Morgunblaðið - 27.11.1977, Síða 11

Morgunblaðið - 27.11.1977, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 27. NÖVEMBER 1977 43 Geir G. Zoega, forseti 1937 — 1959 SigurBur Jóhannsson, forseti 1961 — 1976 Sigurður Þórarinsson, forseti 1976 — '77 DaviS Ólafsson, forseti 1977 Skúli Skúlason var þá ritstjóri Fálkans. Jón á Laug hlóð vegg- ina, en fyrstu skóflustungu tók Helgi frá Brennu og er skóflan enn til í eigu félagsins. Guð- mundur frá Miðdal skar út vindskeiðar Nú á afmælisárinu var húsið endurnýjað alveg eins og það var upphaflega, en það var eðlilega farið að láta á sjá. — Sæluhusin voru siðan reist hvert af öðru. Athygli beindist fyrst að Kjalarsvæðinu og ætlunin að opna þar göngu- leið, þar sem dagleið væri milli sæluhúsa. Var næsta hús reist á Hveravöllum, síðan í Kerling- arfjöllum, Þjófadölum og við Hvítárvatn. En brátt hafði Hvitá verið brúuð og bilar komust um hálendið. Voru þá byggð stærri hús á stöðum, þar sem fólk sækist mest eftir að koma, svo sem í Landmannalaugum, Þórsmörk, Veiðivötnum og Nýjadal. Nú er stærsta húsið i Þórsmörk og tekur 200 manns, en alls geta gist í sæluhúsun- um 19 927 manns. Nýjasta húsið er i Hrafntinnuskeri i rúmlega 100 m. hæð yfir sjó. Af þessum 19 húsum hafa deildirnar úti á landi reist 6 hús, auk þess sem F.l. hefur styrkt sæluhúsabyggingar ann- arra félaga — Fyrstu húsin voru miðuð við ferðir á hestum og göngu- ferðir og er nú aftur stefnt að þvi að opna ákveðnar göngu- leiðir á hálendinu. Húsin í Emstrum og Hrafntinnuskeri miða að því að göngufólki gef- ist kostur á að fara milli Land- mannalauga og Þórsmerkur i þremur áföngum, jafnframt því sem nýjar gönguleiðir opnast þvi út frá þeirri leið. En brýrnar á Emstrum, sem eru helsti far- artálminn, verða aðeins fyrir gangandi fólk, og ætlunin er að merkja leiðina. Þegar rætt er um sæluhúsin, hlýtur talið að berast að um- gengninni um húsin, sem er forráðamönnum Ferðafélagsins nokkurt áhyggjuefni. Skilyrði þess að hægt sé að veita fólki þá þjónustu sem i húsunum felst, er að neytendur komi á móti með góðri umgengni og greiðslu á gistigjöldum, en hvoru tveggja er áfátt, þar sem ekki eru gæslumenn. En gæslumenn eru nú að sumar- lagi i öllum stærstu húsunum 0 Nær 96 þúsund manns með F.í. — Fyrsta ferðin, sem Ferða- félag íslands gekkst fyrir, var farin í april 1927. Þá fóru 37 þátttakendur á Reykjanes. Var sú ferð með svipuðum hætti og síðar varð ekið af stað, en gengið frá bilum Hefur ætið verið lögð áhersla af hálfu Ferðafélagsins á útiveru og gönguferðir. Frá upphafi hafa 95.700 manns tekið þátt i 3283 ferðum með ferðafélag- inu, eftir þvi sem næst verður komist. Ef gripið er niður í tölur um þátttakendur i ferðum F.í. sést hvernig þátttakan hefur aukist með árunum Á árinu 1937 tóku 700 manns þátt i 22 ferðum, 1947 ferðuðust 1230 i 29 ferðum, 1957 voru 1700 manns i 63 ferðum, 1 967 tóku 2400 manns þátt i 94 ferðurn og 1977 voru 7900 manns i 227 ferðum. — I siðustu tölunni eru að sjálfsögðu gönguferðirnar á Esju nú á afmælisárinu sem 1 700 manns voru með i, sagði Davíð Við tökum það sem vott um vaxandi áhuga. Áður féllu niður ferðir frá veturnóttum fram á sumarmál en fyrir nokkrum árum var farið að bjóða upp á gönguferðir sið- degis um helgar i nágrenni höfuðborgarinnar og er síðan ekkert hlé á allt árið. Er vaxandi þátttaka i þessum gönguferð- um. Aftur á móti hafa sumar- leyfisferðirnar ekki farið vax- andi, þar sem ferðast er i bilum og verið í tjöldum Þar kemur til mikil bílaeign landsmanna. En áhugi er mikill á gönguferð- um, um fjarlæga staði að sumr- inu, svo sem um Lónsöræfi og um Hornstrandir — Ferðaáætlun næsta árs Stjórn FerSafélags Fslands. Sitjandi frá vinstri: Þórunn Lárusdóttir, frmkv stj , Eyþór Einarsson. varaforseti. DaviS Ólafsson, forseti, Haraldur SigurSsson, ritari, Lárus Ottesen, gjaldkeri. Standandi frá vinstri: Kristinn Zóphónias son. Páll Jónsson, Tómas Einarsson. Jón E. ísdal. H:ukur Bjarnason, Þórunn ÞórSardóttir. Böðvar Pétursson, Grétar Eiriksson. í Þórsmörk er stærsta sæluhús F.í. I tilefni af 50 ára afmæli félagsins bauð það fólki úr Félagi lamaSra og fatlaðra i skemmtiferð þangaS 21. og 22. ágúst S.l. Nýjustu hús FerSafélagsins eru i Hrafntinnuskeri og Emstrum og veita göngufólki tækifæri til aS ganga úr Landmannalaugum i Þórsmörk á þremur dögum. Hér er veriS aS ganga frá húsinu i Emstrum kemur út eftir áramót, að þvi er Tómas Einarsson upplýsti og reiknað með svipaðri ferðatiðni og á siðasta ári. En þó áætlun sé lögð, þá er miðað við að breyta henni og auka eftir þörf- um Eru nú áform um að helga hverju ári eitthvert ákveðið fjall eins og gert var um Esjuna, en ekki endanlega ákveðið hvert verður fjall ársins á næsta ári — Á árunum 1930—-'40 var gerð tilraun til að gefa út „Ferðabók" og „Fjallabók ", sem hver einstaklingur skyldi skrá i fjöll yfir 500 m sem hann hefði gengið á og ferðir sinar með F í Nú hefur þetta verið tekið upp aftur og er ætlunin að veita viðurkenningu, þegar safnað hefur verið i fjallabókina 10 fjöllum og ferðabókina 15 ferðum 0 Kort og útsýnisskífur Góð kort eru ferðafólki nauð- synleg og kom Ferðafélagið snerrima til hjálpar i þeim efn- um Tók það að gefa út ís- landskort 1943 og hefur svo verið siðan. I rauninni átti Ferðafélagið þátt i kortaútgáfu fyrr, þvi kortið sem Daniel Bruun gerði 1929 var útgefið að tilhlutan Ferðafélags ís- lands Fyrsta íslandskortið var prentað i Ameriku 1 945, teikn- að af Ágústi Björnssyni Eftir að heimstyrjöldinni lauk var það prentað hjá Geodedisk Intstitut i Kaupmannahöfn eftir herfor ingjaráðskortunum svonefndu, en 1960 keypti FÍ filmurnar og hafa kortin verið prentuð hér síðan Þessi kort eru i filut föllunum 1 7 50 þúsund, eri vegakort erusiðan 1964 prent uð i hlutföllunum 1 600 þús- und Ferðafélagsmenn tóku það fram, að kortin eru ávallt leiðrétt af Landmælingum eftir þvi sem tilefni gefst til við hverja prentun Til að auðvelda ferðafólki að njóta útsýnis hafa verið settar upp útsýnisskifur á ýmsurri sJöðuru Sú fyrsta á Valhúsa hæð 1937, næst á Vifilfelli 1940, við Almannagjá 1943, á Kambabrún 1950, Svigria Framháld á bls. 62

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.