Morgunblaðið - 27.11.1977, Qupperneq 16
48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1977
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1977
49
Húsið var þrjár hæðir og ris og með bárujárnsklæðn-
ingu og hreykti tveimur misvísandi múrsteinsstromp-
um upp í norðanáttina. Það mátti muna fífil sinn fegri.
Einhverntíma hafði það verið stórhýsi sem einhverjum
þótti vænt um. Menn höfðu sprangað í kringum það og
verið borginmannlegir á svipinn. Það voru ennþá eftir
tætur af grasflötinni sem þeir höfðu spígsporað um,
leifar af steinsteyptu hellunum sem þeir höfðu nostrað
heim að dyrum hjá sér. Þeir voru gengnir og húsið var
án vina. Hús sem engum þykir vænt um verða guggin á
svipinn. Þau verða hnipin og hætta að hirða sig. Þetta
er eins og með manneskjuna.
Húsið hafði einu sinni verið með útskornar vind-
skeiðar, en þær voru orðnar skældar og fúnar. Það var
ekki heidur eftir ögn af málningu á húsinu, ekki flaga
sem gæti hulið ártalið á krónupeningi. Skítugar gardín-
ur huldu gluggana og rykfallnir brjóstumkennanlegir
blómavasar himdu vonleysislega í gluggakistunum, og i
hlaðinu stóð beinagrindin af löngu liðnum vörubíl á
kolryðguðum felgum, og stigagangurinn var morandi í
köttum og yfirhöfnum og vanhirtum hrínandi
krökkum.
Ég flýtti mér upp stigann og þóttist góður að sleppa
lifandi. Félagarnir i Bræðralaginu og þeirra nótar voru
augsýnilega engir aufúsugestir þarna í húsinu þó að það
væri ófrýnilegt. Kallarnir í húsinu og kvensurnar
þeirra stóðu i dyragáttum og gnistu tönnum. Það tók við
þröngur gangur uppi i risinu og niðurinn og daunninn
frá sírennandi klósettkassa, og innst í ganginum voru
dyr sem skvaldur barst útum og sem ég opnaði.
Þarna var risið einn geimur. Það var með skarsúð sem
þykir hreinasta gersemi í lyfsalavillum, en síður en svo
til að státa af þar sem hún er af illri nauðsyn. Það voru
bekkir undir súðinni með borðum fyrir framan og svo
stólar á víð og dreif og tveir gluggar á gaflinum fullir af
skrani og á milli þeirra vansældarlegur ræðustóll.
Skjöldur J. Jóns var að fara með kvæðabálkinn sinn
nýja, og hvert sæti var skipað fólki á ýmsum aldri sem
þóttist hlusta hugfangið á hann, og ég svipaðist um eftir
fjandmanni mínum Fífu ráðherradóttur og tróð mér
með mátulegum þykkjusvip á milli hennar og stallsyst-
ur hennar, sem var gulhært stúlkukorn með nauðnagað-
ar neglur og í vandlega óhrjálegum nankinsleppum og
sem hafði þar að auki sér til ágætis að vera með
guðsmóðurandlit eins og þeir hafa á gipsmyndunum af
heilagri Maríu suður í Róm sem þeir prakka inn á
ferðafólkið með svipuðum guðræknissvip.
Hinumegin við borðið sat sposkur maður einn á stól
og glotti. Hann var með hrokkið óstýrilátt hár, dálítið
úfinn, dálitið veiklulegur, dálítið eins og hann ætti ekki
alltaf samleið með sambræðrum sínum. Hann horfði
framan i mig. Ég þekkti andlitið strax og vissi hvað
hann var að hugsa. Ég flýtti mér að beygja mig yfir
borðið.
„Það er rangt,“ sagði ég. „Ég vil taka það skýrt fram
að ég er ekki meðlimur i þessum samtökum.“
„Gleður mig,“ sagði maðurinn og yppti ósýnilegum
hatti.
Fífa þræddi handlegginn í gegnum handarkrikann á
mér og sagði hreykin við stúlkuna með guðsmóðurand-
litið: „Við erum trúlofuð.“
Hún var búin að taka ofan skellinöðruhjálminn, og
hún var með hár. Hún var búin að setja hjálminn á
gólfið og hafði hann fyrir fótaskemil. Hún var með
eirrautt hár sem eldtungur léku um þegar ljósið féll
þannig á það. Hún horfði ólundarlega á manninn hinu-
megin við borðið og fór með varirnar upp að eyranu á
mér. „Ojbara," hvíslaði hún. „Hvað er hann aó gera
hérna? Hann er ekkert skáld.“
Ég sagði: „Hann er skáld. Það máttu bóka.“
„Það er ekkert varið i hann,“ sagði Fjfa. „Spurðu
Skjöld.“
„Hann er eini maðurinn hérna inni," sagði ég, „sem
getur ort lausbeislað ljóð án þess aó hálsbrjóta sig.
Bókaðu það líka. Hdnn er séní, hann deyr ungur, og
viltu vera svo væn að hætta að hengja þig utan í mig
eins og kynóður sjimpansi; við erum ekki búin að
opinbera ennþá."
Maðurinn hafði snúið stólnum sínum þannig að hann
horfði beint við ræðustólnum. Hann saug sígarettu
sem var blaut og kramin í endann. Hann hallaði sér
aftur á bak í stólnum og horfði hálfluktum augum á
skáldjöfurinn í pontunni. Hann var svo háðskur á
svipinn að ég hefði getað faðmað hann. Honum leiddigt
auk þess svo konunglega. Hann tottaði sígarettuna og
hlustaði á Skjöld J. Jóns fara með bálkinn. Hann benti
mér að koma nær og blés reyk niður á borðplötuna.
„Ég hnýti / slaufu / á naflastreng minn /“ hvílsaði
hann, „og legg hann / við fætur þér / og þá gýs / Askja
/ sinnepsgulu / gosi.“
Hann tók sígarettustubb úr öskubakkanum og lagði
hahn á borðbrúnina og skaut honum fimlega í vangann
á háværri og brussulegri konu sem hélt hún væri
myndhöggvari. Hann laut í áttina til hennar og hneigði
sig og sagði: „Ég elska yður ekki.“ Annars hafði hann
sig lítið í frammi. Hann seig sífellt dýpra á stólnum,
saug sígaretturnar sífellt fastar. Stundum virtist hann
sofa. Hann skrapp helst upp- á yfirborðið til þess að
koma til skila meinlegri athugasemd um það sem var að
gerast i kringum okkur, lokaði þá augunum á nýjan leik
og kúrði sig inn í sig aftur. Hann var eins og óartugur
engill sem hefur fengið helgarfrí frá hörpuslættinum
og orðið sér úti um horn og hala svona til tilbreytingar.
Mér þótti vænt um þennan syfjulega úfna mann þó að
ég áttaði mig líklega ekki nógu vel á því þá. Ég er
feginn að ég skyldi segja honum þarna að ég væri ekki
af húsi Skjaldar. Spá mín rættist, og einn góðan veður-
dag var hann látinn.
Skjöldur þorði ekki alminlega til við hann og varð
vandræðalegur þegar annað augað opnaðist eins og í
gömlum og spökum hrafni og horfði á hann. Skjöldur
sprangaði milli manna og bauð þá velkomna þegar
lófatakinu lauk. Hann tók hyllingunni eins og sjálfsögð-
um hlut. Hann var langur og kinnfiskasoginn og með
gríðarstór kringlótt gleraugu sem hann hneigðist til að
skjóta upp á ennið. Hann skók lúkur með þessum
„Eg linýti slaufu á
naflastreng minn...
Kafli úr Fífu, nýrri bók Gísla J. Ástþórssonar
Til þess að þóknast Fífu ráðherradóttur, sem hótar að öðrum
kosti að spilla viðskiptum hans við föður hennar, lætur sögumað-
ur tilleiðast að mæta á kvöldsamkomu hjá Bræðralagi lýðræðis-
sinnaðra friðarvina, sem er félagsskapur sem iðkar List með
stórum staf og er auk þess í svipinn með ráðagerðir um að sýna
þjóðrækni sína í verki með þvi að kássast upp á kóngsgrey sem
ríkisstjórnin hefur boðið í opinbera heimsókn í þakklætisskyni fyrir
lofsverðan — og ábatasaman — áhuga þegna hans á íslenskri
skreið. Þrátt fyrir velgengni foreldranna reynir Fífa af einlægni
að lifa eins og blásnauður öreigi — eins og sönnum byltingar-
manni sæmir. Hún sefur i kjallarakompu i stórhýsi þeirra í
Laugarásnum undir flennistórri litmynd af Mao, vinnur fyrir sér
sem brúsaspúlari af lægstu gráðu i Mjólkurstöðinni og fer allra
sinna ferða á forljótri skellinöðru og með stóreflis öryggishjálm
keyrðan niður að augum. Illu heilli fyrir sögumann stendur hún
lika á því fastar en fótunum að þau séu trúlofuð.
hressilega einarða svip sem menn temja sér aðallega til
þess að sýnast röskir og hreinskilnir, og hann brosti
aftur í endajaxla og sýndu þá báða tanngarðana. Honum
var langtum of laust brosið.
Ég sagði bæði til þess að vera meinlegur og svo lfka til
þess að segja eitthvað þegar röðin kom að mér: „Hæ,
manni. Hvað starfar þú?“
Hann dembdi yfir mig brosinu og svaraði sem ég er
hérna: „Ég yrki óljóðræn ljóð.“
„Hvað er það?“ sagði ég.
„Ljóðin mín eru óljóðræn," sagði mörðurinn.
„Er það gott?“ spurði ég.
„Það er nýtt,“ sagði djöfsi. „Ég meina að skáldið yrki
óljóðrænt viljandi, að yfirlögðu ráði. Að skáldið játi það.
Að skáldið hafi djörfung til að stíga fram og segja það
berum orðum."
Kvenmaður með hasshimnu fyrir augunum barði
útúr reykjarkófinu og steypti sér yfir skáldið og færói
það sigrihrósandi burtu, en spúrði mig fyrst: „Ertu
skáld?"
„Nei,“ sagði ég.
„Þá ertu skáld," sagði konan. „Sá sem afneitar sjálf-
um sér hann er skáld."
Nær allt sem ég heyrði þarna uppi var í svipuðum
dúr, og samkoman snerist smásaman upp í einskonar
skæruhernað, einskonar skæðadrífu karla og kvenna
sem óðu um salinn með andagiftina fyrir framan sig
eins og byltingarfána, og allir töluðu í einu, og ræðu-
menn belgdu sig af himneskum innblæstri út í vindinn,
og enginn hlustaði á neinn nema sjálfan sig, af því þetta
snerist þegar allt kom til alls aðeins um eitt: hver væri
frumlegastur eins og það hét þarna á loftinu. Hávaðinn
magnaðist og menn urðu sveittir og æstir. Menn öttu
gífuryrði á móti svigurmæli. Menn lömdu i borðið og
steyttu hnefana og stöppuðu í gólfið. Mér fannst það síst
Honum var langtum of laust brosiS. . .Ég þekkti
orðið hvern krók og kima í gininu á honum.
undarlegt þó að svipurinn væri svartur á fbúum
hússins.
Einhverntíma á fyrsta timanum fann ég allt í einu að
ég var sjálfur farinn að tala tungum. Ég var að verða
drukkinn af orðum rétt eins og snillingarnir. Ég stóð
mig að því að taka í trefilinn á tölvutónskáldi og segja
við það eitthvað á þessa leið:
„Þú ert séní og ég er ekkiséní. En þú ert misskilið
séní og ég er ekki misskilið ekkiséni, og það gerir
gæfumuninn. Mér sýnist að það sé skárra hlutskipti að
vera ekki misskilið ekkisénf en misskilið séni.“
Ég sat þarna eins og páfi á biskupaþingi og bunaði
útúr mér væmnustu frauðspeki. Ég tók mér tak og varð
líklega skömmustulegur á svipinn, af þvi hárprúði
háðfuglinn hinumegin við borðið rumskaði allt í einu og
sagði:
„Já, maður verður að vara sig, sonur sæll.“
Hann brölti á fætur og rétti mér höndina. Hann brosti
aftur. Hann var furðu stuttur svona stór.
„Nú er ég farinn," sagði hann. „Nú þoli ég ekki meira.
Nú er mér mikil þörf á þvi að komast i brennivín."
Ég horfði á eftir honum og dauðlangaði að elta, en
Fífa krækti sig ennþá fastar í mig og horfði á mig eins
og Edison hefur eflaust gapað á fyrsta glóðarlampann.
„É,“ sagði hún.
„É hvað?“ sagði ég.
„Þú talar bara eins og þeir klárustu, rnanni!"
„Barnaleikur," sagði ég. „Maður temur sér bara
óskýra hugsun og tjáir sig með óskiljanlegum orðum og
treður upp á mannfundum og þykist vera samviska
heimsins."
„É,“ sagði Fífa.
„Ef þú heldur mér hérna lengur," sagði ég, „þá byrja
ég að spangóla."
„Sástu ekki andlitið á honum!“ sagði hún.
„Hverjum?"
„Þessum sem fékk romsuna um séníin."
„Enginn vandi,“ sagði ég. „Það voru einu sinni tvær
systur sem áttu heima norður i Hrísey. Þær fengu að
fara í róður með föður sínum. Það var barningur og
ágjöf, og undir lokin sofnuðu þær af þreytu og vöknuðu
í fæturna. Og nú er spurningin sú hvort þær vöknuðu
fyrst og vöknuðu svo eða vöknuðu þær ekki og vöknuðu
þessvegna eða vöknuðu þær ekki fyrr en þær vöknuðu
eða vöknuðu þær einfaldlega af því þær vöknuðu?"
,,É,“ sagði Fífa í þriðja skiptið og horfði svo hugfang-
in á mig að það fór hrollur um mig. Hún hnippti í
vinkonu sína með guðsmóðurandlitið og sagði aftur við
hana: „Við erum trúlofuð".
„Orð,“ sagði ég þurrlega. „Það má venda þeim eins og
sokkum."
Ég sleit mig lausan og krosslagði handleggina þver-
móðskulega og horfði þvermóðskulega upp að ræðu-
stólnum. Skjöldur var aftur byrjaður að messa, upplits-
brattur og alsæll með sjálfan sig og skjótandi á hirð sína
þessu brosi sem opnaði á honum andlitið eins og tóbaks-
pung. Ég þekkti orðið hvern krók og kima i gininu á
honum.
Fifa var eitthvað að nudda en ég ansaði henni ekki.
Ég var hræddur um að segja einhverja spekina aftur.
Ég skimaði til dyranna. Það var satt að segja alveg
komið að mér að sveifla mér yfir borðið og traðka
kvenmanninn með hasshimnuna í hel og freista þess að
ná dyrunum áður en Fifu gæfist ráðrúm til þess að
handsama mig.
Það var allt við sama á loftinu og ég var alveg við
spangólið. Skvaldrið hafði aldrei verið meira og menn
voru á ferð og flugi milli borðanna. Gulhærða stúlku-
tetrið með guðsmóðurandlitið stökk allt í einu á fætur
og benti flissandi þangað sem bleikur og pempíulegur
maóur með langtum of kvenlegar hreyfingar og langt-
um of svartar augabrýr var að daðra við kornungan
strákling með veiklulegt andlit og fjallkonulokka.
Stúlkan var kafrjóð og æst. Hún tróð sér fyrir endann á
borðinu og plampaði tiF þeirra. Sá pempíulegi setti í
hana öxlina og strákurinn setti upp skeifu. Stúlkan
vildi fá að setjast hjá þeim en þeir vildu fá að vera í
friði. Hún reif af sér annan hnallinn og lamdi honum
fyrst í borðið og þeytti honum síðan af alefli í áttina að
ræðustólnum. Það var mildi aó hún slasaði engan, og
hún var byrjuð að gráta. Skjöldur sá hvar skeytið kom
fljúgandi og vék sér fyrirmannlega úr stólnum og
stikaði fyrirmannlega til hennar og tók fyrirmannlega í
handlegginn á henni og leiddi hana inn i skotið hjá
dyrunum.
Hann þóttist vilja hugga hana. Hann ýtti henni upp að
veggnum. Hann fór undir nankinstreyjuna hennar og
þuklaði hana.
Hann byrjaði aftur að rigsa um loftið. Hann stansaði
hjá okkur og laut yfir mig og spennti gikkinn á brosinu
og vildi aftur tala List.
„Stuðlar og höfuðstafir eru krabbameinið í íslenskri
ljóðagerð. Rímið er sprennitreyja andans.“
„Étt’ann sjálfur," sagði ég.
„Ég hef aldrei getað gert það upp við mig,“ sagði
Skjöldur eins og ekkert hefði i skorist, „hvort mér er
hugleiknara að semja sögur og yrkja ljóð eða taka
saman hnitmiðaða en hógværa gagnrýni um menn og
listir.“
„Gangtu út og gerðu það sem Júdas gerði,“ sagði ég.
„Gagnrýnandinn er leiðarljósið,“ sagði Skjöldur.
„Gagnrýnandinn er eins og tunna," sagði ég, „með
krana á belgnum. Maður þarf að hella á hana glundrinu
annað slagið svo að hún tæmist ekki. Siðan opnar maður
fyrir kranann og þá pissar hún.“
Ég var aftur byrjaður að tala þvætting og varð
skelkaður. Ég svipaðist um í gúlanum á Skildi og spurði
næstum auðmjúklega: „Fer ekki að verða mál að
hætta?“
Hann leit rösklega á úrið sitt og klappaði saman
höndunum og strunsaði upp að ræðustólnum. Það var
eins og hann væri að slíta kennslustund .í skóla fyrir
þroskaheft börn. Ég hitti svona vel á hann. Hann var
orðinn mettur.
Menn byrjuðu að tygja sig til heimferðar. Ótrúlega
langir treflar gengu upp úr vösum manna. Snillingar
kvöldsins tóku saman handritin sín en stormsveitar-
meðlimir Bræðralagsins læstu að sér leðurpönsurum
sínum og brettu kragann upp og gerðu sig eins skugga-
lega í framan og þriðja flokks mafíuguttar að spila sig
kalda kaila fyrst eftir handtökuna.
Ég tók i öxlina á Fífu. „Stundin er runnin upp,“ sagði
ég og stóð á fætur.
Þá sá ég að hún var sofnuð. Höfuðið hneig fram á
bringuna og volaðist þar eins og á hálsbrotinni brúðu
þegar ég ýtti við henni.
„Ræs,“ sagði ég og tók undir handarkrikana á henni.
„Ha?“ sagði hún og starði upp á mig.
„Til hamingju. Þér sýnist þó ekki alls varnað."
„Ha?“ sagði hún aftur.
„Þú mátt eiga það að þú hafðir það þó að sofna."
Hún hrökk við og horfði flóttalega upp að ræðustóln-
um og spratt á fætur. Hún hrúgaði rauðu lokkunum upp
á kollinn á sér og benti mér að rétta sér hjálminn og
dengdi honum á sig. Hún hnerraði og hristi af sér
mókið. Hún hengdi sig aftur utan á mig og setti upp
trúlofunarsvipinn. Meyrlynda Maríumyndin var líka
búin að setja upp hjálm og var eins og María guðsmóðir
hefði verið ef hún hefði verið hippastrákur í kommúnu.
Hún var að skeggræða við fíngerðan og hljóðlátan
homma með ákaflega mild augu. Hann lifði á því að
þýða fagrar bækur og skrifaði rætnar nafnlausar níð-
greinar um menn I tómstundum sínum. Hann gerði það
ókeypis. Hann skrifaði eins og engill.
Það var þröng við dyrnar og ég gerði mig staðan. Fifa
var byrjuð að ókyrrast. Hún vildi teyma mig til dyranna
og horfði annað slagið kvíðin inn að gaflinum þar sem
Skjöldur var að ráðskast við undirtyllur sínar. Hann var
með skjalatösku sem Sólon hefði viljað gefa hægri hönd
sina fyrir að eiga. Þaó hefði mátt gista í henni í
viðlögum. Hún var þar að auki með ól sem hægt var að
bregða upp á úlnliðinn eins og ofurhugar hermálaráóu-
neytisins gera í sjónvarpsþáttum þegar þeir eru sendir
með óbætanleg hernaðarleyndarmál til Beirut þar sem
þeir eru myrtir á hroóalegan hátt.
Skjöldur benti í áttina til okkar og einn af aðstoðar-
prestunum flýtti sér til okkar og sagði vió Fífu: „Hann
þarf að tala við þig.“
Fifa gerði sig innskeifa og tuldraði eitthvað um
höfuðverk, en ég sló kumpáplega í bakið á tjenni og
gægðist brosandi undir grautardallinn og sagði glað-
lega: „Skyldan kallar, vinkona."
Hún setti neóri vörina upp á þá efri og sparkaði i
sköflunginn á mér.
„Kvikindi," hvæsti hún.
Ég hark^ði af mér og dustaði hana aftur um bakið og
sagði: „Góða nótt, ástin mín.“
,-,Óhræsi,“ skyrpti hún og bjóst til að mölva á mér hina
löppina, en ég var viðbúinn í þetta skiptið. Ég tók i
handlegginn á henni og ýtti henni af stað.
„Meistarinn biður."
Ég hló og tyllti mér upp á borðið og dinglaði fótunum.
Ég var kampakátur. Svona líður manni þegar maður er
búinn hjá tannlækninum. Maóur svífur fram í biðstof-
una með brjóstið stútfullt af freyóandi kampavíni og
horfir með iítilsvirðingu á þessar skjálfandi heybrækur
sem þora varla að líta upp af því tannlæknirinn ætlar
bara að plokka úr þeim fáeina taugaenda með glóandi
töngum og vinda smávegis upp á þá með stóra nafarn-
um og klípa lítilsháttar af endunum á þeim með svarta
naglbítnum og strengja þá kannski smástund í hurðar-
húninn á meðan hann skreppur innfyrir að fá sér
kaffisopa með aðstoðarstúlkunni og daðra svolítið við
hana.
Ég var hinn brattasti og horfði með velþóknun inn á
gafl á loftinu þar sem kapteinarnir voru búnir að smala
saman nokkrum óbreyttum dátum. Vinkona Fífu var að
reyna að fela sig bakvið hraðmælskan listmálara en var
gripin og færð i safnið. Skjöldur fékk henni skjalatösk-
una góðu, og stúlkukindin kiknaði næstum undir farg-
inu. Fífa húkti fyrir aftan hana og var búin að spenna
eyrnaskjólin á hjálminum undir kverkina eins og hún
ætti von á langri og strangri útivist. Hún hélt á yfirhöfn
og langtrefli leiðtogans og svosem tonni af handritum
og minnisblöðum og sinnhverju smálegu sem hann var
ennþá að tína í fangið á henni, eins og hann væri að
setja niður í koffort. Ég brosti bliðlega um leió og hún
skjögraði hjá.
Ég kveikti í sígarettu og dinglaði fótum og beið. Mér
lá ekkert á úr því sem komið var, og það var enda
heilmikill skarkali frammi ennþá. Siðustu Bræðralags-
mennirnir hurfu masandi útum dyrnar, og ég var
orðinn einsamall undir skarsúðinni. Ég flutti mig yfir á
annað borð sem var nær dyrunum og beið ennþá. Ljósið
utan úr ganginum síaðist gegnum reykjarkófið og
myndaði fleyg sem gekk ofan í gólfið alveg við tærnar á
mér. Ætli það hafi ekki liðið einar tvær sígarettur áður
en ég hélt niður og út.
Ég fékk næstursvalann beint i brjóstið og bretti upp
jakkakragann. Ég heyrði einhverskonar blástur undir
húsinu og horfði þangað. Skeggjaður náungi sem mér
leist ekkert á var að forfæra gulhærðu stúlkuna með
guðsmóðurandlitið. Það leit að minnsta kosti þannig út.
Hann var meó hana í króknum við kjallaratröppurnar,
og hann var búinn að læsa báðum krumlunum utan um
mjóhrygginn á henni eins og hann vildi fá hana í
hryggspennu. Þetta var ákaflega ískyggilegt svona ofan
í geðveikrahælið á loftinu. Seinna komst ég þó að því að
geldingur hefði getað forfært stúlkuna; eins og að
drekka vatn; og niðri i Austurstræti um hábjartan dág;
og einhentur ef þvi væri að skipta og með þessa einú
rígbundna aftan á bak.
Maðurinn var á að giska helmingi breiðari en ég og
brjóstkassinn á honum var dagslátta ef ekki betur.
Hann var um fimmtugt gæti ég trúað. Hann var svartur
og ljótur og skítugur. Hann var með þriggja daga
stálgrátt skegg. Hann var berhöfðaður og með stálgrátt
hár, svo snöggt að það var eins og hann væri með
stálhettu á hausnum. Hann var i hráblautum vinnugalla
og það var mannaþefur af honum með saltfnyk útí. Það
var líka vínlykt af honum. Hann kom sennilega beint úr
stritinu, en hafði orðið sér úti um flösku á leiðinni heim
og afmeyjað hana myndarlega. Hann var orðinn fullur.
Flaskan stóð upp úr rassvasanum á brókunum hans og
gutlaði i henni.
Ég þokaði mér nær þeim og stansaði. Fyrst reyndi sá
svarti að gera sig smeðjulegan. Við erum vinir, félagi,
sagði augnaráðið, og farðu nú að dóla þér heim, gamli
vin, og láttu okkur hérna nátthrafnana eiga sig. Hann
var meó hökuna krækta upp á öxlina á þeirri jörpu og
með sælubros sem hafði viðspyrnu i eyrnasneplunum.
Andlitið á honum var eins og á höfuðpaurnum framan á
óvenjulega djarflegu klámriti.
Það hefói kannski átt að ýta við mér hvað stúlkan var
róleg. Hún var eins og hvítvoðungur í fanginu á honum
og bærði ekki á sér. Hún hreyfði sig ekki að heldur
þegar hann þokaði krumlunum niður á lendarnar á
henni og byrjaði að hnoða þær. Hann skipti um leið um
andlit. Hann skaut á mig svo eitruðu augnaráði að ég
var næstum búinn að kveðja. Það var aó visu blóðhlaup-
ið, en það var ekkert mildara fyrir það. Ef augnaráð
gæti drepið, þá hefði ég borið beinin þarna undir
vanrækta húsinu.
Þá yggldi hann sig og reyndi að banda mér frá. Þvi fór
fjarri að hann væri smjaðursiegur núna. Hypjaðu þig,
lagsmaður, sagði blóóskotna augnaráðið, ellegar ég sný
þig úr hálsliðnum lagsmaður. Þá urraði hann, og ég er
alls ekki að ýkja. Það var langdregið þunglyndislegt
urr: óþreyjuóður steinaldarmannsins sem hefur loksins
tekist að finna sér maka, og kemur þá ekki hýenuskratti
rambandi inn i skútann til hans einmitt þegar hann
ætlar að fara að njóta ávaxta erfiðis síns. Hann var að
verða viðþolslaus. Hann var í svipinn að reyna að finna
sér leið undir nankinstreyjuna stúlkunnar, en bæði var
flíkin ríghneppt og svo var hún eftir því nærskorin.
Þá byrjaði hann að hossa henni. Ég veit ekki hvort
það var tilgangur hans aó hrista hana upp úr spjörun-
um, en hann dró vissulegaekki af sér.Enginn venjulegur
klæðnaður hefði staðist þessa þolraun. Það hefði farið
fyrir honum eins og reiðskrúða ráðherrafrúarinnar
þegar hún var að taka heljarstökkinjfram af bykkjunum.
Stúlkan var loksins byrjuð að umla. Mér heyrðist það
vera hryglukennt uml. Hún gekk upp úr hnöllunum og
niður i þá aftur eins og bullan i strokki. Það hringlaði
líka í henni eins og í samskotabauk. Svo fór ýmislegt
lauslegt að hrökkva upp úr vösunum. Greiöan hennar
rauk í aðra áttina og buddukríli í hina. Síðan rigndi hún
hasssígarettum og smápeningum.
Hann var að hrista úr henni líftóruna. Ég mjakaði
mér nær og kroppaði í puttana á honum. Ég gerði þaó
eins kurteislega og ég gat og ég tuldraði líka kurteislega
að það væri orðið framorðið, og ég veit að ég var eins
ljúfmannlegur og skilningsríkur á svipinn og ég orkaði
og gat. Það næsta ég vissi kom elding fljúgandi útúr
húminu og hafnaói milli augnanna á mér og ég stóð
snöggvast á haus og sá inn i himininn og sat þá
rænulítill i flaginu undir húsinu, en Fifa kraup við
hliðina á mér og hvatti mig til þess að geispa ekki
golunni með því að hræra upp í hárinu á mér og hrista
mig eins og kvefmixtúru og fremja yfirleitt á mér öil
þau afglöp sem mönnum ber að forðast í nærveru
heilahristings.
Ríðherrafrúin. . . var langtum of fyrir-
ferðarmikil til þess að ganga i níðþröng-
um nábleikum reiSbuxum. . .Rassinn
var þar sem mér finnst alltaf klæSileg-
ast aS þaS sé bara auSn og tóm.
ÞaS var eins og drottinn
hefSi veriS aS gamna sér
viS aS hnoSa óvenjulega
skoplegan indiána og
allt í einu fengiS óvænta
pöntun frá Ís-
landi. . .RáSherrann var
hvorki fugl né fiskur,
hvorki íslendingur né
indiáni.
Ég held að fröken
SigriSur hafi i raun
og sannleika trúaS
þvi aS fina fókiS væri
alltaf meira eSa
minna lasiS af þvi
þaS væri svo fingert,
en ótindur almúginn
hnerraSi bara endr-
um og eins meS
gauragangi eSa fengi
i mesta lagi igerð i
lúkuna þegar þaS
væri aS flaka karf-
Flugfreyjan. . . hafSi spegilgljáandi
neglur og spegilgljáandi hár og flikun-
um var úSaS á hana eins og glitrinu á
fiSrildavængi. Fifa var eins og neSsta
þrepiS i kjallarastiga viS hliðina á þess-
ari Ijómandi veru.
Fífa er ekki myndskreytt, en hinsvegar gerði höfundur
þessar myndir að gamni sinu af nokkrum persónum
bókarinnar. — Almenna bókafélagið er útgefandinn.