
„Breid
firzk-
ir sjó-
menn”
„BREIÐFIRZKIR sjómenn", II
bindi, er nýlega komið út í ann-
arri útgáfu. Eru þetta frásagnir,
sem Jens Hermansson kennari
hefur safnað og samið.
„Hér er rakin að nokkru saga
sjósóknar á Breiðafirði, sannar
frásagnir mikillar sóknar á opn-
um bátum við erfiðar aðstæður,
sem stundum snerist upp i vörn
eða jafnvel ósigur," segir á kápu-
síðu. „Nær hvert ár 18. og 19.
aldar er vigt skiptöpum og hrakn-
ingum, þar sem hinar horfnu
hetjur buðu óblíðum örlögum
byrginn, æðru- og óttalaust."
Og ennfremur segir: „Á þeim
árum, sem hér greinir frá, byrj-
uðu Breiðfirðingar árið með
vetrarverið undir Jökli, Hellis-
sandi, Gufuskálum, Dritvík og
víðar. Vorvertið var síðan stund-
uð frá Látravík, Breiðuvík og
Kollsvik og stóð fram að Jóns-
messu eða lengur. Að heyönnum
loknum tóku við haustróðrar i
Bjarnareyjum, Höskuldsey og
Oddbjarnarskeri og stóðu fram að
jólaföstu. Aflraunin við Ægi stóð
því nánast óslitið árið um
kring ..."
Bókin er 403 bls. að stærð með
ýtarlegri nafnaskrá fyrir I og II
bindi. — Útgefandi er Skuggsjá.
„Orlaga-
ríkt
sumar”
— Ný skáldsaga
eftir Mary Stewart
IÐUNN hefur sent á markað
skáldsöguna „Örlagarfkt sumar“
eftir Mary Stewart, sem er kunn-
ur enskur metsöluhöfundur.
Áður hefur komið út eftir hana á
íslensku skáldsagan „1 skjóli næt-
ur“.
í fréttatilkynningu frá útgef-
anda segir:
„Þessi nýja saga gerist á grisku
eyjunni Corfu og segir frá ungri
leikkonu, sem þangað kemur til
dvalar. Þar dregst hún inn i
fúrðulega atburðarás, sem ógnar
lífi hennar, en ást og hamingja
biða hennar samt á næsta leiti. —
Hið kunna breska blað The Ob-
server segir um bókina: „Mjög vel
gerð saga, þar sem spennu og ást
er haglega blandað saman."
Álfheiður Kjartansdóttir þýddi
bókina. sem er 217 bls. að stærð.
ÞÚ AUGLÝSIR UM
ALLT LAND ÞEGAR
ÞÚ AUGLÝSIR í
MORGUNBLAÐINU
AK.LYSINGA-
SÍMINN ER:
22480